Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 52

Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 52
m HEWLETT PACKARD ---------UMBOÐIÐ HP Á ISLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Margir í maraþon- hlaupið AÐSTANDENDUR Reykjavík- urmaraþons gera sér vonir um að metþátttaka verði í hlaup- inu, sem þreytt verður á sunnu- daginn i tíunda sinn. Sigurður P. Sigmundsson framkvæmda- stjóri hlaupsins segir að þátt- takendum fjölgi stöðugt ár frá ári og nefnir að allt bendi til þess að met verði slegið í fjölda útlenskra hlaupara. Skráning- arlokum hefur verið frestað til 20. ágúst. „Þetta hlaup hefur allaf sett skemmtilegan svip á borgarlífið og allan sunnudaginn verður eitt- hvað að gerast í miðbænum, sem tengist hlaupinu," sagði Sigurður. „Helsta nýjungin er sú að einni vegalengd hefur verið bætt við og skemmtiskokkið stytt. Nú geta skokkarar valið á milli tveggja vegalengda, tíu og þriggja kíló- metra,“ sagði hann. „Þá verður sett upp sérstök markklukka, sem gerir hlaupurum jafnt sem áhorf- endum kleift að fylgjast vel með. Loks má nefna að stofnaður verð- ur Klúbbur 10 en í hann komast allir þeir hlauparar, sem tekið hafa þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu frá 1983. n • i Morgunblaðið/Kristinn Malað ryrir maraþon STARFSMENN Reykjavíkurmaraþons hafa undanfarið verið önnum kafnir við að mála bláar örva- merkingar á götur borgarinnar. Þessi mynd er tekin við tíu kílómetra markið við Tryggvagötu en þaðan þurfa hlauparar að hlaupa um gömlu höfnina vegna gatnaframkvæmda. Lóðaúthlutanir í Reykjavík 1992-93 Hafa sex- faldast á milli ára LÓÐAÚTHLUTANIR í Reykjavík á milli fyrrihluta áranna 1992 og 1993 hafa sexfaldast. Þær urðu alls 39 á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí í fyrra en voru 268 á sama timabili í ár. Ágúst Jónsson hjá borgarverkfræðingi segir að árið í fyrra hafi skorið sig úr hvað fáar úthlutanir varðar en talan 268 er á svipuðum nótum og næstu fimm ár á undan. Hér er átt við endanlegar úthlut- anir, það er þegar búið er að draga frá þær lóðir sem skilað var. Ágúst bendir á að á fyrri helmingi 1992 hafi 262 lóðum verið úthlutað en síð- an 223 af þeim skilað. í ár var 341 lóð úthlutað en aðeins 73 skilað. Aðspurður um skýringar á því af- hveiju svo mörgum lóðum var skilað í fyrra segir Ágúst að efnahags- ástand ráði þar örugglega mestu um. Skýringu á fjölguninni frá í fyrra má að hluta til rekja til þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda í fyrra- sumar að lengja afborgunartímann á gatnagerðargjöldum úr 6 mánuð- um í 18 mánuði. Skiptingin á lóðun- um nú er þannig að 49 eru undir einbýlishús, 54 undir rað- eða parhús og 165 undir fjölbýlishús. Mikill verð- munur er á kartöflum NÝJAR íslenskar kartöflur kosta frá 149 krónum og upp í 224 krónur kílóið, en innfluttar kartöflur kosta frá 58,40 og upp • í 113,20 krónur kílóið, sam- kvæmt skyndiverðkönnun, sem Morgunblaðið gerði á kartöflum í sex verslunum á höfuðborgar- svæðinu og fjórum úti á landi sl. þriðjudag. Uppi eru hugmyndir um að setja tímabundið innflutningsbann á kartöflur á næstunni, en að sögn Ragnheiðar Árnadóttur, deildar- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu, liggur nærri að búið sé að flytja inn um 1.600 tonn frá því í maí sl. Sjá „Verðkönnun vikunn- ar“ bls. 21. Umræða um útgjaldahlið fjárlagafrumvarps á ríkissljórnarfundi í dag Tillaga um tryggingagjald vegna sjúkrahússkostnaðar RÍKISSTJÓRNIN kemur saman í dag til að fjalla um útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og sparnaðartillögur ráðuneytanna en búist er við að þær geti átt eftir að taka nokkrum breytingum í viðræðum á milli ráðherranna á næstu dögum og vikum. Meðal stærstu til- lagna sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lagt fram er að leggja á næsta ári á sérstakt sjúkratryggingagjald vegna kostnaðar af innlögnum á sjúkrahús og verði það innheimt í tekjuskatts- kerfinu, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Skattgreiðendur geta þó óskað eftir að verða undanþegnir gjaldinu en yrðu þá að greiða sérstakt innritunargjald vegna sjúkrahússkostnaðar ef þeir leggjast inn á spítala, sem yrði talsvert hærra en sjúkratryggingagjaldið. Áætlað er að þessi breyting geti skilað nálægt hálfum milljarði kr. í sparnaði á næsta ári ef samþykkt verður, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ekki hefur verið útfært hversu víðtækt sjúkratryggingagjaldið yrði og hvort það næði t.d. líka til svokallaðra innanspítala- aðgerða. Telqutengt að hluta Um yrði að ræða fast gjald á hvern greiðanda sem atvinnurekendur stæðu skil á ásamt öðrum launa- tengdum gjöldum en upphæð þess er ekki endanlega ákveðin. Er fyr- irhugað að gjaldið yrði tekjutengt að hluta til. Umsögn samgöngnráðherra til danskra flugmálayfirvalda vegna Óðins hf. Engar athugasemdir gerð- ar við niðurstöðu Flugráðs Minnt á meðmæli með umsókn Flugleiða HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sendi í gær danska samgöngu- ráðuneytinu bréf þar sem hann segist ekki gera athugasemd við niður- stöðu meirihluta Flugráðs sem mælti með því í síðustu viku að flugfé- lagið Óðinn hf. fengi áætlunarleyfi á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Kulusuk á Grænlandi að uppfylltum skilyrðum um eigið fé til að fá útgefið flugrekstrarleyfi til áætlunarflugs. Jafnframt minnir ráð- herra í bréfinu á þau mcðmæli sem hann hafi áður gefið með um- sókn Flugleiða hf. sem send var dönskum flugmálayfirvöldum vegna þessarar flugleiðar á síðasta ári. Flugleiðir sóttu um leyfi til áætlunar- flugs til Kulusuk í fyrra og mælti ráðuneytið þá með því við danska samgönguráðuneytið að Flugleiðir fengju leyfið. Fyrir nokkru óskuðu hins vegar dönsk flugmálayfirvöld sérstaklega eftir umsögn um flugfélagið Óðinn hf. vegna umsóknar þess frá í jan- úar um áætlunarleyfi á þessari flugleið. Samgönguráðherra óskaði þá eftir umsögn Flugráðs sem mælti með að Óðinn fengi flugleyf- ið. í gær var svo svar ráðuneytisins sent danska samgönguráðuneytinu sem tekur ákvörðun um hvaða flugfélag fær úthlutað leyfi til þessa áætlunarflugs. Samgönguráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið jafn- framt hafa lagt áherslu á að ís- lenskt flugfélag fengi heimild til að fljúga á þessari flugleið og hann vonaðist til að samkomulag næðist um loftferðasamning á milli ríkj- anna. Auk Flugleiða og Óðins sótti Islandsflug um áætlunarleyfi milli Reykjavíkur og Kulusuk. Að mati sérfræðinga er enn eftir talsverð vinna við að útfæra þessa tillögu. Hugmynd byggist á stefnuskrá ríkisstjómarinnar en- þar segir m.a. að leita skuli leiða til að gefa almenningi kost á að velja um mismikla sjálfsáhættu vegna þátttöku í kostnaði við læknisþjónustu gegn breytilegu tryggingaiðgjaldi. Niðurskurður og sparnaður 3-4 milljarðar Markmið ríkisstjórnarinnar og útgjaldarammar einstakra ráð- herra miðast við að heildarútgjöld ríkissjóðs verði skorin niður um 3-4 milljarða króna á næsta ári frá áætluðum útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári. Sé miðað við fjárlög yfírstandandi árs nemur niður- skurðurinn þó ekki nema um 500 milljónum króna að raungildi. Vantar 900 milljónir Stefnt er að því að ná rekstrarút- gjöldum ráðuneytanna niður um 3% frá því sem fjárlög ársins gerðu ráð fyrir eða um 1.500 millj. kr. Svokallaðar tilfærslur, þ.e. trygg- ingagreiðslur, niðurgreiðslur og ýmis framlög standa hins vegar í stað miðað við fjárlög þessa árs. Ráðherrar hafa þegar lagt tillögur sínar um niðurskurð og sparnað fram en enn vantar þó um 900 milljónir kr. upp á að settum markmiðum verði náð í nokkrum ráðuneytanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.