Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
A reiðnámskeiði
fyrir fatlaða að
Botni í Eyjafirði
Knáir
knapar
Helgi talar við hestana á meðan hann bíður þess að röðin komi að
sér að fara á bak.
FÖTLUÐ börn og unglingar
hafa í sumar átt þess kost að
sækja reiðnámskeið í
sumarbúðum fyrir þroskahefta
að Botni í Eyjafirði.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
hafa verið Áslaug
Kristjánsdóttir og Jónsteinn
Aðalsteinsson. Þau eru bæði
reyndir hestamenn og hafa auk
þess langa reynslu af því að
vinna með þroskaheftum.
Sumarbúðimar að Botni eru
reknar af Svæðisstjóm
málefna fatlaðra á Norður-
landi eystra. Þetta er í
fyrsta sinn sem þarna er boðið upp
á reiðnámskeið en Áslaug og Jón-
steinn hafa áður verið með slík
námskeið, þá á vegum Hvamms-
hlíðarskóla á Akureyri. Áður en
námskeiðshaldið í sumar hófst
dvöldu þau í nokkra daga á Reykja-
lundi og kynntu sér hvernig hesta-
mennska er notuð þar við endur-
hæfíngu vistmanna. Áslaug segir
að þau hafí haft gagn af þeirri
heimsókn þó að starfsemin á Rey-
kjalundi sé nokkuð ólík því sem þau
eru að fást við á Botni.
Stofnað var til námskeiðanna í
sumar að tilhlutan Svanfríðar Lars-
en starfsmanns Svæðisstjórnar.
Töluvert fjármagn var lagt í að
byggja upp aðstöðu að Botni, sett
var upp rétt fyrir hestana, smíðaður
pallur til þess að auðvelda þeim sem
era líkamlega fatlaðir að komast á
bak hestunum, girt beitarhólf og
lagður vegur að réttinni. Svæðis-
stjórn greiðir laun þeirra Jónsteins
og Áslaugar og skipta þau með sér
einni stöðu.
Þátttaka í námskeiðunum hefur
verið mjög góð að sögn teiðbeinend-
anna. Þau segja að í upphafí hafí
þau gert ráð fyrir því að þurfa fjóra
til fímm hesta á námskeiðinu en
þeir séu nú tíu talsins. Námskeiðið
hefur verið sniðið að þörfum hvers
og eins. Sumir þurfa mjög mikla
hjálp við að sitja hestana en aðrir
ríða nær hjálparlaust. Enn er þó
teymt undir öllum þó að þeir haldi
sjálfir í beislistauminn og læri þann-
ig að stjóma hestinum.
Jónsteinn segir að þau séu með
alls konar hesta á reiðnámskeiðinu.
Hestamir þurfí vitaskuld að vera
traustir og öraggir og þeir þjálfíst
smám saman í þeirri list að bera
fatlaða knapa. Hann segir að nám-
skeiðið hafi gengið slysalaust fyrir
sig. Að vísu hafí einn knapanna
dottið af baki en«em betur fer
hafi hann ekki meiðst. Nokkuð hef-
ur borið á því að menn hafi verið
smeykir við hestana í upphafi en
með þolinmæði og nærgætni hafa
flestir yfírannið þá tilfinningu.
Guðmundur Árni fær aðstoð við að setja á sig hjálminn. Smári nýtur hjálpar Jónsteins og fleiri aðstoðarmanna við hesta-
mennskuna.