Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
ERLEIMT
INNLENT
Um 1.000
varðandi uppgang þorskstofnsins
hér við land. Seiðavísitalan bendir
til að þarna sé kominn efniviður
í meðalstóran árgang eða um 200
milljónir þriggja ára fiska.
skip og bátar
án vinnslu-
leyfis
MISBRESTUR er á því að útgerð-
armenn fylgi nýjum lögum frá í
fyrra sem miða að því að auka
gæði þess afla sem berst á land.
Þannig var úthlutað fyrir næsta
kvótaár tæplega 2.500 veiðileyf-
um en hins vegar hafa um 1.000
skip og bátar af þessum fjölda
ekki tilskilin vinnsluleyfi. Sökum
þessa eiga viðkomandi það á
hættu að vera sviptir veiðileyfum
sínum en Fiskistofa mun reiðubúin
að beita þeirri refsingu til að fá
útgerðarmenn til að framfylgja
lögunum.
Meirihluti samkeppnisráðs
vanhæfur
í upphafi vikunnar var 'kynnt
það álit umboðsmanns Alþingis
að meirihluti samkeppnisráðs væri
vanhæfur til setu í ráðinu. Álitið
kom fram í kjölfar kvörtunar
Neytendasamtakanna. Fulltrúarn-
ir sem töldust vanhæfir voru Þór-
arinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ, Ingibjörg
Rafnar lögfræðingur og Magnús
Geirsson fulltrúi Alþýðusambands
íslands. Taldi umboðsmaður Al-
þingis að þau væru vanhæf sökum
starfa sinna. Öll hafa sagt starfi
sínu lausu í ráðinu og leitar við-
skiptaráðherra nú að öðrum til
setu í ráðinu í stað þeirra.
Mesta magn þorskseiða í 7 ár
Ekki hefur mælst jafnmikið
magn þorskseiða á íslenska haf-
svæðinu og Grænlandshafi í sjö
ár. Þetta var niðurstaða úr hefð-
bundnum seiðarannsóknarleið-
angri Hafrannsóknastofnunar í ár
á skipunum Áma Friðrikssyni og
Bjama Sæmundssyni. Sökum
þessa þykir ástæða til bjartsýni
Sýslumannsembættum verði
fækkað
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra hefur lagt til að sýslu-
mannsembættum verði fækkað
um níu og héraðsdómstólum um
einn. Þessar tillögur eru uppistað-
an í sparnaðartillögum dómsmála-
ráðuneytisins vegna fjárlagagerð-
arinnar. Helstu breytingar yrðu
að embættin í Kópavogi og Hafn-
arfirði yrðu lögð niður og samein-
uð Reykjavík, embættið í Búðardal
yrði sameinað Stykkishólmi, emb-
ættið í Bolungarvík flutt til ísa-
fjarðar og sýslumannsembættið á
Ákranesi sameinað embættinu í
Borgamesi. Embættið á Ólafsfírði
sameinist Akureyri, embættið í
Vík í Mýrdal flytjist til Hvolsvallar
og embættin þijú á Austfjörðum,
á Eskifirði, í Neskaupstað og á
Seyðisfirði, verði sameinuð í eitt.
Deilt um danska skinku
Tollstjórinn í Reykjavík hefur
stöðvað sendingu á danskri skinku
og hamborgarhryggjum sem Hag-
kaup hf. ætlaði að flytja inn og
selja í verslunum sínum. Verð á
þessu kjöti hefði verið um 70%
lægra en á sambærilegum íslensk-
um vörum. Líklegt þykir að fjár-
málaráðuneytið heimili innflutn-
inginn eftir helgina en leggi tíma-
bundið jöfnunargjald á vörumar
þannig að þær verði álíka dýrar
og íslenskt svínakjöt. Hagkaup
hefur hins vegar í hyggju að taka
jöfnunargjaldið á sig og selja kjöt-
ið á réttu verði.
Þrjár skattstofur verði
lagðar niður
Meðal spamaðartillagna fjár-
málaráðuneytisins við næstu fjár-
lagagerð er að þijár skattstofur
verði lagðar niður. Þetta em skatt-
stofurnar í Vestmannaeyjum, á
Siglufirði og útibú skattstofunnar
á Húsavík. Með þessu er ætlunin
að spara nokkra tugi milljóna
króna.
ERLENT
Tímamót í
Miðaust-
urlöndum
London. Reuter.
ÍSRAELSKA ríkisstjórnin sam-
þykkti sl. mánudagskvöld drög
að tímamótasamningi við PLO,
Frelsissamtök
Palestínu-
manna, um
sjálfstjóm Pal-
estínumanna á
Gaza-svæðinu
og í Jeríkó á
Vesturbakk-
anum. Komu
þessi tíðindi
mjög á óvart
en unnið hafði
verið að samningunum á 14 leyni-
legum fundum í Noregi. Beitti
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sér mest fyrir samning-
unum með milligöngu Johans
Jörgens Holsts, utanríkisráðherra
Noregs, en gert er ráð fyrir, að
þeir verði undirritaðir nú í vik-
unni þegar ísraelsstjóm og PLO
. hafa skipst á gagnkvæmum við-
urkenningum. Stjómarandstaðan
í Israel ætlar að beijast gegn
samningunum og einnig harðlínu-
menn meðal Palestínumanna en
stjórnvöld í arabaríkjunum eru
sum á varðbergi og vilja, að geng-
ið verði samtímis frá allsheijar-
samningum milli þeirra og ísra-
ela. Raunar er búist við, að af
slíkum samningum geti orðið
fljótlega. Ríkisstjórnir víða um
heim hafa fagnað þessum líkum
á allsheijarfriði í Miðausturlönd-
um og Norðurlönd hafa fyrst ríkja
ákveðið að veita hinu væntanlega
sjálfstjómarríki Palestínumanna
fjárhagsaðstoð, um 10 milljarða
ísl. kr.
Óvissa í Bosníu
VIÐRÆÐURNAR um frið í
Bosníu fóru út um þúfur í Genf
á miðvikudag. Serbar og Króatar
vildu fallast á
tillögu sátta-
semjara um
skiptingu
landsins milli
þjóðarbrot-
anna og höfn-
uðu kröfum
múslima um
breytingar,
meðal annars,
að þeir fengju
aðgang að sjó. Vonast er til, að
samningarviðræður geti hafist
aftur en að öðrum kosti er lík-
legt, að átökin hefjist aftur og
að þessu sinni ekki síður milli
Króata og Serba. Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, hefur var-
að Serba og Króata við og segir
Atlantshafsbandalagið, NATO,
enn vera tilbúið að skerast í leik-
inn ef með þarf. Norðmenn, Svíar
og Danir hafa ákveðið að senda
hermenn til gæslustarfa í Bosníu
og Finnar munu senda brynvarð-
ar bifreiðar og annan búnað.
Hernámi Litháens Iokið
KIRKJ UKLUKKUM var hringt
um allt Litháen á þriðjudag en
þá yfirgaf síðasti rússneski her-
maðurinn landið eftir 54 ára
hemám Rússa. Var fáni landsins
dreginn að húni í herstöðinni í
Kaunas og fulltrúar beggja ríkj-
anna lýstu yfir, að dagurinn
markaði tímamót í samskipta-
sögu þeirra.
Keisari hittir páfa Reuter
AKIHITO Japanskeisari hóf á föstudag sextán daga Evrópuheimsókn er hann kom til Ítalíu. Átti hann m.a.
fund með Jóhannesi Páli páfa í sumarhúsi páfa, Castelgandolfo. í Evrópuferð sinni mun Japanskeisari einnig
sækja Þjóðveija og Belga heim.
Yfirvöld í Rússlandi leysa gamla ráðgátu úr stríðinu
Fjársjóðurinn frá
Trójuborg fundinn
EIN af ráðgátum heimsstyrjaldarinnar síðari er nú leyst, að sögn
danska blaðsins Jyllandsposten. Fjársjóður sem Þjóðveijin
Heinrich Schliemann gróf upp í rústum Trójuborgar í Litlu-Asíu,
núverandi Tyrklandi, er loks fundinn í Rússlandi en fjársjóðurinn
hvarf frá Þýskalandi í lok styrjaldarinnar.
Schliemann varð heimsfrægur
fyrir það afrek sitt 1873 að finna
rústimar en hann notaði vísbend-
ingar í kviðum Hómers hins gríska
til að finna borgina sem skáldið
gerði ódauðlega með frásögn af
stríðinu um hana. í rústunum fund-
ust gullkeðjur, skreyttar krúsir úr
gulli og silfri auk mörg þúsund
gullmynta. Schliemann færði safni
í Berlín fjársjóðinn að gjöf.
Gripirnir fundust í Moskvu og
hyggjast yfirvöld efna til sýningar
á þeim. Talsmaður menningar-
stofnana í Berlín krafðist þess að
Rússar afhentu Þjóðveijum fjár-
sjóðinn á ný. En nú er komið babb
Lýðræðisstjómin í Prag hefur
þegar afhent fyrri eigendum mikið
af því sem hafði verið þjóðnýtt. í
blaðaviðtali sagði Havel að ásamt
bróður sínum ætti hann m.a. tvo
veitingastaði, íbúðablokk, bygging-
arlóðir og verðmætt listaverkasafn.
Havel tók við forsetaembætti í
Tékkóslóvakíu eftir að hafa átt
mikinn þátt í að binda enda á veldi
kommúnista í friðsamlegri uppreisn
1989, síðar varð hann forseti Tékk-
lands eftir að ríkið klofnaði. Fyrst
í stað vildi forsetinn ekki búa í for-
setahöllinni, Hradcany, en skipti um
skoðun. Nýja húsið verður hins veg-
ar einkabústaður hans.
Talið er að Havel eigi sem svarar
hundruðum milljóna króna. Havel,
sem er heimsþekkt leikskáld, hefur
einnig tekjur af verkum sínum en
ekki er vitað hve miklar þær em.
í bátinn. Yfirmaður í tyrkneska
menningarmálaráðuneytinu segir
London. Reuter.
FLÓKIÐ mál hefur verið til Iykta
leitt í Bretlandi en það snerist um
deilu mæðgna, um forræði yfir sex
ára gamalli stúlku, sem í nokkrum
Embættislaunin em á hinn bóginn
aðeins rúm 400.000 krónur á mán-
uði með risnu.
Undankeppninni lauk á föstudags-
kvöldið og í gær hófst útslátt-
arkeppni átta efstu liðanna úr und-
ankeppninni. Þar spila saman Banda-
ríkin II og Danmörk, Kína og Brasil-
ía, Holland og Bandaríkin I, Noregur
og Pólland.
í átta liða úrslitum í kvennaflokki
að Tyrkir muni leita til dómstóla
til að fá fjársjóðinn aftur til lands-
ins þar sem hann fannst.
Rússneski menningarmálaráð-
herrann, Júrí Sídorov, segir að rétt
sé að efna til sýningarinnar í
Moskvu en síðan megi senda hann
úr iandi.
skilningi var dóttir þeirra beggja.
Málið er þannig vaxið, að fijóvg-
uðu eggi úr móðurinni, eða ömm-
unni, var komið fyrir í legi dóttur
hennar, sem bar síðan barnið undir
belti og ól það í fyllingu tímans.
Höfðu þær mæðgur þennan hátt á
vegna þess, að í síðara hjónabandi
móðurinnar hafði hún tvisvar misst
fóstur. Þegar bamið fæddist tók
amman við því eins og umsamið var
en sex árum síðar snerist dóttur
hennar hugur. Gerði hún þá tilkall
til stúlkunnar sem sinnar dóttur og
fór með kröfuna fyrir dómstóla.
Stúlkan sjálf kvaðst vilja vera hjá
ömmu sinni, sem hún kallar móður,
en ekki hjá móður sinni, sem hún
hefur litið á sem systur. Varð það
niðurstaðan en móðirin má vitja dótt-
ur sinnar hjá móður sinni einu sinni
í viku.
eigast við Svíþjóð og Kanada, Tævan
og Argentína, Bandaríkin II og ítal-
ía, Þýskaland og Bandaríkin I.
Alls verða spiluð 96 spil í átta liða
úrslitunum og lýkur þeim i dag. Sig-
urvegarar í viðureignunum keppa í
undanúrslitum sem hefjast á mánu-
dag.
Auðæfi Havels Tékklandsforseta
Festí kaup á glæsivillu
Prag. Reuter.
VACLAV Havel, forseti Tékklands, hefur skýrt frá því að hann
sé stóreignamaður og hefur hann nú keypt sér mikla villu í Prag
sem metin er á um 100 milljónir íslenskra króna. Afi Havels var
meðal auðugustu manna Tékkóslóvakíu en kommúnistar þjóð-
nýttu megnið af eignum fjölskyldunnar eftir stríð.
Mæðgur deila
um dóttur sína
Heimsmeistaramótið í brids í Chile
Norðurlönd í úrslit
NORÐURLANDAÞJÓÐIR setja mark sitt á heimsmeistaramótið í brids
sem nú stendur yfir í Chile. Norðmenn og Danir komust í úrslitakeppn-
ina í opnum flokki og Svíar í kvennaflokki.