Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
sinnió
skmnió
eftir Kristján Jóhann Jónsson
Júlíveðrið á Héraði dundi á gluggunum, hitastigið var komið
niður undir frostmark og öldurnar á Lagarfljótinu með hvítt
fax en ormurinn lét ekki sjá sig enda lítur hann ekki við
öðru en blíðskaparveðri. í húsi á fljótsbakkanum situr fyrrver-
andi bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Hann hefur á síðari
árum byggt upp eins konar fyrirtæki eða samtök til þess að
nýta skinn af hreindýrunum sem ganga villt um öræfi Austur-
lands.
Fólk er aó rétta
ffram skálina sina
til þess að Davíó
eða Steingrímur
láti eitthvað i
hana, segir Aóal-
steinn Aóal-
steinsson, en ég
kann betur við að
gera eitthvað
sjálfur.
að er nokkuð langt síð-
an ég fór að hugsa um
hvort ekki væri hægt
að gera eitthvað úr
þessum skinnum, seg-
ir hann. Ætli það hafi
ekki verið 1986 eða
’87. Þá var svo komið að öllum
skinnunum var hent. Það hafði
verið reynt á árum áður að búa
til úr þeim skrautskinn. Þau voru
þá sútuð með hárinu á en hrein-
dýrshárið er þannig gert að það
brotnar og losnar og það varð af
þessu mesti sóðaskapur í húsum.
Ég fór að hugsa um hvort ekki
væri hægt að búa til leður úr hrein-
dýrsskinni því að einhvem veginn
fannst mér að þetta hlyti að vera
dálítið gott efni í leður. Ég fór í
verksmiðjumar á Akureyri og
ræddi mikið við þá en þeim leist
ekkert á mínar hugmyndir. Ég
hitti líka menn af Sauðárkróki sem
komu hingað til þess að kaupa af
mér gærar, ég var sláturhússtjóri
hér þá. Þar súta þeir skinn og ég
hef enn upp sama sönginn. Endir-
inn á okkar samtölum varð sá að
þeir ákváðu að reyna. Þeir tóku
af mér nokkur skinn og reyndu
að gera úr þeim leður. Það gekk
nú alla vega. Þeir bjuggu að vísu
til dálítið leður en þeir höfðu ekki
næga tækni. Þeir höfðu ekkert tii
þess að jafnþynna leðrið.
Það varð svo úr að lokum að
Skinnaiðnaður á Akureyri prófaði
líka. Þeir vora með næga tækni
og bjuggu til dálítið af leðri fyrir
mig sem leit alveg ljómandi vel
út. Hins vegar sá enginn sér hag
í því að súta fáein skinn. Það var
svo alltof Iítið upp úr því að hafa.
Þetta var svo lítil eining og litlar
einingar eiga ekki upp á pailborð-
ið í dag. Árið 1989 var síðan hald-
in iðnsýning hér á Egilsstöðum og
þá átti ég svolítið af leðri sem
Skinnaiðnaður á Akureyri hafði
gert, og reyndar svolítið frá Sauð-
árkróki líka, og það voru saumað-
ar úr þessu flíkur og sýndar á iðn-
sýningunni og þeim var mjög vel
tekið. Þar með var fyrsta skrefið
stigiðr-
Um þessar mundir var líka mjög
Ólafía Sigmarsdóttir, húsfreyja í Klausturseli á Jökuldal, saumar húfur, kven-
veski og töskur úr hreindýrsskinni. Hún hefur fengist við þessa framleiðslu í
tvö, þijú ár og segir að regin-
munur sé á því sem hún saumar
núna og því sem hún bjó til fyrst.
Hún fær snið frá Signýju Órm-
arsdóttur, leðurhönnuði í Dan-
mörku, og saumar eftir þeim en
hún leikur sér að þeim líka. Ólaf-
ía framleiðir einnig pijónavörur
af ýmsu tagi sem hún litar með
jurtalitum.
Þaó er hanna
Danmörku, sútao
á Noróurlandi og
saumaó á Jökul-
dal og Egilsstöó-
um. Áóur var
hreindýrsskinn-
um hent á íslandi
en nú er ffram-
leidd úr þeim
gæóavara eins
og hver vill.
Bergþóra Arnórsdóttir frá Hvanná á Jökuldal er handavinnukenn-
ari og býr á Egilsstöðum. Hún lærði í Danmörku og er sérmenntuð
í leðurvinnu. Bergþóra saumar aðallega föt. Hún hefur lengi verið
að hugsa um að leggja það eingöngu fyrir sig en segist alltaf lenda
í kennslu. Á yngra fólk hefur Bergþóra aðallega saumað vesti og
skokka en það er miklu algengara að hún saumi yfirhafnir á eldra
fólk. Hún segir að það taki sig þijá til fimm daga að sauma jakka
ef allt sé talið. Það er þó misjafnt eftir teikningunni. Sniðin býr hún
oftast til sjálf í samráði við þá sem hún er að sauma á en hefur líka
fengið snið frá Signýju Ormarsdóttur, fatahönnuði í Danmörku.
farið að bera á samdrætti í sauð-
fjárbúmennskunni og þess vegna
datt mér í hug hvort ekki væri
hægt að skapa einhveija atvinnu
við leður og skinn til þess að bæta
fólki upp missi á sinni framleiðslu.
Ég keypti nokkrar saumavélar og
dreifði þeim á bæi; fékk þær kon-
um sem vildu prófa þetta. Til þess
að koma þeim af stað fékk ég
konu sem hafði lært saumaskap
og kunni að fara með leður. Það
var Bergþóra Arnórsdóttir, handa-
vinnukennari.
Upp úr þessu var farið að herða
róðurinn og það varð til þess að
ég fór að kaupa öll hreindýraskinn
sem ég fékk og láta súta þau í
leður. Konurnar fóra síðan að
vinna í þessu. Það kom strax í ljós
að ef eingöngu yrðu saumuð föt
myndi mikið ganga af og það varð
að fínna einhveija leið til þess að
fullnýta skinnin. Konurnar fóru
þess vegna að sauma úr þeim
húfur, töskur og púða og alls kon-
ar smærri hluti og þannig þróaðist
starfsemin í það fyrirkomulag sem
á henni er í dag. Það eru nokkrar
konur sem vinna við þetta og þær
hafa komið sér upp verkaskiptingu
í framleiðslunni. Éin saumar tösk-
ur og veski, önnur poka og ýmiss
konar smátöskur, síðan eru aðal-
lega tvær í fatasaumnum. Þegar
skriður komst á framleiðsluna
fengum við til okkar útlærðan leð-
urhönnuð sem starfar í Danmörku
og rekur þar lítið fyrirtæki. Hún
tók að sér að hanna fyrir okkur
flíkur og töskur. Hún heitir Signý
Ormarsdóttir og er reyndar ættuð
héðan af svæðinu. Þannig virkar
þetta í dag. Signý hannar úti í
Danmörku, konur á Egilsstöðum
og Jökuldal sauma og fólk sýnir
þessum varningi vaxandi áhuga.
Fatnaðurinn er að langmestu leyti
saumaður eftir pöntunum. Við
bjóðum fólki flíkur eins og það
vill hafa þær. Þetta er sérhannað
fyrir hvern mann og það er aldrei
saumað eins. En við seljum líka
mikið af smávarningi. Úr minnstu
skinnpjötlunum búum við til nælur
þannig að við notum allt upp. Það
er varla hægt að hugsa sér um-
hverfisvænni iðnað en þennan. Til
þessa fyrirtækis okkar er stofnað
á þann hátt að það ber sig sjálft