Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Keypti tvo skrokka og
sagðist hafa sparað heil ósköp
„HVAÐ ætlarðu að gera með tvo heila
skrokka,“ spurði ég konu á miðjum
aldri sem stóð við kjötborðið í Hag-
kaup þar sem hún beið eftir dilkakjöti
úr sögun. Það var mikil örtröð þennan
dag enda ekki á hverjum degi sem
kílóið af lambakjöti kostar 299 krónur.
Uppþvottaduft
í öryggisumbúðum
komið á markaðinn
FYRIR nokkrum árum borðuðu nokkur
íslensk börn uppþvottaduft og hlutu af
varanlegan skaða. Að sögn Herdísar
Storgaard hjá Slysavarnafélagi íslands
er í uppþvottaduftinu sódi sem brenndi
í sundur vélinda barnanna. Þau geta
því ekki borðað eðlilega og fæðan sem
þau fá þarf að vera maukuð.
Nú er upp-
þvottaduftið frá
Finish komið í ör-
yggisumbúðir,
plastbrúsa með ör-
yggistappa. Finish
kemur í tveimur
stærðum, eins
kílóa og þriggja
kílóa pakkningum.
„Þetta er ekki lengi að fara á mínu heimili,“
sagði hún. Hún virtist dálítið hvumsa að kona
skyldi rjúka á hana og spyrja slíkrar spumingar
en þegar við höfðum talað saman dálitla stund
fræddi hún mig á því hvernig hún nýtti kjötið.
Hún benti á innpakkaðar lærissneiðar í frysti
og sýndi mér hvað kílóið kostaði, næstum þús-
und krónur, og þegar talið barst að slögunum
sem stundum lenda í tunnunni hjá fólki kom í
ljós að konan kann að nýta það hráefni sem
hún er með í höndunum. Stundum lætur hún
saga slögin í rif sem hún grillar eða steikir í
ofni en síðan hefur hún aðrar aðferðir, fyllir
slögin með sveskjum, eplum og lauk, kryddar
vel, vefur í pylsu og steikir í ofni og ber fram
sem veislumat. Hún býr
stundum til kæfu og
benti á að það gerði
gæfumuninn að nota vel
af þriðja kryddi í hana
og mikinn lauk. Hún veit-
ir sér stundum að nota
súpukjöt í kæfuna eða
jafnvel leggi. Rúllupylsu
býr hún iðulega til úr
slögum og lætur þá
reykja fyrir sig.
Helmingl ódýrara
hangikjöt en ella
Þegar leið á samtal
okkar og kjötskrokkarnir
voru löngu komnir í körf-
urnar sagðist hún líka
láta reykja tvö lærin og
þar með væri hún komin
með hangikjötsálegg og
jólalærið ef því væri að
skipta. Það kostar um 190 krónur að láta reykja
hvert kíló og tveggja og hálfs kílóa hangikjöts-
læri kostar hana á þennan hátt 1.250 krónur,
þ.e.a.s. þegar kílóverðið er 299 krónur. Hún
benti á að færi hún út í búð og keypti sér bara
tveggja og hálfs kílóa hangikjötslæri myndi það
kosta hana 2.500 krónur, þ.e.a.s. kílóið af læri
með beini kostaði iðulega rúmlega þúsund krón-
ur. Þetta þýðir helmings mun.
Kauplr grænmeti á tilboðsverði
Við vorum komnar að grænmetisborðinu og
bæði agúrkur og spergilkál á hlægilegu verði.
Ég spurði hana svona í lokin hvort hún sultaði
niður agúrkumar og syði niður spergilkálið.
„Auðvitað," sagði hún og þarmeð var hún rok-
in, sagðist ætla í Bónus að kaupa brauð þeir
væru með tilboð „þú kaupir eitt og færð næsta
frítt. Gott að eiga brauð í kistunni“.
Ég er viss um að matarreikningamir á þessu
heimili eru í lagi.
grg m
Morgunblaðið/bje
Ódýra kjöfiö má nýta á ýmsa vegu
Konan kvaðst láta reylqa 2 læri sem hún keypti á 299 krón-
ur kílóið. Tveggja og hálfs kilóa læri kostar hana þá um
það bil 1,250 krónur þegar búið er að reykja það. Færi hún
í Hagkaup til að kaupa tveggja og hálfs kílóa hangikjöts-
læri yrði upphæðin um 2.500 króm— --m h'm bvrfti að borga.
Klakar
með merki
þekktra gosdrykkja
AÐDÁENDUR frostpinna og
klaka hafa eflaust tekið eftir því
í sjoppum og verslunum að klak-
ar með merki Mix og Egils-app-
elsíns hafa verið á boðstólum
undanfarið. Þessi framleiðsla er
afrakstur samstarfs Ölgerðar-
innar Egils Skallagrímssonar hf.
og Emmess-ísgerðarinnar, sem
byggir á því að ísgerðin fær hrá-
efni frá Ölgerðinni og sér síðan
um alla framleiðsluna.
Uppistaðan í framleiðslunni er
svokallað sýróp, sem notað er í
bæði mix og appelsín. Guðlaugur
Guðlaugsson sölustjóri Emmess-
ísgerðarinnar segir að með þessari
framleiðslu sé verið að bregðast við
komandi samkeppni erlendis frá þar
sem þekkt vörumerki eins og mars,
snickers og bounty hafi verið færð
yíir á ísframleiðslu.
Heildsöluverð Egils-ísnálarinnar
er 47 kr. en algengt útsöluverð er
um 79 kr. Heildsöluverð Mix stór-
klakans er 39 kr. en algengt útsölu-
verð er um 67 kr. ■