Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNUENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
EFNI
Brandugla gist-
ir lögreglustöð
eftir árekstur
Borgarnesi.
BRANDUGLA flögraði í veg fyrir bifreið hjá Langá á Mýrum á
miðvikudagskvöld. Lenti uglan á framrúðu bílsins og kastaðist í
götuna. Uglan reyndist lifandi en lemstruð eftir áreksturinn og
flutti ökumaðurinn hana á lögreglustöðina í Borgarnesi þar sem
hún fékk gistingu.
Ökumaðurinn, Eiríkur Kristó-
fersson, segir að hann hafi verið
á leið frá Akranesi til Snæfells-
ness er atburðurinn átti sér stað
skammt vestan við Borgames.
„Uglan horfði á mig með þessum
stóru augum og mér datt í hug
hvort hún gætti dáleitt mann með
þessu augnaráði," segir Eiríkur.
„Það eins og small og hvæsti öðm
hverju í henni en að öðru leyti var
hún mjög róleg.“
Eftir að Eiríkur kom með ugl-
una á lö^reglustöðina í Borgar-
nesi fékk hún vatn að drekka og
síðan gistingu í bílskúr stöðvar-
innar. Morguninn eftir var uglan
sýnu brattari og var þá haft sam-
band við Ævar Petersen fugla-
fræðing hjá Náttúrufræðistofnun
og vildi hann fá að líta á gripinn.
Var uglan þá sett í kassa og send
með rútu til Reykjavíkur.
Svæfð eftir slysið
Við rannsókn á uglunni kom í
Morgunblaðið/Theódór
Uglan og löggan
ÞÓRÐUR Sigurðsson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi ásamt ugl-
unni sem ekið var á við Langá á Mýrum.
ljós að hún hafði skaddast meir
en svo að hún gæti náð sér og
var hún því svæfð. Ævar Petersen
segir að um fullorðna branduglu
hafi verið að ræða. Þetta er sjald-
gæfur fugl hérlendis, nokkur
hundruð pör dreifð víða um land-
ið. Uglan verður stoppuð upp og
henni síðan komið fyrir á Náttúru-
gripasafninu. T.K.Þ.
Sýslumannsembættin í Hafnarfirði og Kópavogi ódýrust
Náum enn meira hag-
ræði með sameiningu
- segir aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
EMBÆTTI sýslumannanna í Hafnarfirði og Kópavogi hafa lægst-
an rekstrarkostnað á hvern íbúa umdæmisins af öllum sýslumanns-
embættum á landinu, eða í kringum 8.000 krónur. Embættin á
ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík, í Vík, Bolungarvík, á Ólafsfirði,
í Búðardal og á Siglufirði eru nálega helmingi dýrari miðað við
íbúafjölda. Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, segir að
hæpið sé að sparnaður náist með því að sameina embættin í
Kópavogi og Hafnarfirði fimm embættum í Reykjavík, sem hafi
hærri samanlagðan rekstrarkostnað á íbúa. Ari Edwald, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra, segir hins vegcir að enn meira hag-
ræði muni nást á höfuðborgarsvæðinu með sameiningu embætta.
IFPL framleiðir fyrir McDonald’s í Bretlandi
Fiskborgaragerð
hér ekki hagkvæm
ICELANDIC Freezing Plants
Ltd., IFPL, dótturfyrirtæki
Sölmiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í Bretlandi, framleiðir fisk-
borgara fyrir alla matsölustaði
McDonald’s-keðjunnar þar í
landi. Þess vegna flytur McDon-
ald’s á íslandi inn íslenzka fisk-
borgara frá Bretlandi, en fram
kemur í Morgunblaðinu í gær að
yfírvöld heimta 20% toll af vör-
unni. SH hefur hins vegar tekið
tollinn á sig,
Að sögn Gylfa Þórs Magnússon-
ar, framkvæmdastjóra markaðs-
mála hjá SH, hefur IFPL um ára-
bil framleitt fiskborgara fyrir
McDonald’s í Bretlandi og á tíma-
bili einnig fyrir veitingastaði fyrir-
tækisins í Frakklandi. Hann segir
að McDonald’s geri miklar gæða-
kröfur og sé brauðmylsnublandan,
sem sett sé á fiskborgarana, til
dæmis viðskiptaleyndarmál fyrir-
tækisins. Það sé því tiltölulega sér-
hæfð starfsemi að framleiða fisk-
borgara fyrir McDonald’s.
Framleiðslulína fyrir einn stað
ekki hagkvæm
„Það hefði ekki verið hagkvæmt
að setja upp sérstaka framleiðslu-
línu hér á landi fyrir einn veitinga-
stað,“ sagði Gylfi. „Vegna fram-
leiðslu okkar fyrir McDonald’s í
Bretlandi töldum við okkur málið
svo skylt, að við ákváðum að taka
tollinn á okkur, en auðvitað vonum
við að hann verði felldur niður.
Þarna er um íslenzka vöru að ræða,
sem mjög lítill virðisauki bætist á
í framleiðslunni í Bretlandi."
Fimm embætti í Reykjavík sinna
þeim verkefnum, sem sýslumanns-
embættin í nágrannabæjunum
tveimur hafa með höndum. Það eru
lögreglustjóri, tollstjóri, sýslumaður,
Gjaldheimta og Tryggingastofnun.
Samanlagður kostnaður þessara
embætta á hvern íbúa Reykjavíkur
er um 13.600 krónur, samkvæmt
útreikningi Þorleifs Pálssonar.
„Utreikningar okkar benda til að
kostnaður gæti enn lækkað, með því
að sameina og færa saman embætti
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er
hins vegar alveg rétt að Hafnarfjörð-
ur og Kópavogur eru ekki óhagstæð-
ar einingar eins og er. Það yrði ef
til vill ekki síður hagræðing að sam-
einingunni Reykjavíkurmegin," sagði
Ari Edwald. „Embættin þar þyrftu
litlu að bæta við sig í kostnaði þótt
þau tækju við verkefnum. Þegar við
leggjum saman hversu mikinn mann-
afla við þyrftum til að sinna þessum
verkefnum, teljum við að með sam-
einingu muni nást enn meira hag-
ræði.“
Sjá bls. 44: „Ódýrasta embætti
landsins."
Rekstrar-
kostnaður
embætta
sýslumanna
og embætta í Reykjavík
Krónur á hvem íbúa
Skv. fjárlögum 1993
Siglufjörður
Buðardalur
Olafsfjörður
Vík
Hólmavík
Patreksfjörður
Ísafjörður
Stykkishólmur
Vestmannaeyjar
Neskaupstaður
Borgarnes
Husavik
Seyðisfjörður
Höfn
Keílavjk __
Sauðárkrókur
Hvolsvöllur
Selfoss
Akureyri
Hafnarfjörður
Kopavogur
Meðaltal
115.359
115.052
115.025
15.019
114.348
113.848
_ 13.692
12.317
11.885
11.843
11.828
11.552
11.538
11.421
11.058
10.913
_ 10.328
_ 9.737
8.514
8.484
7.975
110.658
IREYKJAVIK
7.929
HH 2.284 Tollstjóri
S 1.217 Sýslumaður
1.116 Gjaldhelmtan
■ 1.078 Tryggingastofnun
iriTiiiíiiTi 111111—
Formaður Svínaræktarfélagsins um kjötinnflutning
Framleiðsluaðstæður
mun verri en í Danmörku
KRISTINN Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, segir
að íslenzkir svinabændur búi við mun verri framleiðsluaðstæður en
danskir starfsbræður þeirra og standi því höllum fæti í samkeppni við
innflutt kjöt. Kristinn Gylfi segir að bændum komi það mjög á óvart,
verði Hagkaupi hf. leyft að flytja inn danskt svínakjöt, sem er mun
ódýrara en það íslenzka.
Kristinn Gylfí benti á það í sam-
tali við Morgunblaðið að búvörulög
gerðu ráð fyrir að væri nóg framboð
af tiltekinni landbúnaðarvöru í land-
inu, bæri ekki að leyfa innflutning.
í GATT-viðræðunum hefði verið rætt
um að lögð yrðu jöfnunargjöld á land-
búnaðarvörur, sem flyttar yrðu inn,
þannig að ekki kæmi til greina að
flytja kjötið inn án jöfnunargjalda.
Kristinn Gylfí sagði að lítið væri
vitað um uppruna þess verðs, sem
Hagkaup hefði keypt danska svína-
kjötið á. „Þeir segja að þetta sé
heimsmarkaðsverð, en heimsmark-
aðsverð er oft svo furðulegt að menn
skilja ekki kostnaðarforsendurnar á
bak við það. í einhverjum tilfellum
er um það að ræða að umframvara,
sem ekki er þörf fyrir á innanlands-
markaði, er seld á heimsmarkaði á
lágu verði,“ sagði Kristinn Gylfi.
Hann benti einnig á að í fljótu bragði
virtist sem Hagkaup ætlaði að leggja
mun minna á danska svínakjötið, í
krónum talið, en íslenzkt svínakjöt.
Helmingi hærra fóðurverð
Kristinn sagði að íslenzkir svína-
bændur hefðu mun lakari fram-
leiðsluaðstæður en þeir dönsku. Fyr-
ir kílóið af svínafóðri þyrftu íslenzkir
bændur til dæmis að greiða yfír 30
krónur, en dönsku bændumir ekki
nema fímmtán krónur. „Munurinn
liggur annars vegar í flutningskostn-
aði, en einnig er lagt hátt kjarnfóður-
gjald á fóður til okkar. Auk þess
greiðum við há sjóðagjöld til Stofn-
lánadeildar og gjöld til ýmissa stofn-
ana landbúnaðarins. Fyrst núna um
áramótin erum við að fá leyfi til að
flytja inn erfðaefni til að kynbæta
íslenzka svínastofninn,“ sagði hann.
Kristinn sagði að atvinnugreinin
hefði verið -í uppbyggingu, unnið
hefði verið að hagræðingu og þar
ríkti nú frjáls samkeppni. „Á síðast-
liðnum fímm árum hefur verð á
svínakjöti lækkað um 20% að raun-
gildi. Við erum að færa okkur í átt
til þess að geta tekizt á við sam-
keppni, en hún verður að vera á jafn-
réttisgrundvelli," sagði hann.
Frelsi eöa helsi
►Laun sauðfjárbænda lækka um
helming í vítahring landbúnaðar-
kerfísins./lO
Friðurinn og fjölskyld-
urnar þrjár
►Norðmenn eru stoltir af milli-
göngu svilanna Johans Jörgens
Holst og Thorvalds Stoltenbergs í
leyniviðræðum PLO og ísraela í
Osló./14
Svo er margt sinnið
sem skinnið
►Áður var hreindýraskinnum
hent á íslandi en nú er framleidd
úr þeim gæðavara eins og hver
VÍ11./16
Knáir knapar
►Á reiðnámskeiði fyrir fatlaða að
Botni í Eyjafirði./18
í Arnarbæli
► Amarstofninn virðist nú standa
í stað, en lítið má út af bregða og
sérfræðingar fylgjast grannt með
honum./20
B
► 1 -36
NÝGUULÖLDl
B
Ný gullöld á Skaganum
►Skagamenn hafa enn einu sinni
skákað mótheijunum á knatt-
spyrnuvellinum. Árangurinn hefur
haft mjög jákvæð áhrif á bæjarfé-
lagið og styrkt knattspymufélagið
félagslega og ekki síst fjárhags-
lega, en uppskera síðustu daga er
tveggja stafa tala í milijónum tal-
ið./l
Við erum engar teprur
►Maria Reyndal leikstjóri og Jó-
hanna Jónas fylla hóp ungs og
efnilegs leikhúsfólks, ekki síst eft-
ir sýningu þeirra á einleik eftir
Dario Fo fyrr í sumar./12
Niflungahringurinn í
undirbúningi
►Wolfgang Wagner heimsóttur í
Bayreuth./16
Ríki risanna
►Lengi hefur verið deilt um
hvemig risaeðlumar dóu út. Sagan
á bak við það er óljós. En stein-
gervingafræðingar hafa verið að
endurrita aðra og kannski áhuga-
verðari sögu síðustu áratugi. Það
er sagan um lífshætti þeirra./18
í falli Ólafs var sigur-
inn fólginn
►Fjallað um Ólaf helga og orr-
ustuna á Stiklastöðum, ástir og
örlög í ferð Pálnatókavina á sögu-
slóðir í Noregi./ 20
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavikurbréf 26
Minningar 30
Utvarp/sjónvarp 48
Gárur 51
Mannlífsstr. 6b
ídag 8b
Kvikmyndir 14b
Dægurtónlist 15b
Fólk (fréttum 26b
Myndasögur 28b
Brids 28b
Stjömuspá 28b
Skák 28b
Bíó/dans 29b
Bréftil blaðsins ' 32b
Velvakandi 32b
Samsafnið 34b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4