Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT K< MOfííK/NBlIÁDH) SUNNCIMCUU 3. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Þorkell Mælt og metið ASHU, tælenski skraddarinn, að störfum í klæðskeraverslun Hreið- ars Jónssonar klæðskera á Eiðistorgi. Farandskraddari saumar á landann ASHU, 31 árs gamall Tælendingur, er staddur hér á landi í frem- ur óvenjulegum erindagerðum, nefnilega að taka mál af væntan- legum kaupendum fatnaðar sem hann saumar síðan í heimalandi sínu. Ashu er sem sagt farandskraddari. Þetta er í fjórða sinn sem hann kemur til íslands og er hann sagður góður handverks- maður og notar aðeins úrvalsefni í klæðnaðinn. „Viðbrögð íslendinga hafa verið ágæt en héðan held ég til Dan- merkur. Ég tek mál af væntanleg- um kaupendum og sauma fötin í Tælandi en ég sel einnig fatnað í verslanir hér,“ segir Ashu, sem lærði iðnina af föður sínum í Tæ- landi. Landasölu- maður tekinn með fullan bíl Meðal þess sem Ashu saumar eru jakkaföt, stakir jakkar og bux- ur, skyrtur, stuttermabolir og íþróttaföt og segir hann verðið afar hagstætt. „Það ræðst mikið af efninu sem er notað en þú get- ur keypt falleg jakkaföt af mér á 15 þúsund kr.,“ segir Ashu. Hann selur einnig silkiskyrtur á 3.450 kr. stykkið. „Ég get ekki lagt mik- ið á fatnaðinn því að markaðurinn er ekki góður um þessar mundir. Ef það er of mikið lagt á koma engir viðskiptavinir. Nú eru allir að gefa sérstaka afslætti." Yiðræður íslendinga og Grænlendinga um kynningarmál Stóraukin samvinna í ferðamálum fyrirhuguð Morgunblaðið/Þorkell Ove Rosing Olsen ferðamálaráðherra grænlensku landstjórnar- innar og Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra. VIÐRÆÐUR standa nú yfir um að íslands- og Grænlandsferðir verði kynntar saman erlendis og verður væntanlega gegnið frá samningum um þessa kynn- ingu á ferðamálaráðstefnu í Grænlandi síðar í mánuðinum. Ferðamálaráðherra græn- lensku landstjórnarinnar, Ove Rosing Olsen, kom til íslands í vikunni og ræddi þessi mál við Halldór Blöndal samgöngu- málaráðherra. Olsen bindur vonir við að með auknum ferða- mannastraumi milli landana verði unnt að lækka fargjöld í framtíðinni. í samtali við Morgunblaðið sagðist Olsen telja að miklir möguleikar fælust í að kynna ferðir til Grænlands og íslands sameiginlega. Hann sagði að ferð- ir milli landanna væru tiltölulega dýrar en með auknum fólksflutn- ingum væri mögulegt að ná verð- inu niður. Rætt hefði verið við Flugleiðir um að taka upp áætlun- arflug til tveggja staða á Græn- landi á næsta ári, til Syðri- Straumsfjarðar og Nuuk. Sér- staklega væru bundar vonir við að ferðamenn sem heimsækja ís- land hefðu áhuga á að fara í stutt- ar ferðir til Grænlands frá ís- landi. Eins sagðist hann vona að einhver hluti þeirra 125 þúsund íslendinga sem ferðast úr landi á hveiju ári hefðu áhuga á að heim- sækja Grænland ef ferðir þangað yrðu ódýrari. Sameiginleg kynning Olsen sagði að hugmyndir hefðu verið settar fram um að kynna löndin sameiginlega í þremur heimsborgum: Frankfurt, New York og Tókýó. Yrði væntan- lega gengið frá samningum um þessa kynningu á ferðamálaráð- stefnu Nordek sem fram fer í Grænlandi í lok september. Olsen sagði að Grænland hefði upp á margt að bjóða sem væri fram- andi fyrir Evrópubúa. Menning Grænlendinga væri sérstök og náttúrufegurð mikil í Grænlandi, náttúra landsins væri ósnortin og laus við mengun. Hann sagði að ferðamenn hefðu um margt að velja í Grænlandi. Ferðir með hundasleðum hefðu jafnan verið vinsælar og væri boðið upp á stuttar ferðir og langar þar sem ferðast er milli gistiskála dögum saman. Eins mætti nefna skipu- lagðar veiðiferðir, bæði selveiði- ferðir úti á ísnum og fiskveiðiferð- ir með smábátum. Siglingar með ströndinni væru vinsælar og eins skoðunarferðir með þyrlum, sem færu á milli grænlensku bæjanna. Ódýrari samgöngur Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann og grænlenski ráð- herrann hefðu hist fyrir ári og rætt hvernig unnt væri að koma á betri og ódýrari samgöngum milli landanna. Hann sagði að fólk í ferðaþjónustu hefði bent á það sem góðan kost að markaðs- setja þessi lönd saman því að á meginlandinu væri meiri tilfinning fyrir því en áður að það væri eftir- sóknarvert að komast norður í heiðríkjuna. Halldór sagði að sam- vinna landanna gæti einnig verið áhugaverð varðandi heimsóknir Vestur-íslendinga því að hugsan- lega væri góður kostur fyrir þá að ferðast hingað til íslands um Grænland. Halldór sagði að þeir Olsen ferðamálaráðherra myndu hittast á ferðamálaráðstefnu Nordek í Grænlandi í september og þar yrði vonandi gengið formlega frá samvinnu landanna tveggja í ferðaþjónustu. I I I 1 I Útgáfufyrirtækið Iceland Review minnist 30 ára afmælis 100 milljónum varið til landkynningar árlega ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Iceland Review ver um 100 milljónum króna á ári til upplýsingamiðlunar og kynningar á íslandi. Starfsemi fyrirtækisins felst einkum í útgáfu og dreifingu á blöðum, tímaritum og bókum um margvísleg íslenzk málefni á erlendum málum, einkum á ensku. Mest selda bók útgáfunn- ar hefur komið út á níu tungumálum. Starfsemi Iceland Revi- ew er fjármögnuð með sölu á framleiðslu og þjónustu fyrirtæk- isins. Starfsmenn fyrirtækisins, sem um þessar mundir minnist 30 ára afmælis síns, eru 25. S/L fljúga fjórum sinnum í viku til Dublin Bæta við brottför á laugardögum SAMVINNUFERÐIR Landsýn hafa bætt við nýjum brottfarar- degi, laugardegi, til Dublin og verður nú flogið fjórum sinnum i viku frá 30. september. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrif- stofunni er þetta gert til þess að anna mikilli eftirspurn eftir ferðum til borgarinnar, en nú er uppselt í allar brottfarir á fimmtudögum á ferðatímabilinu, sem Iýkur 6. desember. Flogið er með Boeing 737 þotu Atlanta flugfélagsins sem tekur 130 far- þega. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt mann með fullan bíl af landa í „neytenda- umbúðum". Reyndust næstum 80 lítrar af landa í bifreiðinni en fylgst hafði verið með mann- inum um tíma áður en hann var handtekinn. Það var lögreglan í Mosfellsbæ sem komst fyrst á snoðir um landasölu þessa manns en hún naut síðan aðstoðar Reykjavíkur- Iögreglunnar við handtökuna. Mál- ið er í rannsókn. ----»-♦-♦--- Stakkaf eftir ákeyrslu LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýs- ir eftir ökumanni Ijósleitrar jeppabifreiðar sem ók á fólks- bifreið á Elliðavatnssvegi skammt fyrir ofan Vífilsstaða- vatn um klukkan 22 á föstu- dagskvöld og stakk síðan af. Sást síðast til jeppans á ofsaferð í átt til Reykjavíkur. Lá við störslysi Að sögn lögreglunnar lá við stórslysi því jeppinn tók hliðina úr fólksbifreiðinni en í henni var kona ásamt tveimur börnum sín- um. Eru þeir sem hugsanlega urðu vitni að þessum atburði eða geta gefið upplýsingar um jeppann beðnir um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði. Samkvæmt frétt frá ferðaskrif- stofunni verður flogið til Dublin alla fímmtudaga, föstudaga, laug- ardaga og mánudaga, en heim fimmtudaga, föstudaga, sunnu- daga og mánudaga. Þá verða a.m.k. þijú sérstök bein flug frá Akureyri, 5.-9. október, 9.-12. október og 22.-24. október. Verið er að selja síðustu sætin í þau flug. Iceland Review hefur frá upp- hafí átt samstarf við ferðaþjón- ustuna. Fyrirtækið hefur jafnframt haft að markmiði að efla og auka upplýsingamiðlum um ísland á við- skiptasviðinu, einkum um útflutn- ing. Dæmi um þetta er fylgirit annars tölublaðs Iceland Review á þessu ári, Export Trade and Busi- ness, en sérrit um þetta efni er árlega unnið af útgáfunni. Busi- ness, viðskiptablað sem fylgir hveiju tölublaði News From Ice- land, fjallar jafnframt um útflutn- ingsmál meðal annars. Útflutn- ingsráð hefur fengið þar eina síðu til ráðstöfunar að jafnaði og með því komizt hjá því að gefa út sér- stakt fréttabréf á ensku, heldur dreift News From Iceland til þeirra, sem annars fengju slíkt fréttabréf. Sífellt fleiri sérútgáfur Á undanförnum árum hefur út- gáfan unnið æ fleiri blaðauka og sérútgáfur um einstök svið og byggðarlög í samvinnu við ferða- þjónustuna, þótt öll upplýsingam- iðlun útgáfunnar sé meira og minna í þágu ferðaþjónustu. Dæmi um þetta er nýleg sérprentun; Ice- land Off-Peak Experience, sem fjallar um ferðaþjónustu utan há- annatímans. Ölafur R. Grímsson Fundur ut- anríkis- nefndar með Peres blásinn af ÓLAFUR Ragnar Grímsson, al- I þingismaður og formaður Al- þýðubandalagsins, segir að sam- i þykkt hafi verið samhljóða í utanríkismálanefnd Alþingis að nefndarmenn ættu fund með Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, er hann var hér á landi í opinberri heimsókn. Skipu- leggjandi heimsóknarinnar, Dav- íð Oddsson forsætisráðherra, hafi hins vegar blásið fundinn af. „Það er þess vegna rangt, sem fram hefur komið hjá forsætisráð- herra, að við höfum neitað að eiga formlegar viðræður við Shimon Peres. Ég var meira að segja fyrst- ur manna í utanríkismálanefnd til að taka undir slíkt,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að forsætisráðherra j hefðþborið við tímaskorti. „ Ég gerði mikinn mun á form- legum viðræðum við fulltrúa ís- lenzka stjórnkerfisins eða hvort menn settust að veizluborði, því að slíkar veizlur eru ekki vettvangur j fyrir efnislegar og formlegar við- ræður og gagnrýni á heiðursgest- inn, heldur fyrst og fremst fyrir skálaræður og glasalyftingar,“ sagði Ólafur Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.