Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 KNATTSPYRNA / NOREGUR Teiti boðið að gerast framkvæmdastjóri Lyn TEITUR Þórðarson, knatt- spyrnuþjálfari, hefur boðist framkvæmdastjórastarf hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lyn í Oslo. Teitur er ekki ókunnur Lyn þvíhann þjáifaði liðið 1991 og 1992. „Þetta eráhugavert ■~A starf og ég er að hugsa málið þessa dagana. Viðræður eru aðeins á byrjunarstigi enn,“ sagði Teitur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Lyn hefur ekki gengið vel í norsk- ur úrvalsdeildinni í sumar og er nú í fallhættu — í þriðja neðsta sæti þegar sex umferðir eru eftir, en tvö neðstu liðin falla. „Það skipt- ir miklu máli í þessu sambandi hvort Lyn nái að halda sér í deildinni. Ef liðið fellur er framkvæmda- stjórastarfið ekki eins spennandi. Teltur Þórðarson Ég reikna með að bíða með að ákveða mig þar til það verður ljóst hvar liðið endar,“ sagði Teitur. Teitur sagðist hafa verið hálf undrandi á þessu boði frá Lyn því hann hefði nánast verið rekinn frá félaginu fyrir einu ári. Hann sagði skýringuna þá að nú væri ný stjórn tekin við og formaður félagasins væri maður sem hafi verið í stjórn þegar hann tók við þjálfun liðsins 1991. Að sögn Teits skuldaði Lyn 83 milljónir króna eftir síðasta keppn- istíambil. Nú væri búið að greiða þessa skuld niður og félagið stæði á núlli. Hlutverk Teits verður að byggja félagið upp fjarhagslega og hafa með stjómun liðsins að gera að einhvetju leyti, þó ekki þjálfari. „Lyn er eina liðið frá Oslo sem er í úrvalsdeildinni og ætti að vera hægt að byggja upp öflugt lið í svo fjölmennri borg. Það er mikill upp- gangur í knattspyrnunni hér í Nor- egi — mikið að gerast. Nokkur lið, eins og Rosenborg, Viking og Brann eru nú með þrjá til fimm leikmenn sem hafa knattspyrnuna að fullu starfi, en hjá Lyn er aðeins um hálfatvinnumennsku að ræða. Það verður sjálfsagt ekki langt að bíða að flest úrvalsdeildarliðin verða skipuð atvinnumönnum." Teitur, sem er 41s árs, byijaði þjálfaraferilinn hjá Skövde í Svíþjóð 1987. Hann fór síðan til Brann í Noregi 1988 til 1990 og gerðist síðan þjálfari Lyn 1991 til 1992. Hann er nú í hlutastarfi sem þjálf- ari Grei, sem er um miðja 3. deild. Segist vera með Grei til að halda sér við. ÚRSLIT KORFUKNATTLEIKUR Nemeth og Nikolic komnir til KR-inga Morgunblaðið/Kristinn Mættir til leiksl Laszlo Nemeth, sem aftur er kominn í herbúðir KR (t.h.) og Serbinn Mirko Nikolic bregða á leik á blaðamannafundi hjá körfuknattleiks- deild KR í gær. Knattspyrna Forkeppni Evrópumótanna EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Nikosía, Kýpur: Omonia - Aarau (Sviss).........2:1 David Kizilasvili 2 (15., 61.) - Ratinho Ever- son (62.) 18.000 Þórshöfn, Færeyjum: B68 Tóftum - Króatía (Zagreb)...0:5 Igor Cvitanovic (16.), Damir Lesjak (32.), Goran Vlaovic (44.), Dzevad Turkovic (85.), Zeljko Adzic (89.) Áhorfendur: 313 - Helsinki: HJK - Norma Tallin (Eistiandi).1:1 Antti Heinola (15.) - Andrei Borissov (16.) Panavezys, Litháen: Ekranas - Floriana (Möitu).........0:1 - Butike (43.) 7.500 Tbiiisi, Georgíu: Dynamo Tbilisi - Linfieid (N-írl.).2:1 Arveladze (7.), Inalishvili (66.) - Johnston (56.) 60.000 Kishinyov, Moldóvu: Zimbru - Beitar Jerusalem (ísreal).1:1 Rebeja (88.) - Harazi (11.) 16.000 Cwmbran, Wales: Cwmbran - Cork City (írlandi)......3:2 King (vsp. 4.), Ford (25. og 27.) - Caulfi- eld (62.), Buckley (75.) 2.000 Beggen, Lúxemborg: Avenir - Rosenborg (Noregi)........0:2 Bjöm Bragstad (9.), Karl Lökken (54.) 1.000 EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Valletta, Möltu: Sliema Wanderers - Degerfors.......1:3 Martin Gregory (67.) - Ulf Ottosson (6., 30.), Dan Froberg (51.) Lvov, Úkraínu: Karpaty - Shelbourne (írlandi)......1:0 Olexander Yevtushok (85.) 25.000 Bangor, Norður írlandi: Bangor - Apoel Nikósíu (Kýpur)......1:1 McEvoy (24.) - Soteriou (45.) 2.000 Lugano, Sviss: Lugano - Neman (Hvíta Rússl.).......5:0 Christian Andrioli (35. og 83.), Nestor Sub- iat (60.), Martin Fink (66.), Danielle Penza- valli (85.) 6.000 ENGLAIMD Úrvalsdeild I gærkvöldi: Blackburn - Norwich.............2:3 Atkins 7., Wilcox 54. - Sutton 44. og 65., Newmari 63. 14.236 Coventry - Newcastle...........2:1 —**Ndlovu 58., Harford 85. - Atherton sjálfs- mark 22. 15.760 Manchester United - Sheff. Utd..3:0 Roy Keane 16. og 43., Mark Hughes 85. 41.949 QPR - Liverpool................1:3 Ray Wilkins 24. - Ian Rush 18., Steve Nic- ol 38., Nigel Clough 41. 19.635 Sheff. Wednesday - Aston Villa.0:0 28.450 Swindon - Oldham...............0:1 - Bemard 89. 11.970. VINÁTTULEIKUR Lissabon: Benfica - Barcelona............2:1 Rui Aguas (48.), Ailton (73.) - Romario (55.) 50.000 Leikir í fyrrakvöld: 4. deild D KBS - Einheiji.......................0:2 - Bjöm Heiðar Sigurbjömsson, Sigurjón Birgisson 2. deild kvenna A-riðill: Fjölnir - BÍ..........................1:0 FH - Reynir S.........................0:3 B-riðill: Leiftur - Dalvik......................1:4 V ölsungur -Leiftur...................1:0 Ungveijinn dr. Laszlo Nemeth hefur tekið til starfa sem yfirþjálfari hjá körfuknattleiks- deild KR, og einnig hefur félagið fengið til sín erlendan leikmann; Serbann Mirko Nikolic. Dr. Lazlo Nemeth hefur gert tveggja ára samning við deildina; þjálfar meistaraflokk og unglinga- flokk (18-20 ára) karla og dren- gjaflokk (16-17 ára) og verður ráðgjafi um þjálfun annarra flokka. Nemeth er að koma til KR í annað skipti; hann þjálfaði lið félagsins er það varð íslandsmeist- ari veturinn 1989-90 og þjálfaði einnig landslið íslands 1988-1990. í millitíðinni starfaði Nemeth sem þjálfari í Sameinuðu Arabísku fur- stadæmunum við góðan orðstír. Mirko Nikolic er 26 ára, 203 sentímetrar og 95 kg. Hann er fæddur í Belgrað og lék á sínum tíma með liði í júgóslavnesku 1. deildinni. Sl. vetur lék hann í Belg- íu; lék þá að meðaltali 32 mín. í leik, skoraði 19 stig og tók 9 frá- köst að meðaltali, skv. upplýsing- um KR. Þær breytingar hafa aðrar orðið á leikmannahópi KR frá því sl. vetur að Davíð Grissom er kominn frá Breiðabliki og famir eru Frið- rik Ragnarsson, aftur til Njarðvík- ur, og Matthías Einarsson er hætt- ur. Hann var leikjahæstur þeirra sem vom í herbúðum félagsins sl. leiktíð, með yfir 300 leiki. OLYMPIUNEFND Fundur Ólympíunefnda Evrópu í Reykjavík 1994 Framkvæmdastjórafundur Ólympíunefnda Evrópu, sá fímmtándi í röðinni, verður hald- inn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík f maí á næsta ári. Þetta kom fram á framkvæmdastjórafundi ólymp- íunefndar íslands í gær, þar sem lagt var fram bréf þessa efnis frá Evrópusambandi Ólympíunefnda. Fimm þjóðir sóttu um að fá að halda fundinn 1994; Austurríki (Vínarborg), Búlgaría (Sófía), Lettland (Ríga), Spánn (Sevilla) og ísland (Reykjavík). í atkvæða- greiðslu, sem efna varð til póstleið- is, varð ísland hlutskarpast eða eins og 8egir í bréfi Evrópusam- bandsins: „ísland vann með yfir- gnæfandi meirihluta." Gert er ráð fyrir að um 150 fulltrúar sitji fund- inn frá Ólympíunefndum Evrópu, Alþjóðaólympíunefndinni, Ólymp- íusamhjálpinni auk áheymarfuil- trúa gestgjafaborga næstu ólympíuleika, Atlanta og Nagano. Helstu mál á dagskrá fundarins verða væntanlega; Staða nýrrar Evrópu í alþjóðlegu samstarfí með tilliti til þátttökutakmarkanna í Ólympíuleikunum. Þá verður farið yfir reynsluna frá Vetrarólympíu- leikunum t Liilehammer, sem verða nýafstaðnir og fjallað um tilhögun Ólympíuieikarma ( Atl- anta 1996. Sérstök undirbúningsnefnd hef- ur verið skipuð til þess að annast undirbúning fundarins hér á iandi, en í henni eiga sæti: Ari Berg- mann Einarsson, sem jafnframt er formaður, Júiius Hafstein og Ágúst Ásgeirsson. Michael Laudrup FOLK ■ MICHAEL Laudrup, danski knattspyrnumaðurinn snjalli sem leikur með Barcelona á Spáni, var í vikunni valinn í danska landsliðið sem mætir Litháen í undankeppni HM 25. ágúst nk. Hann hefur ekki leikið með liðinu síðan í nóvember 1990, eða í tæp þijú ár. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki leikið var ágreiningur við þjálfarann Ric- hard Möller Nielsen. Hvorki þjálf- arinn né leikmaðurinn vildu tjá sig um það hvort ágreiningurinn hefði verið jafnaður. ■ JOHN Harkes, bandaríski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við 1. deildarlið- ið enska Derby County. Harkes lék með Sheffield Wednesday og varð sl. vor fyrsti Bandaríkjamað- urinn til að leika til úrslita um enska bikarinn. Hann er metinn á rúmlega 100 milljónir króna. ■ ENSKI landsliðsmaðurinn Andy Sinton fer að öllum líkindum til Sheffield Wednesday frá Que- ens Park Rangers, var haft eftir stjórnarformanni Rangers í gær. Kaupverðið er tæpar 300 milljónir króna. ■ SINTON var keyptur til QPR frá Brentford árið 1989 fyrir rúm- ar 3,7 milljónir króna. Upphaflega var búist við að hann færi til Arse- nal, og var stjórn QPR búin að samþykkja tilboð upp á tæpar 290 milljónir króna, en George Gra- ham framkvæmdastjóri Arsenal dró tilboðið til baka þar sem Sinton virtist ekki hafa mikinn áhuga á að fara til Arsenal. ■ GANGI allt upp hjá QPR og Sheffield Wednesday í dag mun Sinton leika með Wednesday á laugardaginn, en þá tekur liðið á móti Arsenal á heimavelli, sem hlýtur að teljast skemmtileg tilvilj- un. ■ QPR hefur keypt Trevor Sinclair frá Blackpool fyrir rúmar 80 milljónir króna, og á hann að taka við hlutverki Sintons. ■ ALEX Ferguson fram- kvæmdastjóri Manchester United, hefur ákveðið að selja son sinn Darren Ferguson, sem leikið hefur um 20 leiki með ensku meisturun- um. „Honum finnst erfitt að vera hér á Old Trafford þar sem ég er faðir hans, og sem framkvæmda- stjóri skil ég stöðu hans vel,“ sagði Ferguson. ■ GARY Liniker sem leikur í japönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu með Nagoya Grampus Eight, verður líklega ekki með fyrr en í fyrsta lagi í byijun október. Hann tábrotnaði fyrr í sumar og það hijáir hann enn. í kvöld Knattspyrna 1. DEILD KARLA Kaplakriki, FH - ÍBV ..18.30 1 Akureyrarv., Þór - Víkingur.. 4. DEILD „18.30 I Egilsst., Höttur - Huginn Frjálsar „18.30 I Opið öldungamót í fijálsum verður 1 haldið á íþróttavellinum ( Keflavík, 1 og hefst það klukkan 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.