Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 48

Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 IÞRÓTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA Valsstúlkur sigur- sælar í Hafnarfírði TVÖ fjölmenn knattspyrnumót voru haldin fyrir stúlkur af yngri kynslóðinni um síðustu helgi. Á Tungubökkum í Mosfellsbæ tóku um 200 stúlkur þátt í Nóatúnsmótinu sem haldið var fyrir stúlkur í fimmta og sjötta flokki. Þá var íslandsbankamót FH fyrir 3. og 4. flokk haldið í Kaplakrika. Valsstúlkur voru sigursælar á mótinu í Hafnarfirði og sigr- uðu í báðum flokkum. Valsarar lögðu Stjörnuna að velli í úrslitaleik 4. flokksins 6:1. UMFA varð í þriðja sæti með sigri á Víði 6:0. Valur sigraði einnig í B-liðakeppninni í þessum flokki. Liðið lagði Fjölnis- stúlkur að velli 2:0 í úrslitaleik. Stjarnan sigraði Fylki-2 5:0 í leikn- um um þriðja sætið. Fjögur lið tóku þátt í keppninni í þriðja flokki en úrslitakeppni Ís- landsmótsins var haldin á sama tíma. Eins og í fjórða flokknum voru Valsstúlkur sigursælar en þær sigruðu alla leiki sínu. Aðeins tvö B-lið mættu til leiks og sigraði Valur FH örugglega í báðum leikj- um liðanna. Víðir sigraði í keppni 6. flokks á Nóatúnsmótinu í Mosfellsbæ en lið UMFA varð í öðru sæti. Haukar sigruðu í 5. flokki hjá bæði A- og B-liðum. UMFA varð í öðru sæti A-liða og Breiðablik í þriðja. Inga Lára Jónsdóttir úr Víði var valin besti leikmaður 6. flokks, Þór- unn Helga Jónsdóttir KR var valin best í fimmta flokki. Veitt voru verðlaun fyrir árangur í knattþrautum. í fimmta fiokki urðu þær Rakel Þormarsdóttir úr Val og Sigurlaug Sigurðardóttir úr UBK efstar en báðar hlutu þær tíu stig. Sex stúlkur fengu stigi minna en það voru þær Guðrún N. Vil- bergsdóttir Fjölni, Áslaug Ósk Reynisdóttir Fjölni, Erna B. Einars- dóttir UBK, Bryndís Bjarnadóttir UBK, Amdís Atladóttir Þór og Ásgerður Ragna Þráinsdóttir Aft- ureldingu. í sjötta flokki hlaut Inga Lára Jónsdóttir úr Víði 7. stig í knatt- þrautum og Svava Úlfarsdóttir Haukum sex stig. Frá leik Þórs og UBK í 5. flokki á Nóatúnsmótinu. T0WTA Morgunblaðið/Frosti Breiðablik - íslandsmeistari í 3. flokki kvenna. Aftari röð frá vinstri: Kristrún Daðadóttir þjálfari, Tinna Ýr Jóhanns- dóttir, Sandra Karlsdóttir, Birgitta Karen Guðjónsdóttir, Sigrún Auður Sigurðardóttir, Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Gréta Rún Snorradóttir, Kolbrún Helgadóttir, Ólafía Jónsdótt- ir, Sigurbjörg Júlíusdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir. Linda Mjöll Ándrésdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Hjördísi Þorsteinsdóttur. Breiðablik sigraði tvöfalt í þriðja fflokki kvenna BREIÐABLIK varð á sunnudag íslandsmeistari í þriðja flokki kvenna en liðið lagði Hauka að velli 3:0 í úrslitaleik liðanna á Kópavogsvellinum. Blika- stúlkur voru reyndar tvöfaldir meistarar í þessum aldurs- flokki því fyrr um daginn sigr- aði UBK ÍA 3:0 í keppni B-lið- anna. Blikastúlkur voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleiknum í úrslitaleik A-liðanna og Sigurbjörg Júlíusdóttir, fyrirliði þeirra skoraði mark með föstu skoti í fyrri hálfleik. Haukar komust inn í leikinn eftir markið og náðu ágætum sóknum. í síðari hálfleiknum var Breiðablik hins vegar mun betra liðið og þær Gréta Rún Snorradóttir og Hjördís Þorsteinsdóttir bættu við mörkum. „Helsta vandamálið hjá okkur er það að við nýtum ekki færin. Þá var mikið um það að síðasta sending mistækist í sókninni," sögðu fyrirlið- ar Hauka, þær Anna María Leifs- Barátta um knöttinn í leik UBK og Hauka. dóttir og Hildur Svavarsdóttir. Blikarnir höfðu nokkra yfirburði í leiknum gegn ÍA í úrslitum b-lið- anna en Kópavogsstúlkurnar voru hins vegar miklir klaufar upp við markið. Þeim tókst þó að koma knettinum þrívegis í Skagamarkið. Eyrún Oddsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og þær Ólöf Ingunn Bjömsdóttir og Brynhildur Nikulás- dóttir skoruðu í þeim síðari og voru öll mörkin skomð af stuttu færi. URSLIT Meiriháttar STÓK-ITSAIA Bjóðum HANKOOK sumarhjólbarða fyrir fólksbíla með 40% afslætti. Frábærir hjólbarðar - einstakt tækifæri Verðsýnishorn: 155R12 Kr. 2130,- 185/70R13 Kr. 2790,- 145R13 " 1990,- 175R14 " 2970,- 155R13 " 2260,- 185/70R14 " 2990,- 165R13 " 2370,- 195/70R14 " 3360,- 175/70R13 " 2570,- 165R15 " 2690,- Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 Úrslit í leikjum í úrslitakeppni 3. flokks kvenna í knattspymu en leikið var á Kópa- vogsvelli um síðustu helgi. A-lið - Riðill 1: UBK - Sindri...................4:0 Sindri-KA......................1:4 KA-UBK.........................2:3 A-lið - Riðill 2: KR-KS..........................6:1 Haukar - KR....................2:0 KS-Haukar......................0:8 Leikir um sæti: 1-2. UBK - Haukar..............3:0 3-4.KR-KA......................4:0 5-6. Sindri-KS.................3:1 B-lið - Riðill 1: UBK - Stjarnan.................2:1 Stjaman-KA.....................1:1 KA-UBK.........................0:4 B-lið - Riðill 2: KR-ÍA..........................1:3 Haukar-KR......................5:1 ÍA-Haukar......................3:1 Leikir um sæti: 1-2. UBK-ÍA....................3:0 3-4. Haukar - Stjarnan.........2:1 5-6.KA-KR......................4:0 Úrslitakeppni Úrslitakeppnin í 3. og 4. flokki karla í knatt- spymu hófst í gær og lýkur á sunnudag en leikið er um sæti í úrslitaleik íslands- mótsins. í 3. flokki fer riðlakeppni fram á KR-velli og Akranesvelli en leikir í fjögurra og átta liða úrslitakeppninni fara fram á Akranesi um helgina. í fíórða flokki er leikið á völlum Fram og ÍR en úrslitakeppnin fer fram á Fram- vellinum og á Valbjarnarvelli um helgina. Úrslitakeppnin í 5. flokki fer fram á Valsvelli og Þórsvelli á Akureyri og hefst á fdstudag. 'Leikið er í 4-liða úrslitum á sömu völlum nk. sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.