Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR'5. SEPTEMBER'1993 Laun sauöf járbænda lækka um helming í vítahring landbúnaóarkerf isins eftir Helga Bjarnason VEGNA samdráttar í framleiðslu og skerðingar á afurðaverði lækka laun sauðfjárbænda veru- lega í haust og með áframhald- andi samdrætti næsta haust vegna minni sölu, lækka þau enn. Hægt er að finna mörg dæmi um að laun lækki um helming á þess- um tveimur árum. Hér á eftir er sýnt dæmi um bónda i Borgar- firði sem horfir fram á allt að 60% lækkun launa á tveimur árum. Sauðfjárræktin er víða orðin hlutastarf, þó bændurnir eigi ekki kost á annarri vinnu vegna þrenginga á vinnumarkaði og hafi ekki fengið rétt til at- vinnuleysisbóta. Margir bændur telja atvinnugreinina vera komna í vítahring samdráttar í sölu og framleiðslu sem að lokum geri þá alveg tekjulausa og vilja leita nýrra leiða. Hugmyndir hafa verið settar fram um að leitað verði eftir óbreyttum stuðningi ríkisins en hann verði ekki framleiðslutengdur og framleiðslan þannig gefin frjáls. Með kvóta, búmarki, full- virðisrétti, uppkaupum fullvirðisréttar og nú síðast greiðslumarki hefur fram- leiðsla kindakjöts verið minnkuð um nærri því helming á fimmtán árum, eða frá árinu 1978 þegar framleiðsl- an náði hámarki í einstöku góðæri í landbúnaðinum. Þá voru framleidd 15.379 tonn af kindakjöti en búist er við að framleiðslan í haust verði nálægt greiðslumarki sem er 8.150 tonn. Heildargreiðslumark fyrir næsta haust hefur ekki verið ákveðið, en það þarf að gera fyrir 15. septem- ber, áður en sláturtíð hefst í haust þannig að bændur geti ákveðið ásetning miðað við það greiðslu- mark sem þeir fá í sinn hlut. Greiðslumark er það magn kinda- kjöts sem ákveðið er fyrir hvert Iögbýli samkvæmt búvörusamningi og veitir rétt til beinnar greiðslu úr ríkissjóði. Beinu greiðslumar voru teknar upp fyrir einu og hálfu ári í stað ábyrgðar ríkisins á ákveðnu kjötmagni í formi fullvirð- isréttar sem var þeirra tíma stjórn- un á kindakjötsframleiðslunni. Með þeim em niðurgreiðslur kindakjöts, sem áður vom greiddar til afurða- stöðva, greiddar beint til bænda. Mismunandi túikanir Samkvæmt gildandi búvöm- samningi og búvömlögum á við ákvörðun greiðslumarks að byggja á neyslu síðasta árs og söluþróun fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Heimilt er einnig að taka tillit til líklegrar neysluþróunar á næsta ári. Þá skal tekið tillit til birgða. Undanfarin tvö ár hefur greiðslu- markið ekki verið í takt við sölu enda fólst í því aðlögun framleiðsl- unnar að innanlandsmarkaði í áföngum og því reynir nú í fyrsta skipti á ákvörðun greiðslumarks eftir að ríkið hætti að taka ábyrgð á framleiðslu og þar með að skipta sér af sölu þess á markaðnum. Greiðslumarkið fyrir næsta haust mun lækka, spumingin er aðeins hve mikið. Mismunandi túlkanir eru á útreikningsreglum greiðslu- marksins. Menn hafa verið að reikna sig allt frá 7.880 tonnum til um 7.000 tonna eða jafnvel neðar, og verður lækkunin því á bilinu 4 til 14%. Munurinn stafar meðal annars af mismunandi túlkun á sölusamdrætti fyrri hluta þessa árs og á söluhcrfum. Einkum þvælist fyrir mönnum að meta áhrif „ofur- sölu“ kindakjöts í ágúst í fyrra þeg- ar ríkið setti síðustu birgðir sínar á útsölu en það telja margir að hafi dregið úr sölu fram á þetta ár. Á síðasta ári seldust um 8.000 tonn af kindakjöti en fyrstu sex mánuði þessa árs var salan um 3.200 tonn sem er tæplega 8% samdráttur mið- að við sömu mánuði í fyrra. Reiknimeistarar bænda taka meðaltalssölu þessarra átján mán- aða og fá út að greiðslumarkið eigi að vera 7.880 tonn. Reiknimeistarar landbúnaðarráðuneytisins fram- reikna sölusamdráttinn fyrri hluta ársins yfir á allt árið en telja eðli- legt að draga úr skammtímasveifl- um með því að taka meðaltal beggja áranna og fá þannig út greiðslu- mark upp á liðlega 7.650 tonn. Munurinn á þessum tveimur aðferð- um er einkum sá að sölusamdráttur- inn í ár hefur meiri áhrif í greiðslu- marki landbúnaðarráðuneytisins en í aðferðum bænda. Reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins nota sömu aðferðir og félagar þeirra í landbún- aðarráðuneytinu en vilja draga ,jólagjöfina“ frá, en þá er vísað til þess að í fyrra var greiðslumarkið ákveðið 8.150 tonn þó útreikningur samkvæmt aðferð landbúnaðar- ráðuneytisins hefði gefíð niðurstöð- una 7.900 tonn. Þarna munar 250 tonnum og hefur fjármálaráðuneyt- ið því viðrað töluna 7.400 tonn. Fjórði reiknimeistarinn, sem er í viðskiptaráðuneytinu, telur eðlilegt að miða eingöngu við sölusamdrátt- inn fyrstu sex mánuði ársins og miða eigi greiðslumarkið við það þannig að hann stingur upp á að greiðslumarkið verði ákveðið 7.000 til 7.100 tonn. Hver 100 tonn í greiðslumarki kosta ríkissjóð um 20 milljónir kr. Fæstir í landbúnaðarkerfinu hafa trú á að sölusamdrátturinn fyrri hluta ársins haldist út árið. Bent er á áhrif ofursölunnar í ágúst, lítið markaðsstarf fyrri hluta ársins og að í haust verði hægt að innheimta peninga af bændum til að standa fyrir öflugri sölustarfsemi. Þá þýði ekki að spá í söluna fyrr en búið sé að telja birgðir 1. september, ágústsalan leyni oft á sér. Lækkar verulega Á Stéttarsambandsþingi fyrir viku sagði Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra augljóst að greiðslu- markið hljóti að lækka verulega. Þegar hann var spurður nú í viku- lokin neitaði hann að ræða málið, sagðist fyrst vilja sjá niðurstöðu birgðatalningar um mánaðarmótin. Verði greiðslumarkið sett nálægt 7.500 tonnum eins og ýmislegt bendir til, sem samsvarar um 8% lækkun greiðslumarks, fer fram- leiðslan næsta haust niður fyrir helming af framleiðslunni haustið 1978. Tiltölulega lítil fækkun sauðfjárbænda hefur átt sér stað á þessum tíma og sárafáir virðast vera að hætta um þessar mundir, þannig að framleiðslan hefur minnkað stórkostlega hjá einstök- um bændum og launaþáttur þeirra enn meira. Það er hin hlið málsins. 60% tekjuskerðing Sauðfjárbóndi í Borgarfjarðar- sýslu ofan Skarðsheiðar með 270 kinda bú, sem var reyndar um 400 kinda bú fyrir nokkrum árum, mátti framleiða tæplega 4.920 kg síðast- liðið haust. Fáir bændur á hans svæði tóku tilboðum um að hætta þegar ráðist var í niðurfærslu fram- leiðsluréttarins samkvæmt búvöru- samningnum þannig að full skerð- ing kom á allan hópinn. Vinur okk- ar var skorinn niður í liðlega 3.590 kg í haust. Tekjur búsins minnkuðu samsvarandi. Laun hans minnkuðu þó mun meira því fasti kostnaðurinn er alltaf fyrir hendi. Ef kostnaðarsamsetning búsins er svipuð og hjá verðlagsgrundvall- arbúi hefur launaliður umrædds bónda verið um 990 þúsund í inn- legginu í fyrrahaust. Hann tók einn- ig þá vinnu sem gafst utan heimilis og gat þannig framfleytt sér. Þó gert sé ráð fyrir nokkrum sparnaði í föstum kostnaði, menn verða að reyna að draga úr áfallinu, lækka laun hans í haust um 40% í haust vegna framleiðsluskerðingarinnar. Við bætist 5% verðskerðing vegna markaðsaðgerða að kröfu bænda- samtakanna en það lækkar heildar- tekjur búsins um nálægt 2% til við- bótar og kemur sú fjárhæð öll til frádráttar launum bóndans því rekstrarkostnaðurinn er sá sami. Laun hans fyrir innleggið í haust verða því um 560 þúsund kr. eða 43% lægri en í fyrra. Inn í þessa útreikninga er ekki tekin greiðsla sem bóndinn fær fyr- ir niðurfærsluna, það er eingreiðsla sem hann telur ekki laun heldur eignasölu. Ekki er heldur tekið til- lit til 6% lækkunar afurðaverðs vegna hagræðingarkröfu í búvöru- samningi enda telur hann sig hafa náð að draga úr kostnaði sem því nemur. Umrætt bú nær ekki meðal- stærð, en það á ekki að breyta neinu um niðurstöðurnar. Þessi bóndi horfir með ugg til umræðunnar um sölusamdrátt og greiðslumark næsta hausts. Þar fyrir utan veit hann að sú hugmynd hefur verið rædd í bændaforystunni að skerða það greiðslumark sem ákveðið verður, til dæmis um 500 tonn, samkvæmt heimild í búvöru- samningi ríkis og bænda og pening- urinn sem við það sparast notaður til að minnka birgðirnar. Það myndi leiða til þess að það greiðslumark sem bændur gætu skipt á milli sín færi niður í um 7.000 tonn. Ákvarð- anir í haust og vetur gætu því leitt til þess að laun þessa ákveðna og þó að hluta til reiknaða bónda færu niður undir 400 þúsund næsta haust og verði þá tæpum 600 þúsundum lægri en síðastliðið haust. Vinnan við sauðfjárræktina er árstíðabundin, mikið álag er á ákveðnum tímum árs en minna að gera þess á milli. Sauðfjárbúskapur hefur því víða verið aukabúgrein. Sérhæfíngin hefur þó aukist og eiga þeir bændur sem eingöngu hafa sitt lifibrauð af honum í mestu erfið- leikunum nú. Vinnan hefur almennt minnkað með samdrættinum og er víða orðin að raunverulegu hluta- starfi. Bændur ættu þess vegna að geta sótt aðra vinnu. Það hentar þó ekki öllum vegna fjarlægðar frá vinnumarkaði og almennar þreng- ingar á vinnumarkaði setja því mikl- ar skorður. Er það mikil breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þá má geta þess að bændur hafa ekki átt rétt á atvinnuleysis- bótum þó þeir hafi greitt til þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.