Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
FRIOURINN OG FJOL-
SKYLDURNAR ÞRJÁR
Fundarstaðurinn
í þessu húsi í Sarpsborg sunnan vió Ósló fóru fram viðræóur
fulltrúa Palestínumanna og Israela auk þess sem óformlegir fund-
ir fóru fram ó heimilum utanríkisróóherrahjónanna norsku.
Við öllu búinn í Sarajevo
Thorvald Stoltenberg með hjólm ó höfði og í skotheldu vesti
heilsar konu einni í Sarajevo höfuðborg Bosníu. Stoltenberg tók
við sem sóttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Bosníudeilunni í apríl-
mónuði og kom það þó í hlut svila hans að halda gangandi leyni-
viðræðum ísraela og Palestínumanna.
eftir Ásgeir Sverrisson
TRÚLEGA njóta fáir menn
jafn óskiptrar aðdáunar
landa sinna nú um stundir
og þeir svilarnir Johan
Jorgen Holst, utanríkisráð-
herra Noregs, og forveri
hans í starfi Thorvald
Stoltenberg. Eiginkonur
þeirra, systurnar Karin og
Marianne, hafa einnig get-
að baðað sig í loforða-
flaumi norskra fjölmiðla nú
þegar ljóst er að þau fjögur
gegndu lykilhlutverkum
við milligöngu Norðmanna
í leynilegum viðræðum Pal-
estínumanna og Israela
sem nú hafa leitt til þeirrar
sögulegu niðurstöðu að af-
ráðið hefur verið að veita
þeim fyrrnefndu takmark-
aða sjálfsljórn á hernáms-
svæðum ísraels, á Gaza og
í Jeríkóborg. Norðmenn
eru vitanlega ákaflega
stoltir af milligöngu sinna
manna í þessum þýðingar-
miklu viðræðum enda er
þessi niðurstaða í senn mik-
ill diplómatískur sigur og
skrautfjöður í hatt norskr-
ar utanríkisstefnu sem
löngum hefur haft Samein-
uðu þjóðirnar sem ákveðna
þungamiðju.
Milligöngu Norðmanna má í
raun rekja íjögur til fimm
ár aftur í tímann þó svo
beinar viðræður Palest-
ínumanna og ísraela hafi
farið fram á undanfömum
18 mánuðum. Á árunum
1988-1989 var ákveðið
innan FAFO, norskrar stofnunar á
vegum launþegahreyfingarinnar
sem sérhæfir sig í félagsfræðileg-
um rannsóknum, að hefja könnun
á aðbúnaði og félagslegum skilyrð-
um Palestínumanna sem halda til
á hemámssvæðum ísraela. Við
þessa stofnun starfar sem rann-
sóknarmaður Marianne Heiberg,
eiginkona Johans Jorgens Holst,
sem þá var varnarmálaráðherra
Noregs og einkum þekktur fyrir
yfirgripsmikla þekkingu og skiln-
ing á samskiptum austurs og vest-
urs. Yfirmaður Marianne Heiberg
hjá FAFO er hins vegar Terje Red-
Larsen en hann er aftur á móti
kvæntur Monu Juul, sem er hátt-
sett innan norsku utanríkisþjón-
ustunnar. Þau tvö áttu síðar eftir
að eiga þátt í viðræðum fulltrúa
Frelsissamtaka Palestínu, PLO og
ísraela.
Könnunin sem gerð var á hemá-
mssvæðunum varð smám saman
til þess að tengsl sköpuðust milli
norsku rannsóknarmannanna og
fulltrúa stjórnvalda annars vegar
og Palestínumanna og ísraela hins
vegar. Segja norskir embættis-
menn að með tímanum hafí skap-
ast traust í garð Norðmanna og
hafi þreifingum lyktað með því að
fulltrúar beggja deiiuaðila leituðu
eftir norskri milligöngu í þessari
lífseigu deilu sem kostað hefur
endalausar hörmungar í þessum
heimshluta.
Intifada og Flóastríð
Á undanfömum árum er það
einkum tvennt sem orðið hefur til'
þess að ýta undir alþjóðlega við-
leitni til að binda enda á það
spennuástand sem einkennt hefur
Mið-Austurlönd allt frá því stofnað
var sjálfstætt ríki gyðinga. Annars
vegar ræðir hér um intifada, upp-
reisn Palestínumanna á hernumdu
svæðunum, sem hófst árið 1987
og hins vegar Persaflóastríð Sam-
einuðu þjóðanna sem háð var til
að hrekja innrásarsveitir Saddams
Husseins, einræðisherra i írak, frá
Kúveit. Viðbrögð ísraela við upp-
reisninni urðu til þess að vekja víða
mikla samúð með málstað Palest-
ínumanna en á vettvangi alþjóða-
samskipta var það trúlega Persa-
flóastríðið sem sköpum skipti.
Saddam Hussein kvaðst á sínum
tíma vera reiðubúinn til að_ kalla
herlið sitt heim frá Kúveit ef ísrael-
ar gæfu eftir yfírráð yfir hernáms-
svæðunum. Þessa kröfu setti Sadd-
am fram í ýmsum myndum og hún
varð eðlilega til þess að málflutn-
ingur hans hlaut mikinn stuðning
í röðum Palestínumanna enda lýsti
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, yfír
því að hann væri reiðubúinn að
berjast við hlið forseta íraks til
þess að ná fram þessu helga mark-
miði. Persaflóadeilan varð próf-
steinn á hið nýja samband sem
skapast hafði með Sovétmönnum
Norðmenn eru stoltir
a! milligðngu svil-
anna Johans Jorgens
Holst og Thorvalds
Stoltenbergs í leyni-
yiðræðum PLO og
ísraela í Ósló
og Bandaríkjamönnum er kalda
stríðinu var að ljúka og það vakti
því litla hrifningu í Washington er
talsmenn Sovétstjórnarinnar lýstu
yfir því að þeir væru hallir undir
sjónarmið Saddams og að tengja
bæri lausn Kúveit-deilunnar við
önnur svæðisbundin ágreiningsefni
í Mið-Austurlöndum. Þessi tengsl
gátu Bandaríkjamenn ekki fallist á
og reyndi það mjög á emættismenn
er þess var freistað að fínna orða-
lag sem ekki fæli í sér slíka teng-
ingu í þeim sameiginlegu yfirlýs-
ingum sem einkum utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna létu frá sér fara er Kúveit-
deilan stóð sem hæst. Hins vegar
var samþykkt sú málamiðlun að
Bandaríkin og Sovétríkin myndu í
sameiningu beita sér fyrir viðræð-
um um frið í Mið-Austurlöndum
þegar Persaflóadeilan hefði verið
leidd til lykta. Persaflóastríðinu
Með foreldrum til Arafats
Johan Jergen Holst utanríkis-
ráðherra Noregs ásamt hinum
fjögurra ára gamla syni sínum,
Edvard, sem var með í för er
faðir hans og móóir gengu á
fund Arafats, leiðtoga PLO.
lauk um mánaðamótin febrúar-
mars árið 1991 með algjörum ósigri
íraka en nú eru tæp tvö ár liðin
frá því fulltrúar ísraela og araba
settust fyrst að samningaborðinu.
Söguleg Norðurlandaför
Almennt var því spáð að viðræð-
ur þessar ættu eftir að reynast
árangurslitlar og það átti eftir að
koma á daginn. Aðeins örfáum var
hins vegar kunnugt um að á ba-
kvið tjöldin voru Norðmenn teknir
að freista þess að miðla málum.
Þeirri málamiðlun lyktaði með því
að Shimon Peres, utanrikisráðherra
Israels, setti stafi sína undir plagg
sem náðst hafði samstaða um er
hann var staddur í Ósló þann 20.
fyrra mánaðar. Frá Noregi kom
ísraelski utanríkisráðherrann í
heimsókn til íslands og greindi
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
frá gangi mála en í þeirri sömu
viku hafði annar lykilmaður í við-
ræðunum, Johan Jorgen Holst, átt
viðræður við ráðamenn hér á landi
í því skyni að leiða Barentshafsdeil-
una til lykta með pólitískum hætti.
Þegar ljóst varð að náðst hafði
sátt um söguleg samkomulagsdrög
í deilu Palestínumanna og Israela
skýrði Johan .Jorgen Holst frá því
að í fyrra hefðu bæði fulltrúar PLO
og ísraels lýst yfir áhuga á því að
fram færu leynilegar samningavið-
ræður með milligöngu Norðmanna.
„Mér var afhent boðkeflið," sagði
Holst og vísaði þannig til þess er
hann tók við embætti utanríkisráð-
herra af Thorvald Stoltenberg sem
gerðist sáttasemjari Sameinuðu
þjóðanna í málefnum fyrrum Júgó-
slavíu í aprílmánuði. Holst lét þess
og getið að hann hefði átt fund
með Yasser Arafat, leiðtoga PLO,
í júlímánuði í Túnis. Þá tók norski
utanríkisráðherrann þátt í fundi
þeirra Peres og Warrens Christop-
her, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, í Kaliforníu um síðustu helgi
en þar lýstu Bandaríkjamenn yfir
fullum stuðningi við þær tillögur
sem fram höfðu komið.
14 fundir á þessu ári
Að sögn Johans Jorgens Holst
fóru á þessu ári fram 14 leynilegir
fundir fulltrúa Palestínumanna og
ísraela í Noregi. Fundirnir fóru
m.a. fram á gömlu sveitasetri í
Sarpsborg á að giska 100 kíló-
metra suður af Ósló en einnig
munu heimili þeirra Holst og Thor-
valds Stoltenbergs, forvera hans í
starfí, hafa verið notuð í þessum
tilgangi. Norðmennirnir lögðu ríka
áherslu á að fundirnir færu fram
í mikilli ró og næði og er sagt að
eiginkonur þeirra piltanna þær
Marianne Heiberg og Karin Stolt-
enberg, hafi átt dtjúgan þátt í því
að skapa sem ákjósanlegastar að-
stæður. Átti það við um viðurgjörn-
ing allan auk þess sem þess var
jafnan gætt að viðræðurnar væru
sem óformlegastar. Marianne sagði
í Ósló á miðvikudag að fjögurra
ára gamall sonur þeirra , Edvard,
hefði verið með í för er þau sóttu
Arafat heim í Túnis og hefðu þau
haft af því áhyggjur að honum
leiddist í þessu dulbúna sumarfríi
þeirra. „Við báðum hann að hafa
hægt um sig og þetta tókst allt
saman mjög vel. Með okkur öllum
sem þátt tóku í þessu hefur tekist
mikil og djúp vinátta sem endast
mun alla ævi,“ sagði hún.
í Noregi segja menn að norska
öryggislögreglan og sú ísraelska
hafi í sameiningu séð til þess að
engin truflun yrði en oftlega héldu
samningamennirnir til í sama húsi.
Engu að síður þykir það með ólík-
indum að takast skyldi að halda
viðræðum þessum leyndum svo
lengi. Norskir ráðamenn hafa ekki
viljað láta uppi hveijir tóku þátt í
viðræðunum fyrir hönd PLO og
ísraels. Norska dagblaðið Verdens
Gang kvaðst hins vegar hafa fyrir
því heimildir að Shimon Peres hefði
átt nokkra fundi í Noregi með Abu
nokkrum Ala, háttsettum fulltrúa
frelsissamtakanna.
Ættarveldi
fámennisþjóðfélagsins
Ekki liggur fyrir hvort eitthvað
hafði miðað í viðræðunum þegar
Stoltenberg tók við starfi sátta-
semjara Sameinuðu þjóðanna í
aprílmánuði og Holst fluttist yfir í
utanríkisráðuneytið. Auk þeirra
hjóna, Stoltenberg-hjónanna og
þeirra Teije Rod-Larsen og Monu
Juul, tók Jan Egeland, ráðuneytis-
stjóri í norska utanríkisráðuneyt-
inu, þátt í samningafundunum.
Ekki er vitað til þess að eiginkona
hans hafi komið þar nærri og var
hann því utangátta í þessum
„hjónaklúbbi" hvað það varðar. í
Noregi er í fjölmiðlum stundum
fjallað með gagnrýnum hætti um
slík fjölskyldutengsl og „ættar-
veldi“ en talsmenn norskra stjón-
valda lögðu á það áherslu í sam-
tölum við norska sem erlenda fjöl-
miðla að tengsl þátttakenda í við-
ræðunum væru í raun tilviljun ein.
Þátttakendur hefðu valist til þessa
starfs vegna hæfileika sinna og
þekkingar á málefnum Mið-Austur-
landa. Þá var og á það minnt að
norski Verkamannaflokkurinn og
sá ísraelski hefðu átt gott samstarf
í gegnum tíðina. í einu frétta-
skeyti Eeuters-fréttastofunnar er
vitnað til þeirra orða ónefndra
embættismanna að óhjákvæmilegt
kunni í raun að vera að slík fjöl-
skyldutengsl verði áberandi þar
sem aðeins 4,3 milljónir manna búi
í Noregi. Fréttaritari lætur þess
getið að við þessar aðstæður virðist
svo sem fámenn forréttindastétt
gáfumenna hafí náð til sín völdum
sem séu í engu samræmi við stærð
þessa hóps.
€
€
c.
o
c
I
í
«
í
I
I
N