Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 51

Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 51 Viðburðarríkur dagur: Valur byrjaði vel í Evrópukeppninni en KR lét þjálfarann fara Frábær nýting Valsmanna VALSMENN stigu mikilvægt skref í átt að fyrstu umferð Evrópu- keppni bikarhafa, þegar þeir sigruðu finnska liðið Mypa 47 með þremur mörkum gegn einu ífyrri leik liðanna iforkeppni Evrópu- keppninnar á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Valsmenn léku illa í fyrri hálfleik, en stóðu sig frábærlega i'þeim síðari og einkum var nýtingin góð; þeir fengu þrjú færi og gerðu þrjú mörk. Valsmenn bypuðu leikinn reynd- ar ágætlega og fengu dauða- færi strax á 6. mínútu, en rúss- neski markvörður- inn Biþukov varði vel frá Agústi Gylfa- syni. Þetta var því miður ekki fors- mekkurinn að því sem var á leið- inni, allavega ekki í fyrri hálfleik. Stefán Eiríksson skrifar Finnarnir komu meira inn í leikinn, fengu fyrsta færið á 12. mínútu eftir vamarmistök, en Bjami Sig- urðsson varði vel skot frá kant- manninum Happonen. Mypa-menn náðu í kjölfarið mjög góðum tökum á leiknum, Valsmenn áttu í mesta basli í vörninni, Sævar Jónsson var í leikbanni og var hans augljóslega sárt saknað, og kom það fáum á Ætlum að halda fengnum hlut - segir Kristinn Björnsson, þjálfari Vals „ÉG get ekki annað en verið sáttur við þessi úrslit. Við gáfum þeim of mikið rými ífyrri hálfieik en í seinni hálfleik skrúfuðum við upp tempóið og með vindinn í bakið gekk þetta upp. Við náðum að loka betur svæðum og leikur okkur varð allt annar og betri,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Kristinn sagði að hann hefði orð- ið ánægður með eins marks sigur „en tvö mörk gera möguleika okkar á að komast áfram enn betri. Við förum í seinni leikinn með það hugarfar að halda fengnum hlut. Það verður mikilvægt að fá Sævar [Jónsson] inní seinni leikinn því hann hefur mikla reynslu sem getur vegið þungt í svona leikjum," sagði Kristinn. Bjarni Sigurðsson, markvörður, stóð sig mjög vel í markinu. „Ég fann mig vel, var heitur í flóðljósun- um. Það var meiriháttar að ná að snúa leiknum við eftir að hafa legið einu marki undir í hálfleik. Við komumst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik. En þetta var allt ann- að í þeim seinni.“ Hann sagði að Þeir myndu gera allt til að komast áfram, „Nú er hálfleikur og því þarf að bretta upp ermarnar fyrir seinni hálfleikinn, fylgja þessum sigri eftir, vinna vel og beþast. Ef allir leggja sig fram eigum við góða möguleika á að komast áfram,“ sagði Bjarni. „Það var mjög ánægjulegt að vinna þennan leik og það var ekki leiðinlegt að skora þessi tvö mörk,“ sagði Anthony Karl Gregory, sem gerði fyrstu mörk sín í Evrópu- keppni. „Það var mjög erfitt að vera einn frammi og gott að nýta þessi tvö færi sem ég fékk. Annars vorum við mjög slakir í fyrri hálf- leik og kannski var um ósjálfrátt vanmat að ræða. En í seinni hálf- leik var allt annað upp á teningn- um, við gáfum ekkert eftir og uppskárum eftir því. Þetta er gott veganesti til Finnlands og við förum þangað til að komast áfram.“ óvart er Finnamir komust yfir á 34. mínútu eftir laglega sókn. Ótrúleg umskipti Valsmenn komu með allt öðru hugafari í seinni hálfleikinn. Á að- eins stundaríjórðungi snemma í hálfleiknum gerðu þeir þijú mörk úr þremur færum og björguðu hreinlega andlitinu eftir lélegan fyrri hálfleik. Finnarnir gerðu þau mistök að ætla að halda fengnum hlut, og vom Valsmenn fljótir að refsa þeim. Reyndar fór hægri kant- maður Mypa, Yijö Happonen, út af í hálfleik, en hann hafði leikið vel í fyrri hálfleik og var skarð hans augljóslega vandfyllt. Finnarnir settu smá kraft í leik sinn síðustu tíu mínúturnar, fengu tvö góð færi, en Bjarni Sigurðsson varði í bæði skiptin vel, eins og hann hafði gert nokkuð oft áður i leiknum. Ágúst mjög gódur Ágúst Gylfason lék mjög vel fyr- ir Val, var á mikilli hreyfingu og átti góðar sendingar. Anthony Kari Gregory stóð fyrir sínu í framlín- unni, og Bjami Sigurðsson hélt sín- um mönnum algjörlega á floti þegar mest á reyndi, og varði oft frábær- lega. Hjá Mypa 47 lék miðjumaðurinn Oa Á 34. mfnútu gaf ■ l.Yijö Harponen upp hægri kantinn á Janne Makela sem komst alveg upp að enda- mörkum og gaf fyrir markið, þar sem Marko Ríýamaki stýrði knettinum í mark. 1a 4j Hörður Már Magnús- m I son sendi ó Anthony Karl Gregory sem lék inn í vítateiginn vinstra megin á 53. mínútu. Varnarmaður náði af honum boltanum, en Anthony náði knettinum aftur og skoraði með nettu skoti úr þröngu færi úr markteignum vinstra megin. 2a rii Kristinn Láioisson ■ | gaf upp vinstri kant- inn á Hörð Má Magnússon á 58. mínútu. Hörður iék upp að víta- teigshorninu vinstra megin, gaf fyrir markið þar sem Anthony Karl kom fæti i knöttinn yst í markteignum miðjum og sendi hann f netið. 3a Æ Ágúst Gylfson vann ■ | boítann í vörninni á 63. mínútu, lék í átt að miðj- unni og gaf laglega sendingu á Jón Grétar Jónsson sem var fyr- ir framan vítateiginn. Brotið var á Jóni og barst knötturinn út til vinstri í vítateignum, þar sem Kristiim Lárusson var staddur og þrumaði knettinum í homið niðri Qær. Valur - Mypa 47 Laugardalsvöllur, forkeppni Evrópukeppni bikarhafa, fym leikur Aðstæður: Strekkingsvindur, sem Valur lék á móti fyrir hlé, og raki í iofti. Mörk Vals: Anthony Karl Gregory 2 (53. og 58.), Kristinn Lárusson (67.) Mark Mypa 47: Marko Rajamaki (34.) Gult spjald: Mika Viljanen (37.) og Janne Lindberg (77.) fyrir brot. Dómari: John Ferry (trlandi), dæmdi vel. Línuverðir: Thomas Ferry og Frank Hiles (írlandi). Ahorfendur: 409 greiddu aðgangseyri. Valur: Bjami Sigurðsson - Gunnar Gunnarsson (Milomir Gajik 61.), Jón S. Helgason, Amaldur Loftsson, Bjarki Stefánsson - Jón Grétar Jónsson, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Hörður Már Magnússon, Kristinn Láms- son (Sigurbjöm Hreiðarsson 68.) - Anthony Karl Gregory. Mypa 47: Mihail Biijukov - Janne Makela, Mika Viljanen, Esa Pekonen, Jukka Koskinen - Yijö Happonen (Sami Hyypia 46.), Anders Roth, Janne Lindberg, Marko Rajamaki - Saku Laaksonen (Tomi Kinnunen 70.), Jukka Turanen. Morgunblaðið/Bjarni Ágúst Gylfason lék vel gegn Mypa 47 og vakti meðal annars athygli útsendara skoska liðsins Aberdeen, sem var á leiknum. Hér er hann í kröppum dansi við Mika Viljanen leik- mann Mypa 47. Anders Roth ágætlega í fyrri hálf- leik, sýndi skemmtilega takta á miðjunni, og áðurnefndur Happon- en sömuleiðis. Markvörðurinn Bi- ijukov virkaði öruggur í fyrri hálf- leik, en gerði afdrifarík mistök í þeim síðari. Liðið sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik, skemmtilegu og vel útfærðu spili brá oft fyrir, en liðið hélt ekki haus í síðari hálfleik. Síðari leikur Vals gegn Mypa 47 verður 1. septémber í Finnlandi. Möguleikar Valsmanna á því að komast áfram verða að teljast góð- ir. Komist þeir áfram mæta þeir skoska liðinu Aberdeen í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. tóm FOLX ■ ARNALDUR Loftsson, varn- armaður Vals, lék síðasta leik sinn á þessu keppnistímabili fyrir Val í gærkvöldi. Hann er á leið til Banda- ríkjanna í nám. ■ MILOMIR Gajik frá Serbíu lék r ta leik sinn fyrir Val í gær. HARRI Kampman, þjálfari Mypa-47, var greinilega ekki ánægður með úrslitin því strax eft- ir leikinn fór hann beinustu leið út í rútu með liðið og keyrði í burtu án þess að tala við nokkum mann. V Yrði gaman aðmæla Valsmönnum Drew Jarvie, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Aberdeen í Skot- iandi, fylgdist með leiknum á Laug- ardalsvelli í gær. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Finnska liðið var mun betra í þeim fyrri en svo snér- ist dæmið við. Ef marka má þennan leik eru liðin svipuð að styrkleika, en á eðlilegum degi er Aberdeen mun sterkara en þau bæði. En það getur allt gerst í Evrópukeppni," sagði Jarvie, og bætti við að Valsmenn væru með öll tromp á hendi. „Ef þeir halda vel á spilunum í Finnlandi ættu þeir að komast áfram. Það yrði gaman að mæta Valsmönnum." Hann var mjög hrifinn af Ágústi Gylfasyni og eins talaði hann um að Bjami Sigurðsson hefði komið í veg fyrir að finnska liðið næði að bæta við mörkum. „Anthony Karl Gregory sýndi það með þessum mörkum sem hann gerði að það verður að hafa sérstakar gætur á honum.“ Janus í stað Sochors? Ivan Sochor IVAN Sochor, Tékkinn sem þjálfað hefur 1. deildarlið KR í knattspyrnu í sumar, hætti störfum í gær. Atli Eðvaldsson, aðstoðarmaður Tékkans í sumar, stjórnaði æfingu í gær- kvöldi, en KR-ingar stefna að því að ráða nýjan þjálfara í dag. Janus Guðlaugsson, fyrrum atvinnumaður og nú þjálfari 2. flokks KR, er efstur á óskalistanum skv. heimildum Morgun- blaðins. Liði KR var spáð íslandsmeistar- atitli í árlegri atkvæðagreiðslu fyrirliða, þjálfara og formanna knattspymudeilda í upphafi keppn- istímabils, en hefur gengið illa og er nú í neðri hluta deildarinnar. Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar, for- manns knattspymudeildar KR, varð um það samkomulag milli stjórnar- innar og Sochors, á fundi í gær, að hann léti af störfum. Annar stjómarmaður sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að menn yrðu að viðurkenna að liðið væri í fallhættu, og því hefði eitthvað orðið að gera. Sochor sagði við Morgunblaðið, eftir að niðurstaða lá fyrir í gær, að ástæðan fyrir slöku gengi liðsins í sumar hefði verið meiðsli lykil- manna, sem virtust til að byija með vera tímabundin en reyndust síðar alvarlegri. Liðinu hefði gengið ágætlega í bikarkeppninni, en tap gegn ÍA í framlengingu í undanúr- slitaleiknum hefði verið mikið áfall fyrir liðið. Sochor sagði einnig að agavandamál hefðu verið nokkur, liðið fór í æfingabúðir fyrir undan- úrslitaleikinn í bikarnum, en nokkr- ir leikmenn hefðu ekki mætt og taka hefði þurft á ýmsum vanda- málum í kjölfarið. „Eftir allt þetta missti liðið allan áhuga, var úr leik í bikarnum auk þess sem ógerning- ur virtist að ná Akranesi í deild- inni,“ sagði Sochor. Hann sagði að tapið gegn ÍA í deildinni hefði ekki gert útslagið. „En liðið lék illa á móti Víkingi og Fylki, og því var ekki um neina miskunn að ræða,“ sagði Sochor. Aðspurður sagðist hann hafa verið tilbúinn til að ljúka tímabilinu, en færi af landi brott bráðlega þeg- ar hann væri búinn að ganga frá nokkrum lausum endum. Aðspurður hvort ekki væri leiðin- legt að ljúka ferlinum hjá KR með þessum hætti, sagði Sochor: „Það er eðlilegt að reka þjálfarann þegar illa gengur, en að þurfa að standa í þessu sjálfur er dapurlegt og alls ekki auðvelt." KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.