Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Horft af Vatnsskarði Morgunblaðið/KAA NÚ haustar að en mörgum finnst haustið fegursti tími ársins. Á myndinni er horft af Vatnsskarði yfir höfuðbólið Bólstaðarhlíð og félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatnssýslu og sjást ármót Svartár og Blöndu í fjarska. Þarna opnast Svartárdalur þar sem Blöndudalur og Langidalur mætast. Að fornu er talið að þarna hafi heitið Ævarsskarð en Landnáma segir frá því að Ævar Ketilsson, sem nam Langadal, hafi búið í Ævarsskarði. „Laugavegsganga“ Nýttmet var sett BENEDIKT Hálfdánarson, 27 ára gamall námsmaður, setti nýtt met er hann gekk og hljóp hinn svokallaða Laugaveg, leið- ina frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, á 7 klst. og 21 mínútu. Metið sem Benedikt sló var sett í síðustu viku af Ing- vari Baldurssyni, 7 klst og 56 mínútur. Laugavegurinn er 51 km að lengd yfir hæðir, ár og gil- Sá háttur er hafður á að þegar menn vilja reyna við metið á Laugaveginum er haft sambánd við skálaverði í Landmannalaug- um og í Þórsmörk og staðfesta þeir brottför og komu göngugarp- anna. Leiðin liggur yfir fjöll og firndindi og upp í næstum 1.100 metra hæð á Hrafntinnuskeri og veðrabrigði eru snögg. Lurkum laminn I Þórsmörk „Ég hafði ákveðið að ganga fyrri hlutann því ég vissi að ég gæti aldrei hlaupið 50 km. Þetta eru fjórar dagleiðir eins og Ferða- félagið fer leiðina. Fyrst er geng- ið í Hrafntinnusker, síðan Álfta- vatn þaðan í Emstruskála og loks til Þórsmerkur. Ég hafði ákveðið að fara rólega af stað og eiga þá þrek eftir í lokin. Ég gekk fyrstu dagleiðina en þá hækkar leiðin hvað mest úr Landmanna- laugum til Hrafntinnuskers. Síð- an gekk ég og skokkaði afgang- inn af leiðinni. Á sléttum leiðum reyndi ég að skokka. Ég þreyttist ekki að ráði fyrr en ég var að hefja fjóröu dagleiðina. Þá var ég orðinn ansi lurkum laminn í fótunum og lúinn þegar ég kom til Þórsmerkur," sagði Benedikt. Óopinber keppni er nú um að komast á sem skemmstum tíma frá Landmannalaugum eftir Laugaveginum til Þórsmerkur og fyrstur reið á vaðið skálavörður í Landmannalaugum. Þyrla sótti slas- aðan ökumann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út I gærmorgun til að flytja slasaðan ökumann frá Akranesi á gjörgæsludeild Borgarspít- alans. Okumaðurinn hafði misst stjórn á bíl sinum og velt honum ofan í skurð. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi barst lögreglu tilkynning um slysið um kl. 8.30 um morguninn. Billinn hafði farið út af veginum skammt ofan við bæinn, farið nokkrar veltur og lent á hvolfi ofan í skurði. Ökumaður var alvarlega slasað- ur og því var þyrlan kölluð til. Tildrög slyssins eru óljós. McDonald’s verður ekki í VSI og semur ekki við verkalýðsfélög Kjarasamningar gerð- ir beint við staifsfólkið Klárt lögbrot, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins LYST hf., leyfishafi McDonald’s-veitingahúsakeðjunnar á íslandi, hyggst ekki gerast aðili að Vinnuveitendasambandinu. Fyrirtækið mun ekki heldur gera kjarasamninga við verkalýðsfélög, heldur mun það semja um kaup og kjör beint við hvern og einn starfsmann. Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, segir að um klárt brot á starfskjaralögum sé að ræða. „Fyrirtækið mun greiða laun sem eru umtalsvert hærri en þau laun, sem eru skilgreind samkvæmt lög- um. Launin verða einnig fyllilega samkeppnishæf við laun, sem eru greidd í öðrum sambærilegum fyrir- tækjum," sagði Ingvar Asgeirsson, ráðningarstjóri hjá Lyst hf., í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að fyrirtækið myndi virða öll íslenzk lög og þótt það hygðist ekki semja við verkalýðsfélög, myndi það ekki skipta sér af aðild starfsmanna sinna að verkalýðsfélögum. „Við ætlum að laga okkur að vinnuháttum McDon- ald’s í Bretlandi. Þeir hafa mjög náið samstarf við launþegasamtök, en gera ekki kjarasamninga við þau. McDonald’s í Bretlandi er ekki í brezka vinnuveitendasambandinu eða öðrum samtökum atvinnurek- enda.“ Greitt í lífeyrissjóði lögum samkvæmt Ingvar sagði að lögum samkvæmt yrðu allir starfandi menn að vera félagar í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar og greiða til hans ið- gjöld. „Atvinnurekendum ber að inn- heimta þessi gjöld og greiða þau til lífeyrissjóðsins ásamt mótframlagi sínu. Þetta mun fyrirtækið að sjálf- sögðu gera,“ sagði Ingvar. Brot á starfskjaralögum og kjarasamningum Lára V. Júlíusdóttir sagði að Félag starfsfólks í veitingahúsum hefði nú mál McDonald’s til skoðunar. Hún sagðist telja að um skýrt brot á starfskjaralögum væri að ræða. Þar segir m.a. að laun og önnur kjör, sem samtök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, sem samningur taki til. Þar er jafnframt kveðið á um skyldu- greiðslur í lífeyrissjóði. Lára sagðist einnig telja að ákvörðun McDonald’s væri brot á forgangsrétti félaga í stéttarfélögum til vinnu. „Þeir verða sjálfir að fylgjast með því að það séu ekki aðrir en félagsmenn í Félagi starfsfólks í veitingahúsum, sem vinnur hjá þeim,“ sagði Lára. „Þetta er klárt brot á starfskjara- lögum og kjarasamningum," sagði Lára. Hún sagði að Félag starfsfólks í veitingahúsum hygðist taka málið upp við forsvarsmenn Lystar hf. Laun sauðfjárbænda hafa lækkað verulega Hebningi færri dilk- ar en fyrir 15 árum FRAMLEIÐSLA kindakjöts hefur minnkað um nálega helming frá því hún náði hámarki fyrir fimmtán árum. Það hefur leitt til þess að of- beit sauðkindarinnar er ekki lengur vandamál, að mati ráðunautar. Þá hafa laun sauðfjárbænda hrapað vegna niðurfærslu framleiðslurétt- arins og ef til frekari lækkunar kemur á næsta ári eins og útlit er nú fyrir lækka laun margra sauðfjárbænda um helming á tveimur árum. Frá því framleiðsla kindakjöts náði hámarki árið 1978, meðal annars vegna mikils góðæris, hefur hún stöðugt minnkað. Framleidd voru rúmlega 15.300 tonn árið 1978 en útlit er fyrir að framleiðslan verði nálægt 8.150 tonnum í ár. Samdráttur síðustu ár hefur kom- ið illa við bændur. Tekjumissir bú- anna hefur leitt til verulegrar launa- lækkunar því ekki er hægt að minnka kostnað að sama skapi. Ef miðað er við borgfirskan bónda með 270 kinda bú er útlit fyrir að laun hans lækki um helming á tveimur árum. Vegna vítahrings minnkandi sölu og framleiðslu hallast margir bændur að hugmyndum um breytingar á búvörusamningi sem fælust í því að leitað yrði eftir óbreyttum stuðningi ríkisins en hann yrði ekki fram- leiðslutengdur eins og nú og fram- leiðslan síðan gefin fijáls. Staðbundin ofbeit hrossa Samkvæmt útreikningum Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar hefur fækkun búfjár leitt til þess að beit- arálag á helstu hálendisafréttum landsins hefur minnkað um helming á fimmtán árum. Gætu þessir afrétt- ir nú borið þrisvar sinnum fleira fé en þar gengur í högum í sumar. Ofbeitarvandamálið sé nú staðbundið og tengist aðallega hrossabeit á ein- stökum jörðum eða ofsetnum hólfum. Sjá bls. 12-14: „Frelsi eða helsi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.