Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
Glaumbæ, en síðan skildu leiðir.
Ég spurði Gunnu fyrir stuttu:
„Hvenær hittumst við eiginlega aft-
ur?“ „Það var árið sem ég tók stúd-
entsprófið." Það liðu sem sagt 19
ár. Gunna hafði gifst eiginmanni
sínum, Grétari J. Guðmundssyni, og
eignast með honum tvo syni, Elfar,
fæddur í ágúst 1980, og Heiðar,
fæddur í maí 1983. Þriðji sonurinn,
Hannar litli, fæddist 7. desember
1989.
Árið 1987 voru drengirnir okkar
í sama leikskóla, hinni ágætu Stað-
arborg. Það var farið í dagsferð að
Garðskagavita og hver sest fyrir
framan mig í rútunni nema Gunna.
Það var eins og við hefðum hitzt í
gær. Við spjölluðum saman alla leið-
ina og alltaf var hún að bjóða okkur
eitthvað af nesti sínu. Við töluðum
um að hittast aftur. Örfáum dögum
síðar hitti ég hana við hliðið á Stað-
arborg og ákváðum við að hittast
heima hjá henni nk. þriðjudag.
Upp úr þessu hittumst við næst-
um því hvern einasta þriðjudag þar
til hún eignaðist þriðja barnið. Við
komumst að því að við áttum margt
sameiginlegt, höfðum svipuð áhuga-
mál, t.d. kvikmyndir, leikhúsferðir,
bóklestur og myndlist. Við sátum
oftast heima hjá henni, stundum hjá
mér eða fórum í kvikmyndahús.
Alltaf þegar við kvöddumst sagði
Gunna: „Hvað eigum við að gera
næsta þriðjudag?" Mér leið vel í
návist hennar, hún veitti mér vin-
áttu og hlýju. Drengirnir mínir
komu stundum með mér og voru
þeir innilega sammála um að Gunna
væri góð og voru þeir mjög hrifnir
af henni.
Leikhúsferðir voru hennar líf og
yndi. Hún pantaði miða á góðum
stað í leikhúsinu, náði í miðana og
kom þeim heim til okkar. Við fórum
oftast saman þrenn hjón, Gunna og
Grétar, Inga Hanna frænka hennar
og hennar maður, Magnús, síðan Ing-
þór og ég. Stundum fóru fleiri og
stundum fórum við bara þijár. Gunna
kallaði þetta Leikhúsklúbbinn.
Fyrir þremur árum veiktist
Gunna af krabbameini. Þá hófst
mikil barátta, sem lauk 29. ágúst
sl. Grétar stóð eins og klettur við
hlið konu sinnar og faðir hennar
hjálpaði mikið við að gæta Hannars
litla. Síðustu leikhúsferðir okkar
voru á My Fair Lady og Strætið.
Þegar við fórum á Strætið var
Gunna mjög máttfarin og ég nýstig-
in upp úr veikindum. Eiginmennirn-
ir fóru ekki með á þessa sýningu.
Það var kalt í veðri þegar við lögð-
um af stað dúðaðar upp fyrir haus.
Þá sagði Grétar hlæjandi við Ing-
þór: „Geturðu ekki fengið leyfi til
þess að aka þeim inn í húsið, svo
að það slái ekki að þeim?“
í lok júní hittumst við í síðasta
sinn. í tvo tíma ræddum við saman
og geymi ég þessa dagstund í hjarta
mínu. í vetur sendi hún mér kort.
Þar stóð: „Ég þakka þér öll gömlu
árin og þína tryggu vináttu.” Ég
vil þakka henni sömuleiðis.
Við Ingþór sendum Grétari og
drengjunum, foreldrum og systur
okkar innilegustu kveðjur. Þótt það
sé búið að taka Gunnu frá okkur,
getur enginn tekið hlýjuna, sem hún
gaf okkur öllum, sem þótti vænt
um hana.
Elísabet G. Árnadóttir.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól,
að fótskör guðs, að lambsins dýrðar stól,
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fyrir lítil englabörn.
Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng,
eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng.
Er tungan kennir töfra söngs og máls,
þá teygir hann sinn hvíta svanaháls.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís
Nú fagna englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Sunnudaginn 29. ágúst lauk
löngu og erfiðu stríði kærrar vin-
konu minnar og frænku við skæðan
og erfiðan sjúkdóm, krabbameinið.
Undir lokin var - aðstandendum
hennar og ástvinum ljóst að í þetta
skiptið hafði sjúkdómurinn náð yfir-
höndinni og að dauðinn var óumflýj-
anlegur.
Ég man fyrst eftir Guðrúnu þeg-
ar við hittumst í afmælum okkar.
Litlar stúlkur í fallegum blúndukjól-
um og afmælin voru stórhátíðir í
okkar augum.
Síðar lágu leiðir okkar saman
þegar við ungar og lífsglaðar vorum
saman við störf og leik á eyjunni
Jersey við Frakklandsstrendur.
Eftir heimkomuna skildu leiðir
um stund en við tókum aftur upp
þráðinn þegar við vorum samtímis
við nám í öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Síðan hafa
tengslin haldist.
Guðrún hafði mikið yndi af því
að fara í leikhús. Hún fylgdist alltaf
vel með þegar ný leikrit birtust á
fjölunum. Síðan pantaði hún
kannski átta miða á einhverja sýn-
inguna sem hún taldi höfða til okk-
ar. Stundum var leikhúshópurinn
stór, stundum lítill, stundum fórum
við aðeins tvær saman. Margar
ánægjustundirnar áttum við saman
í leikhúsum borgarinnar. Ég kallaði
hana oft í gamni „leikhúsfram-
kvæmdastjórann minn“ og var henni
þakkiát fyrir að hafa frumkvæðið
að leikhúsferðunum.
Guðrún naut þess að lesa góðar
bækur og var þar víða leitað fanga.
Oft lánaði hún mér bækur sem henni
þótti áhugaverðar. Ég las þær og
síðan ræddum við oft efni þeirra í
þaula.
Einnig hafði Guðrún yndi af
blómarækt eins og heimiii hennar
ber glöggt vitni um.
Þegar ég hugsa mig um hvaða
minningar mér eru dýrmætastar í
samskiptum okkar, held ég að það
séu stundirnar þegar við sátum sam-
an við eldhúsborðið heima hjá henni
á Sogaveginum. Þá kom ég með son
minn, hann fór upp á loft og lék
sér við drengina hennar. Oft heyrð-
ust háreysti mikil og brambolt „að
ofan“ í hita leiksins, en við létum
það ekki trufla okkur. Við ræddum
um heima og geima og sjaldan ent-
ist okkur tími til að ræða um allt
sem okkur bjó í bijósti. Oft kom ég
klyijuð af byrðum lífsins til hennar,
en er ég fór frá henni var pokinn
orðinn miklu léttari. Sagt hefur ver-
ið að við börn jarðar lærum að tala
um það bil tveggja ára, en Guð má
vita hversu langan tíma það tekur
okkur að læra að hlusta. Guðrún
var einstaklega góður hlustandi.
Hún var víðsýn og ákaflega hleypi-
dómalaus og var því liægt að ræða
við hana um nánast hvað sem var.
Guðrún átti auðvelt með að sjá
broslegu hiiðarnar á tilverunni. Oft
held ég að kímnigáfa hennar hafi
fleytt henni gegn um erfiðar studnir.
I öllu veikindum Guðrúnar sýndi
maður hennar, Grétar Guðmunds-
son, mikinn styrk. Oft dáðist ég að
jafnvægi hans og ró. Hann var klett-
urinn í lífi Guðrúnar.
Þau Guðrún og Grétar eignuðust
þijá syni, Elvar Finn, fæddan 1980,
Heiðar Kristján, fæddan 1983, og
Hannar Sindra, fæddan 1989. Þrír
yndislegir sólargeislar sem þurfa nú
að sjá á eftir móður sinni svo ungir.
í Biblíunni stendur að öllu sé af-
mörkuð stund og að sérhver hlutur
undir himninum hafí sinn tíma. Að
fæðast hefur sinn tíma og að deyja
hefur sinn tíma. Þetta lögmál verð-
um við að sætta okkur við.
Ég vil færa eiginmanni hennar
og sonunum þremur, móður hennar
og föður, systur hennar og öllum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur. í hljóði bið ég Guð að veita
þeim styrk í allri þeirra sorg.
í Biblíunni stendur ennfremur: „
... því að maður fer burt til sín eilífð-
ar-húss og grátendurnir ganga um
strætið áður en silfurþráðurinn
slitnar og gullskálin brotnar og
skjólan mölvast við lindina og hjólið
brotnar við brunninn og moldin
hverfur aftur til jarðarinnar, þar
sem hún áður var, og andinn til
Guðs, sem gaf hann.“ (Pd. 12,5-8.)
Um leið og ég þakka fyrir allt
sem mér var gefið frá hendi Guðrún-
ar, óska ég þess að minningin um
góða konu lifi og orni þeim sem
syrgja sárast.
Inga Hanna Guðmundsdóttir.
síðari ár og var m.a. kjörin gjald-
keri Hestamannafélagsins Fáks á
síðasta aðalfundi félagsins. Hún
var dugleg kona og fylgin sér, en
umfram allt heiðarleg í samskipt-
um sínum við aðra, og okkar
reynsla er sú, að hún hafi verið
tryggur vinur vina sinna. Allt
hennar viðmót var hreinskiptið og
nærveru hennar fylgdi jafnan
ferskur og hressilegur blær, enda
konan vinsæl og vinamörg.
Við vottum öllum aðstandend-
um, og þá sérstaklega eiginmanni
og einkasyni, okkar dýpstu samúð
I og biðjum þann, sem öllu ræður
að leiða þá, styðja og styrkja í
• þeirra djúpu sorg og sára missi.
Að lokum þökkum við Valgerði
samfylgdina og biðjum henni bless-
unar á Guðs vegum.
Ingibjörg og Þorvaldur.
Dáinn, horfmn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
(Jónas Hallgrímsson)
Enn á ný erum við minnt á fall-
valtleika lífsins. Svo var það um
Völu, vinkonu okkar, þegar við
fréttum skyndilegt fráfall hennar.
íí Það er þungt og sárt högg fyrir
okkur, sem til hennar þekktum.
Með fátæklegum orðum minnumst
;] við hennar sem glæsilegrar og
aðlaðandi konu, fullrar af lífsvilja
og glaðværð, ávallt stutt í kímnina
( og fallega hláturinn. Vinsæl var
hún og átti góðan vinahóp, og er
missirinn mikill.
Vala var mjög atorkusöm, sann-
kölluð valkyija af guðs náð. Það
sýndi sig vel í hennar störfum,
sérstaklega að félagsmálum hjá
Hestamannafélaginu Fáki, en
hestamennska var hennar lífsins
áhugamál og eiginmanns hennar,
Gylfa, og sonar þeirra Gísla Geirs,
og tók mikinn tíma þeirra í góðum
félagsskap.
Hin seinni ár hefur ekki verið
mikið samband eins og gengur, en
oft talað um að taka þráðinn upp
að nýju.
í dag söknum við eftirminnilegr-
ar vinkonu, sem átti alla ævina
framundan, og það helst að hafa
ekki átt fleiri stundir saman, en
þær koma. Við þökkum fyrir dýr-
mætar minningar, sem gleymast
aldrei.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið,
þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið.
Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Matt. Joch.)
Elsku Gylfi! Missir þinn og Gísla
Geirs er mikill, en minningin lifir.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
og ástvina. Guð gefi ykkur styrk
í sorg ykkar.
Rósa og Óskar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Það er erfítt að þurfa að sætta
sig við þá staðreynd að Valgerður
Gísladóttir skuli ekki lengur vera
lifandi meðal okkar, að þessi glæsi-
lega og dugmikla mannkostakona
skuli vera burt kölluð í blóma lífs-
ins. Hún vann ábyrgðarmikið starf
af kostgæfni við útgerð föður síns
og það var sama hvenær spjallað
var við Völu um þá hluti, það var
greinilegt að hún lagði sig alla
fram þar sem í öllu öðru sem hún
tók sér fyrir hendur.
Við hestaunnendur nutum þeirr-
ar gæfu að hún hafði mikinn áhuga,
á hestamennsku og félagsmálum
hestamanna. Þar vann hún mikið
og gott starf og lagði krafta sína
fram af kostgæfni og ósérhlífni.
Hún var gjaldkeri hestamannafé-
lagsins Fáks nú er hún lést. Henni
var annt um það félag, að vegur
þess yrði sem mestur. Þegar eigin-
maðurinn, Gylfi Geirsson, var
framkvæmdastjóri Reiðhallarinnar
fór ekki fram hjá neinum að hann
hafði góða eiginkonu sér við hlið
sem studdi vel við bakið á honum
í einu og öllu.
Þegar sonur þeirra Völu og
Gylfa, Gísli Geir, var að keppa á
hestamótum og gekk vel sem oft-
ast var ánægjulegt að hitta stolta
móður sem kunni vel að taka sigri.
„Ætlarðu svo kannski að taka eina
mynd í lokin fyrir mig af honum
Gísla Geir með verðlaunin, Siggi
minn,“ sagði hún á íslandsmótinu
á Akureyri fyrir rétt rúmum mán-
uði og ekkert var sjálfsagðara.
Síðan komu venjulegar kveðjur.
Það var síst af öllu grunur minn
að ég sæi þessa elskulegu konu
aldrei meir. Margar minningar
koma upp í hugann á stundum sem
þessum, um ánægjulegar samveru-
stundir með þeim hjónum Völu og
Gylfa. Efst er mér í huga þakk-
læti til þeirra er þau lofuðu mér
að vera með sér í ferð til Þýska-
lands síðastliðið haust, ferð sem
stóð í ellefu daga. Þeir daga verða
mér ógleymanlegir.
Þeir Gísli Geir og Gylfi hafa nú
misst eiskulega móður og eigin-
konu sem var þeirra styrka stoð í
lífínu. Þeirra harmur er mikill sem
og allra ættingja og vina sem sjá
á bak svo mikilhæfri konu. Þeim
feðgum og öðrum aðstandendum
votta ég mína dýpstu samúð. Guð
blessi minningu Valgerðar Gísla-
dóttur.
Sigurður Sigmundsson.
Við lát Völu erum við óþyrmi-
lega minnt á það hvað lífsþráður-
inn getur verið veikur. Það er svo
óraunverulegt að eiga ekki eftir
að hitta Völu aftur í hesthúsinu.
Við vorum svo lánsöm að fá
Völu, Gylfa og Gísla Geir í hest-
húsalengjuna á síðasta ári. Betri
nágranna var ekki hægt að hugsa
sér. Vala var ótrúlega drífandi og
dugleg. Það tók hana ekki langan
tíma að undirbúa þorrablót eða
grillveislur með tilheyrandi kræs-
ingum fyrir okkur nágrannana í
hesthúsinu. Vala var góður félagi,
glaðvær og kraftmikil. Hesta-
mennskan átti stóran þátt í lífi
hennar og tók hún virkan þátt í
félagsstarfi Fáks. Stórt skarð hef-
ur nú verið höggvið í raðir hesta-
manna. Mestur er þó söknuðurinn
hjá feðgunum Gylfa og Gísla Geir
sem sjá á eftir einstakri eiginkonu
og móður.
Við erum þakklát fyrir þau for-
réttindi að hafa kynnst Völu og
átt hana að vini.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
(Sigurður Jónsson frá Amarvatni)
Elsku Gylfi, Gísli Geir og aðrir
aðstandendur. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð, minningin
um góða konu fylgir okkur um alla
tíð.
Tómas og Þóra.
Hinsta kveðja úr Skagafirði
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir.“
Það blómið sem ég fegurst fann
er frosti dauðans lostið
og hjartað unga hætt að slá
og hýra augað brostið
og þó hún liggi lík í mold
og leiðið hylji snærinn
hún hverfur ei úr huga mér
hin hýra fjallamærin.
(Öm Arnar)
Hún Valgerður er dáin.
Það er erfitt að sætta sig við
að þessi glæsilega hjartahlýja kona
skuli ekki vera lengur á meðal
okkar, tápmikil kona í blóma lífs-
ins. Hún sem notaði hvert tæki-
færi sem gafst til að koma í Skaga-
fjörð og gleðjast með vinum sínum
þar.
Því er söknuður okkar mikill.
Hún sagði eitt sinn við okkur:
„Pabbi skilur ekki að það geti ver-
ið svo gaman að fara norður í
Skagafjörð, að það svari kostnaði
fyrir einn eða tvo daga,“ og hún
hló við. En svona var hún, tröll-
trygg. Við eigum öll eftir að sakna
hennar lengi og þegar vinahópur-
inn kemur saman, verður hennar
skarð vandfyllt. Það sýnir hvað
best mannkosti hennar hve óhemju
vinmörg hún var hér. Hún kom
hingað fyrst á landsmót hesta-
manna 1982, öllum ókunn og átti
ekki einu sinni ættir sínar að rekja
hingað.
Það var mikill hamingjudagur
fyrir okkur öll.
En hesturinn var vinur hennar
og félagi og hún eyddi ómældum
tíma í hann og málefni honum
tengd og þar slógu hjörtu okkar í
takt.
Valgerður, við þökkum allar
ógleymanlegu samverustundimar.
Gylfa og Gísla Geir sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Vinir úr Skagafirði.
lli •Stílabœkur frá Kassagerðinni •Stílabœkur frá Kassagerbinni
Stílabcekur frá Kassagerðinni •Stílabœkur frá Kassagerðinni •Stílabcekur frá Kassagerðinni •Stílabœkur frá Kassagerðinni Stílabcekur frá Kassagerð