Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDA.GUR 19. ÁGÚST 1993 25 Forystugreinar í norskum dagblöðum Semja verður um veiðamar í Barentshafi TVO AF helstu dagblöðum Noregs, Verdens Gang og Aftenposten, fjalla um veiðar íslenskra togara í Barentshafi í forystugreinum í gær. Eru leiðarahöfundar blaðanna sammála um að Norðmenn verði að tryggja að samið sé um nýtingu fiskistofna á svæðinu. í leiðara Verdens Gang segir að mörg íslensk fiskip séu nú við veið- ar eða á leið til veiða í Smugunni, sem sé alþjóðlegt hafsvæði þar sem hver sem er geti veitt án þess að taka tillit til kvóta eða samninga. „Þrátt fyrir að Alþjóða hafréttar- sáttmálinn frá 1982 hafi ekki enn tekið gildi eru margar af megin- reglum hans þegar almennt viður- kenndar í þjóðarrétti. Það á ekki síst við rétt strandríkja til að að vernda fiskistofna innan 200 mílna efnahagslögsögu. Var það mat Hafréttarráðstefnunnar að strand- ríki væru þeir aðilar sem líklegast- ir væru til að vernda þessa stofna á skynsamlegan hátt. Á Hafréttarráðstefnunni var hins vegar ekki mikið rætt um „smuguvandamálið" það er þegar landhelgi eins eða fleiri ríkja þekur heilt haf að undanskildu litlu gati í miðjunni. í þessu „gati“ gætu utanaðkomandi sjómenn kastað út netum sínum og unnið alvarlegt tjón á öllum fískistofnum á svæð- inu. Það er þetta svæði, sem lög ná ekki til, sem íslenskir sjómenn vilja nú nýta sér á miskunnarlausan hátt. Árið 1981 létu Norðmenn ís- lendingum eftir stórt hafsvæði við Jan Mayen vegna þess hve háðir þeir væru fiskveiðum. Nú kapp- sigla íslenskir sjómenn til „Smug- unnar“ til að stunda í raun rá- nyrkju á fískístofnum annarra ríkja. Norðmenn og Rússar eiga að mótmæla þessu sameiginlega. Það kemur þó ekki til greina að grípa til ofbeldisaðgerða gegn íslending- unum líkt og norskir sjómenn og útgerðarmenn hóta að gera. Norð- menn hafa engan rétt á að beita valdi á þessu svæði. Við erum hins vegar ekki alveg ósjálfbjarga. Sam- kvæmt hafréttarsáttmálanum eiga þau ríki, sem aðild eiga að málinu, að semja um nýtingu svæða utan 200 mílnanna til að vemda fiski- stofna. Norðmenn geta krafist þess að íslendingar komi að samninga- borðinu þegar í stað og að menn komist að bindandi samkomulag um hvernig binda eigi enda á stjómleysið í „Smuguni“. íslend- ingar eru mjög háðir þeirri reglu að það sé strandríkið sem ber ábyrgðina á nýtingu fískistofna. Þeir geta ekki leyft sér að vera með slíkan tvískinnung að ýta þeirri reglu til hliðar þegar það hentar þeim og sjávarútvegi þeirra. Eða geta þeir það?“ Dagblaðið Aftenposten segir í leiðara um sama mál sem ber yfir- skriftina „Hættuleg „Smuga““: „Norskir stjórnmálamenn jafnt sem sjómenn hafa talað digurbarklega um framferði annarra í „Smug- uni“. Það þjónar varla hagsmunum Norðmanna nú. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það sem er í húfi er ekki eitthvert magn af þorskafla heldur líkurnar á að breiðri alþjóðlegri samstöðu um þau mál sem enn á eftir að leysa á norðurslóðum. Staða Nor- egs sem strandríkis er þegar mjög sterk í Barentshafi þökk sé þeim hafréttarreglum sem þróast hafa fram á undanfömum tuttugu árum. Sjávarútvegshagsmunum okkar er best borgið með því að við veljum að þróa áfram þann þjóðarrétt í stað þess að taka lögin í eigin hend- ur gagnvart öðrum ríkjum og sjó- mönnum þeirra. Það á jafnt við þó að hinir norrænu nágrannar okkar Islendingar hafí ákveðið að sanna inntak orðanna „frændur eru frændum verstir". í aðildarviðræðunum við Evr- ópubandalagið mun spurningin um nýtingu fískistofna verða lykilatriði þegar fundir hefjast í haust. Af hálfu Norðmanna verðum við að gera okkur grein fyrir því að við erum jafnt með umdeilda miðlínu gagnvart Rússum í Barentshafí og vemdarsvæði í kringum Svalbarða sem enginn (ef frá em skildir Finnar) hefur viðurkennt opinber- lega þó að menn fallist á að Norð- menn stýri veiðunum á meðan þeir mismuna ekki. í Ijósi þessara deilna og þessarar óvissu er það Norð- mönnum fyrir bestu að gera bind- andi samninga við önnur ríki. Til að slíka samninga sé hægt að gera verðum við að fallast á málamiðlan- ir og vera sanngjarnir á meðan aðrar þjóðir em það líka.“ Segir Aftenposten að ef Norð- mönnum takist að fá EB-ríkin til að fallast á lausn í aðildarviðræð- unum, sem tekur mið af hagsmun- um Norðmanna, muni samnings- staða þeirra styrkjast verulega gagnvart öðmm þjóðum s.s. íslend- ingum og Rússum. í lok leiðarans segir: „Johan Jorgen Holst utanríkisráðherra reyndi á meðan á íslandsheimsókn hans stóð að fá íslenska utanríkis- ráðherrann Jón Baldvin Hannibals- son til að stöðva veiðar íslensku sjómannanna. Það ætti ekki að koma á óvart að það hafí ekki tek- ist. En þau orð [Jóns Baldvins] Hannibalssonar að íslensk stjórn- völd geti reynt að takmarka veið- arnar sýna að ákveðinn skilningur á sjónarmiðum Norðmanna er til staðar. Viðræðunum hefur ekki verið slitið. Norðmönnum ber að halda þeim áfram og hafa heildar- myndina í huga. Við megum ekki hegða okkur þannig að „Smugan" verði að blindgötu án þess að hægt sé að smjúga út aftur.“ NÁMSKEIÐAPAKKI á einstökum kjörum! Viltu margfalda lestrarhraðann og auka ánægju af öllum lestri? Viltu auka afköst í starfi og námi? Hraðlestrarskólinn býður nú tvö vinsæl námskeið, hraðlestr- arnámskeið sem kostar kr. 15.800 og námstækninámskeið sem kostar kr. 5.900, saman í „pakka" á frábærum kjörum, einungis kr. 15.800. Þú sparar kr. 5.900! Betra tilboð færðu ekki, enda skila námskeiðin þér auknum afköstum í námi og starfi alla ævi! Næsta námskeið hefst 25. ágúst. Skráning alla daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! 5 1978- 1993 L!.. Bruni aldagamallar brúar áfall fyrir Svisslendinga > Reuter. Ometanlegt tjón HLAÐINN vatnsturn frá fjórtándu öld er nánast það eina sem stendur eftir í kjölfar þess að Kapellubrúin í Luzern í Sviss brann í fyrrinótt. Slökkvilið kom fljótt á staðinn. Það gat ekki bjargað nema hluta brúarinnar og einbeitti sér að því að bjarga 660 ára vatnsturninum sem stendur við hana. íkveikja er ekki útílokuð Luzcm. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morg- unblaðsins. ALLT bendir til að bruninn í Kapellu- brúnni í Luzern í fyrrinótt hafi orðið af mannavöldum. Ekki er ljóst hvort um slys eða íkveikju var að ræða en talsmaður brunaeftirlitsins telur ekki útilokað að kviknað hafi í út frá sígarettu sem vegfar- andi kann að hafa hent frá sér og lent í báti, sem bundinn var við brúna. Rann- sókn á upptökum eldsins stendur yfir en ekki er vitað hvenær henni lýkur. „Hörmulegt“ var viðkvæði Svisslendinga i gærmorgun þegar þeir heyrðu að stór hluti Kapellubrúarinnar i Luzem væri brunninn til kaldra kola. Sorgmæddir Luzem-búar gerðu sér sérstaka ferð i miðbæinn til að sjá brun- arústimar og fylgjast með hreinsunarvinnu sem hófst þegar i stað. Brúin verður endur- byggð en fæstar yfír 300 ára gamalla mynda innan á þaki brúarinnar verða endurheimtar. Brúin var byggð um 1333. Hún er elsta tré- brú Evrópu sem hefur stöðugt verið end- urnýjuð og haldið við. Hún er um 200 metra löng og liggur yfir ána Reuss i hjarta Luz- ern. Þakmyndimar vom málaðar i upphafi 17. aldar. Þær röktu sögu Sviss og Luzern. Brúin hefur svipaða þýðingu i Luzern og Þingvallakirkjá á Þingvöllum eða Eiffel-turn- inn i Paris. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan eitt, aðfaranótt miðvikudags. Eldur kom upp um borð i mótorbáti sem var bundinn við brúna og eldtungur læstust hratt um þurran við gömlu brúarinnar. Það hefur nú verið stað- fest að bmnan í bátnum má ekki rekja til vélarbilunar. Tuminn er kynningartákn Luzern og eng- inn fer um borgina án þess að veita honum og gömlu brúnni athygli. Um fjórar milljón- ir ferðamenn fara um Luzern á ári. Þeir munu geta gengið um Kapellubrúna vorið 1994 en ráðamenn reikna með að viðgerðum á henni verði þá lokið. 1*11*11*11*11*1 l«l 1*11*11*1 l«l 1*1 l«l 1*11*11*11*11*11*1 Láttu OkkurÖvi Arshátíðina ~ Og ÞaðVerðurHátíðI Lagi # =cz> Með því að nýta þér Veisluþjónustu Naustsins í Fóstbræðraheimilinu geturðu verið viss um að árshátíðin — eða veislan af hvaða tagi sem hún er — verður í góðum höndum hjá okkur. t er fyrir hendi til a5 fullkomna auoiablikið: • Fallegur og notalegur veisjúsalur fyrir 20 - 140 manna hópa. • Fyrsta flokks matur frá Naustinu sem slær alltaf í gegn. • Liprir þjónar sem njóta þess að snúast í kringum veislugesti. • Matföng við allra hæfi — möguleikarnir eru fjölmargir. • Odýrari matarveisla en gengur og gerist: Þríréttaður kvöldverður frá 1.950 kr. á manninn — gerf aðrir betur! • Aratuga reynsla í teisluhöldum. Þeir Hörður Sigur- jónsson og Hafsteinn Egilsson, eigendur Naustsins, vita hvað veisla á að standa fyrir. 0<? <g eisluþjónusta Naustsins - hvert sem tilefnið er: • Árshátíð. • Brúðkaup. • Fermingarveislur. • Utskriftarafmæli. • Stórafmæli. • Móttökur. • Erfidrykkjur. • Kokkteilveislur. LJitt símtal: 17759*685206 og þú átt fyrirmyndarveislu í vændum! ^eVsVultjólu^^ ^ós ^sibr«ru)i e>- ' «t, ■» >• % % V, V % - oA'ouifí^ — ifct/ur tneð iá/ 1*11*11*11*11*11*11*11*1 !•! 1*11*11*11*1 !•! 1*11*11*1 !•!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.