Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 | Minning í t Eiginmaður minn, faðir, tengafaði og afi, GUÐJÓN ÁSGEIR HÁLFDÁNARSON, Rjúpufelli 21, lést i Borgarspítalanum 2. september. Lára Hjartardóttir, Erna Guðjónsdóttir, Þórdís Guðjónsdóttir, Margeir Elentínusson, Bjarnfriður Guðjónsdóttir, Lára Samira Benjnouh og barnabörn. t Amma mín, LÚLLÝ M. MATTHÍASSON, Seljahlíð, andaðist í Borgarspítalanum 2. september. Jarðarförin fer fram föstudaginn 10. september frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Karl R. Sverrisson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR, andaðist föstudaginn 3. september í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Hörður Bjarnason, Geir Valdimarsson, Jón Valdimarsson, tengabörn og barnabörn. Bergsveinn Skúla- son frá Skáleyjum Fæddur 3. apríl 1899 Dáinn 21. ágúst 1993 Bergsveinn Skúlason var fæddur í Hvallátrum á Breiðafirði 3. apríl 1899. Foreldrar, Skúli Bergsveins- son bóndi, lengst í Skáleyjum og kona hans Kristín Einarsdóttir hús- freyja. Búfræðingur frá Hvanneyri 1921. Nám við Askov lýðháskóla einn vetur, störf á dösnkum bú- garði eitt sumar. Bóndi í Skáleyjum 1928-31, Skálmarnes-Múla 1931-40, Ögri 1940-47. Verka- maður Garðahreppi 1947-50. Bú- stjóri Breiðuvík 1953-55. Verka- maður í Reykjavík frá 1955. Giftur 9. júní 1928 Ingveldi Jó- hannesdóttur frá Skáleyjum. Kjör- dóttir þeirra er Hrafnhildur Berg- sveinsdóttir. Fóstursonur þeirra var Kristján Valdimarsson sem lést fyr- ir mörgum árum. Bergsveinn lést í hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi eftir nokkurra mánaða dvöl þar. Nú er Bergsveinn fluttur blessað- ur karlinn og blessuð sé minning hans. Kannski er hann að lesa þetta yfír öxlina á mér. Eftir þessa þurru upptalningu verð ég að geta þess að hann skammaði mig fyrir mælgi í minn- ingargreinum, en hvatti mig jafn- framt til meiri ritstarfa. Þar var hann sjálfur. Bergsveinn Skúlason var vænn meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og búlduleitur. Sópaði að honum þar sem hann fór. Virkur í félagsmál- um. Hann var í forystu um stofnun Búnaðarfélags Flateyrarhrepps á 3. áratug aldarinnar og fyrsti for- maður þess. Tímamir breytast í byggðum og félagsmálum bænd- anna. Það er að vísu tilviljun, eða hvað? En þó tímanna tákn að núna á sama ári og forsprakkinn deyr, lýstu hinir fjórir félagar, sem eftir stóðu á aðalfundi, yfir að félagið væri í raun dautt, yfirsöng lokið og moldunin ein eftir. Bergsveinn var hreppsnefndar- maður og sýslunefndarfulltrúi fyrir Múlasveit svo að eitthvað sé nefnt félagslegra starfa hans. Snemma hóf hann grúsk sitt og sparðatíning um menn, málefni og landshagi. Flutti erindi á manna- mótum og safnaðist hirð viðmæl- enda og lærisveina að fræðabrunn- inum, þess utan. Þegar út voru komnar nokkrar bækur hans var hann opinberlega sæmdur fýrir rit- störf sín. Viðurkenningin var hon- um veitt fyrir fagurlega ritað og flutt íslenskt mál um þjóðlegan t t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS VIGGÓSDÓTTIR, Krummahólum 8, sem andaðist 28. ágúst, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu mánudag- inn 6. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún H. Ágústsdóttir, Jón G. Ragnarsson, Ágúst ívar Vilhjálmsson. t Elskuleg móðir okkar, SIGURBJÖRG S. PÉTURSDÓTTIR, sem andaðist á Droplaugarstöðum 26. ágúst, verður jarðsungin frá Fíladelfíu- kirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jónatan Jóhannesson, Garðar Jóhannesson. t Móður- og föðursystir okkar, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR frá Blöndugerði f Hróárstungu, N-Múlasýslu, fyrrverandi forstöðukona elliheimilisins á Akranesi, andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 2. september sl. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 10. septem- ber kl. 11.00 og jarðsett frá Hvalsneskirkjugarði sama dag kl. 16.00. Stella Benediktsdóttir, Svanlaug Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Vilborg Málfríður Jóhannsdóttir og fjölskyldur. t Útför systur minnar, GUÐBORGAR JÓRUNNAR BRYNJÓLFDÓTTUR, fer fram frá Garðakirkju, Garðabæ, þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðríður Brynjólfsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KR. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON tryggingastærðfræðingur, Bjarmalandi 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Arndis Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Hólmgeir Guðmundsson. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, VILBORGAR BJÖRNSDÓTTUR hússtjórnarkennara, Bólstaðarhlíð 45. Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Gunnar Þór Þórhallsson, Margrét Gunnarsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Lárus Björnsson, Þórhallur Gunnarsson, Vigdfs Gunnarsdóttir. fróðleik. Bækur hans geyma mynd af störfum og hag genginna kynslóða í Breiðafjarðareyjum og umhverfí Breiðaijarðar. Það var blessað bjargræði Breiðafjarðareyja, að Skarfakletts í skorinni skyldir þú ekki deyja. Svo kvað Jón frá Skáleyjum æskufélagi hans eftir útvarpserind- ið um strandið í Skarfakletti. Bækumar eru sá bautasteinn sem Bergsveinn reisti sér sjálfúr og óbrotgjarn mun standa meðan nokkur hræða þessarar þjóðar nennir að fræðast um slíkt efni og það náttúrufar sem áar okkar byggðu afkomu sína á. Pennasnilld hans geymist á þess- um blöðum og þá ekki síður penna- gleðin. Þessi sama hvöt og magnaði Snorra Sturluson og Ara fróða Þor- gilsson. Það var ómaksins vert að fara til hans og eiga með honum rabb- stund. Hann lét ekki alltaf líklega og var enginn já og amen maður við öllu sem uppá borðið kom. Sama hvort viðmælandinn vildi fjalla um íslenskan landbúnað eða alþjóða pólitík. Jafnan var hann málsvari þeirra sem minna máttu sín og fús til vamar ef honum þótti hallað á. Ritstörfín munu geyma hans nafn. Önnur störf hans báru vott ráðdeildar og samviskusemi þeirrar kynslóðar sem ekki aðeins þurfti á öllu sínu að halda, heldur vildi einn- ig sækja fram og skapa betri tíma. Búskaparsaga hans er ekki saga festu og umsvifa með mannvirkjum sem mölur og ryð fá grandað, en í túninu heima má enn sjá handaverk búfræðingsins unga sem ætlaði að bæta ábýlið. Hann sagðist vera kommi, sem er nú kannski teygjanlegt hugtak. Gagnrýninn var hann, oft hvassyrt- ur og lítt beygður inn í kirkjulega auðmýkt. Þessi ergi magnaðist er líkamsburðir tóku að þverra og varð erfíð hans nánustu, sem honum sjálfum. Sólargeislinn sem þítt gat geðið voru dótturdætur hans. Dæt- ur Hrafnhildar og Björns Guð- mundssonar. Svo fór að gamli harðjaxlinn fann helst fró frá erfiðleikum sínum í að rifja upp bænir bernsku sinnar. Síðustu orðin sem konan hans skildi af hans vörum voru ósk um prests- fund og kirkjulega útför. Ingu frænku minni bið ég Guðs blessunar og votta henni virðingu mína. Sömuleiðis hjúkrunarfólkinu í Sunnuhlíð. Fjölskylda hans öll þiggi mína lokakveðju. Lifið heil! Jóhannes Geir Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.