Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
33
Minning
Séra Þórarinn Þór,
fyrrv. prófastur
Þegar samferðamennirnir kveðja
sr. Þórarin Þór hinstu kveðju er við
hæfi að einhver úr Flateyjarsókn
láti til sín heyra. Um nokkurra ára
skeið þjónaði hann fámennum söfn-
uði þar, sem einmitt á þeim árum
virtist bíða þeirra örlaga að líða
undir lok. Við þann fámenna söfnuð
og eyjarnar sjálfar tók hann þó
tryggð og fór ekki dult með ánægju
sína af messuferðum til Flateyjar.
í þeim gamansama tón sem kunn-
ingjarnir þekktu svo vel átti hann
til að státa af kirkjusókn þar upp
á hundruð prósenta á góðviðris-
dögum að sumarlagi. Þá er oft
margt aðkomufólk í Flatey.
Sr. Þórarinn Þór vígðist til Reyk-
hólaprestakalls 1948. Um þær
mundir var prestakallið flutt frá
Stað á Reykjanesi að Reykhólum,
þar sem hinu fornfræga höfuðbóli
var ætlað að gegna hlutverki
byggðarkjarna í framtíðinni. Þar
reis prestbústaður af grunni, þar
sem presturinn ungi settist að með
ijölskyldu sína. Áður höfðu prest-
arnir setið á Stað öldum saman, svo
hér var um tímamót að ræða.
Á Reykhólaárum sínum, sem
Minning
Guðbjörg Rannveig
Hermannsdóttir
Fædd 19. janúar 1906
Dáin 22. ágúst 1993
Elsku amma.
Ókkur langar bara til að kveðja
þig með nokkrum orðum og þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur. Við vitum að þú varst
búin að bíða lengi eftir því að fá
að fara og að þú ert núna ánægð
að vera loksins komin til hans afa,
en samt er eins og maður sé aldrei
fyllilega viðbúinn og fyllist áköfum
söknuði þegar dauðinn kveður dyra.
Okkur finnst við vera svo ríkar
að hafa fengið að eiga þig fyrir
ömmu. Þú kenndir okkur svo margt
og varst svo yndislega góð. Þú hafð-
ir alltaf tíma til þess að hlusta á
okkur þegar við þurftum á að halda
og ráðlagðir okkur ýmislegt sem
við förum eftir enn þann dag í dag.
Þú kenndir okkur bæði í orði og
verki að kærleikurinn og trúin á
guð væri það besta sem nokkur
maður gæti eignast. Þú áttir til svo
mikla hlýju og varst svo jákvæð
þrátt fyrir að þú hafir þurft að reyna
svo mikið.
Við munum í minningunni geyma
myndina af þér þar sem þú greiðir
síða hvíta hárið þitt og fléttar það
í tvær fléttur áður en þú klæðir þig
í peysufötin þín sem þú varst svo
hreykin af að vera í. Þér fannst þú
aldrei vera fín nema þú værir klædd
í peysufötin. En nú ertu farin og
eftir standa minningar um góða
LEGSTEINAR
faaiALFASTEINN?
ömmu og þakklæti fyrir það sem
þú varst og veittir með lífi þínu og
breytni. Hjartans þakkir fyrir allt
og allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregátárin stríð.
(V. Briem.)
Helga, Sveinn, Sólveig, Þór-
unn og Sigríður.
urðu 21, þjónaði sr. Þórarinn öllum
kirkjum Austur-Barðastrandar-
sýslu, sumum allan tímann, öðrum
skemur. Þar tilheyrðu áður sex
kirkjur íjórum prestaköllum, en
vegna fólksfækkunar, bættra sam-
gangna og í einu tilfelli vegna
færslu milli prófastdæma heyra þær
núorðið allar undir Reykhólapresta-
kall. Það mun ekki hafa átt illa við
prestinn að hafa næg viðfangsefni.
Hann var í eðli sínu enginn kyrr-
setumaður að ég ætla, ör í lund og
glaðsinna. Honum fylgdi hressandi
gustur og glaðværð, en engin logn-
molla. Þó var enginn lagnari að slá
á viðkvæma sorgarstrengi á kveðju-
stundum en hann. Það kom ekki
hvað síst fram þegar í hlut áttu
þeir sem á einhvern hátt höfðu orð-
ið olnbogabörn hamingjunnar í líf-
inu.
Frá Reykhólum fluttist fjölskyld-
an til Patreksfjarðar 1969, þar sem
sr. Þórarinn var sóknarprestur til
1987, að hann lét af embætti. Þar
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf-
um öðrum, og í tæpa þrjá áratugi
var hann prófastur í Barðastrand-
arprófastdæmi. Á þessum árum
þjónaði hann stundum nágranna-
prestaköllum þegar þar var prest-
laust og hafði áður en yfir lauk
þjónað öllum kirkjum Vestur-
Barðastrandarsýslu, eins og gerst
hafði áður í austursýslunni.
Ferill hans í embætti er athyglis-
verður og líklega einstakur. Ungur
vígðist hann til þjónustu í héraði
fjarri átthögum og frændliði, en í
því sama umdæmi eyðir hann síðan
allri starfsævi sinni. Hann þjónar á
þeim tíma hverri einustu kirkju í
heilu prófastdæmi, og er sjálfur
prófastur þess lengst af. Ókunnugt
er mér um hvort hliðstæður emb-
ættisferill sé þekktur í íslenskri
kirkjusögu.
Sr. Þórarinn Þór vafði sig engum
dýrlingshjúpi í daglegri framgöngu.
Hann forsmáði ekki gleðina og lífs-
nautnina né samneyti við breyska
t
Elsku konan mín, móöir okkar, dóttir
og systir,
GUÐRÚN BIRNA FINNSDÓTTIR,
verður jarðsett mánudaginn 6. septem-
ber frá Bústaðakirkju kl. 15.00.
Grétar Júníus Guðmundsson,
Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson,
Hannar Sindri Grétarsson,
Hanna Armann, Finnur Björnsson,
Valdís Ella Finnsdóttir.
720 Borgarfiröi eystra,
sími 97-29977, fax 97-29877
B*eMhús-
iiinréttinM^
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
t
Þökkum af alhug hluttekningu við andlát
RAGNARS ÓLAFSSONAR.
Arna Rut Ragnarsdóttir,
Ólafur Ragnar Karlsson, Hrefna Einarsdóttir,
Einar Ólafsson,
Stefania María Ólafsdóttir,
Sigríður Jóna Ólafsdóttir.
meðbræður. Kannski komst hann
heldur ekki alltaf hjá aðkasti eða
árekstrum, en starfsferill hans talar
sínu máli. Að leiðarlokum efast ég
um að nokkur óvildarmaður hans
hafi fyrirfundist í Barðastrandar-
prófastdæmi, en þeim mun fleiri
sem áttu hlýjar minningar í þakk-
látum hug um góðan og velviljaðan
gleðimann, samviskusaman emb-
ættismann, kreddulausan og auð-
mjúkan þjón þess leiðtoga sem hann
hafði ungur svarið hollustu.
Sjálfur minnist ég samstarfs við
hann á fleiri en einu sviði, skemmti-
legs félagsskapar, ákafa hans og
ósérplægni í baráttu fyrir áhuga-
málum og áhrifamikilla embættis-
verka þegar hann lagði sig fram.
Sterkur þáttur í eðli hans og upp-
lagi mun hafa verið listhneigð, sem
hann hefði líklega viljað sinna meira
en aðstæður hans leyfðu. Slíkum
mönnum kunna stundum að vera
mislagðar hendur, en þegar þeim
tekst best upp gera þeir hluti sem
verða okkur hinum minnisstæðir og
hafnir yfir flatneskju hversdags-
leikans.
Þegar sr. Þórarinn hafði lokið
sínu dagsverki, laus við embættis-
skyldur og heilsan enn bærileg ráð-
gerði hann oft að koma út í eyjar
og rifja upp gömul kynni við fólk
og fuglalíf á vordögum. Af því lét
hann verða vorið 1992, kom þá í
heimsókn með vandafólki og staldr-
aði við, líklega tvo daga. Þá var
veðurblíða sem ekki gafst oft á því
vori. Heilsunni hafði hrakað og lík-
lega var hann farið að gruna að
hveiju stefndi. Samt held ég að
hann hafi notið ferðarinnar og
grunnt var á gamanmálum sem
fyrr.
Þakklátur er ég nú fyrir að hann
skyldi fara þá för meðan dagur
entist og veit að honum fylgja þakk-
ir og kveðjur fjölmargra sem kynnt-
ust honum þar um slóðir á sínum
tíma, þegar hann hefur nú lagt upp
í sma hinstu för.
Ég hef ekki hirt um að greina
hér frá fjölskyldu hans því að það
hafa aðrir þegar gert. Ástvinum
hans votta ég samúð mína vegna
fráfalls sr. Þórarins Þór, en veit
reyndar að minningin um hann
verður þeim ekki sorgarefni heldur
gleðigjafi á ókomnum árum.
Eysteinn í Skáleyjum.
I
HARDVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR I. BRYNJÓLFSDÓTTUR.
Ingibergur G. Helgason, Sigríður Óskarsdóttir,
Sigríður Bryndís Helgadóttir, Ólafur Steinþórsson,
Jósep H. Heigason,
Hrönn Helgadóttir, Pétur Njarðvík,
Einar Helgason, Anna I. Gunnarsdóttir,
Helgi Gestsson, Guðmundur Vestmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar hjartans þakkir færum við þeim mörgu sem sýndu okk-
ur samúð
og vináttu við dauða og útför,
KRISTINS SIGURJÓNSSONAR,
Fögrubrekku 16,
Kópavogi.
Svanhvít Friðriksdóttir,
Friðrik S. Kristinsson, Þóra Jakobsdóttir,
Flóki Kristinsson, Ásdís Sigurþórsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við útför elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu,
VIGDÍSAR HÓLMFRÍÐAR INGIMARSDÓTTUR,
Arahólum 2.
Þór Ingimar Þorbjörnsson, Einína Einarsdóttir,
Guðrún Ólöf Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
ELÍSABETAR HJÁLMARSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 50.
Elísa J. Jónsdóttir,
Guðmundur G. Jónsson,
Maria Huld Jónsdóttir,
Guðmundur H. Jónsson,
Bára M. Eiríksdóttir
og barnabörn.
Þórir Davíðsson,
Þóra Jónsdóttir,
Díana L. Franksdóttir,
Kristin Kristensen,
* Stílabœkur frá Kassagerbinni • Stíiabcekur frá Kassagerbinni Stílabœkur frá Kassagerbinni • Stílabcekur frá Kassagerbinni • Stíiabcekur frá Kassagerbinni • Stílabœkur frá Kassagerbinni Stíiabœkur frá Kassagerb
/