Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Útsölur út um allt og kjarakaup á alls konar vörum HELGARTILBODIN AUGLÝSINGAR um útsölur og einstök vildarkjör eru ráðandi á auglýsingasíðum dagblaðanna um þessar mundir. Ekki virðist skipta máli hvort fólk vill fjár- festa í bíl, ísskáp, sviðakjamma eða slátturvél. Allt er hægt að fá með afslætti einhvers staðar. Auglýstur er allt að 70% afslátt- ur en algengt er að hann sé á bilinu 20-30%. Þeir verslunarstjórar sem Daglegt líf ræddi við í vikunni voru sammála um að fyrst og fremst væri verið að rýma til fyrir nýjum vörum og „hreyfa við fólki.“ Kváðu þeir viðbrögð góð við auglýsingum um lækkað verð. Enginn viður- kenndi að verslun gengi illa eða meira væri um útsölur nú en áður. Versnandi efnahagur hefur í för með sér að fólk sparar meira við sig og segja má að erfiðara sé fyr- ir verslanir að „tæla“ viðskiptavini til sín nú en áður. Þeir sem ferðast um Evrópu þessar vikur veita at- hygli útsölum í mörgum verslunum og því virðist útsöluæðið ekki aðeins ganga yfir á íslandi. Verslunarhættir hér hafa tekið breytingum seinni ár og nægir að nefna að fyrir um 10 árum voru matvörubúðir um 200 talsins á Stór-Reykjavíkursvæðinu en eru nú innan við 100. Það sem áður var sérverslun er nú oft deild innan stærri verslunar. Svo virðist sem innkaup kaupmanna séu hagkvæm- ari en áður sem skilar sér í lægra vöruverði. Samkeppni við verslanir í öðrum Evrópuborgum kann að hafa sitt að segja. Skammgóður vermlr? Kaupmenn losa um pláss og pen- inga á útsölum eða tilboðsdögum og með því er rýmt fyrir nýjum vörum. Þá njóta neytendur góðs af, svo fremi þeir kaupi ekki aðeins „af því það er svo ódýrt.“ Ef til vill er útsöluflóðið skammgóður vermir fyrir kaupmenn. Neytendur gætu nefnilega tekið uppá að neita að kaupa nema gegn verulega miklum afslætti í framtíðinni. ■ ^ n i i [í A9EWS 3 D/JGAR ÉFTÍR T TILBOÐIN eru ekkert sér- stök að þessu sinni en sitt lít- ið af hveiju sem boðið er upp á. Það er ekki mikið um að ávextir og grænmeti séu á sérstöku tilboðsverði nema þjá Hagkaup og Pjarðarkaup- um, en þjá Nóatúni er hægt að kaupa eitt brauð og fá það næsta ókeypis og lamba- hjörtu og lifur eru á tveimur stöðum á tilboði. Bónus Tilboðin gilda frá og með deginum í dag og fram á laugardag. súkkulaðikex 3x250 g.........199 kr. Ariel 5 kg og Lenor-fylling.1369 kr. bl. hakk lamba/folalda.299 kr. kg Luna te ljós 30 stk...........99 kr. frosin gróf og fín smábrauð..149 kr. Bónus appelsín 21........... 98 kr. komflex 1 kg.................212 kr. Viðskiptavinum skal bent á að í Bón- us fá viðskiptavinir 10% afslátt af öllum kjötvörum. Fjarðarkaup Tilboðin gilda 18., 19. og 20. ág- úst. hangilæri............ 998 kr. kg hangiVampartur úrb.....863 kr. kg óhreinsuð svið.........196 kr. kg Islenski málningalítrinn á 758 kr., en sá danski á 295 kr. Ó.M.-búðin, Grensásvegi 14, hefur nýhafið innflutning á danskri innimálningu, sem er mun ódýrari en sú íslenska, sem fyrir er, skv. lauslegri könnun, sem Daglegt líf gerði. Sé miðað við lítra af hvítri innimálningu er verðmunur 157%. „Málningin er aðeins framleidd i einni stærð og í einni gerð sem þýðir að ekki þarf að liggja með stóran lager,“ segir Hjörtur Aðal- steinsson, eigandi Ó.M.-búðarinnar. Eingöngu hvít málning er seld í 5 1 og sprautur með litarefnum fást í 20 litatónum. Hvítu málninguna má nota eina og sér, en ef fólk vill gerast litaglatt, þarf ekki annað en að velja sér lit, kaupa sprautu og blanda litnum út í hvítu málning- una. Fimm lítra fata af hvítu málning- unni kostar 1.475 krónur og ein litasprauta, sem dugir í fimm lítra af hvítu málningunni, kostár 199 krónur. Samkvæmt því kostar einn lítri af hvítri málningu 295 kr., og litaður lítrinn er á 335 kr. Danska málningin ber 5% gljá- stig og er góð á stofur, svefnher- bergi og ganga. Ef hún er á hinn bóginn notuð á svæði, sem meira mæðir á, svo sem á böðum og í eldhúsum, borgar sig að bæta herði út í málninguna, segir Hjörtur. Hjá BYKO í Breidd fengust þær upplýsingar að lítrinn af hvítri málningu með gljástigi 10 frá Hörpu hf. kostaði 758 krónur. Fjór- ir lítrar væru á 2.889 kr., og 10 lítra fata 6.789 kr. Hvít málning frá Málningu hf. er nokkrum krón- um ódýrari á sama stað. Lítrinn kostar 751 kr. Fjögurra lítra fata kostar 2.846 kr. og 10 lítra fatan er á 6.686 kr. Um það bil 100 krón- ur bætast við ofangreind verð í BYKO ef um sérblandanir er að ræða. ■ JI hreinsuðsvið............296 kr. kg lambahjörtu.............299 kr. kg lambalifur..............199 kr. kg vatnsmelónur.............59 kr. kg gularmelónur........7..65 kr. kg spergilkál...............99 kr. kg Garðakaup íste, 3 bragðteg.............63 kr. Sunquick - brúsi fylgir.....377 kr. Musli bar hollustusælg......229 kr. Marino-kaffi 500 g..........199 kr. Haust-hafrakex...............99 kr. lambalæri...............598 kr. kg lambahryggur............598 kr. kg svínalærisneiðar........555 kr. kg svínabógur..............495 kr. kg F&A Tilboðin gilda frá fimmtudegi til miðvikudags og veittur er 4% stað- greiðsluafsláttur. Elitesse-súkkul.kex, 40 stk.555 kr. KP-salthnetur 550 g.........176 kr. Princess niðurs. tómatar 400 g ..40 kr. Hortexniðurs.jarðarb.823g....ll0 kr. Idum-tómatsósa 540 g.........87 kr. Dawn WC-pappír, 2 rúllur.....29 kr. Hagkaup Tilboðin gilda frá 19.-25. ágúst. KelloggsComp375g............Í79 kr. Jacobs-pítubrauð............109 kr. Humall ýsusteikur 720 g.....269 kr. íslenskar g^ulrætur.....199 kr. kg íslenskt hvítkál.........49 kr. kg íslenskar rófur..........49 kr. kg Kjöt og fiskur Super eldhúsrúllur 4 stk....149 kr. Super WC-pappír, 8 stk......149 kr: Super-appelsínusafi 11.......77 kr. Super-eplasafi 11............77 kr. Super-hveiti 2 kg............69 kr. Super-kaffi 500 g...........179 kr. nautahakk...............489 kr. kg Nóatún lambalifur..............199 kr. kg lambahjörtu.............199 kr. kg lambanýru.............. 99 kr. kg hrossabjúgu.............372 kr. kg beikon-sparipakki.......786 kr. kg Borgames saltkjöt.......324 kr. kg óhreinsuð svið..........199 kr. kg Londonlamb..............799 kr. kg jarðarbeijagrautur 11.......129 kr. Prik-þvottaefni70dl.........299 kr. lambahryggir............588 kr. kg lambalæri...............599 kr. kg MS fínt bakarabrauð. Kaupir eitt og færð það næsta frítt. ■ Það er gúrkutíð mm AGÚRKUR hafa verið á 55 hagstæðu verði undan- H farna daga og í Hagkaup SS5 voru viðskiptavinum OC jafnvel gefnar gúrkur SMb fyrir skömmu. Þegar hægt er að kaupa kílóið af gúrkum á allt að 19 krónur er freistandi að 9 kaupa nokkur kíló og sjóða niður. Má frysta eða setja strax í edlklög Hjá leiðbeiningastöð heimil- anna tjáði Steinunn Ingimundar- dóttir Daglegu lífi að ef agúrk- urnar væru settar í vissa legi mætti geyma þær svo mánuðum skipti, jafnvel í ár. Sumir frysta gúrkurnar og þá eru þær þvegn- ar og skomar niður með osta- skera. Þær eru settar í plast og geymdar þangað til síðar. Þegar lögurinn er tilbúinn eru gúrkum- ar settar frosnar út í löginn og látnar þiðna í honum. Gúrkurnar geymast mánuðum saman í frysti eigi að nýta þær á þennan hátt. Við fengum eftirfarandi upp- skriftir hjá Steinunni Ingi- mundardóttur. Gúrkubitar í ediklegi 1 Vi kg gúrkur 1 -2 rauðar paprikur saltpækill: 2 I vatn 200 g salt edikslögur: 1 I edik 400 g sykur nokkrar ferskar dillkrónur 2 tsk. heill pipar 2-3 stk. spænskur pipar 1. Hreinsið gúrkur vel og kljúfið eftir endilöngu. Skafið fræin úr og brytjið niður í 4-5 sentimetra bita. 2. Blandið í saltpækil og látið suðu koma upp. Kælið alveg. Hellið yfir gúrkubitana og látið standa opið á köldum stað í 2 daga. 3. Færið gúrkubitana í hreinar, soðnar krukkur og dreifíð pap- rikuræmum milli laga. 4. Sjóðið saman edik og 100 grömm af sykri. Hellið sjóðandi vatni yfir gúrkumar og látið standa í 2-3 daga á köldum stað. 5. Hellið legi af gúrkunum og hitið hann með restinni af sykrin- um. Bætið í dilli, pipar og spænskum pipar. Sjóðið í 2 mín- útur 6. Hellið sjóðandi vökva yfirgúrk- ur og lokið krakkum strax. Ef krukkumar era hafðar á köld- um stað má geyma þær í marga mánuði, jafnvel ár. Gúrkusneiðar I edikslegi 300 g rauð paprika 200 g agúrkur 200 q súr epli 4 dl edik 150-200 g sykur 1 msk. salt 1 tsk. svarturpipar 2 tsk. sinnepskorn I kg agúrkur 300 g sykur 30 g salt 2-3 msk. dillfræ 3-4 sinnepskorn lögur: 2 dl borðedik 1 /4 dl vatn 1. Þvoið gúrkur í köldu og skerið þunnt niður. 2. Blandið saman sykri, salti og dilli. 3. Leggið gúrkur í hrein soðin glös og setjið kryddblöndu milli laga. 4. Blandið saman ediki og vatni og hellið yfir gúrkumar. Seljið sinnepskomin efst í glasið. Lokið glösum strax. Sinnepskomin eru sett til að forðast getjun og myglu en auk þess gefa þau líka gott bragð. Gúrkumauk 200 g laukur 1. Þvoið paprikuna og skafið úr þeim fræin. Hreinsið lauk og saxið hvoratveggja smátt. Setjið í örlítið af sjóðandi vatni og látið krauma í tíu mínútur. Síið vatn frá. 2. Flysjið eplin og skerið smátt. 3. Þvoið gúrkur og saxið. 4. Sjóðið saman edik, sykur, salt, pipar og sinnepskom. 5. Látið grænmetið allt út í og sjóðið í loklausum potti í 15-20 mínútur. 6. Setjið maukið á hreinsuð, soðin glös og lokið strax. Maukið geymist lengi í kæli, allt að ár. Steinunn segir að maukið sé gott að nota í sósur og sérstaklega karrýsósur, salatsósur og í ídýfur. Þá er einnig gott að smyija maukinu á brauð og setja kæfu eða skinku yfir. ■ grg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.