Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
39
Ingimundur G. Stein-
dórsson - Minning
Fæddur 25. desember 1920
Dáinn 10. ágúst 1993
í dag kveðjum við Ingimund afa
okkar sem svo skyndilega var hrif-
inn á brott frá okkur. Aðeins er
tæpur mánuður síðan við vorum öll
saman komin í sumarbústað austur
í Landbroti og var afi þá hress og
kátur að vanda. Síðan fóru þau
amma j heimsókn til ættingja henn-
ar í Ólafsvík og þar veiktist afi
skyndilega og lést rúmum sólar-
hring síðar á Landspítalanum.
Afi var fæddur í Reykjavík 25.
desember 1920, sonur hjónanna
Oddnýjar Hjartardóttur frá Borð-
eyri og Steindórs Ingimundarsonar
frá Sogni í Ölfusi. Þau bjuggu á
Teigi á Seltjarnarnesi og eignuðust
fjórtán börn, en fjögur dóu ung.
Eftirlifandi eru Friðrik, Gyða,
Hreinn, Lilja, Jón og ívar.
Árið 1942 giftist hann ömmu
okkar, Stefaníu Guðmundsdóttur
frá Litla-Kambi í Breiðuvík á Snæ-
fellsnesi. Hún er dóttir hjónanna
Sigurlaugar Sigurðardóttur og
Guðmundar Guðmundssonar er þar
bjuggu.
Amma og afi hófu búskap á Téigi
hjá foreldrum hans en fluttu fljót-
lega að Bygggarði á Seltjarnarnesi
og bjuggu þar í 18 ár en síðan
hafa þau búið í Reykjavík. Þau eign-
uðust sex börn, en einn son misstu
þau á fyrsta ári. Börnin eru: Inga
Marta, fædd 1943, gift Sigurði
Stefánssyni; Steindór, fæddur
1945, giftur Maríu Ásmundsdóttur;
Oddný, fædd 1946, gift Jónasi
Hannessyni; Eyjólfur, fæddur 1949,
giftur Ingibjörgu Helgadóttur, og
Guðmundur, fæddur 1953, giftur
Guðrúnu Þorbjörnsdóttur. Barna-
börnin eru sautján og barnabarna-
börnin sex.
Lengst af stundaði hann sjó-
mennsku og var mörg ár matsveinn
á bátum og togurum, en árið 1977
veiktist hann og varð að gangast
undir hjartaaðgerð í London og eft-
ir það gat hann ekki unnið lengur
til sjós. Hann náði sér þó vel eftir
þessa aðgerð og vann þá ýmis létt
störf í landi, var meðal annars nokk-
ur ár umsjónarmaður á Hlemmi.
Afí var mikill fjölskyldumaður
og hann og amma voru mjög sam-
rýnd. Frá því við munum eftir okk-
ur var alltaf farið til þeirra á afmæl-
isdag afa, jóladag, og var þá oft
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
(V. Briem.)
Mig setti hljóðan við þau hörmu-
legu tíðindi að vinur minn, Þór
Árnason, hefði látist 22. júní síðast-
liðinn.
Síðan þá hafa sótt á hugann ótal
minningar tengdar Þór, þessum eld-
huga og góða dreng, tilfinningarík-
ur og viðkvæmur, en um leið svo
sterkur og veitull. Hans er sárt
saknað. Mig langar í örfáum orðum
að minnast vinar míns.
Minningin um góðan dreng
spannar yfir mörg ár, frá því að
við vorum í Austurbæjarbarnaskól-
anum til dagsins í dag. Upphaf vin-
áttu okkar byggðist á gagnkvæmu
trausti og virðingu, sem fljótlega
leiddi til þess að við urðum heima-
gangar hvor hjá öðrum. Þór sá allt-
af spaugilegu hliðarnar á öllum
málum og með sinni hressilegu
framkomu, og skemmtilegu frá-
sagnargáfu, varð hann hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom, enda
var vinahópurinn stór.
Eftir að Þór fluttist með fjöl-
skyldu sína, Ingu Rós og dæturnar
glatt á hjalla þegar öll börnin og
barnabörnin voru samankomin í
litlu íbúðinni þeirra á Vesturgötunni
og nú síðustu ár í Fannarfelli.
Við eigum margar dýrmætar
minningar um hann afa okkar og
kveðjum hann nú með söknuði með
þessum bænarorðum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi Stefaníu ömmu.
Barnabörn.
Mánudaginn 3. ágúst síðastliðinn
hringdi síminn hjá mér og í síman-
um var Ingi bróðir. Hann spurði
mig hvemig gangi hjá mér, hvort
það sé nóg að gera og hvernig heils-
an sé hjá fyölskyldunni. Við töluðum
um daginn og veginn. í lokin sagði
Ingi bróðir hress í bragði að heilsan
hjá Stebbu væri það góð að nú
skyldi stefnan tekin vestur í Ólafs-
vík. Það var fastur liður hjá þeim
að fara þangað á hverju sumri. Það
hvarflaði ekki að mér að þetta
væri okkar síðasta samtal, því að
Ingi hringdi í mig tvisvar til þrisvar
í viku og vildi fylgjast með litla
bróður.
Með þessum orðum langar mig
að minnast bróður míns, Inga, sem
jarðsunginn er í dag frá dómkirkj-
unni í Reykjavík, með honum er
genginn þessi prúði og hógværi
maður sem mun vera minnisstæður
öllum sem kynntust honum. Ingi
bróðir fæddist í Reykjavík á jóladag
árið 1920 og var elstur af okkur
fjórtán systkinunum. Foreldrar
okkar voru Steindór Ingimundarson
og Oddný Hjartardóttir sem bjuggu
á Teigi, Seltjamarnesi, og eru bæði
látin. Hann ólst upp við ást og
umhyggju í foreldrahúsum.
Hinn 27. júní 1942 steig Ingi
bróðir hið mesta gæfuspor í lífi sínu
er hann gekk í hjónaband með eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Stefaníu
Guðmundsdóttur frá Litla-Kambi í
Breiðuvík á Snæfellsnesi, mikil-
hæfri og mætri konu sem var hans
stoð og stytta allt hans líf og hefur
hjónaband þeirra verið farsælt og
barnalán mikið. Ingi og Stebba
Elínu og Margréti, til Bandaríkj-
anna heimsótti ég þau og var það
eins og að koma heim. Og þegar
ég flutti út sjálfur heimsótti ég
hann og þá var rabbað um gömlu
vinina og strákapörin, „gamla
daga“ og „heima og geima“, já,
alltaf var jafn gott að koma á heim-
ili hans. Þótt fyarlægðin skildi okkur
að rofnaði aldrei samband okkar
því að þá var hringt eða skrifast
á, þannig að báðir vissu hvað hinn
var að gera. Það er mér mikil gæfa
að hafa verið samferðamaður hans
og mikill missir að jafn ástríkum
og stórbrotnum persónuleika sem
Þór var.
Ungur að árum þroskann hann dreymdi,
dreymdi um velgengni, það gerði hann.
Þá hamingju fann hann, sem um æðar hans
streymdi,
streymdi um umhyggju, sem hann og fann.
Guð þinn þig valdi til þjónustu sína,
sumum til hr}-ggðar, en hvað þýðir það.
Þakklátur bið ég um minningu þína,
þörfin er núna, minn guð það ég bað.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka honum trygga vináttu
og yndislegar samverustundir, sem
aldrei gleymast.
Megi guð hjálpa honum við að
átta sig á orðnum hlut, blessa og
styrkja hann og Pat, börn þeirra,
eignuðust sex börn, elsta barn
þeirra, Vinur, lést á fyrsta ári, 1942.
Eftirlifandi börn þeirra eru: Inga
Marta, Steindór Kristinn, Sigur-
laug, Eyjólfur og Guðmundur Svan-
berg sem öll eru búsett og gift í
Reykjavík og eru barnabörnin sautj-
án.
Ungur byijaði Ingi bróðir í verka-
mannavinnu við hin ýmsu störf.
Síðan lá leið hans á sjóinn og var
hann lengst af sem matsveinn og
vel var af honum látið af skipsfélög-
um fyrir góðan mat og snyrti-
mennsku sem var hans aðalsmerki
alla tíð. Þegar Ingi hætti á sjó gerð-
ist hann vaktmaður hjá Reykjavík-
urborg við gæslu hjá SVR við
Hlemm. Naut hann þar mikillar
virðingar þó einkum hjá unga fólk-
inu. Fyrir nokkrum árum hætti Ingi
bróðir að vinna vegna aldurs og
heilsan var farin að segja til sín,
en aldrei kvartaði hann þótt lasinn
væri, því að umhyggjan fyrir nán-
ustu ættingjum var númer eitt. Og
vil ég biðja guð að styrkja þau í
sorg sinni. Megi minningin lifa um
góðan dreng.
Elsku bróðir, ég vil þakka fyrir
allt og kveð þig með bæn sem
mamma kenndi okkur.
Nú bið ég Drottinn bænir mínar
sem bam ég krýp við fætur þína
gef þú mér líf mitt vel að vanda
og vera trúr til munns og handa
vert þú minn faðir vinur bróðir,
vert þú mín systir og ástrík móðir,
veit mér að lifa í heimi hér
að himna fái ég vist með þér.
(O.H.)
Guð blessi þig elskulegi bróðir.
ívar Steindórsson.
börnin hans, foreldra og aðra ætt-
ingja, nú, sem og um ókomna fram-
tíð.
Minningin um góðan dreng sem
hafði svo margt að gefa mun lifa
áfram á meðal okkar sem kynnt-
umst honum.
Far þú (friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kveðja frá vini.
Þór Karlsson Wilcox.
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85,
Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Minning
Þór Amason
t
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
frá Hvítárvöllum,
Egilsgötu 4,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 20. ágúst
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina
Brák, Borgarnesi.
Guðfinna Eirfksdóttir,
Sigríður Brynjólfsdóttir,
María Guðmundsdóttir, Guðmundur G. Vigfússon,
Ágústa Guðmundsdóttir, Pétur Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR,
Skúlagötu 40a,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 17. ágúst.
Guðmundur Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson, Brynja Jóhannsdóttir,
Kristín Á. Ólafsdóttir, Óskar Guðmundsson,
Eggert Ólafsson, Sigrún Þorvarðardóttir,
Snjólfur Ólafsson, Guðrún S. Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GÍSLASON
frá Lambhaga,
Hjarðarholti 10,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 20. ágúst
kl. 14.00.
Hrefna Sigurðardóttir,
Gísli Þór Sigurðsson, Petrína Bergvinsdóttir,
Ármann Sigurðsson,
Sigurjón Sigurðsson, Adda Marfusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
ÞORBJARGAR GRÍMSDÓTTUR
frá Litla-Seli,
siðartil heimilis
á Skólavörðustfg 24a.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir
sérlega góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalbjörn Aðalbjörnsson,
Guðrún Aðalbjörnsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, sonar og bróður,
HELGA SIGURÐSSONAR,
Hlíðarvegi 12,
Grundarfirði.
Patricia Ann Heggie,
Sigurður Tómas Helgason, Adam Kári Helgason,
Daníel Magnús Helgason,
Áslaug Pétursdóttir, Sigurður Helgason,
systkini og þeirra fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Efra-Núpi,
Hraunbæ 42,
Reykjavik.
Starfsfólki Laugarskjóls og Skjóls eru færðar sérstakar þakkir
fyrir góða umönnun.
Pálina Ragnhildur Benediktsdóttir, Hjalti Jósefsson,
Guðrún Benediktsdóttir, Aðalbjörn Benediktsson,
Hjördís Benediktsdóttir, Jón Þ. Eggertsson,
Brynhildur Benediktsdóttir, Elís Jónsson,
Sigriður Benediktsdóttir, Sigurður Þórhallsson,
Alda Benediktsdóttir,
Ketilriður Benediktsdóttir, Sigbjörn Páisson,
barnabörn og barnabarnabörn.