Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur OPNUÐ verður á Kjarvalsstöð- um laugardaginn 21. ágúst kl. 16 yfirlitssýning á verkum eftir Louisu Matthíasdóttur. Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík árið 1917 og stundaði listnám í Danmörku, París og New York en þar hefur hún búið undan- farin 40 ár. Louisa hefur um langan tíma notið viðurkenningar sem listmál- ari í Bandaríkjunum og hér á ís- landi hafa verk hennar alltaf vakið mikla athygli enda sækir hún myndefnið að miklu leyti til íslands og segir sjálf að ekkert landslag sem hún hafi séð síðar á ævinni hafi haft sömu áhrif á sig og lands- lagið í æsku. Fyrir utan landslags- og borgarlandslagsmyndir eru mannamyndir, sjálfsmyndir og uppstillingar meginviðfangsefni hennar. I sjálfsmyndunum er hún í senn skoðandinn og hið séða, listamaðurinn og myndefnið. Þær bera með sér að öll tilfinningasemi hefur verið yfírstigin og hún leit- ast við að horfa hlutlaust á sjálfa sig. Um uppstillingamar gildir það sama og um mannamyndir hennar, hún leitar ekki upp myndefni sín heldur notar í uppstillingar sínar það sem hendi er næst, hversdags- lega hluti sem rekja uppruna sinn til eldhússins, vínflöskur, glös, formfagurt litríkt grænmeti eld- húsáhöld ýmiskonar, oft hníf og skurðarbretti. Málverk hennar er agað og hreint, allt pijál hefur verið hreinsað burt af myndfletin- um og eftir stendur kristalstær kjami eða hugmynd sem hún vinn- ur með útfrá strangt öguðum form- og litrænum forsendum. Louisa Matthíasdóttir Á sýningunni eru um fimmtíu myndir sem spanna allan hennar feril. Elsta myndin á sýningunni er frá því um 1939 og sú yngsta er máluð á þessu ári. í þeim má glögglega sjá hina hægfara en stöðugu þróun í list Louisu undan- farin 50 ár og hvernig hún smám saman þróar með sér hin einföldu og markvissu vinnubrögð sem ein- kenna list hennar í dag. í tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefin út vönduð sýningarskrá með 20 litmyndum sem spanna allan feril hennar og einnig er í sýningarskránni grein eftir Krist- ínu Guðnadóttur safnvörð um Lou- isu, list hennar og feril. Á meðan á sýningunni stendur verða seld plaköt árituð af Louisu. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 til kl. 18 og stendur til sunnu- dagsins 12. september. (Fréttatilkynning) Hrafnkötluþing STOFNUN Sigurðar Nordals og áhugamenn um rannsokmr a Hrafnkels sögu Freysgoða gangast fyrir ráðstefnu í Menntaskólan- um á Egilsstöðum 28. og 29. ágúst nk. og hefst hún kl. 10 árdegis báða dagana. Hvatamaður að þinginu er dr. Hermann Pálsson, fv. prófessor í Edinborg, og flytur hann þar fyrir- lestur sem nefnist „Málið á Hrafn- FASTEIGNASALA SuAurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 kels sögu“. Auk Hermanns halda Guðrún Nordal, Helga Kress, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Páll Páls- son, Sveinbjöm Rafnsson, Sverrir Tómasson og Stefán Karlsson er- indi á þinginu. Fjalla erindi þeirra um uppruna sögunnar, söguefni, byggingu og inntak og samband hennar við aðrar fornsögur. Ráðstefnustjóri verður Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnun- ar Sigurðar Nordals. í tengslum við ráðstefnuna verður farið á Hrafnkötluslóðir undir leiðsögn heimamanna. (Fréttatilkynning) Ingibjörg Haraldsdóttir Bragi Ólafsson Sigurður Pálsson Skáldakvöld á Hótel Borg Besti vinur ljóðsms BESTI vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Hótel Borg í kvöld, fimmtudaginn 19. ágúst, kl. 21. Þar munu sjö skáld lesa úr nýjum eða væntanlegum bókum. Eftirtalin skáld koma fram; Bragi Ólafsson, sem nýlega sendi frá sér bókina Ytri höfnin, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jón Stefánsson les úr bókinni Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju, Kristín Omars- dóttir sem gefur út ljóðabók í haust, Kristján Þórður Hrafnsson, sem sendir frá sér bókina Húsin og göt- urnar, Sigurður Pálsson les úr bók- inni Ljóð línudans, sem kemur út í haust og Þorsteinn Gylfason sem gefur út bók með ljóðaþýðingum. Þetta er fyrsta ljóðakvöld Besta vinar ljóðsins í tvö ár, en Besti vin- urinn stóð fyrir fjölmörgum skálda- kynningum á árunum 1986-91. Skáldakvöldið er haldið í Gyllta sal Hótel Borgar sem nú hefur ver- ið gerður upp. Upplestrinum í kvöld verður út- varpað beint á Rás 2 í umsjón Þor- steins J. Vilhjálmssonar. Kynnir á skáldakvöldinu er Hrafn Jökulsson. Aðgangseyrir er 300 kr. Sigríður og Nína Margrét í Listasafni Sigurjóns Tónlist Ragnar Björnsson Ómetanleg er sú stefna for- ráðamanna Listasafns Siguijóns að veita ungu fólki á listabrut, fólki sem enn er í reglubundnu námi, tækifæri til að koma fram, sýna kunnáttu sína og hæfileika, eða kannske hæfileikaleysi á stundum, sem líka er nauðsynlegt að vera vitandi um, og bera þetta síðan á borð fyrir fullu húsi áheyrenda. Miklar undirtektir fá forráðamenn safnsins við þessa stefnu í mikilli aðsókn á tónleik- ana og endist þeim kraftur og áhugi til að halda þessu áfram sem allra lengst. Sigríður Jónsdóttir, mezzó- sópran kallar hún sig, er enn í námi og enn vantar punktinn yfir i-ið. Sigríður er mjög vel músíkölsk og hefur sérlega fal- lega framkomu á sviði. Öll með- ferð hennar á verkefnunum sýnir semsagt gott „músíkalitet“, sem reyndar þarf ekki að hafa nein teljandi tengsl við listsköpun, en það er jú annað mál. Sumum hættir e.t.v. til að blanda þessu tvennu saman og heppilegast er vitanlega þegar hvorutveggja þetta rennur saman í einn farveg. Undirritaður getur hugsað sér listsköpun á sviði tónlistar án verulegs „músíkalitets", en flutn- ingur án þessara innri átaka og fæðingar, sem listsköpun getur nefnst, er ekki nema hluti sann- leikans. Oft bregður fyrir mjög fallegum augnablikum í rödd og meðferð Sigríðar á verkefnunum, sem lofar góðu í framtíðinni. Það sem á vantar er stuðning- ur við tónmyndun og þá sérlega á efra raddsviðinu, þar verður tónninn gjarnan of loftkenndur og fyrir kemur að tónninn er ekki alveg hreinn. Þetta er og bundið því að hún virðist eiga erfitt með að losa um hömlur, þora að opna gáttir tilfinning- anna, leyfa sönglínunni að blómstra og jafnvel að hætta að hengja sig svo mikið á texta og fraseringar, þora að leyfa því sem inni býr að svífa fijálsu um sali, það er það sem áheyrandinn vill fá og ég trúi því að Sigríður eigi til ónýtta orku, sem við áheyrend- ur viljum fá, temmilega óbeisl- aða. En allt hefur sinn tíma, stend- ur í merkri bók og velviljaður gagnrýnandi hlýtur að benda á það sem honum finnst að og trú- ir að geti komið viðkomandi að gagni. Best fannst mér meðferð Sig- ríðar á lögum sem höfðu í sér húmor, þó var Fuglinn í fjörunni í hraðara lagi, varð dálítið óróleg- ur fyrir bragðið, íslenskt vöggu- ljóð þarf að vera einfalt í flutn- ingi, þannig nýtur þessi perla sín best. Kvæðið um litlu hjónin var skemmtilega mótað, en lengra mátti ekki ganga. Schubert-, Brahms- og Schumann-lögin eru erfiðar uppgáfur og urðu sum dálítið þunglamaleg, e.t.v. vegna of mikils vandvirknishugsunar- háttar. Betur áttu við Sigríði lögin eftir Samuel Barber og lögin eft- ir Gabriel Fauré, þar sem mjög reynir á píanóið. En kannske naut rödd og skilningur Sigríðar sín best í seinna aukalaginu. Summertime, kannske ætti Sig- ríður að velta því sviði fyrir sér. Nína Margrét Grímsdóttir er góður píanóleikari, þótt mér fyndist hún stundum ofgera í sönglögunum. Abegg-tilbrigðin eftir R. Schumann lék hún af öryggi, em minni pedall, á stund- um, hefði ekki skaðað, briljans sumra tilbrigðanna hefði við það fengið meiri glæsileik. Jeux d’E- au eftir Ravel er ekki auðvelt í flutningi og var margt fallegt í leik Nínu, en nokkuð fannst mér hún byija verkið í hröðu tempói, hætt er við að nokkur óróleiki slæðist inn og leikur vatnsins nýtur sín ekki betur þannig. HÁTÚN Til sölu stórglæsil. 3ja herb. 97 fm nýl. íb. á 2. hæö. NÝTT Á SKRÁ: ÆSUFELL ^ Vorum aS fá i sölu mjög góöa 7 herb. 134 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Nýtt eldh. Mikiö útsýni. Verð 8,5 millj., FURUGRUND-4RAOG EINSTAKLINGS Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb. ca 100 fm íb. á 1. hæð. 24 fm ein- staklíb. í kj. Gott verð. GNOÐARVOGUR Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íb. á 1. hæð. ÁLFTAMÝRI - ATH. SKIPTI Falleg 3ja herb. endaíb á 4. hæö. Skipti á stærri eign æskii. LAUSAR ÍBÚÐIR: KARLAGATA Til sölu ágæt 3ja herb. íb. á 1. hæö. Verö 5,3 millj. VESTURBERG 3ja herb. 74 fm íb. á 5. hæö í lyftuh. íb. er nýmál. Nýtt gler. Húsið nýviög. aö utan. Gott útsýni. JÉ* Hilmar Valdimarsson, || SigmundurBöðvarssonhdl., "" Brynjar Fransson. 011 KA 01 07A LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmoastjori L I I 3U"L I V / V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasau Nýtt á söluskrá - auk annarra eigna: Fyrir smið eða laghentan í Smáíbúðahverfi endaraðhús með 4ra-5 herb. ib. á tveimur hæðum 115 fm. Ennfremur þvottahús og góð geymsla í kjallara. Þarfnast nokk- urra endurbóta. Skipti æskileg á 2ja-3ja herb. íb. í hverfinu. Gott verð. 2ja herbergja ódýrar íbúðir M.a. við Gunnarsbraut lítil séríbúð í kjallara. Laus strax. Og við Njáls- götu lítil á 3. hæð í vel byggðu steinhúsi. Skammt frá Borgarspítalanum Sérfbúð í tvíbýli. 3ja herb. íbúð á neðri hæð 82 fm nettó. Allt sér. Öll eins og ný. 40 ára húsnæðisl. kr. 3,6 millj. Tilboð óskast. Daglega leita til okkar traustir kaupendur, sumir með miklar og góðar greiðslur. Sérstaklega óskast íbúð í vesturborginni eða nágr. með góðu forstofuherbergi og sér snyrtingu. Ennfremur góðar eignir sem næst miðborginni. • • • Gott skrifstofuhúsnæði ósk- ast sem næst miðborginni. Opið á laugardaginn. _____________________________ LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASIEIGNASALAH MENNING/LISTIR Myndlist Erla sýnir í Listahorninu Myndlistarkonan Erla Sigurðar- dóttir sýnir í Listahomi Upplýsingam- iðstöðvar fyrir ferðamenn, Skólabraut 31, Akranesi. Á sýningunni eru krítar- og vatns- litamyndir og eru þær allar unnar á þessu ári. Erla stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1984-1988 og lauk prófi úr málara- deild. Sumarið 1991 var hún við nám við Europaaische Akademi fiir Bild- ende Kunst í Þýskalandi. Hún starfar nú við myndskreytingu bamabóka, auk kennslu við Myndlistarskóla Kópavogs. Erla hefur haldið nokkrar einka- sýningar, m.a. í Slunkaríki á ísafirði, Bókasafni Akraness og í Reykjavík. Auk þess hefur hún tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Þessi sýning Erlu í Listahorninu hófst 16. ágúst og lýkur 15. september og er opin alla virka daga. Steinvör I Nesbúð Steinvör Bjamadóttir sýnir vatns- litamyndir í Nesbúð við Nesjavelli frá 18. ágúst. Tónlist Styrktartónleikar Kammerklúbbsins Kammerklúbbur Ópemsmiðjunnar heldur sína 3ju styrktartónleika, í dag fimmdudaginn 19. ágúst kl. 20.30 í sal FÍH, Rauðagerði 27. Á efnisskránni verða finnsk, þýsk, ensk, frönsk og ítölsk sönglög. Þeir söngvarar sem koma fram á tónleikunum em: Björk Jónsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Jóhanna V. þórhallsdóttir, Magnús Torfason, Sig- ríður Gröndal og Þórunn Guðmunds- dóttir. Með þeim leika: Hallfriður Ól- afsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Vilhelmína Ólafsdóttir og Þórhildur Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.