Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 13 Viðurkenning fyr- ir doktorsritgerð FINNBOGI Jakobsson, taugalæknir, hefur hlotið verðlaun frá Sænska læknavísindafélaginu (Svenska lakarsallskapet) úr sjóði Frithiof Lennmalms árið 1993 að upphæð 50.000. skr., fyrir dokt- orsritgerð sína, sem ber heitið „Studies of Muscle Fibre Compositi- on and Motor Unit Recruitment in Chronic Hemiplegia". Til þess- ara verðlauna var stofnað árið 1918 og er þeim úthlutað annað hvert ár fyrir doktorsritgerðir á sviði taugasjúkdóma, trygginga- lækninga og syfilisrannsókna, sem hafa vakið athygli fyrir vísinda- legar niðurstöður. Árið 1971 voru Haraldi Guðjónssyni, húð- og kynsjúkdómalækni, veitt þessi verðlaun fyrir syfilisrannsóknir, en Finnbogi er fyrsti Islendingurinn, sem hefur hlotið þessi verðlaun á sviði taugasjúkdóma. Doktorsvörnin fór fram í októ- ber árið 1991 við Karolinska Inst- itutet í Stokkhólmi. Tengsl frumu- breytinga í þverrákóttum vöðvum og notkun hreyfieiningar vöðva (motor unit ) voru athuguð með taugaleiðni, vöðvariti og með vöðvasýnatöku. Eðlilegir einstakl- ingar voru rannsakaðir með sér- stöku tilliti til samanburðar á ung- Dr. Finnbogi Jakobsson um og öldruðum, sem og sjúkl- ingahópur_ með langvinna hvelft- arlömun. í þverrákóttum vöðvum er samdrætti vöðvans stjórnað af svokölluðum hreyfieiningum vöðva, sem samanstendur af út- taug og þeim vöðvafrumum, sem hún tengist. Hreyfieiningar vöðva hafa ýmist svokallaða hæga eða hraða samdráttargerð. Við hæga samdráttargerð hafa taugaboðin lága tíðni og tengjast vöðvafrum- um með hægan samdráttartíma. Við hraða samdráttargerð hafa taugaboðin háa tíðni og tengjast frumum með hraða samdráttar- tíma. Vöðvafrumur med hægan samdráttartíma notast við venju- lega notkun vöðvans, en þær með hraðan samdráttartíma við snögg viðbrögð og jafnvægishreyfingar, sem krefjast hámarksnýtingu vöðvans. Hjá sjúklingum með hvelftarlömun eða aðrar mið- taugakerfislamanir nýtist einungis lítill hluti af starfrænum einingum vöðvans, þannig að hröðu hreyfi- einingar vöðvans notast sjaldan eða aldrei. Þetta hefur í för með sér röskun á hlutfalli fruma með hægan og hraðan samdráttar- hraða, með hlutfallslegri aukningu af lítt notuðum hröðum vöðva- frumum. Þessar breytingar eru óhagstæðar fyrir nýtingu vöðvans frá taugalífeðlisfræðilegu sjónar- miði. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir skilning manna á stjórnun hreyfieiningar vöðvans á frumugerð þverrákóttra vöðva og hafa þýðingu fyrir endurhæfingu sjúklinga með langvinnar mið- taugakerfislamanir. Leiðbeinend- ur við doktorsnámið voru prófessor Lars Edström og Lennart Grimby, yfirlæknir á taugasjúkdómadeild Karolinska sjúkrahússins. Andmælandi var prófessor Svein Ivar Mellgren frá taugasjúkdóma- ‘deild háskólasjúkrahúsinins í Tromsö í Noregi. Finnbogi Jakobsson er fæddur árið 1956 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1981. Hann stundaði sér- fræðinám í taugalækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi frá árinu 1985 og fékk sér- fræðiréttindi í Svíþjóð árið 1988 og á íslandi 1989. Hann lauk sér- fræðiprófi sænsku taugalækna- samtakanna 1992. Hann starfar nú sem sérfræðingur við tauga- lækningadeild Karolinska sj'úkra- hússins í Stokkhólmi jafnframt því að stunda tauga- og vöðvarann- sóknir við Karolinska Institutet. Finnbogi er sonur Jakobs Jónas- sonar, geðlæknis, og Christel Jón- asson Lettau, húsmóður. Hann er kvæntur Elínu Pálsdóttur Flyg- enring, lögfræðingi, og eiga þau tvö börn. Mynd: Frá Nemendaleikhúsi JSB '93 * Aðili að FID, Félagi islenskra xianskennara, og FILD, Félagi íslenskra listdansara. ■ Barnaflokkar ■ Unglingaflokkar ■ Fullorðinsflokkar ■ Byrjendaflokkar ■ Framhaldsflokkar ■ Nemendaleikhús Skírteinaafhending 11. sept kl. 13:00 - 15:00 í Suðurveri og Hraunbergi ^ggÉfl Flokkurfýrir 20 ára og eldri. Vegna fjölda áskorana höfum við nú loksins flokk fyrir þennan aldurshóþ. ^-gftPÚ/t&norfýrir 1unglmga Við höldum áfram með vinsælu þúl- tímana frá því I sumar. Tilvalið fyrir skólafólk, stráka sem stelþur. Mánaðarkort kr. 3000. Suðurver, sími 813730 Hraunberg, sími 79988 Kennarar i vetur: 8óra Magnúsdóttir, Anna Norðdahi, Irma Gunnarsdóttir, Ágústa Kolbeinsdóttir, Margrét Arnþórsdóttir o. fl. Ekkinýr bekkur í Lög- regluskóla EKKI verður starfræktur fyrri bekkur í Lögregluskóla ríkisins þar sem lögreglustjórar á land- inu sóttu einungis um skólavist fyrir fáeina nýliða; svo fáa að ekki þótti svara kostnaði að halda úti fyrri önn við skólann þeirra vegna, að sögn Arnars Guðmundssonar skólastjóra. Grunnnám lögreglumanna skipt- ist í tvær annir með starfsnámi á milli. Árð 1988 tók gildi reglugerð sem kvað á um að engan mætti skipa 'í starf lögreglumanns sem ekki hefði lokið prófi frá skólanum. Síðan hefur verið unnið að því að veita grunnþjálfun þeim sem voru starfandi án þess að hafa lokið skól- anum, jafnframt því sem nýliðar hafa teknir í skólann en til að ný- liði sé tekinn í skólann þarf hann að hafa verið ráðinn til starfa í stöðu í einhvetju lögregluliði og sækir viðkomandi lögreglustjóri um skóla- vist fyrir nýliðann, sem nýtur launa meðan á starfsþjálfun stendur. GEGNHEILT BEYKIPARKET Vegna hagstæðra samninga við Pólland vomm við að fá guUfallegt beyki stafaparket á mjög góðu verði. Athugið að verulegur magnafsláttur er af öllu stafaparketi hjá okkur. : V D/EMI Valið beyki 3378 - kr m2 en 70 m2 með 13% afslætti = 2939 - kr m2 ■ Skrautlögn á stafaparketi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.