Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993 11 Haustið 1992 varframleiðslu- réttur bóndans 4.920 kg laun hans voru: 990.000 kr. Eftir kvötaskerðingu og verðskerðingu ieggur bóndinn inn í siáturhús i haust 3.590 kg Laun hans eru: 560.000 kr. 43% 270 bú í Borgarfirði Greiöslumark 7.800 tonn 1994: Innlegg verður 3.450 kg Laun hans verða: 515.000 kr. 48% E Gréiðslumark 7.400 tonn 1994: Innlegg verður 3.270 kg Laun hans verða: 470.000 kr. Greiðslumark 6.900 tonn 1994: Innlegg verður 3.050 kg Laun hans verða: CQO/, launa- W lækkun frá því tryggingagjaldið var tekið upp. V ítahringurinn Halldór Blöndal vakti athygli á stöðu sauðfjárræktarinnar í ræðu sinni á Stéttarsambandsþingi fyrir síðustu helgi. Hann varpaði þeirri spurningu fram til íhugunar hvort það fyrirkomulag sem nú er á fram- leiðslustjórn og beingreiðslum væri að snúast upp í andhverfu sína. Búvörusamningurinn hafi átt að tryggja sauðijárbændum öryggi á aðlögunartímanum með því að inn- anlandssalan héldist nokkurn veg- inn óbreytt. Sú forsenda væri ekki lengur fyrir hendi og þar með væri brostin forsendan fyrir búvöru- samningnum sjálfum eins og hann hafi verið hugsaður við undirskrift. Hann nefndi líka í þessu sambandi að atvinna hefði dregist saman í öðrum atvinnugreinum, svo að bændur hefðu ekki að öðru að hverfa í sama mæli og áður. Ekki kom ráðherrann fram með tillögur að breytingum en sagði að nýjar hugmyndur myndu koma upp á borðið þegar málin skýrðust í haust. Halldór sagði áður í sömu ræðu að framleiðslustjórnunin stuðlaði ekki að hagkvæmri framleiðslu en erfitt væri að taka málin upp vegna af- stöðu Alþýðuflokksins í landbúnað- armálum. Þegar Halldór var spurður nánar út í þessi ummæli nú fyrir helgina hafði hann litlu við þau að bæta, sagði að ekki lægi fyrir hver neysla kindakjöts hefði orðið á- nýliðnu verðlagsári og því ekki hægt að draga frekari ályktanir af ummæl- um hans en fram komu í sjálfri ræðunni. Ekki er hægt að draga aðrar ályktanir af stöðu málsins en að núverandi kerfi haldi sauðfjárrækt- inni í miklum vítahring sem ekki er gott að segja hvar endar. Kerfið virðist geta gengið í stöðugri sölu eða vaxandi, en síður í minnkandi sölu. Vítahringurinn hefst á sölu- samdrætti sem leiðir til framleiðslu umfram greiðslumark, öðru nafni offramleiðsiu og birgðasöfnunar, sem leiðir til lækkunar greiðslu- marks, óhagkvæmari framleiðslu, launalækkunar bænda og sölusam- dráttar og svo hring eftir hring. Það herðir á hringferðinni að vegna sölusamdráttar freistast menn til að slátra heima umframlömbunum sem þeir fá lítið eða ekkert fyrir í sláturhúsinu og selja kunningjum, sú sala kemur ekki fram á opinber- um skýrslum og leiðir til lækkunar greiðslumarks allra bænda. Bændur geta ekki bjargað sér út úr hringa- vitleysunni með því að selja birgð- irnar á erlendum mörkuðum á eigin kostnað því fyrir liggur álit lögfræð- ings sem telur óheimilt að flytja út kjöt sem framleitt er innan greiðslumarks. Útflutningur á byrjunarreit Bændur mega að sjálfsögðu flytja út það kjöt sem þeir fram- leiða umfram greiðslumark sitt, upp á von og óvon með verð. Sláturleyf- ishafar eru að þreifa fyrir sér með markaðssetningu á þessu kjöti og í ljós kemur að hægt er að selja kjöt á ýmsum mörkuðum fyrir það sem bændur telja viðunandi verð. Til dæmis hefur Sláturfélagi Suður- lands tekist að vinna upp markað í Svíþjóð þar sem kótiletturnar eru seldar á hærra verði en í stórmörk- uðum í Reykjavík og skilar útflutn- ingurinn 140-170 kr. til bænda og stefnt er að 200 kr. skilaverði, sem yrði nálægt helmingur af því verði sem bændur fá fyrir kjöt innan greiðslumarks. Þá eru nú vísbend- ingar um að gott verð fáist í Banda- ríkjunum en engin sláturhús hér á landi hafa leyfi til slátrunar fyrir þann markað. Þetta starf gefur von um að bændur geti náð sér í ein- hveijar tekjur í framtíðinni með útflutningi. Útkoman er allt önnur en þegar útflutningur kindakjöts var sem mestur. Þá var mest hugsað um magnútflutning á kindakjöti í heil- um skrokkum, í mörgum tilvikum fyrir verð sem ekki dugði fyrir slát- urkostnaði og ríkið greiddi mismun- inn þannig að allir fengu sitt. Hvat- inn til að fá sem best verð var fjar- lægari en í dag. Það 'er von að Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, hafi sagt í ræðu sinni á dögunum að útflutn- ingur kindakjöts væri nú aftur kom- inn á byijunarreit. Er nöturlegt til þess að hugsa að áratuga starf að útflutningi skuli ekki skila til fram- tíðarinnar nothæfum viðskiptasam- Aðalsteinn sagðist ekki geta hafn- að þeim hugmyndum sem sett- ar hefðu verið fram um að hætta að afurðatengja beinu greiðslunar og gefa framleiðsluna fijálsa. Hann sagði að efst í sínum huga væri þó sú hugsun að reyna að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda og stækka sneiðina sem framleiðendur fengju af þeirri köku sem neytendur greiddu fyrir. Hann sagði að þetta hlutfall væri nú innan við 30%. Hann sagðist ekki sjá að söluþróunin á innanlandsmarkaði benti til að hægt yrði að halda uppi þeim fjölda bænda sem nú stundaði þessa framleiðslu og því væri eina leiðin að lækka milliliðakostnaðinn. Það þýddi aftur fækkun starfa í þéttbýlinu. Aðalsteinn vitnaði í landbúnaðar- ráðherra með það að sparnaður ríkis- sjóðs í útgjöldum til landbúnaðarins næmi yfir 4 milljörðum á næsta ári og sagði að skerðingin vegna þess samsvaraði 1.350 störfum. Sagði Aðalsteinn að með því að reikna með að tvö störf í þjónustu fylgdu hvetju starfi í frumframleiðslu þýddi þessi böndum. Svo vikið sé aftur að vítahringn- um er hægt að hugsa sér að hann rofni við aukna sölustarfsemi, en árangur hennar kemur ekki fram í greiðslumarki fyrr en ári eða árum seinna og myndi framleiðslan aftur fara vaxandi. Bændur sem skáru bústofn sinn niður í takt við lækkun greiðslumarks þyrftu þá að fara að samdráttur 4.000 störf. Taldi hann að kostnaður þjóðfélagsins vegna þessa atvinnuleysis yrði meiri en næmi sparnaði í útgjöldum til land- búnaðarins. Söluhvata vantar Aðalsteinn sagðist telja að meiri söluhvata vantaði í kerfið. Hann benti á atriði sem virkuðu öfugt og gætu stuðlað að því að salan kæmi seint fram á söluskýrslum. Hann sagði að afurðastöðvar fengju afurðalán út á kindakjötsframleiðsl- una og vaxta- og geymslugjald af birgðunum. Þær væru að gefa við- skiptavinum sínum 70-90 daga greiðslufresti og þyrftu því að fjár- magna það lán í tvo mánuði eftir að afurðalánið gjaldfélli. Þetta biði hættunni heim. Sömu áhrif hefðu árvissar útsölur í síðasta mánuði verðlagsársins. Þá væri kjötið alltaf greitt sérstaklega niður og gæti það freistað illa stæðra- afurðastöðva til að færa söluna á þann mánuð. „Þetta lagast ekki fyrr en framleiðendur ná betri stjórn á afurðasölunni." setja aftur á lömb með tilheyrandi tekjusamdrætti í bili til að geta framleitt upp í sinn hluta greiðslu- marksins. Hugmyndir um frjálsa samkeppni Bændaforystan hefur hingað til viljað halda í núverandi kerfi, viljað láta betur reyna á það. Hún vill ekki gera of mikið úr tímabundnum sölusamrætti og telur að sauðfjár- bændur geti spjarað sig í sam- keppninni á markaðnum þegar pen- ingarnir sem innheimtir verða af þeim í haust fara að nýtast auknu í markaðsstarfi. Baráttan stendur í raun milli kjötgreina, því heildar- kjötmarkaðurinn hefur heldur minnkað. Einstakir bændur hafa hins veg- ar lýst efasemdum með kerfið. Ákveðnustu hugmyndirnar um breytignar eru kenndar við Valdi- .mar Einarsson, starfsmann Lands- sambands kúabænda. Hann kom fram með tillögur um að stuðningur ríkisins yrði greiddur út á töluvert minni kindakjötsframleiðslu en nú er gert og framleiðsla umfram það gefin fijáls. Margir bændur hafa * Eg er enginn galdramaður,“ sagði Ásbjörn þegar hann var spurður hvaða leiðir væru færar. „Eg tel að við eigum að reyna að tryggja okkur þá aðstoð sein við höfum haft í gegnum beinu greiðsl- urnar en að þær verði ekki fram- leiðslutengdar þannig að fram- leiðslan yrði gefin fijáls,“ sagði Ásbjörn. Hann viðurkenndi að betra hefði verið að fara þessa leið áður en ráðist var í niðurskurð framleiðslunnar en menn hefðu þá verið að vona að botni sölunnar væri náð og leiðin yrði frekar uppávið. Ásbjörn sagðist gera sér grein fyrir því að kindakjötsverðið myndi að öllum líkindum lækka ef fram- leiðslan yrði gefin fijáls. En það væri óhjákvæmilegt, alveg á sama hátt og verið væri að lækka verð til bænda með verðskerðingum til að standa undir útsölu og markaðs- starfi. Hins vegar taldi hann að vinna þyrfti þannig úr breyting- unni að hún leiddi ekki til þess að lýst áhuga og jafnvel beinum stuðn- ingi við þessar hugmyndir og sumir vilja stíga skrefið til fulls, fara fram á óbreyttah stuðning ríkisins án þess að hann yrði tengdur við fram- leiðslu og kindakjötsframleiðslan þannig í raun alveg gefin frjáls. Rökin fyrir þessu eru meðal annars þau að með því að nýta betur hálf- tóm fjárhús og vinnuafl í sauðflár- ræktinni yrði hægt að ná niður framleiðslukostnaði á viðbótar- lömbunum og gera kindakjötið sam- keppnishæfara á markaðnum. Bændur gætu þá framleitt eins lítið eða eins mikið og þeir treystu sér til að selja. Sauðfjárbændur hafa lengi kvartað undan því að vera hnepptir í fjötra kvótakerfís á með- an aðrar kjötframleiðslugreinar væru fijálsar, það skapaði ójafn- vægi á markaðnum. Þessar hug- myndir leysa það vandamál. Á þetta ekki síst við nú þegar kröfur um aukinn innflutning fara stöðugt vaxandi. Grunn umræða Landbúnaðarráðherra sagði þeg- ar leitað var álits hans á hugmynd- SJÁ NÆSTU SÍÐU bændur og sláturhús færu út í mikla innbyrðis samkeppni og und- irboð. Sauðfjárbændur yrðu að standa saman í keppninni við fram- leiðendur annarra kjöttegunda. Ljós punktur Þrátt fyrir erfiðleikana sér Ás- björn nokkra ljósa punkta. Hann bendir á að útflutningur á því kjöti bænda sem flutt væri út skilaði nú 150-170 kr. á kílóið til bænda. Það væri mikil breyting frá magn- útflutningnum þegar útflutnings- verðið dugði íkki fyrir sláturkostn- aðinum. Sagði hann að þetta benti til þess að markaðir væri til fyrir íslenska kindakjötið en það tæki tíma að vinna þá upp. „Eg tel að hiklaust eigi að stefna að útflutn- ingi. Við höfum svo mikla verk- þekkingu og ágæta aðstöðu til framleiðslu í þessari atvinnugrein, öfugt við ýmsar nýjar greinar sem hafa verið reyndar, og hana eigum við að reyna að nýta,“ sagði Ás- björn. Adalsteinn Jónsson i Klausturseli Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson AFSLÁTTUR stórs HÓPS FRAMLEIÐEADA „ÞETTA er teygt til hins ítrasta. Ef greiðslumarkið verður lækkað um 5% eða meira í haust er það afsláttur stórs hóps framleiðenda," sagði Aðalsteinn Jónsson, fjárbóndi í Klausturseli á Jökuldal, við blaða- mann. Aðalsteinn sagði að fjárhagsvandi bænda kæmi fyrst fram í verri stöðu þeirra í kaupfélögunum og sagði hann að þess sæjust til dæmis inerki hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Menn notuðu beinu greiðslurn- ar til að greiða kostnað og hugsanlega laun og síðan dygði afurðaverð- ið á haustin í mörgum tiivikum ekki fyrir skuldinni við kaupfélagið. Ásbjörn Sig- urgeirsson ó Ásbjarnar- stöóum FRAHLEIÐSLAA AERÐIGEFIA FRJÁLS „ÞETTA stjórnkerfi stenst ekki mikið lengur, því verður að breyta svo við losnum út úr vítahringnum," sagði Ásbjörn Sigurgeirsson, fjárbóndi á Ásbjarnarstöðum í Mýrasýslu, í samtali við blaða- mann. Hann sagði að á nýlegum aðalfundi Landssamtaka sauðfjár- bænda hefðu sumir fundarmanna haft á orði að þeir vissu ekki lengur á hverju þeir lifðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.