Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 41 Morgunblaðið/Brynjólfur Gíslason Gestgjafarnir Kristleifur og Sigrún. HUSAFELL Afmælisveisla við rætur Langjökuls Kristleifur Þorsteinsson, ferða- bóndi á Húsafelli, varð sjötug- ur 13. ágúst sl. Eins og hans var von og vísa var enginn venjubund- inn bragur á því afmælishaldi. Veislugestum var fyrst boðið í búðir Langjökuls hf. við rætur Langjökuls í Goðalandi en þar hefur í sumar verið rekin vélsleðaleiga og farnar snjóbílsferðir á jökulinn. Og að sjálfsögðu er Kristleifur pott- urinn og pannan í því fyrirtæki. Þar nutu menn rausnarlegra veitinga í boði Kristleifs og konu hans Sigrún- ar. Að því loknu var haldið á jök- ul, langleiðina á Geitlandsjökul. Þar var stansað og söng -karlakórinn Söngbræður nokkur ættjarðarlög undir stjórn Sigurðar Guðmunds- LEIKLIST Hefði kosið annað Leikkonan Sharon Stone er nú einhver eftirsóttasta leikkonan í Hollywood og ekki er spuming að frammistaða hennar í kvikmyndinni „Ógnareðli" á sínum tíma gerði gæfumuninn, en þar kom í ljós að stúlkan er annað og meira en bara kynbomba. Hún þykir einnig vera afbragðsleikkona og góðum gáfum gædd. Hún sagði hins vegar nýlega í viðtali að hún hefði kosið að ná jafn langt í bransanum án þess að þurfa að kasta klæðum og leika í hressilegum kynlífs- atriðum. Bendir hún á að viðurkenndar stórleikkonur á borð við Meryl Streep og Michelle Pfeiffer þurfi aldrei að fækka fötum, en hún fari hins vegar aldrei í viðtal vegna hlutverks án þess að vera spurð hvort hún hafi nokkuð á móti því að sýna sig bera eða leika í ástarsenum. „Ég var búin að vera lengi í þessu og þegar hlut- verkið í „Ógnareðli" kom til tals, fann ég að ég var á krossgötum. Hlutverkið hafði velkst lengi og nokkr- ar frægar leikkonur höfðu hafnað því vegna þess hve nektarinnar og kynlífsatriðanna. Það var því orðið umdeilt og ég þurfti að gera það upp við mig hvort vogandi væri að taka hlutverkinu því brugðið gat til beggja vona með frama minn eftir slíkt hlutverk. Ég var heppin að frami minn jókst, en hefði myndin ekki lukkast hefði hlutverkið trúlega rústað ferli mínum,“ segir ungfrú Stone. Hún segir enn fremur, -að starf við kvikmyndir sé mjög lærdómsríkt og þannig hafi hún kynnst hliðum á fólki sem hún hefði aldrei trúað að það ætti til. „Ég hef t.d. unnið með leikurum sem reyndust vera svo kvikindislegir að ég trúði því varla. Frama er hægt að ná með tvennum hætti í þessu starfi, að vinna af sannfæringu og heilindum eða að selja sál sína djöflin- um og ná frama með því að stíga ofan á tærnar á fólki í kringum sig.“ ★ ★★72 HK. DV. Nú er 65 milljóna ára bið á enda. Vinsælasta mynd allra tíma. STEllEi SPIELBERG m Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá bömum upp að 12 ára aldri. HASKOLABIO Sýndkl. 5,7,9 og 11.10. SAMUti B í Ó B 0 R G I N Sýndkl. 4,6.30,9 og 11.20. A4A/BÍ B í Ó H Ö L L I N Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677230 Konungur sveiflunnar mætir ásamt fjörugu tyigdarliði sínu í Súlnasal laugardagskvöld! 'C/(/Z/}/a/' r Í/JC'/VVA'A'O// A'Ze/?//?////' OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.