Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 I I \ I I I I I , I I Svavar, má maðurinn ekki vera saklaus? Frá Baldri Hermannssyni: JÓSEF Stalín var með þeim ósköpum gerður, að honum nægði ekki að drepa menn sem hann var orðinn ieiður á, hann þurfti fyrst að niður- lægja þá með því að láta þá játa á sig herfílegar sakir. Ég veit ekki hvernig á þessari áráttu stóð, en þar sem menn þessir höfðu að jafnaði ekkert til saka unnið, skipaði Jósef sérstökum fólum, sem hann hafði í þjónustu sinni, að pynta þá í dýfiiss- um, uns þeir voru orðnir svo meyrir, að þeir játuðu á sig næstum hvað sem var. Þá voru þeir leiddir fram fyrir almenning og gengust við svo ægilegum glæpum, að heimsbyggð- ina hryllti við. Þá var Jósef skemmt og lét fólin taka þá af lífi. Svavar Gestsson er að skapferli eins og lærifaðirinn, má ekki til þess hugsa að menn séu saklausir. I vor fór hann hamförum á Al- þingi, jós rógsyrðum yfir mætan kvikmyndaleikstjóra, sem gegnir um stundarsakir virðulegu starfí uppi í Sjónvarpi, og bar á hann ægilegar sakir. Alþingismenn hryllti að vonum við þessum ótíðindum, skipuðu hin- um fróma Ríkisendurskoðanda að fylkja liði sínu og fara í gegnum starfsferil Hrafns Gunnlaugssonar, fletta þar hveijum snepli, kíkja und- ir hvem bleðil, ígrunda hveija undir- skrift og draga glæpina fram í dags- ljósið. Afrakstur þeirrar makalausu rannsóknar liggur nú fyrir: Hrafn Gunnlaugsson er blásaklaus af öllum ákærum Svavars. í stað þess að biðjast afsökunar á framferði sínu rauk Svavar upp með svívirðingum, það var eins og hann hrykki upp af standinum þegar Ríkis- endurskoðun kvað upp dóm sinn. Hann ræðst á Hrafn í grein eftir grein, spinnur lopann, veður elginn og getur alls ekki sætt sig við þá einföldu staðreynd að maðurinn hef- ur ekkert af sér brotið, hann er sak- laus. Nú er það svo með Hrafn Gunn- laugsson, að hann er kempa, hnúsk- óttur mjög og yrði víst seint tajinn hvers manns hugljúfí. Sem betur fer leyfíst hveijum Islendingi að hafa þá skoðun á Hrafni, sem honum er skapfelldust, en menn verða að gera greinarmun á réttu og röngu; það má ekki ljúga upp á fólk og það gengur ekki að Svavar Gestsson haldi áfram þessari óþverra iðju, að rógbera saklausan mann, og ganga af göflunum í óhróðri og hugaræs- ingu þegar sakleysi hans er staðfest af frómu fólki. Nú hef ég engan áhuga á ævi Svavars Gestssonar (hann hefur allt- af komið mér fyrir sjónir sem hálf- gerður ónytjungur, sem aldrei hefur glatt mannlegt hjarta), og vil helst ekki ræða hans persónu, en ég held ég verði að minnast þess, sem flestir vita, að ævi sinni hefur þessi lán- lausi maður varið til þess að rægja aðra, flá æruna af fólki sem hefur það eitt til saka unnið að hafa aðrar hugmyndir um tilveruna en hann. Jósef hafði pyntingartól til að eyði- leggja fólk en Svavar hafði Þjóðvilj- ann, viðbjóðslegan sorasnepil, og þar gat hann ausið úr sér óhroðanum dag eftir dag, ár eftir ár. Þannig hefur Svavar Gestsson varið ævi sinni, ekki eitt einasta ærlegt þarfaverk í þágu lands og þjóðar, ekkert nema óhróður, og mannvonska. Nú hefur hann ekki lengur Þjóðviljann til að hjálpa sér, því Þjóðviljinn er dauður, en hann er ennþá haldinn þessari óslökkvandi þörf að tala illa um aðra menn, og þó að þessir menn séu svo ósvífnir að vera saklausir, mun það ekki hefta gömlu rógtunguna, hún mun skrolla liðugt milli góma enn um stund. BALDUR HERMANNSSON, Krummahólum 8, Reykjavík. Fyrirspurn til Guðmund- ar Magnús- sonar þjóð- minjavarðar Frá Sigurjóni Sigurðssyni: Séra Magnús Jónsson segir í for- mála að bók sinni um Alþingishátíð- ina 1930, sem út kom hér í Reykja- vík á vegum Leifturs hf. árið 1943: „Þetta sjálfsagða verk var ekki unnið meðan aðstæður vóru beztar, en ekki þýðir um að sakast. Mikii bót er þó að því, að nefndin fól fram- kvæmdastjóra Alþingishátíðarinnar að safna og koma í geymslu í Þjóð- minjasafninu sem allra flestu af því, er Álþingishátíðina varðaði, bæði rit- uðu máli og prentuðu, myndum, grip- um o.s.frv." Ég leyfi mér nú að biðja Guðmund Magnússon þjóðminjavörð um að birta til fróðleiks skýrslu í Morg- unblaðinu yfír alla gripina sem nú eru í eigu Þjóðminjasafnsins, fjölda þeirra o.s.frv. Einnig vildi ég óska þess að hann héldi minningarsýningu á þessum gripum í Bogasal Þjóð- minjasafnsins á komandi vetri al- menningi til fróðleiks. Ps. Ekki skaðaði að G.M. birti einnig skýrslu Magnúsar Kjaran yfír gripina, sem hann skilaði af sér til Þjóðminjasafnsins árið 1930 — til samanburðar. SIGURJÓN SIGURÐSSON, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík. í Kaupmannahöfn C/COT í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁOHÚSTORGI DISBvDBNŒRAMICA r 14 UT r: ZE XI StórhöfOa 17 vlö GuHinbní, «ími 67 48 44 VELVAKANDI MIG LANGAR að gera athuga- semd við grein Péturs Pétursson- ar, Davíð og Úría, í Morgunblað- inu sl. þriðjudag, þar sem hann er að skjóta á Davíð fyrir þá ákvörðun að styðja loftárásir á Serba. Hann segir að „íslending- ar neituðu að segja þjóðunum stríð á hendur til að kaupa sér inngöngu í Sameinuðu þjóðirn- ar“. En þjóðin stóð nú ekki ein- huga að þessu því hans eigin flokkur, Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkurinn, krafðist þess á alþingi að við segðum Þjóðveijum stríð á hend- ur á sínum tíma. Pétur er víst búinn að gleyma þessum flokki eins og aðrir gamlir kommar. Þorsteinn Kristjánsson, Skólavörðustíg 14, Reykjavík. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd myndavél UM verslunarmannahelgina, nánar tiltekið á mánudaginn, tapaði ungur drengur myndavél- inni sinni annaðhvort við Jökuls- árlón, í Skaftafelli eða í sjopp- unni gegnt tjaldstæðinu í Vík í Mýrdal. Myndavélin er merkt. Ef einhver hefur fundið hana er sá hinn sami vinsamlega beðinn um að hringja í síma 673874. Myndar saknað TEIKNUÐ mynd eftir Örlyg Sig- urðsson af Lárusi Rist glataðist frá sundlauginni í Hveragerði nýverið. Þeir sem kynnu að geta gefíð upplýsingar um myndina hafí samband í síma 98-34113. Gleraugu fundust GLERAUGU í fremur illa farinni álumgjörð með þykkum glerum fundust í Furugrundinni. Upplýs- ingar i síma 40454. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust sl. sunnu- dag á bílastæðinu við Jörva- bakka. Finnandi vinsamlega hringi í síma 671090 eða 77586. Týnd kápa RAUÐ, munstruð kápa með hettu og gulu fóðri var skilin eftir í strætisvagnabiðskýlinu á Hringbraut fyrir neðan Landspít- alann sl. fimmtudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 44680. Rúna. Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR með þremur steinum tapaðist á leiðinni frá Laugardalslaug að Pjölskyldu- garðinum í Laugardal 24. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 676727. Rúna. Fundarlaun. GÆLUDÝR Týndur köttur SNÚLLI, sem týndist frá heimili sínu, Sólvallagötu 28, 7. ágúst er enn ófundinn. Snúlli er svart/hvítur og auðþekktur, með kolsvartan nebba og hvítar kinn- ar. Vesturbæingar, vinsamlega athugið kjallara ykkar og bíl- skúra og hringið í Einar í síma 25149 ef þið verðið hans varir. Týnd læða FJÖGURRA til sex mánaða læða, svört með hvíta bringu, loppur og trýni, hefur villst að heiman. Er mjög ljúf og virðist vön börn- um. Dvelur nú á Tómasarhaga. Síminn þar er 21056. 47 ——< Reimaður rúskinnsskór með gúmmísóla. Litur: Svartur. ^^É Stærðir: pwmian FM w-46. EjLuTni 41 Reimaður leðurskór frá með gúmmísóla. Litir: Svartur og brúnn. Staerðir: 40-46. CWITÍT Óreimaður skór með gúmmísóla. Litur: Svartur. -e Staerðir: jaH 40-46. LViTIU Reimaður skór með gúmmísóla. Litur: Svartur. Stærðir: É 40-46. iWllfil ■ 43 STEINAR WAAGE POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Nú magnast markaðsstemmningin meö hverri helginni... enda ekki nema 36 Kolaportsdagar til jóla. Lausir básar laugardag og sunnudag - og nú tökum við niöur pantanir á sölubásum alveg til jóla. Tryggðu þér sölubás í tíma. Pantanasími sölubása er 625030. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG ...undir Sedlabunkanum! M 9308

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.