Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEFIEMBER 1993 KYIKMYNDIR/Sambíóin og Háskólabíó sýna þessa dagana kvikmyndina Sliver, sem er spennumynd af djarfara taginu, en aðalhlutverkin í henni leika Sharon Stone, William Baldwin og Tom Berenger Á gægjum SLIVER er byggð á samnefndri metsölubók rithöfundarins Ira Levins, sem meðal annars er höfundur Rosemary’s Baby, The Stepford Wifes og The Boys from Brazil, en vinsælar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir öllum þess- um sögum. Leikstjóri myndarinnar er hinn ástralski Phillip Noyce, sem á að baki hinar vinsælu myndir Dead Calm og Patriot Games, höfundur handritsins er Joe Eszterhas, sem skrifaði m.a. handritið að Basic Instinct, og í aðalhlutverki er eftirsóttasta leikkonan í Holly- wood um þessar mundir, Sharon Stone, ásamt William Baldwin og Tom Berenger. Þegar tök- ur á myndinni hófust síðastliðið haust þótti því nokkuð borðleggjandi að veðjað hefði verið á réttan hest, en þegar upp var staðið varð út- koman hins vegar ekki alveg í samræmi við það sem til var ætlast. Myndin sem kostaði um 50 milljónir dollara í framleiðslu hefur alls ekki hlotið þá aðsókn sem búist var við, og gagnrýnendur hafa flestir hverjir gefið henni heldur slaka einkunn. Njósnað um náungann EIGANDI fjölbýlishússins hefur innréttað herbergi í byggingunni þar sem hann getur fylgst með íbúunum með aðstoð falinna myndavéla sem hann hefur komið fyrir í íbúðum þeirra. Ástríður ÁSTRÍÐUFULLT ástarsamband tekst milli leigjandans og auðkýfingsins sem á fjölbýlishúsið. Eftirsótt SHARON Stone ásamt leikstjóranum Phillip Noyce við tökur á Sliver. * ISliver leikur Sharon Stone Carly Norris, nýfráskii- inn útgáfustjóra hjá bókafor- lagi, sem er á höttunum eftir einhveiju kryddi í tilveruna. Hún tekur á leigu íbúð í há- hýsi á Manhattan af þeirri gerðinni sem íbúar New York kalla „sliver", eða afklofa, en mjó háhýsi af þessari gerð eru einkennandi fyrir Man- hattan. í byggingunni hafa orðið nokkur dularfull dauðs- föll á skömmum tíma, og eftir að Carly er flutt inn í íbúð sína líður ekki á löngu þar til hún hefur vakið at- hygli tveggja íbúa háhýsis- ins. Þar er um að ræða hinn unga og auðuga piparsvein Zeke Hawkins (William Baldwin), sem býr til tölvu- leiki, og rithöfundinn Jack Landsford (Tom Berenger), sem er staðráðinn í að rann- saka hina óhugnanlegu at- burði sem átt hafa sér stað í byggingunni. Carly tekur fljótlega upp líflegt ástarsamband við hinn unga Zeke, sem reynist vera eigandi háhýsisins, og í ljós kemur að hann hefur komið fyrir földum myndavélum í hverri íbúð til að fylgjast með öllu því sem íbúamir í íjölbýl- ishúsinu aðhafast í íbúðum sínum. Carly dregst smám saman inn í dularfullar og leynilegar aðgerðir elskhuga síns, þar sem reynir á við- kvæm mörkin milli raunveru- leikans og dýpstu draumóra hennar. Henni verður hins vegac mjög órótt þegar hún kemst að því að henni svipar mjög í útliti til stúlku sem áður hafði búið í íbúð hennar og beðið bana þegar hún féll niður af svölunum, og í hönd fer atburðarás sem hana hafði ekki órað fyrir þegar hún flutti inn í fjölbýlishús- ið... Hrakfarir Helstu aðstandendur Sliv er hugðust allir treysta sig enn frekar í sessi í kvik- myndaheiminum með gerð myndarinnar, en þeir áttu flestir hveijir að baki ýmsa sigra bæði stóra og smáa. Eftir að hafa hlotið heims- frægð fyrir leik sinn í Ógnar- eðli, Basic Instinct, var Shar- on Stone þannig áfram um að sanna það fyrir sjálfri sér og öðrum að allt það umtal um hana sem í kjölfar þeirrar myndar fylgdi væri ekki byggt á fölskum forsendum. Fyrir William Baldwin var Sliver kjörið tækifæri til að skáka bróður sínum Alec sem skærasta kvikmyndastjama fjölskyldunnar, en auk þeirra er þriðji bróðirinn viðloðandi kvikmyndaleik, og leikstjór- inn Phillip Noyce vildi með myndinni tryggja sér viðvar- andi sæti í A-liði kvikmynda- leikstjóra í Hollywood. Og fyrir framleiðanda Sliver, Robert Evans, átti myndin að tákna glæsilega endur- komu hans, en hann var um tíu ára skeið yfirmaður fram- leiðsludeildar Paramount- kvikmyndaversins, eða þar til fyrir tæpum áratug að hann hvarf af sjónarsviðinu í Hollywood í kjölfar hneyksl- ismála og fjármálavandræða. Meðal þeirra mynda sem Evans framleiddi á sínum tíma voru Love Story, fyrstu tvær myndimar um Guðföð- urinn, Chinatown og Mara- thon Man, en þessi 63 ára gamli eldhugi skaut skyndi- lega upp kollinum á nýjan leik í fyrra með samning við Paramount um gerð fímm kvikmynda upp á vasann og er Sliver sú fyrsta þeirra. Tökum á Sliver lauk í lok febrúar síðastliðins, en strax í lok mars var ljóst að mynd- in yrði ekki sá smellur sem henni var ætlað að verða. Leikstórinn Phillip Noyce var þá orðinn hálfgerður fangi í klippiherberginu í örvænt- ingarfullri baráttu við að gera að eigin sögn 110 breyt- ingar á myndinni til að koma í veg fyrir að hún yrði bönn- uð unglingum innan 17 ára í Bandaríkjunum, en það hefði endanlega ráðið niður- lögum myndarinnar fjár- hagslega séð. Reyndar var sá tími sem tökur á mynd- inni stóðu yfir enginn dans á rósum heldur, því mjög köldu andaði á milli þeirra Stone og Baldwin, og auk þess ásakaði Berenger leik- stjórann um að laumast um og ráðskast með leikarana. Þegar fyrsta gerð myndar- inar sem lá fyrir í byijun mars var prufukeyrð reynd- ust hinar djörfu ástarsenur alls ekki vekja tilætluð við- brögð áhorfenda, og endir myndarinnar reyndist rugla þá verulega í ríminu. Þegar verið var að kvikmynda end- inn á Hawaii í nóvember lá reyndar við stórslysi þegar þyrla með kvikmyndatöku- mönnunum hrapaði ofan í eldfjallið Kilauea, en þeim tókst að bjarga að hálfum sólarhring liðnum með film- una sem síðan var hætt við að nota vegna viðbragða áhorfendanna á prufusýn- ingunni. í mikilli tímaþröng þurfti Joe Eszterhas því í samvinnu við leikstjóra og framleiðanda myndarinnar að búa til nýjan endi, og á þremur dögum munu þeir hafa samið ekki færri en fimm nýja endi á myndina. í lok mars hófust svo tökur á nýjan leik, en aðeins voru teknir upp tveir endanna og fengu leikaramir ekki að vita hvor þeirra yrði notaður að lokum. Eftir að hafa klippt myndina þannig að kynlífs- atriðin væru ekki svæsnari en svo að myndin yrði leyfð til sýninga í Bandaríkjunum fyrir unglinga yngri en 17 ára í fylgd með fullorðnum var Sliver frumsýnd í maí, en hins vegar er útgáfa myndarinnar fyrir evrópskan markað nær því að vera í upprunalegri útgáfu. Sem fyrr segir hafa gagn- rýnendur gefíð Sliver heldur slaka einkunn, og í Empire fær myndin aðeins tvær stjömur af fímm möguleg- um, Það er fyrst og fremst handritið sem þykir slakt, en einnig þykir leikstjómin vera ópersónuleg og leikur Baldw- ins ósannfærandi. Myndin þykir þó ekki með öllu mis- heppnuð, heldur skorti aðeins á skemmtanagildi hennar. Heitust í Hollywood SHARON Stone átti að baki rúmlega tíu ára tíðindalítinn feril í kvikmyndum þegar henni bauðst að leika aðalhlutverkið á móti Michael Douglas í Ógnareðli (1992). Framinn sem hún sóttist eftir hafði til þessa látið standa á sér, og fyrir frumsýningu Ógnareðlis var leikkonan ákveðin í að hætta kvikmyndaleik ef myndin félli, en hún hugðist þá annaðhvort snúa sér að laga- námi eða leiklistarkennslu. Ógnareðli sló hins vegar eftirminnilega í gegn og varð gullnáma hin mesta, og Sharon Stone varð í kiölfarið ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. (1991) og Diary of a Hit Komin á toppinn SHARON Stone er um þessar mundir eftirsóttasta leik- konan í Hollywood. Stone fæddist í Pennsylva- níu og stundaði fyrir- sætustörf með góðum árangri þangað til hún hóf að leika í kvikmyndum. Fyrsta smáhlutverk hennar var í Stardust Memories (1980), mynd Woody Allens, en fyrsta stóra hlutverk hennar var í kvikmyndinni Irreconcilable Differences (1984). Síðan þá hefur hún m.a. leikið í Námum Salóm- ons konungs (1985), Nico (1988), He Said She Said (1991), Year of the Gun Man (1991), en auk þess lék hún í sjónvarpsseríunum War and Remembrance og Bay City Blues. Velgengni Ógnareðlis skaut Sharon Stone rakleiðis upp á toppinn í Hollywood og í kjölfarið hefur hún vart fengið stundlegan frið fyrir kvikmyndaframleiðendum sem vilja færa henni gull og græna skóga. Fyrir leik sinn í Sliver fékk leikkonan 2,5 milljónir dollara auk þess sem hún samdi um að fá 10% af tekjum myndarinnar. Næsta verkefni hennar í kvikmyndum er að leika á móti Richard Gere og þiggur hún þijár milljónir dollara fyrir það. Þá hefur hún sam- ið um að leika í framhalds- mynd Ógnareðlis fyrir nokkru meira en þá 500 þúsund dollara sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í fyrri myndinni. Þá er ótalið sex milljóna tilboð frá Dino De Laurentiis fyrir að leika í The Immortals, sem fjallar um glæsikvendi á sjötta ára- tugnum sem sængar hjá for- seta Bandaríkjanna og öld- ungadeildarþingmönnunum bræðrum hans. Einnig er væntanlegur rómantískur tryllir sem kallast Manhatt- an Ghost Story, en hlutverk- ið var upphaflega skrifað af Óskarsverðlaunahafanum Ronald Bass, höfundi Rain Man, með Juliu Roberts í huga. Þá má geta þess að Sharon Stone hefur hafnað ýmsum gylliboðum frá kvik- myndaverum sem vildu gera margra mynda samning við leikkonuna, og þar á meðal er tilboð frá Mike Nichols um að hún léki í mynd á móti Jack Nicholson og tilboð frá Clint Eastwood um að leika á móti honum í kvik- myndinni In The Line Of Fire, sem nú er verið að sýna í Stjömubíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.