Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 35 lumið hana á brott með sér svo hún ítti ekki þangað afturkvæmt. Sá var Dlafur K. Guðjónsson frá Hnífsdal. Filippía notaði næstu tvö árin tii að andirbúa sig fyrir væntanleg heimil- isstörf. Hún fór meðal annars í Hús- tnæðraskólann Ósk á ísafirði. Brúð- kaup þeirra Ólafs fór svo fram þann 3. júní 1935. í Hnífsdal stóð svo heimili þeirra til 1963 að þau fluttu á Akranes. Þar áttu þau síðan heim- ili sitt. Þau eignuðust tvö börn, Guð- ión Baldvin forstjóra SÍS, sem kvæntur er Guðlaugu Brynju Guð- iónsdóttur frá ísafirði, og Ásgerði kennara í Kópavogi, gift Sigurði Rúnari Jónssyni tónlistarmanni úr Reykjavík. Olafur K. Guðjónsson var lengi útibússtjóri Kaupfélags ísfírðinga í Hnífsdal. Þar kom ég nokkrum sinn- um á glæsilegt heimili þeirra hjóna. Lagði ég jafnan lykkju á leið mína ætti ég leið um Vestfirði svo ég gæti notið gleðifunda með þessum ágætu skólafélögum mínum. Eftir að þau fluttu á Akranes 1963 voru hæg heimatökin. Endurnýjaðist nú vinskapurinn og samskiptin urðu tíð þar til yfir lauk. Ólafur andaðist 13. apríl 1992. Þau voru bæði einstak- lega skemmtileg, gestrisin og góð heim að sækja. Úmræðuefnið þraut aldrei. Þau höfðu einatt frá mörgu að segja. Gömlum og nýjum atburð- um. Filippía var myndarleg húsmóð- ir, mikil móðir barna sinna og um- hyggjusöm amma og langamma. Bar hún Ijölskyldu sína mjög fyrir bijósti. Alveg sérstaklega tók hún miklu ástfóstri við Ólaf Kjartan dótturson sinn, enda var hann mikill sólar- geisli í lífi hennar frá upphafi og dvaldi löngum hjá afa og ömmu á Akranesi. Hann hefur á síðari árum goldið fósturlaunin ríkulega og sýnt Filippíu mikla ástúð og umhyggju þegar þörfin var mest. Fyrir 8 árum kom í ljós að Filipp- ía gekk með illkynjaðan sjúkdóm, sem hún hefur síðan barist við af mikilli festu og þrautseigju. Það var henni mikið áfall þegar Olafur and- aðist á síðasta ári eftir 2-3 mánaða legu í sjúkrahúsi. Hann hafði verið við góða heilsu og lengst af í fullu starfi fram undir það síðasta. Veitti hann Filippíu mikinn stuðning og sýndi henni mikla nærgætni. Allt þetta og ýmislegt annað sem á dundi bar hún með hetjulund sem aðdáun vakti. Kjarkur hennar og manndóm- ur var slíkur að enginn ókunnugur hefði látið sér til hugar koma að hún bæri dauðann í brjósti sér. Slík var reisn hennar og styrkur gagnvart ofureflinu og hinum grimmu örlög- um. Baráttunni lauk svo hljóðlega 13. þessa mánaðar. Glæsilega stúlkan úr Svarfaðar- dalnum sem gekk út í sólskinið á Laugarvatni vorið 1933, með bjartar framtíðarvonir, umvafin ást og um- hyggju eins af skólafélögum sínum, hefur lokið vegferð sinni. í lífi henn- ar skiptust á skin og skúrir. Ham- ingjudísimar vörðuðu lengst af veg hennar en þegar örlaganomirnar spenntu klærnar sýndi hún þann styrk sem ekki gleymist. Ég veit að hin fjölmenna og glaða sveit æsku- fólks, sem var samtíða Ólafi og Filippíu á Laugarvatni fyrir 60 ámm og enn er ofar moldu man þau vel og minnist þeirra beggja með þakk- læti fyrir giaðværar og góðar sam- verustundir. Megi höfundur lífsins blessa börn þeirra hjóna og fjölskyldur á við- kvæmri skilnaðarstund. Öll blessum við minningu góðs vinar, sem kvatt hefur eftir langa og hetjuléga bar- áttu við þann, sem alltaf sigrar að lokum. Daníel Ágústínusson. í dag, 19. ágúst, verður jarðsett frá Akraneskirkju góð vinkona mín, Filippía Jónsdóttir. Hún var ættuð frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Hún gift- ist 8. júní 1935, Ólafí Kjartani Guð- jónssyni frá Hnífsdal, og þar var þeirra heimili þar til þau fiuttust á Akranes árið 1963. Fljótlega eftir að þau fiuttu hingað á Akranes myndaðist sú vinátta milli heimila okkar, sem aldrei bar skugga á. Dætur okkar beggja urðu miklar vinkonur í skóla og vom mikið inná heimilum hvor annarrar. Þannig urðu þessi tengsl sterk og þau rofnuðu aldrei. Filippía og Ólafur vom einstök hjón. Þau voru svo samhent og náin að það sem var vilji annars varð einn- ig vilji hins. Þau vom ætíð kát og létt og gefandi, og það leið öllum vel í návist þeirra og fóru ríkari af þeirra fundi. Þau vom þess vegna vina- mörg. Við hjónin fóram nokkrum sinnum með þeim á Vestfirðina að heim- sækja þeirra fyrri heimabyggð, Hnífsdal. Fyrsta ferðin sem við fór- um er ógleymanleg. Fyrir það fyrsta þekktu þau leiðina sem ekin var og fræddu okkur, sem ekki höfðum far- ið þar um áður. Þegar komið var í Hnífsdalinn var eins og um konung- lega heimsókn væri að ræða. Þau gengu hús úr húsi til að heilsa uppá vini og kunningja og þar sem þau sáust úti á götu kom fólk á móti þeim með útbreiddan faðminn til að fagna þeim. Við hjónin nutum góðs af, því að við vomm boðin með þeim í matar- og kaffíboð. Þetta er ógleymanlegt. Það var mikið áfall fyrir Filippíu þegar Ólafur lést 13. apríl 1992. Enginn átti von á því að sjúkdómur sá sem greinst hafði hjá honum hrifi hann svo fljótt héðan. En Filippía stóð sem klettur þrátt fyrir að hún væri sjúk sjálf, en hún hafði innra hugboð um að ekki yrði langt á milli þeirra, en það vom réttir 16 mánuð- ir. Þau em því saman á ný eins og þau voru alltaf hér á jörð. Oddfellowstúkan Ásgerður var stofnuð árið 1966 og var Filippía einn af stofnendum hennar. Þar fann hún sig og var góður Oddfellow. Hún gegndi mikilvægum störfum fyrir stúkuna og skilaði þeim öllum með einstakri prýði. Síðustu árin þegar sjúkdómur sá sem varð henni að ald- urtila var farinn að heija á hana, sótti hún færri fundi í stúkunni, en hún fylgdist ávallt með og Odd- fellowhugsjónin var ávallt í fyrir- rúmi. Fyrir hönd st. nr. 5, Ásgerðar, vil ég þakka henni fyrir öll hennar störf í þágu stúkunnar og ég veit að henn- ar er þar sárt saknað. Nú þegar skilnaðarstundin er mnnin upp og ekki verða famar fleiri Vestfjarðaferðir eða spilað rommí í sumarbústaðnum, viljum við Valdi þakka þær mörgu ánægjustundir sem við áttum öll saman. Elsku Ásgerður, Guðjón, tengda- böm og barnabörn, ég votta ykkur innilega samúð og bið Guð að blessa ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Filippíu Jóns- dóttur. Það er erfitt að henda reiður á öllum þeim minningum sem nú sækja á hugann, því svo stutt er síðan að amma umvafði mig sínum hlýja faðmi. Ég hef notið þeirra gæfu að hafa frá barnæsku átt mikið og náið samband við ömmu Píu og afa Óla á Akranesi. Sem bam dvaldi ég oftar en ekki dögum, jafnvel vikum saman á heimili þeirra á Höfðabrautinni, síðar á Suðurgötunni. Það var í senn gaman og þroskandi að umgangast ömmu, því að þó að hún væri vinn- andi myrkranna á milli, innan sem utan heimilisins, þá átti hún alltaf stund til að spjalla um heima og geima. Þegar árin tóku að líða og ég komst til vits og ára varð sam- band okkar æ einlægara og alltaf var hún til staðar ef ég þurfti á að halda. Mér er minnistætt hvað félag- ar mínir undmðust oft á togstreitu- tímabilum unglingsáranna hvað ég var oft uppi á Skaga, hjá ömmu og afa. Því þrátt fyrir að mikið væri að gerast, gat aldrei liðið langur tími milli heimsókna. % ® rmgo UTSALA AINNIHURÐUM °/oa bf _ Aður Eik 26.951 kr Beyki 27.320 kr Mahony 22.887 kr Eik fulning 49.856 kr Verðdæmi: Hú stgr. imykf 19.453 kr ÁRMÚLA 8-10, SÍMI 81 28 88 38.88$ j Einnig takmarkað magn af útiitsgölluðum hurðum á hálfvirði Fullkom...inn rmgo Gæðastimpill fyrir innihurðir Alltaf var gott að leita til ömmu um góð ráð. Hún var víðsýn og gáf- uð kona, sem var fátt óviðkomandi. Ætíð tókst henni að snúa sorg í gleði og var eins og allt lifnaði í návist hennar. Einstakt var að upplifa þann kærleik sem ríkti á milli ömmu og afa. Það var eins og að þau yrðu hamingjusamari með degi hveijum. Þau vom stolt af börnum sínum tveimur og létu sér annt um okkur bamabörnin sem og okkar börn. Ég bið Guð að veita móður minni og Badda styrk nú þegar þau kveðja móður sína í hinsta sinn. Þó að samverustundir okkar ömmu verði ekki fleiri að sinni, er ég þess fullviss að sú birta sem af minningu elsku ömmu minnar stafar mun lýsa mína lífsins leið og vera mér styrkur í lífsins þrautum. Guð blessi minningu hennar. Ólafur Kjartan Sigurðarson. HEWLETT PACKARD PRENTARAR FYRIR PC & MACINTOSH iaggBSgSiTftKNl- 0G TÖLVUDEILD éj) Heimilistæki ht. 8ÁETÚMI * * 1« KenUKáí * M H W • «CMN ClMI «• W 00 • FAX « tt U -gistingog góður matur Thoro Vatnsþéttingarefni - VATNSFÆLUR -100% ACRYL MÁLNING - STEYPUVIÐGERÐAREFNI - GÓLFVIÐGERÐAREFNI Efni sem standast prófanir út um allan heim, síðan 1912. ■■ ■I steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777. KAUPHALLAR ^LEIKUR^ EIN MILUÓN VARB AB 1.116.450 Á EINUM MÁNUÐI Nú er búið að draga í Kauphallarleík Skandia sem haldinn var í síðasta Kringlukasti dagana 22., 23. og 24. júní. Þátttaka var ákaflega góð svo draga jmrfti út vinningshafa úr hverjum flokki fyrir sig. 1. verðlaun kr. 25.000,- hlaut Karl Sigurbjörnsson, Ásvallagötu 51, Reykjavík, sem ávaxtaði milljónina um kr. 116.450,- 2. verðlaun kr. 15.000.- hlaut Lára Jónsdðttir, Smárahlíð 76, Akureyri, sem ávaxtaði milljónina um kr. 116.420.- . verðlaun kr. 10.000.- hlaut Stefán Valdimarsson, Reynimel 65, Reykjavík, sem ávaxtaði milljónina um kr. 116.120.- Rasmévöxti(Rðs*iQÍur fi*a i*i 25. jWU■- 2B.p1w8 Heiti verObréfasjóOs: Raunávöxtun 25.6-26.7. sl. í ÍKR. m.v. heilt ár *) North America 136% Japan 232% Global 219% Continental Europe 169% Far East 220% Natural Resources 170% Skandia USD (Equites) 158% Skandia German (Equites) 178% Gestion France Index 174% Fjárfestingarfólagið öHuriUiehn sTm S kcl IHÍ Íll tóku þátt í leiknum. Fjárfestingafélagið Skandia hf. Kringlunni 8-12,103 Reykjavlk, s. (91) 689700 Laugavegi 170-172,105 Reykjavík, s. (91) 619700 Geislagötu 12, 600 Akureyri, s. (96) 11100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.