Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
Framkvæmdastjóri GATT sendir frá sér harðorða skýrslu
Neytendur í hafti en
þekkja ekki skaðann
„ÞAÐ er löngu tímabært að stjórnvöld um allan heim geri neytend-
um grein fyrir því hversu dýru verði vernd innlendra framleið-
enda gegn erlendri samkeppni er keypt,“ segir Peter Sutherland
framkvæmdastjóri GATT (Almenna samkomulagsins um afnám
tolla og viðskiptahindrana) í skýrslu sem birt var í Genf í ágústmán-
uði. Sutherland telur að neytendur séu vísvitandi beittir blekking-
um um að innflutningshöft séu til verndar atvinnu og vörugæðum
meðan upplýsingum um hið gagnstæða sé stungið undir stól.
Skýrslan er óvenju skorinorð,
ef mið er tekið af því efni
sem alþjóðastofnanir birta að
jafnaði. Undirtitill er „Svikamyll-
an - eða hvernig ríkisstjórnir
kaupa atkvæði með fé skattborg-
aranna.“ Sutherland segir brýnt
að vekja almenning til umhugsun-
ar um viðskiptahöft og hag þeirra
af því að þeim verði aflétt. Stjórn-
völd reyni að telja kjósendum trú
um að innflutningshömlur og
styrkir til innlendra fyrirtækja
skapi atvinnu, en láti hjá líða að
lýsa þeim skaða sem auknir skatt-
ar og hærra vöruverð veldur.
Þau rök eru gjarnan notuð til
þess að styðja bann við innflutn-
ingi landbúnaðarvara að það auki
gæði og vöruvöndun. Ein af at-
hygliverðari niðurstöðum skýrsl-
unnar er hinsvegar að fijáls versl-
un með landbúnaðarvörur og nið-
urfeiling styrkja muni auka fram-
boð á afurðum sem framleiddar
eru á lífrænan hátt. Iðnríkin stuðli
með niðurgreiðslum að hömlulítilii
framleiðslu afurða sem krefst
mikils áburðar, skordýraeiturs,
sýklalyíja og hormóna. Ef niður-
greiðslur féllu niður myndi land-
búnaður sem er síður háður til-
búnum áburði og eiturefnum eiga
auðveldara uppdráttar.
Vita ekki um
kjaraskerðinguna
Skýrsluhöfundar segja að hag-
ur neytenda sé oftast fyrir borð
borinn þegar stefna í utanríkisvið-
skiptum er til umræðu. Þrátt fyr-
ir að neytendur séu fjölmennasti
þjóðfélagshópurinn, séu áhrif
framleiðenda og skipulagðra
þrýstihópa ávallt þyngri á metun-
um. Ástæðan sé ekki síst sú
hversu neytendur eru illa upplýst-
ir um áhrif viðskiptahafta á verð,
framboð og gæði. Almenningur
geri sér litla grein fyrir þeirri
miklu kjaraskerðingu sem hann
verði fyrir af
þessum sökum.
Það eru eink-
um sex þættir í
viðskiptaháttum
þjóða sem skaða
neytendur, að
sögn höfunda skýrslunnar. Tollar,
innflutningshöft, einhliða tak-
markanir á útflutningi, niður-
greiðslur, tæknihindranir og ráð-
stafanir gegn undirboðum.
Ef samkomulag næst í Urugu-
ay-lotu GATT viðræðnanna
myndu tollar lækka um þriðjung
að jafnaði en yrðu felldir niður í
mörgum tilvikum. Lyf, verkfæri
til byggingariðnaðar, lækninga-
tæki, stál, áfengi og húsgögn eru
meðal þeirra vörutegunda sem
nytu tollfrelsis.
Innflutningshömlur yrðu afn-
umdar í áföngum. Nýjar reglur
um einhliða takmarkanir á út-
flutningi og ráðstafanir gegn und-
irboðum myndu binda henduryfir-
valda til muna. Niðurgreiðslur
yrðu takmarkaðar og afnumdar í
landbúnaði á nokkrum árum.
Felldir yrðu úr gildi samningar-
um vernd fataiðnaðar og hann
látinn njóta sömu kjara og aðrar
atvinnugreinar.
Ríkuleg verndlandbúnaðar
Líklega er innflutningsvernd
hvergi beitt í ríkari mæli og víðar
en í landbúnaði. Flestar þjóðir sem
eiga aðild að GATT vemda bænd-
ur og framleiðendur landbúnaðar-
vara með einum eða öðrum hætti.
Sem dæmi nefna höfundar sykur-
iðnað í Bandaríkjunum, en heild-
söluverð sykurs er helmingi hærra
þar í landi en á heimsmarkaði.
Skaði bandarískra neytenda er
áætlaður um 210 milljarðar króna
á ári. Verð á hrísgijónum í Japan
er einnig
dæmi um áhrif
innflutnings-
banns. Kíló-
verð er fimm-
falt í Tókíó á
við það sem
gerist í verslunum í Bandaríkjun-
um.
Evrópubandalagið hefur reynt
að takmarka innflutning á bílum,
með þeim afleiðingum að verð á
japönskum bílum er um þriðjungi
hærra í Frakklandi en ella og allt
að 70% hærra í Bretlandi en í
Japan. Þar sem höftin beinast aðal-
lega að smábflum, hafa afleiðing-
arnar orðið þær að bílaverksmiðjur
í Japan þróa stærri, dýrari og full-
komnari bíla. Kostnaður við vöru-
þróun hefur að hluta verið greidd-
ur af þeim hagnaði sem japönsku
bílaverksmiðjumar urðu fyrir
vegna hærra verðs á erlendum
mörkuðum. Afleiðingin er síversn-
andi samkeppnisstaða evrópskra
og bandarískra framleiðenda.
Peter Sutherland fram-
kvæmdastjóri GATT segir
iöngu tímabært að stjórnvöld
um allan heim geri neytendum
grein fyrir því hversu dýru
verði vernd innlendra framleið-
enda gegn erlendri samkeppni
er keypt.
Iðnríkin hafa að mati höfunda
skýrslunnar lokað mikilvægum
mörkuðum fyrir útflutning með
því að hefta innflutning. Þar sem
útflutningstekjur í þróunarríkjun-
um era skertar, séu fjárráð al-
mennings minni til þess að kaupa
vestrænan varning. Dæmi um
þetta sé Bangaladesh sem hafi
orðið fyrir miklum búsiíjum vegna
ráðstafana vestrænna ríkja til
þess að vernda fataiðnað. Tugþús-
undir verkamanna hafi misst
vinnuna og innflutningur á vest-
rænum varningi dregist saman.
Tölur um kostnað vegna inn-
flutningshafta á fatnaði og vefn-
aðarvöru eru ískyggilegar: Um
15 þúsund krónur á fjölskyldu í
Kanada, 8 þúsund krónur á fjöl-
skyldu í Bretlandi og 14-29 þús-
und krónur á fjölskyldu í Banda-
ríkjunum. Talið er að takmarkan-
ir á innflutningi myndbandstækja,
sjónvarpstækja, geislaspilara og
annarra rafmagnstækja valdi íbú-
um Evrópubandalagsins ekki
minni skaða en 80 milljörðum
króna á ári.
Skaðar þá fátækari mest
Viðskiptahöft koma verst við
pyngju þeirra sem lökust hafa
kjörin, þar sem nauðsynjavörur
eiga oftast í hlut. Dæmi um það
eru takmarkanir á innflutningi
fatnaðar. Framleiðendur hneigj-
ast til þess að flytja heldur út
munaðarvöru, þar sem hagnaður
er meiri af takmörkuðu magni.
Framboð á ódýrum fatnaði og
fötum á börn er því minna en ella.
Byrði láglaunafólks vegna hafta-
stefnu er hlutfallslega mun meiri
en skaði þeirra hæst launuðu.
Takmarkanir á innflutningi era
oftast réttlætar með því að þær
verndi störf í iðnaði eða landbún-
aði. Sérfræðingar GATT eru hins-
vegar á því máli að kostnaður
almennings af því að vernda hvert
starf sé yfirleitt hærri en laun
viðkomandi starfsmanns. í Ástral-
íu er áætlað að kostnaður af inn-
flutningshöftum á fatnaði nemi
1,4 milljónum króna á hvert starf
í fataiðnaði en 1,2 milljónum
króna fyrir hvert starf í bílaiðnaði.
I Bandaríkjunum nemur kostn-
aður við að vernda eitt starf í
fataiðnaði allt að 6 milljónum
króna, í appelsínurækt 17 milljón-
ir króna, í framleiðslu keramik-
flísa 10 milljónir króna, í sjón-
varpstækjaframleiðslu 28 milljón-
ir króna og 72- milljónir króna í
stáliðnaði. Árslaun þeirra starfs-
manna sem þannig er haldið í
vinnu eru að sjálfsögðu aðeins
brot af þessari upphæð.
Sá kostnaður sem almenningur
ber í hærri opinberum gjöldum
og vöruverði fellur til á hveiju ári
meðan innflutningsverndin varir.
Neytendur gjalda einnig fyrir
minna úrval og innlendur iðnaður
sem reiðir sig á innflutt aðföng á
í vök að veijast vegna hærra hrá-
efnisverðs. „Uruguay lotan er
ekki svarið við öllum vanda neyt-
enda. En eins og þessi skýrsla
sýnir, ætti hún að bæta ástandið.
Þessi staðreynd ætti að vera ofar-
lega í huga samningamanna í lo-
kakafla GATT viðræðnanna. Að
öðram kosti ættu neytendur að
krefjast svara við alvarlegum
spurningum.um það háa verð sem
þeir hafa goldið fyrir viðskipta-
hömlur sem gegna litlum eða eng-
um tilgangi,“ segir Peter Suther-
land framkvæmdastjóri GATT.
BAKSVIÐ
eftir Benedikt Stefánsson
SKÚLAGÖTU 32-34
w
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
nri Á oÁnui'icjoRGI
Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING, RUSSIAN METHOD.
Félag íslenskra listdansara.
Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára) og
framhaldsnemendur.
Skírteini verða afhent laugardaginn 11. september á eftirtöldum
tímum: Forskóli 4-6 árakl. 12-14. • 7 ára og eldri kl. 14-16.
BALLET KLASSÍSKUR BALLET
Innritun i síma 72154 frákl. 11-19.
Kennsla hefst 14. september.
BHLLETSKÓU SIGRÍOflR flRmflnfl
HAFNFIRÐINGAR
OG NÁGRANNAR!
Full búð af nýjum vörum: NIKE skólatöskur, gallar, sokkar,
skórog margtfleira. Einnig nýju JORDAN og BARKLEY skórnir.
Seljum einnig vinsælu gallabuxurnar frá LEE COOPER.
Fjölsport, Lækjargötu 34c, Hafnarfirði, sími 65 25 92