Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 35 Bræði forsmáðrar konu Textj Bergljót Ingólfsdóttir MÖRG konan hefur mátt sæta því að vera ýtt til hliðar vegna annarrar, oft sér yngri konu. Þá er oft sagt að karl- maðurinn sé „að yngja upp“ hjá sér. Sjálfsagt þekkja marg- ir til slíkra mála og er vel hægt að gera sér í hugarlund þann sársauka sem því fylgir tilfinningalega, auk breyttra heimilishátta. Konur bregðast misjafnlega við slíkum áföll- um, sumar fyllast reiði, og ekki hægt að lá þeim, og dæmi eru um að gripið sé til örþrifaráða í hefndarhug. Eitt þekktasta mál þeirrar gerðar, hin síðari ár, er áreiðanlega þegar virðuleg bandarísk skólastýra, Jean Harr- is, varð ástmanni sínum, Herman Tarnower lækni, að bana. Þau höfðu átt í ástarsambandi í 14 ár en önnur kona var nú komin í spilið. Læknirinn ætlaði sér þó ekki að slíta sambandið við frú Harris, heldur ætlaði hann að hafa þær tvær í takinu. Réttarhöldin yfir skólastýr- unni vöktu mikla athygli á sínum tíma, og frá þeim greint í blöðum víða um lönd, m.a. hér í Morgun- blaðinu. Jean Harris hefur nú setið í fangelsi í tíu ár fyrir þann ie chentei on me, so ilt hlin wliere II hurts hls d«re |8W«if mh tetis howhíf Úrklippa úr bresku blaði þegar sagt var frá því sem frúin að- hafðist. Á neðri myndinni má sjá Sir Peter Graham í einu fötunum sem ekki voru klippt. verknað. Sem betur fer er ekki gert út um hlutina á svo afdrifa- ríkan hátt nema í undantekning- artilvikum. Árið 1697 skrifaði Bretinn William Congreve (1670-1729) leikritið „The Morning Bride“ og þar komu fyrir hendingar sem urðu fleygar og vitnað til allar götur síðan. Á ensku hljóðar þetta svo: Heaven has no rage lika love to hatred tum’d. Nor hell a fury like a woman scom’d. Þýðingin gæti verið á þessa leið: Ei ræður guð slíkum ofsa, sem ást sem í hatur er snúin né brennur í víti slíkt bál, sem bræði for- smáðrar konu. Lafði Sarah Graham Moon Fýrir réttu ári voru birtar fréttir af breskri konu, lafði Sarah Graham Moon, í dagblöð- um í heimalandi hennar. Eigin- maðurinn, Sir Peter, hafði átt sér viðhald og tók upp á því einn daginn að ganga út af eigin heimili og fara til hjákonunnar. Hjónin höfðu þá verið í hjóna- bandi í 25 ár og eiga tvo upp- komna syni. Lafði Sarah fylltist sannarlega bræði forsmáðrar konu og hugði á hefndir. Sir Peter kann vel að meta lystisemdir lífsins og er skartmaður mikill. Hún for því í vínkjallarann og tók þaðan allt það eðalrauðvín, sem húsbóndinn hafði viðað að sér, keyrði um nágrennið að kvöldið til, og skipti víninu jafn á milli nágrannanna. Hún gerði fleira, í klæðaskáp Sir Peters voru jakkaföt hans, 32 sett að tölu, hún klippti fram- an af annarri erminni á hverjum jakka. Fötin voru öll sérsaumuð af klærskerum við „Savile Row“, en þar eru þekktustu og dýrustu skraddarar Breta til húsa. Hvernig nú sem það atvikað- ist, þá komst framganga lafði Sarah í hámæli og sagt var frá því í blöðunum. Bretar kunna vel að meta gott skopskyn og Lafði Sarah Graham Moon þetta féll vel í geð almennings, þótti bráðfyndið. í framhaldi af blaðafréttum fékk lafði Sarah fjöldann allan af bréfum og kortum, þar sem henni var hrósað fyrir framtakið, mörgum fannst karlinn eiga þetta skilið. Hvað sem því líður varð frúin umsetin til viðræðna í spjallþáttum í útvarpi og sjón- varpi, hún viðurkenndi að sér hefði að mestu runnið reiðin við það sem hún gerði, og jafnframt að hún sæi alls ekki eftir því. Gömlu brýnin Lafði Sarah er ekki dauð úr öllum æðum, nú ári síðar eru verk hennar enn efni í blaða- greinar. Hún hefur komið á fót klúbbi, sem á ensku heitir „The Old Bags Club“, það mætti ef til vill kallað það „klúbb gömlu brýnanna". I klúbbnum eru „forsmáðar“ konur á miðjum aldri, sem eiginmennirnir hafa yfirgefið. Lafði Sarah segir þær geta hlegið saman að eigin óför- um, og haft það skemmtilegt þegar þær koma saman. Sjálf segist hún að mestu vera búin að endurheimta fyrra sjálfs- traust, sem óneitanlega beið hnekki. Nú vill hún hjálpa öðrum konum til hins sama. Það má ef til vill segja, að einhvern tíma hafi yerið stofnað- ir klúbbar og félagasamtök af minna tilefni. FLISAS,KERAR OG FLISASAGIR PcnasFsirniui-iJU ft’JI'tbJ'GJiBBBBBB i r-n u i i i i i I i..Lj Slórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 67 48 44 Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf. Álfheimum 74. Birkir Sveinsson læknir, sérgrein húð- og kynsjúkdómar. Tímapantanir í síma 686311. Harmoníku- og hljomborðskennsla Innritun á haustönn er hafin. Kennsla hefst 13. september. Viðar Hörgúal, Kópmgsbraiit 75, sími 40988. Einkatímar rfiridsshóinn Wý namskeió hefjast 20. og 21. september I Bridsskólanum er boðið upp á námskeið fyrir byrjend- ur og eins þá sem lengra eru komnir en vilja bæta sig á hinum ýmsu sviðum spilsins í sögnum, úrspili og vörn. Hvort námskeið um sig stendur yfir í 10 vikur, eitt kvöld í viku. Byrjendanámskeiðin eru á þriðjudagskvöldum milli kl. 20.00 og 23.00 en framhaldsnámskeiðin á mánudags- kvöldum frá kl. 20.00 - 23.30. Kennt er í fundarsal starfsmannafélagsins Sóknar, Skip- holti 50a. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann og eru venjulega 25-30 manns í hvorum hópi. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Kennslan er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æf- ingaspilum og frjálsri spilamennsku undir leiðsögn. Kennslugögn fylgja báðum námskeiðum. Kennari er Guðmundur Páll Arnarson. Frekari upplýsingar og innritun í síma 812607 milli kl. 14.00 og 18.00 alla daga. tÖMIlI DANSARNIR Okkar sérgreln Á mánudögnm og miðvikudögum í sal félagsins í Álfabakka 14A í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30-21.30 Byijendahópur þar sem grunnspor eru kennd ítar- lega. Kl. 21.30-22.30 Framhaldshópur, fyrir lengra komna. Kennsla hefst mánudaginn 20. sept. 1993. Opinn tími og gömludansaæfing verður annan hvern miðvikudag, fyrst 22. sept. Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar. Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfing - þeir sem koma í opna tímann fá frítt. DANSI9 ÞAR SEM F.IÖRIÐ ER /UNl Kynning í Perlunni sunnudaginn 5. sept. Innritunog upplýsingar í sima 681616. J i Stílabœkur fró Kassageröirtni Stílabœkur frá Kassageröinni Stílabœkur frá Kassageröinni •Stílabœkur frá Kassageröinni • Stílabœkur frá Kassageröinni Stílabœkur frá Kassageröinni Stílabœkur frá Kassagerö Stílabækur frá Kassagerdinni endalaus hjálpargögn íslenskra námsmanna í 20 ár. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.