Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 Eftir Guðmund Guðjónsson Ljósmyndir eftir Árna Sæberg með leyfi umhverfisróðuneytis Það blés ekki byrlega er undirritaðir óku vestur um land á dögunum. Eftir staðviðrin síðustu vikurnar var komið svo úfíð óveður, að bæði þurrkublöðin brotnuðu af bifreiðinni, en það er önnur saga, á leiðarenda var kom- ist. Leiðarendinn var varpstaður hafarnar í hólma nokkrum við ónefndan sveitabæ, út af ónefndu nesi við ónefndan fjörð í ónefndri sýslu á Vesturlandi. Þar tók á móti okkur ónefndur bóndi sem sagði örninn lítt spennandi ná- granna! Kannski mælti hann þetta meira í gríni en alvöru, a.m.k. var hann allur stimamýkri eftir heimsókn okkar út í arnarsetrið, bauð þá blaðamönnum og vísindamönnum til kaffis og meðlætis. Vísindamennirnir voru þeir Kristinn Haukur Skarphéðinsson og félagi hans Páll Leifsson, en þeir félagar hafa unnið saman að arnarmerkingum síðustu árin. Allir viðstaddir eru með leyifspappíra frá umhverfisráðuneyt- inu upp á vasann. Amarvarpið hefur heppnast illa þetta árið, að sögn Kristins Hauks, aðeins um 13 eða 14 ungar hafa flögrað úr hreiðrum í sumar. Kristinn segir svo margt geta spillt fyrir amarvarpi, m.a. slæmt tíðartar i vor. Svo em ernir mjög viðkvæmir ef þeir verða fyrir tmflun á hreiðurstað. Þetta hleypur reyndar ekki á mörgum ungum ár frá ári, en má samt ekki koma fyrir ár eftir ár. Bestu árin síðasta áratuginn, sumrin 1984 og 1985, komust til dæmis 23 til 25 ungar á legg. Af- raksturinn i sumar er sá iakasti síðan kuldavor- ið 1979 er aðeins 5 ungar komust á legg. Arnar- stofninn var í hægum vexti árin 1970 til 1985, en virðist hafa staðið í stað síðustu árin og em nú um 38 varppör. Laust upp úr aldamótunum var örainn hins vegar nær aldauða á Islandi og var hann þó þegar best lét mun algengari en hann er nú, sennilega um 100 til 150 pör. I haust em 80 ár síðan örainn var alfriðaður á Islandi. Þrátt fyrir að fuglinn væri hundeltur svo áratugum skipti og um raunvemlega friðun hafi ekki verið að ræða fyrr en bannað var að bera eitur í hræ fyrir tófur árið 1964, þá vom íslendingar þrátt fyrir allt talsvert á undan sinni samtíð í friðunarmálum. Aðgerðiraar björguðu haferninum frá útrýmingu, en starfið heldur áfram og ljóst er að ekki má slá slöku við, því í raun er um sárafáa fugla að ræða. uglinn merktur, Kristinn Haukur berleggiaður, tieldur athygli arnarins á meðan Páll smeygir merkinu i tótinn. yfir, sá er á fjalli, fiska veiðir“ og fleira og fleira hafa menn lært á skólabekknum. „Stundum hremmir hann lítil börn“ segir ljóðið. Ekki hefur öminn hremmt lítil börn hin seinni ár, en gamlar sögur segja að slíkt hafi borið við hér áður fyrr, ekki síst við þær kringumstæður að vinnukonur þurftu að hafa með sér hvítvoðunga út á tún. Þannig er t.d. tilkomið örnefnið Trega- steinn fyrir vestan. Vinnukona sem Flestir þekkja hinar ýmsu línur um emi í bundnu máli, „örn- inn flýgur fugla hæst í forsal vinda“, “sterklegur fugl og stór er örn, stundum hremmir hann lítil böm“, “falla fossar, flýgur örn Arnarstofninn virðist nú standa í stað, en lítið m út aí bregða og sérfræðingar fytgj- ast grannt með honum hafði smábarn sitt meðferðis í hey- skapinn horfði upp á öm steypa sér niður og hremma bamið. Flaug svo örninn á brott, en móðirin hljóp á eftir sem mest hún mátti. Trega- steinn er hár og stakur klettur. Þar settist öminn með feng sinn, en móðirin megnaði að hlaupa að klettsrótunum áður en hún sprakk af mæði og harmi. Vissulega raunaleg saga. Fyrir ekki ýkja mörgum árum lést gömul kona í hárri elli. Hún bar á höfði sínu ör eftir arnarklær. Örin fékk hún í æsku, er örn reyndi að hremma hana og hafa á brott með sér. Sjálf mundi hún ekki atvikið, en nær- statt fólk styggði fuglinn frá. Nú til dags láta ernir börnin afskiptalaus og það er helst að þeir afli sér óvinsælda fyrir þær sakir að stela lömbum og raunar er haft fyrir satt að hann fái skömm í hattinn mun oftar heldur en efni standa til, því þótt menn finni oft leifar af lömbum í hreiðmm arnar- ins, er skýringin oftast sú, að hann hafi fundið þau dauð á víðavangi. En hitt er til þó sjaldgæft sé, eins og bar við vestur í Reykhólasveit í júní, eins og frá var greint í Morg- unblaðinu 9. júní, en þar stóð: „Fuglinn kom í lágflugi, greip lambið og hækkaði flugið um leið. Þetta gerði hann allt í einu rennsli. Það var mjög hvasst og mikil ferð á fuglinum." Þetta var haft eftir Jónasi Samúelssyni bónda á Til- raunastöðinni á Reykhólum. Síðar í fréttinni segir, að grunur leiki á að örninn hafi daginn áður tekið annað lamb. Vitni voru ekki, en fuglinn sást í sams konar steypi- flugi og skömmu síðar urðu menn þess varir, að lamb á líkum slóðum var horfíð og fannst hvergi. Og enn síðar í fréttinni stendur þetta: „Sveinn Guðmundsson bóndi og kennari í Miðhúsum þekkir örninn vel og hann sagði að þetta væri afar sjaldgæft, en bæri þó við. „Hann hefur að minnsta kosti einu sinni tekið lifandi lamb hjá mér. Ég sá hann ekki gera það, en lamb með mjög fágætum lit fann ég í bæli arnarins. Það hvarf frá móður sinni örfáum klukkustundum eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.