Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 12
MÓRGÚNBLAÐIÖ SUNNÚDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
12
Hafir þú ekki tíma
fyrir heilsuna í dag
þá hefur þú ekki
heilsu fyrir tímann
þinn á morgun.
o
Boðið er upp á almenna leikfimi, þolfimi, yoga, 1
kennslu í sjálfsnuddi (Doing) og fræðslu um holla
lifnaðarhætti.
Heilsuræktin Seltjarnarnesi
sími 611952 (í húsi sundlaugar Seltjarnarness). |
NÝ BURDASNIÐ
Hallgrímur Þ.
Magnússon
læknir
Nýju haustefnin komin.
Hoffman jólaefnin komin.
Faxafeni 12, sími 687477
Klapparstíg 25, sími 24747
ú
Opið
laugardaga frá 10-14.
VIRKA
*
SONGSMIÐJAN auglýsir:
NÚ GETA ALLIR
LÆRT AÐ SYNGJA
ungir sem aldnir, laglausir sem lagvisir
HOPNAMSKEIÐ
• Byrjendanámskeið __
• Framhaldsnámskeið i*
• Söngleikjanámskeið I
Söngleikjanámskeið II
Söngsmiðja fyrir krakka
EINSÖNGVARADEILD
Skemmtileg og lifandi söngkennsla. Þar sem
brotið er upp hið hefðbundna og haldið inn
á ferskari brautir.
Meðal kennara:
Esther Helga Guðmundsdóttir,
Ágústa Ágústsdóttir, Björn Björnsson,
Gunnar Björnsson, Guðbjörg Sigurjónsdóttir.
Upplýsingar og innritun í s: 68 24 55 frá kl. 10-13 og 17-19
SÖNGSMIÐJAN Listhúsi í Laugardal
FRELSI
EÐA
um um afnám framleiðslutengingar
beingreiðslna að hann hefði óskað
eftir lagaheimild til að taka upp
viðræður við Stéttarsamband
bænda um breytingar á búvöru-
samningi sem gengju út á það að
semja við aldraða bændur og heilsu-
litla eða bændur sem byggju á við-
kvæmum gróðursvæðum að hætta
eða draga úr framleiðslu gegn því
að þeir héldu beingreiðslum ríkisins
og ynnu við iandgræðslustörf.
Frumvarp þessa efnis hefði ekki
fengið afgreiðslu í vor og því væri
málið í biðstöðu. Þá vitnaði hann
til þess að búvörusamningurinn
gerði ráð fyrir endurskoðun eftir
tvö fyrstu ár hans.
Aðspurður hvort hann væri tilbú-
inn til að ganga lengra og afnema
alveg tengsl framleiðslu og beinna
greiðslna sagði Halldór að vel gæti
verið að meira kæmi út úr fyrirhug-
uðum viðræðum við forystumenn
bænda. Hins vegar taldi hann ekki
rétta tímann nú til að lýsa nýjum
hugmyndum í landbúnaðarmálum,
miðað við þær grunnu umræður
sem færu fram um þau í fjölmiðlum
um þessar mundir. Með þessum
orðum var Halldór að vísa til rangra
upplýsinga í skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskólans og að Alþýðu-
flokkurinn væri að spila þessi mál
upp. Sagðist hann ekki vilja taka
þátt í þeim leik.
Útgjöldin lækkað
Útgjöld ríkisins vegna beinna
greiðslna til bænda og annarra
ákvæða búvörusamnings eru 5,7
milljarðar kr. á fjárlögum þessa
árs, samkvæmt upplýsingum Jó-
hanns Guðmundssonar, deildar-
stjóra í landbúnaðarráðuneytinu.
Undanfarin ár hafa þessi útgjöld
numið frá 8,1 til 8,8 milljörðum
kr., reiknað á sama verðlagi. Út-
gjöldin í ár eru því þriðjungi minni
en verið hefur síðustu ár. Á þetta
benda bændur þegar rætt er um
niðurskurð á stuðningi við þá með
lækkun beingreiðslnanna. Önnur
útgjöld hjá landbúnaðarráðuneytinu
hafa lækkað meira, verða í ár 1,7
milljarðar kr., þannig að heildarút-
gjöld ríkissjóðs vegna landbúnaðar-
ins eru í ár rúmlega 7,4 milljarðar
kr. en voru á bilinu 11 til 12 millj-
arðar árin á undan.
Um 2,3 milljarðar af útgjöldum
ríkisins vegna búvörusamninga í
ár eru vegna sauðijárframleiðslunn-
ar. Ef ríkið hætti þeim stuðningi
þyrfti kindakjötskílóið að hækka
um 80% út úr búð, samkvæmt gróf-
um útreikningi á núverandi verð-
lagsgrundvelli, til að bóndinn héldi
sínu. Menn geta verið sammála um
að markaðurinn myndi ekki sætta
sig við hækkun og umræðan hefur
frekar snúist um leiðir til að lækka
verðið. Að því gefnu að verðinu
yrði haldið óbreyttu kemur í ljós
með sama talnaleik að bóndi með
400 kinda bú yrði alveg launalaus
og vantaði 400 þúsund kr. upp í
annan kostnað ef framlögin féllu
niður. Þetta dæmi bendir til að ekki
sé hægt að stunda sauðfjárbúskap
í núverandi mynd á íslandi nema
með ríkisstyrkjum.
Aukin samkeppni
Erfitt er að átta sig nákvæmlega
á hvað myndi gerast í atvinnugrein
sem lifað hefur í vernduðu um-
hverfi eins lengi og elstu menn
muna ef ftjálsri samkeppni yrði
skyndilega komið á. í upphafi
kæmu sjálfsagt í ljós ýmsir van-
kantar sem markaðurinn myndi
smám saman sníða af. Framleiðslan
myndi leita til þeirra bænda og
landsvæða sem gætu framleitt
kindakjöt á hagkvæmasta hátt og
til þeirra sláturleyfishafa sem gengi
best að selja kjötið og greiddu besta
verðið. Aukin samkeppni sláturleyf-
ishafa myndi hugsanlega leiða til
verðlækkunar afurðanna, en eins
og Ásbjörn Sigurgeirsson bendir á
í viðtali sem birt er í tenglsum við
þessa grein, er það í raun staðfest-
ing á þróun sem nú þegar er að
ganga yfir. Niðurstaðan yrði mun
sveigjanlegra kerfi en nú er við lýði.
Til þess að breyta kerfinu í þessa
veru þarf breytingar á búvörusamn-
ingi sem gildir til ársins 1998. Og
það þarf að gerast með samningum.
Bændaforystan hefur ekki tekið
undir þessar hugmyndir, þó Haukur
Halldórsson hafi ekkert útilokað í
væntanlegum samningum við ríkið.
Óljóst er með hugmyndir landbún-
aðarráðherra og þó hann vildi breyt-
inguna er ósennilegt að hann kæmi
henni í gegn um ríkisstjórnina nema
verða við kröfu Alþýðuflokksmanna
um að skera útgjöld til landbúnað-
armála meira niður en hann hefur
gert.
Niðurskurðurinn hlýtur að hafa
tekið væna sneið af þreki sauðfjár-
bænda og þori. Þeir eiga varla mikla
varasjóði til að grípa tii eftir launa-
lækkun síðustu ára. Hvaða bolmagn
hafa bændur til að takast á við
samkeppni ef aukið rými til fram-
leiðslu skapast í fijálsri samkeppni?
Varla hefur borgfirski bóndinn sem
misst hefur 60% launa sinna á
tveimur árum efni á því að vera
alveg tekjiílaus í eitt til tvö ár til
að byggja upp fjárstofn að nýju til
að koma búi sínu í þá stærð sem
hann telur hagkvæmasta. Upplýs-
ingar benda til þess að staða afurða-
stöðvanna sé engu betri. Ekki gefur
það vonir um lækkun sláturkostn-
aðar sem er miklu hærri en annars
staðar. Hvaða svigrúm hafa þær til
að starfa í breyttu umhverfi? Er
kannski að verða of seint að breyta
um stefnu?
BEITARALAGIÐ
MIMAD
líll IIELHHAG
Ofbeitin er staóbundió
vandamál með hrossabeit
VEGNA mikillar fækkunar búfjár á síðustu fimmtán árum hefur
beitarálag á helstu hálendisafréttum landsins minnkað um að
minnsta kosti helming og er beitarálagið á þessum svæðum að-
eins um þriðjungur af því beitarþoli sem Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins gefur út. Ólafur R. Dýrmundsson, sauðfjárræktar-
ráðunautur Búnaöarfélags Islands, segir að ofbeitarvandamálið
sé nú staðbundið og tengist aðallega hrossabeit á einstökum jörð-
um eða ofsetnum hólfum. Vegna þessara breyttu aðstæðna þurfi
gróðureftirlit Landgræðslunnar að beina starfi sínu beint að við-
komandi bændum og öðrum landeigendum sem ábyrgð bæru á
því en ekki að bændastéttinni almennt.
Olafur hefur kannað tölulegar
upplýsingar um 20 helstu
hálendisafréttina sem um 40
sveitarfélög eiga upprekstur í. í
ljós kemur að reiknað beitarþol
RALA, það er sá gróður sem beita
má, dugar fyrir 155 þúsund ær
með lömbum. Tekur Ólafur fram
að þetta sé byggt á gróðurkortum
og uppskerumælingum en ekki sé
tekið tillit til uppblásturs eða ann-
ars ástands jarðvegs. Segist hann
lengi hafa farið fram á það við
RALA að tekið yrði tillit til
ástands jarðvegs við þessa út-
reikninga og myndi það lækka
reiknað beitarþol eitthvað.
Ólafur líkir beitarþolinu við
framboð beitar og beitarálaginu,
sem miðast við hvað búfénaðurinn
bítur, við eftirspurn eftir beit.
Hann áætlar að beitarálagið í
þessum afréttum hafi minnkað
úr 112 þúsund ærgildum sumarið
1978 í 50 þúsund í sumar, eða
um að minnsta kosti helming.
Tekur hann þar tillit bæði til beit-
ar sauðfjár og hrossa.
Ólafur segir að á árunum 1972
til 1986 hafi verið gerð ítala, eða
beitarkvóti sem miðast á við að
land sé hóflega setið til beitar, á
grundvelli gagna RALA, í afrétti
þrettán sveitarfélaga og einnig í
heimalöndum tveggja þeirra.
Sumstaðar hafi verið tekið tillit
til jarðvegs. Beitarálag hafi alls
staðar verið vel innan ítölumarka
og sé nú langt innan þeirra marka.
Staðbundið vandamál
Að mati Ólafs tengist ofbeitar-
vandamálið nú helst hrossabeit á
einstökum jörðum víða um land
og í ofsetnum hólfum sumstaðar
í þéttbýli. Þetta séu staðbundin
Ólafur R. Dýrmundsson.
vandamál og alls staðar á lág-
lendi. Þá segir hann að dreifing
beitarálags sé hagstæðari en
áður, mest hafi dregið úr beit á
viðkvæmustu svæðum landsins,
einkum í hálendisafréttum. Þrátt
fyrir fjölgun hrossa hafí heildar-
beitarálagið í úthaga minnkað
verulega.
„Fyrir fimmtán árum var of-
beit töluverð í landinu. Staðan er
gjörbreytt nú, meðferð landbún-
aðarins á landinu hefur aldrei
verið betri en nú, þó til séu stað-
bundin vandamál. Því er ekki
ástæða tii að taia of almennt um
þetta mál. Eðlilegt er að Land-
græðsla ríkisins, sem annast
gróðureftirlitið, geri sér grein fyr-
ir því hvar vandamálin eru og leysi
málin beint gagnvart viðkomandi
bændum eða landeigendum. Til
þess hefur stpfnunin ýmsar heim-
ildir,“ segir Ólafur.