Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF PIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
21
VIKUNNAR 1
Hvað kosti a kartöflurr Nýjar kártöflur fluttárí Í2,5kgar 2 kg. pokum pokum i lausu í álpappír
Hagkaup 199 79,60 89
Bónus 58,40
Nóatún 199 74 69 89
Kjöt og fiskur 159 82 69
Fjarðarkaup 187 84 63,60 57 139
Garðakaup 149-199** 74,50 71,60
KEA, Akureyri 199 85
Kaupfélag ísfirðinga __ 113,20
KASK, Höfn 158 2 87,60
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi 224 í/ÍSSSi 86>40
‘Kilóverð í krónum
**( Garðakaupum fengust íslenskar kartöflur frá tveimur dreifingaraðilum; Banönum hf. á149 kr/kg og Ágæti hf. á 199 kr/kg. |
Hátt verð
er á íslenskum
kartöflum miðað við útlendar
VERÐ á nýjum íslenskum kartöflum hefur farið ört lækk-
andi, en helst þó enn hátt. Samkvæmt skyndiverðkönnun, sem
Daglegt líf gerði sl. þriðjudag í sex verslunum á höfuðborgar-
svæðinu og fjórum úti á landi, voru ódýrustu nýju íslensku
kartöflurnar í Garðakaupum í Garðabæ þar sem kílóið var á
149 kr. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði
var með næst ódýrustu íslensku kartöflurnar, 158 kr./kg og
Kjöt og fiskur í Mjódd bauð kartöflur á tilboðsverði þennan
dag á 159 kr./kg.
Athygli vakti að nýjar íslenskar
kartöflur reyndust dýrastar í Kaup-
félagi Árnesinga á Selfossi, sem
segja má að sé næstur Þykkvabæn-
um. Þar kostaði kílóið af nýjum ís-
lenskum kartöflum 224 kr.
Fyrstu íslensku kartöflurnar af
premier-tegund komu á markað
fyrir rúmum þremur vikum og kost-
uðu þá 359 kr./kg út úr búð. Verð
á erlendum kartöflum er mun
lægra, eins og sést í meðfylgjandi
töflu, og munar allt að 159% á verði
innlendra og innfluttra kartaflna í
Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi.
Verð á erlendum kartöflum
reyndist lægst hjá Bónus, en þar
kostuðu hollenskar kartöflur í 2,5
kílógramma pokum 58,40 krónur
kílóið. „Við flytjum kartöflurnar inn
beint frá Hollandi og sér Mata hf.
um dreifingu í verslanir okkar. Enn
sem komið er höfum við ekki tekið
inn nýjar íslenskar þar sem okkur
finnst ekki komið nógu skikkanlegt
verð á þær. Ég á þó von á því að
íslenskar kartöflur verði komnar í
verslanir okkar í næstu viku og
kaupum við þá beint af bónda úr
Þykkvabænum. Verðið er ekki al-
veg komið á hreint, en það verð sem
ég vil sjá á íslenskum kartöflum
er 70-80 kr./kg út úr búð. Hvort
mér verður að ósk minni veit ég
ekki,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes-
son, verslunarstjóri í Bónus.
Hjá Fjarðarkaupum kostuðu hol-
lenskar kartöflur í 2,5 kílógramma
pokum 63,60 kr., en dýrustu hol-
lensku kartöflurnar voru, sam-
kvæmt könnuninni, í Kaupfélagi
ísfírðinga þar sem kílóverðið var
113.20 kr.
Guðmundur Björnsson, sölustjóri
hjá Banönum hf., segir að heildsölu-
verð hollensku kartaflnanna sé
69.20 kr. og þeirra íslensku 160
kr. „Eins og venja er njóta allir
viðskiptavinir einhverrar viðskipta-
vildar í formi afsláttar, sem getur
numið allt að 25% frá útgefnu heild-
söluverði," segir Guðmundur.
Hjá Ágæti hf. stendur heildsölu-
verð íslensku kartaflnanna nú í 170
kr./kg. „Verðið er þó svolítið flökt-
andi og fer það eftir umfangi við-
skipta hvaða verð menn fá. Þeir
stærstu fá náttúrlega mest, eins og
gengur og gerist í öllum viðskiptum,
allt upp í 25% afslátt," segir Oddur
Ingason, sölustjóri hjá Ágæti.
Sölustjórar vildu engu spá um
framvindu kartöfluverðs enda lægju
ekki fyrir tæmandi upplýsingar um
uppskeruhorfur í ljósi næturfrosta
og uppskerubrests síðustu daga. ■
Undur
ef við önnum
markaðnum til jóla
„ALMENNT tel ég að flestir
kartöflubændur séu á þeirri
skoðun að það eigi að banna
innflutning í ákveðinn tíma,
eða á meðan verið er að selja
íslensku framleiðsluna," segir
Páll Guðbrandsson, kartöflu-
bóndi í Þykkvabæ og fulltrúi
kartöflubænda í innflutnings-
nefnd landbúnaðarráðuneytis-
ins.
Að sögn Páls er ómögulegt að
giska á uppskerutölur. „Nætur-
frostið sem gerði um daginn, fór
hryllilega með sprettuna og víst
er að uppskeran í ár verður langt
undir meðalári. Það má þykja
kraftaverk ef við getum annað
markaðnum fram að jólum. Oft
hafa innlendir kartöfluframleið-
endur annað markaðnum allt
árið. Um mánaðamótin maí/júní
þurfti hins vegar að grípa til inn-
flutnings, en samkvæmt búvöru-
lögunum ganga íslenskar land-
búnaðarvörur fyrir innfluttum.
Ég tei að það sé happadrýgst
fyrir alla ef íslenskir kartöflu-
bændur fá að sitja að markaðn-
um á meðan íslenska framleiðsl-
an er að klárast," segir Páll.
Að sögn Ragnheiðar Árna-
dóttur, deildarstjóra í landbúnað-
arráðuneytinu, hafa um 1.600
tonn af kartöflum verið flutt til
landsins frá því í maí og til dags-
ins í dag eða um 100 tonn á viku.
„Gefin var út tímabundin heimild
til innflutnings í vor sem átti að
nema úr gildi 3. ágúst, en vegna
lélegs árferðis og næturfrosta
var fyrirtækjunum heimilaður
meiri innflutningur og eru kart-
öflur á leiðinni til landsins núna,“
segir Ragnheiður.
Vangaveltur eru uppi um
hvort setja eigi tímabundið bann
á innflutninginn og er von á nið-
urstöðu í því máli á næstu dög-
um. Það magn af innfluttum
kartöflum sem, nú þegar er til í
landinu að meðtöldu því sem er
á leiðinni, ætti að duga fram að
mánaðamótum.
Grænmetisdagar
í DAG hófust grænmetisdagar l\já
Hagkaup. Þar á nú að ríkja mikil upp-
skerustemmning og bændur koma í
verslanir og kynna vörur sínar. Ýmis
tilboð verða þessar tæpu tvær vikur
sem grænmetisdagarnir eru í gangi.
Þessa vikuna eru það gulrætur, gulróf-
ur og hvítkál sem eru á tilboðsverði.
Eitthvað verður um að viðskiptavinir
fái að smakka grænmeti í pítum og í
búðunum verða svokallaðar grænar eyjur
þar sem íslenskt grænmeti verður kynnt
sérstaklega.
Telma tómatur og Gunni gúrka koma
í heimsókn og gleðja smáfólkið. ■
kelloggs
corn pops
JACOBS
prruBRAon
ÁÐUR
149,-
huhall
íSTEIKOR t RASPl
fið.- st
ÍSLLNSKAR
gulrætur
íslenskt
HVtTRÁL
ÍSLENSKAR
rÓFUR
HLBOÐ
VIKÖNNAR
HAGKAUP
- allt / einni ferb