Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 40
40
'tóÓRÖÚtofíLAÖIÉí PMltWÍÖÍ&ÍGÍJlí1 'ÁfeÚSÍt í 1^3
ffclk í
fréttum
BANDARIKIN
OHEFÐBUNDNAR LÆKNINGAR
Heilari í heimsókn
Isex ár hefur það verið draumur
Bandaríkjamannsins Ken Co-
hen að heimsækja Island en hann
er nú hingað kominn til nám-
skeiðahalds. Um helgina kennir
hann íslendingum um heilunarað-
ferðir indjána og ber þær saman
við aðrar heilunaraðferðir. Þá mun
Cohen halda hefðbundna heilunar-
athöfn indjána með trommuslætti
og söng.
Cohen hefur lært hjá seiðmönn-
um indjána og vinnur nú sem seið-
maður og heilari, m.a. á sjúkrahús-
um, í fangelsum og háskólum víðs
vegar um Bandaríkin og Kanada.
Hann segir ferðina hingað til ís-
lands tengjast draumsýn sinni um
norðrið. „Ég lít á norðrið sem
heimili alls kyns þrekrauna og
krefjandi verkefna sem styrkja
okkur en jafnframt þann stað sem
við deyjum og endurfæðumst á.
ísland er eitt af yngstu löndum
heims sökum eldvirkni sinnar og
virðist sífellt vera að endurnýja
sig. Cree-indjánar telja norðrið
vera heimkynni eldsins sem gerir
Island enn táknrænna fýrir mig.
Ég held að kraftur íslands muni
gegna lykilhlutverki í því að við
öðlumst á ný virðingu fyrir jörð-
inni. Þar að auki tel ég að seið-
menning hafi verið hér lengi við
lýði, ekki aðeins í íbúum landsins
heldur einnig í landinu sjálfu,“
segir Cohen.
Cohen á óvenjulegan lífsferil að
baki. Sautján ára gamall var hann
farinn að læra kínversku, leggja
stund á taoisma, heilunaraðferðir
Kínveija og tai-chi, sem hann hef-
ur meistaragráðu í. Er hann var
Heilarinn og seiðmaðurinn Ken
Cohen hefur kynnt sér starf
töfralækna í Afríku, Asíu og
meðal indjána.
25 ára hóf hann að kenna við
Berkley-háskólann. Einn nemenda
hans þar var kona af Hopi-þjóð-
flokkinum og hún kynnti Cohen
fyrir Keetoowah, barnabarni eins
af töfralæknum Cherokee-indjána.
Þau kynni urðu til þess að Cohen
fór í læri til margra af helstu töfra-
læknum indjána og starfar í dag
sem heilari og seiðmaður. Cohen
hefur einnig komist í læri hjá seið-
manni frá Nígeríu og er innvígður
í starf heilara á Filippseyjum.
Menninger-stofnunin í Banda-
ríkjunum gerði fyrir nokkru at-
hugun á fjórtán heilurum og var
Cohen einn þeirra. í mælingum,
sem gerðar voru þegar þeir voru
í hugleiðsluástandi, urðu breýting-
ar á heilabylgjum þeirra. „Þá
mældist einnig aukið hitaút-
streymi frá líkama okkar og um
90% þátttakenda virtust framleiða
rafmagnaða hnykki sem voru allt
frá 20 voltum og upp í 250 volt.
Hægðist verulega á starfsemi
heilabylgjanna. Þegar við unnum
síðan að heilun með handayfir-
lagningu, án þess að snerta sjúk-
linginn, jókst kraftur þessa raf-
magnaða útstreymis enn meira.
Við sams konar rannsókn á þijá-
tíu einstaklingum sem ekki höfðu
komið nálægt heilun, komu engar
óvenjulegar breytingar i líkams-
starfseminni fram,“ segir Cohen.
Eftir því sem hróður Cohens
sem heilara jókst, fékk hann með-
al annars boð frá kandíska heil-
brigðisráðuneytinu um að að vinna
með indjánum í norðurhluta
Saskatchewan en áfengissýki
hijáir um 85% íbúanna. Hann held-
ur einnig fyrirlestra og þrátt fyrir
að hann hafi enga læknisfræði-
menntun, hefur honum alloft verið
boðið að halda fyrirlestra við
læknadeildir við fjölmarga banda-
rískra háskóla. Aðallega er um að
ræða deildir í geðlæknisfræði og
fjallar Cohen um geðlækningar
mismunandi menningarstiga. Þá
vinnur Cohen í samvinnu við
lækna í Boulder i Colorado en
þeir vísa til hans sjúklingum, m.a.
þeim sem lent hafa í bílslysum.
„Ég trúi því að engin ein lækning-
aðferð sé svo fullkomin að hún
geti læknað allt. Með því að vinna
saman með mismunandi aðferðir
náum við árangri."
UTGAFA
Enn hneykslar
Vanity Fair
-t- t
’orsíður
bandaríska
tímaritsins Van-
ity Fair hafa
ósjaldan verið
fréttaefni á síð-
ustu árum enda
fer ritstjórn
blaðsins ekki
troðnar slóðir í
uppsetningu
þeirra. Leikkon-
an Demi Moore
sat í tvígang
nakin fyrir á
forsíðunni og
vakti það gríðarlegt umtal. Að þessu sinni er það
fyrirsætan Cindy Crawford sem prýðir forsíðu ágúst-
heftisins ásamt kanadísku söngkonunni K.D. Lang.
Lang er yfirlýst lesbía og var lengi í sambúð með
tékknesku tennisstjörnunni Martinu Navratilovu.
Situr Lang klædd karlmannsfötum í rakarastól og
Crawford rakar söngkonuna. Vísar forsíðumyndin
til viðtals við K.D. Lang, þar sem hún ræðir m.a.
samkynhneigð sína.
Forsíðumynd þessi hefur ýtt mjög undir þær sögu-
sagnir að Cindy Crawford sé einnig lesbía og að
eiginmaður hennar, Richard Gere, hneigist til karla.
Þessar sögusagnir þykja þó með ólíkindum og eru
líklega ættaðar úr slúðurritinu National Enquirer,
en ímyndunaraflið á þeim bænum á sér engin tak-
mörk.
Morgunblaðið/Þorkell
Vinnufúsar hendur
Þetta röska unga fólk hittum við fyrir skömmu, þar
sem það var að raða steinum að ungum tijáplönt-
um í brattri hlíð í Ölfusvatnslandi við Þingvallavatn.
Þessi níu höfðu verið atvinnulaus, ekki fengið sumar-
vinnu, svo að Hitaveitan bætti einum flokki við liðið sem
ásamt krökkum úr Vinnuskólanum hefur starfað þama
í sumar við gróðurbætur og lagfæringar. Og það var
auðséð að þetta unga fólk, sem hefur líklega verið á
aldrinum 16-19 ára, hefur ekki kært sig um að sitja
auðum höndum ef marka má af hve mikilli alúð og iðni
þau lögðu steina að þessum nýplöntuðu tijám, svo að
þau rynnu ekki í brattanum og næðu að festa rætur.
Þau eiga afmæli í dag
Margir ætla að þeir sem eiga
afmæli sama dag, eigi sitt-
hvað sameiginlegt. Sú mun vera
raunin með Bill Clinton Bandaríkja-
forseta og Tipper Gore, varafor-
setafrú, en þau halda upp á af-
mæli sitt í dag. „Bill og ég erum
býsna lík, og A1 og Hillary eiga
margt sameiginlegt,“ segir Tipper
Gore og bætir því við að það sé
sívinsælt umræðuefni hjá hjón-;
unum tveimur. Meðal þess sem 4 M
sameinar Tipper og Bill er tónlistar-
áhuginn en bæði spila á hljóðfæri,
hann á saxófón og hún á trommur.
Þá hafa bæði átt Mustang-bifreið.
Hins vegar eru makarnir Hillary
og A1 mun alvörugefnari og fræg
fyrir að helga sig áhugamálunum
af alhug. Hvort sem hér er um til-
viljun að ræða eða ekki, er ekki að
efa að afmælisbörnin eiga eftir að
fagna afmæli sínu af þrótti enda
fædd í ljónsmerkinu.
Tipper Gore ætlar að halda upp
á afmælið með stæl.
Bill Clinton á líka afmæli og það
fer tæpast fram í kyrrþey.
STJORNUR
Tillaga að erfingja
Brúðkaupsdagar kvikmynda-
leikkonunnar Juliu Roberts og
tónlistarmannsins Lyle Lovett
voru ekki fyrr liðnir en lúsiðnir
blaðamenn vestan hafs voru farnir
að velta fyrir sér hvort ekki væri
erfingi á leiðinni. Engar fregnir
hafa borist af því enn en þar sem
Roberts tókst að leyna sambandi
sínu við Lovett fram að brúð-
kaupi, treysta blaðamennirnir því
ekki að þeir verði látnir vita í tíma
ef fjölgar í fjölskyldunni. Því tóku
þeir sig til og létu útbúa mynd af
því hvernig bam þeirra hjóna
gæti mögulega litið út. Bamung-
inn hefur munn móður sinnar og
íhugul augu föðursins en þó er
eins og eitthvað vanti...
Eitthvað á þessa leið gæti erfing-
inn litið út.
Skyldu Lyle Lovett og Julia Robert eignast barn í bráð?
STJORNMAL
Fúll á mótí
Bildt var ekki hlátur í hug yfir þriggja daga rign-
ingu.
Forsætisráðherra Svía, Carl
Bildt, var óneitanlega
stúrinn á svip þegar veðrið
brást í langþráðu sumarfríi
hans. Bildt hafði skráð sig til
siglingakeppni ásamt nokkmm
vinum sínum og ætlaði að
slappa ærlega af eftir glímuna
við bágt efnahagsástand.
Fyrstu þijá dagana rigndi eins
og hellt væri úr fötu og það
var nóg til þess að Bildt setti
upp skeifu. Hún sat sem fastast
á andliti hans þrátt fyrir að
sólin væri farin að skína er
þessi mynd var tekin.