Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Deilt um
Kúrileyjar
Tókíó. Reuter.
JAPANIR brugðust í gær
ókvæða við fregnum um að for-
sætisráðherra Rússlands útilok-
aði að Japanir fengju aftur Kúri-
leyjar í Kyrrhafi. „Hafi forsætis-
ráðherrann [Viktor] Tsjernó-
myrdín virkilega sagt þetta
myndi það stangast á við grund-
vallarstefnu rússnesku stjórnar-
innar,“ sagði Terusuke Terada,
talsmaður japanska utanríkis-
ráðuneytisins, í gær. „Það væri
mikið harmsefni." Tsjemómyrdín
hefur verið í heimsókn á Kúrileyj-
um sem Rússar hemámu af Jap-
önum í lok seinni heimsstytjald-
arinnar. Fréttastofan Interfax
hafði það eftir Tsjernómyrdín á
þriðjudag að Rússar myndu aldr-
ei láta þær af hendi enda væru
þær hluti Rússlands. Engar við-
ræður færu heldur fram um
framtíð eyjanna.
Hægur hag-
vöxtur í
Þýskalandi
EFNAHAGS- og framfarastofn-
un Evrópu (OECD) segist gera
ráð fyrir að það muni taka Þjóð-
veija lengri tíma að vinna sig
út úr efnahagskreppunni en
þýska ríkisstjómin áætlar. Segir
í ársskýrslu OECD um efnahag
Þýskalands að einungis megi
búast við 1% hagvexti í Þýska-
landi á næsta ári. „Það er kreppa
í þýsku efnahagslífi og ekkert
bendir til að henni muni linna í
bráð,“ segir í skýrslunni.
Tilræði í
Kaíró
HASSAN al-Alfi, innanríkisráð-
herra Egyptalands, særðist al-
varlega er skotið var á bifreið
hans í miðborg Kaíró í gær. Að
minnsta kosti einn lífvarða hans
lét lífið í tilræðinu og fregnir
herma að nokkrir nærstaddir
vegfarendur hafí einnig týnt lífí.
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð
á ódæðinu en talið er að íslamsk-
ir heittrúarmenn, sem vilja
breyta Egyptalandi í íslamskt
ríki, hafi staðið þar að baki.
Atvinnuleysi
eykst
RÚMLEGA fímmti hver Finni
var atvinnulaus í júlímánuði og
segja efnahagssérfræðingar litl-
ar líkur á að atvinnuástand. muni
fara batnandi á næstunni. í júní-
mánuði var atvinnuleysi í Finn-
landi 19,5% en 20,4% í júlí. Á
sama tíma í fyrra var atvinnu-
leysi 15,1%. „Að okkar mati mun
atvinnuleysi halda áfram að auk-
ast á næsta ári,“ segir Ilkka Nio,
hjá finnska vinnumálaráðuneyt-
inu. Hann benti einnig á að á
írlandi og Spáni væri atvinnu-
ieysi moira. „Við erum ekki í
efsta sæti,“ sagði Nio. Heildar-
framleiðsla hefur dregist saman
um 11% í Finnlandi á síðustu
tveimur árum.
Súdanir
ósáttir
SÚDANIR hafa mótmælt þeirri
ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
setja þá á lista yfír þjóðir sem
styðja hryðjuverkastarfsemi.
Segja Bandaríkjamenn súdanska
stjómarerindreka hjá SÞ í New
York hafa verið viðriðna áform
um viðamikil sprengjutilræði þar
í borg. „Við hvetjum Bandaríkja-
stjóm til að benda á eitt einasta
dæmi þar sem súdanskur ríkis-
borgari var viðriðin hryðjuverk,"
sagði embættismaður hjá sú-
danska utanríkisráðuneytinu.
Sagði hann engar sannanir hafa
verið lagðar fram í þessum efn-
um.
Reuter
Tefja heimferð Demjanjúks
ÞRIGGJA manna nefnd dómara við hæstarétt ísraels hafnaði í gær kröfu þriggja gyðingasamtaka um að efnt
verði til nýrra réttarhalda yfír John Demjanjúk fyrir meinta stríðsglæpi gegn gyðingum í seinna stríðinu. Full-
trúar samtakanna reiddust úrskurðinum og féllst dómari, Meir Shamgar, þá á að hlýða öðra sinni á rök þeirra
og endurskoða ákvörðunina á morgun, föstudag. Hann er þó í hópi átta hæstaréttardómara sem til þessa hafa
úrskurðað að láta beri Demjanjúk lausan úr fangelsi og var formaður dómaranefndarinnar sem hreinsaði hann
af ákæra um að vera ívan grimmi, gasklefastjóri í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka. Á myndinni, sem tekin
var í gær, er Demjanjúk í fangaklefa sínum ásamt syni sínum og nafna (t.h.) og tengdasyni (t.h.).
Þúsundir
KGB-njósn-
ara hjá FBI?
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA alríkislögreglan
FBI kannar nú hvað hæft sé x
fullyrðingum ónafngreinds fyrr-
um starfsmanns sovésku leyni-
þjónustunnar KGB að rúmlega
þúsund bandarískir embættis-
menn hafi njósnað fyrir Sovétrík-
in sálugu, að því er fram kemur
í nýrri bók um FBI sem kom út
í Bandaríkjunum í gær.
Ronald Kessler, höfundur bókar-
innar „FBI: Innviðir öflugustu lög-
reglu heims“, sagði í viðtali í gær
að margir meintra njósnara hefðu
verið mjög háttsettir og haft að-
gang að mikilvægustu ríkisleyndar-
málum. Hann sagði að á síðustu
mánuðum hefðu margir fyrrverandi
og núverandi embættismenn verið
bendlaðir við njósnir í þágu KGB.
FBI sendi frá sér yfirlýsingu í
tilefni fullyrðinga Kesslers að stofn-
unin hefði „hafið að nýju rannsókn
á ýmsum málum sem tengdust
starfsemi fyrrum KGB eða arftaka
hennar." Fulltrúi hjá FBI sem ósk-
aði nafnleyndar sagði hins vegar
að fullyrðingar Kesslers um að fjöl-
margir háttsettir embættismenn
hefðu verið bendlaðir við njósnir
væra ýkjur.
Talsmaður Skandinaviska Enskilda-bankans í Svíþjóð útskýrir bættan hag
Vaxtalækkanir hleyptn
lífi í rekstur bankans
Stokkhólmi. The Financial Times.
SKÝRT hefur verið frá því að hagur sænskra banka fari nú
mjög batnandi eftir nokkurra ára kreppu sem virtist um hríð
ætla að ríða sumum þeirra á slig. Hagnaður varð á starfsemi
Nordbanken, sem var lengi í miklum kröggum, á fyrra misseri
þessa árs og Skandinaviska Enskilda Banken, SE, hefur einnig
stórbætt stöðuna. Bjönx Svedberg, talsmaður SE, sagði að
meginástæðan fyrir bættum hag væri að vextir hefðu lækkað
verulega undanfarna mánuði sem hefði orðið til að auka veltuna.
Svedberg taldi að sögn banda-
ríska dagblaðsins Wall Street Jour-
nal að nokkurt tap yrði sennilega
á rekstrinum í ár, byrðin vegna
tapaðra útlána væri þyngri en svo
að úr rættist á skömmum tíma. Á
hinn bóginn urðu lægri vextir til
þess að auka mjög tekjumöguleika
bankans vegna aukinna útlána,
einnig jók vaxtalækkunin mjög lík-
urnar á því að ýmsir viðskiptavinir
sem standa höllum fæti lifðu krepp-
una af, að sögn Svedbergs. Hann
nefndi ennfremur að bankinn hefði
hagnast mikið á sveiflum sem urðu
á verðbréfamörkuðum.
Svedberg tók fram að einnig
hefði bankinn gripið til hagræðing-
ar í rekstri og dregið úr áhættusöm-
um lánveitingum. SE-bankinn hefur
dregið til baka umsókn um ríkis-
styrk enda sýnir uppgjör fyrir ann-
an ársfjórðung að hagnaður verður
af rekstrinum en heildartapið á
misserinu verður þó um 3.000 millj-
ónir ísl. króna. Hlutabréf í SE-bank-
anum og fleiri sænskum lánastofn-
unum hækkuðu í verði á mörkuðum
við tíðindin í fyrradag.
Wall Street Journal segir að auk
sænsku bankanna tveggja hafi
stærsti banki Noregs, Den Norske
Bank, sem var í miklum erfiðleik-
um, skýrt frá umskiptum í afkom-
unni og telur blaðið að þar sé einn-
ig um að ræða áhrif lækkandi vaxta
er hleypt hafi lífi í reksturinn. Haft
er eftir stjórnanda Den Norske
Bank, Finn Hvistendahl, að um
„tímamót" sé að ræða.
Brundtland kemur umhverfisráðherra til varnar
Ummælin skiljanleg eft-
ir framkomu Gummers
Ósló. Reuter.
Þotuhrap
MILDI þótti, að enginn skyldi
slasast er JAS-þotan hrapaði.
Kraftaverk þótti að engan skyldi
saka er þotan hrapaði niður í trjá-
lund í miðborg Stokkhólms 8. ágúst
sl. Flugmaðurinnn missti stjórn á
flugvélinni, skaut sér út og sveif
til jarðar í fallhlíf.
I niðurstöðum rannsóknamefnd-
GRO Harlem Brundtland for-
sætisráðherra Noregs sagðist í
gær styðja umhverfisráðherra
landsins þegar hann gagnrýndi
Breta fyrir litlar mengunar-
varnir en hann hefði vissulega
gengið of langt er hann kallaði
arinnar segir að hálf-sjálfvirkur
hreyfibúnaður stjórnflata hafi ekki
greint örar og miklar stýrishreyf-
ingar flugmannsins. Hafi stýritölv-
umar ýkt allar hreyfingar með þeim
afleiðingum að þotan vaggaði
vængjum ákaft og varð á endanum
breskan starfsbróður sinn
„drullusokk" þótt ummælin
væru skiljanleg.
Thorbjörn Bemtsen umhverfis-
ráðherra Noregs kallaði John
Gummer umhverfisráðherra Bret-
lands drullusokk á kosningafundi
stjórnlaus.
Skýrt er tekið fram að flugmann-
inum verði ekki kennt um að þotan
varð stjómlaus og hrapaði. Hönnuð-
ir þotunnar era sakaðir um að hafa
vanmetið getu hins hálf-sjálfvirka
stýribúnaðar þotunnar og er gerð
krafa um að þeir endurbæti hann.
Anders Björk varnarmálaráðherra
sagði í gær að engar ábendingar
væri að fínna í niðurstöðum rann-
sóknamefndarinnar um að stöðva
smíði Jas 39 Gripen-þotunnar.
á mánudag. Var það í því sam-
hengi að Bretar gerðu ekkert til
að draga úr mengun sem leiddi
til súrs regns í Noregi.
Brundtland sagði í samtali við
norska útvarpið í gær að ummæli
Berntsens væru skiljanleg í ljósi
viðræðna sem ráðherrarnir áttu í
New York fyrr á þessu ári. „Það
er ekki hægt að una því er bresk-
ur umhverfisráðherra vísar á bug
og gerir Iítið úr vandamálum sem
tengjast súru regni þegar norskur
umhverfisráðherra færir þau í tal
við hann,“ sagði norski forsætis-
ráðherrann.
Gummer dónalegur
Berntsen segir í samtali við
Dagbladet sem birtist í gær að
hann hafi verið ógætinn í orða-
vali, „en breski umhverfisráðherr-
ann var dónalegur (frekk), and-
styggilegur (ufyselig) og hroka-
fullur,“ eins og hann orðaði það.
Stýritölvurnar höfðu ekki undan
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSK orrustuþota af gerðinni Jas 39 Gripen hrapaði niður í mið-
borg Stokkhólms fyrra sunnudag þar sem tölvukerfi sem sér um
að hreyfa stýrifleti hafði ekki undan að vinna úr stýrishreyfingum
flugmannsins, að því er fram kemur í niðurstöðum nefndar sem
rannsakaði orsakir slyssins.