Morgunblaðið - 18.09.1993, Side 2

Morgunblaðið - 18.09.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 . Vinnslustöðin í V estmannaeyjum Bankafrí verð- ur lagt niður Krafa um útborgun í peningum? VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur tilkynnt starfsfólki að 20 mínútna bankafrí, sem veitt hefur verið á föstudögum, verði lagt niður. Forsendur fyrir bankafriinu eru sagðar brostnar þar sem bankar eru opnir í hádeginu. Formaður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja segir að til greina komi að starfsfólk krefjist þess að fá útborgað í peningum verði bankafriið lagt niður. Úlfar Steindórsson, fjármála- stjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að starfsfólkinu hefði verið tilkynnt í ágúst að bankafríið yrði lagt niður 1. nóvember. Forsendur fyrir því væru löngu brostnar þar sem bank- ar væru farnir að hafa opið í hádeg- inu og önnur fyrirtæki veittu heldur ekki slík frí. Úlfar sagði að engin viðbrögð hefðu komið frá starfs- fólkinu vegna þessa og sagði að engar kröfur hefðu verið gerðar um að borgað yrði út í peningum. Hann sagðist að vísu hafa heyrt á slíkt minnst en haldið að um grín væri að ræða. Bankafríið nauðsynlegt Jón Kjartansson, formaður Borgarís að Stein- grímsfírði Laugarhóli. UNDANFARNA daga hefur sífellt orðið meira vart við ísrek á Húnaflóa. Yfirborðs- hröngl hefur verið nyög lítið en stærri borgarísjaka hefur rekið inn á flóann og var þannig mjög stór jaki kominn inn á móts við Asparvík á Bölunum í Kaldrananes- hreppi 15. sept. Þá voru þrír jakar komnir í mynni Stein- grímsfjarðar, á rækjubáta- slóð, 16. september en þá lón- aði stærsti jakinn í mynni Bjarnarfjarðar syðri. Þó nokkuð hefur borið á ís- reki í Húnaflóa undanfamar vikur, en jakarnir bráðnað í hlýrri sjó í Húnaflóa. í síðustu viku rak stóran borgarísjaka á móts við bæinn Asparvík í Kaldrananeshreppi en síðar færðist hann enn innar, allt að mynni Bjarnarfjarðar syðri. Þá hefur nokkra jaka rekið dýpra í flóanum inn að mynni Stein- grímsfjarðar. Jakar þeir sem þarna hafa verið á reki hafa verið um það bil tvær til þijár sjómílur frá landi. - S.H.Þ. Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að forsendur hefðu verið fyrir bankafríinu á sínum tíma og þær væru óbreyttar. Starfsfólkið ætti fyllsta rétt á að fá útborgað í pen- ingum og yrði það tekið til athugun- ar ef fyrirtækið legði bankafríið niður. Jón sagði að samkvæmt lög- um ætti að borga fólki út í pening- um og hefði unnist mál um það fyrir Hæstarétti fyrir þremur ára- tugum eftir að byijað var að greiða laun inn á bankareikninga. Þá hefðu fiskvinnslufyrirtækin í Vestmanna- eyjum gengist inná að veita 20 mínútna bankafrí á launum á föstu- dögum. Þegar ísfélagið og Hrað- frystistöðin sameinuðust datt þetta frí uppfyrir þar sem stutt var í bankann og opið var í hádeginu. Jón sagði að íjölmargar skrifstof- ur, bæði opinberar og óopinberar, væru lokaðar í hádeginu og væri bankafríið nauðsynlegt til að fólk næði að reka erindi sín. Gluggaþvottur Morgunblaðið/Kri8tinn Eftirlits- maður á miðinum helgina ÁKVEÐIÐ hefur verið að starfs- maður Landhelgisgæslunnar fari á fiskimiðin í Smugunni til eftir- Iits með afla íslensku skipanna sem þar eru að veiðum. Maðurinn fer til Óslóar í dag og þaðan áfram til Norður-Noregs, þar sem Norðmenn taka á móti hon- um, en hann mun fara með norsku eftirlitsskipi á miðin. Gera má ráð fyrir hann geti ver- ið kominn þangað á morgun, sunnudag, eða á mánudag. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sagði um þessa ákvörðun að ástæða þætti til þess að sannreyna hvað væri að gerast á miðunum þar sem um það væru skiptar skoðanir. Norðmenn segðu eitt en skipstjórar.á miðunum mótmæltu niðurstöðu þeirra. Því væri best að láta hlutlausan aðila kanna málið og þetta væri ódýrasta og fljótvirkasta leiðin að koma því til leiðar. Jón sagði að ekki væri ákveðið hvert framhaldið yrði þegar upplýs- ingar um afla og aflasamsetningu lægju fyrir. Hann sagði að Norð- menn hefðu strax tekið því vel að maður héðan kæmi og hann efaðist ekki um að þeir myndu standa vel að því að aðstoða hann. Hrönn á ísafirði lætur smíða nýjan togara hjá Flekkefjord í Noregi Smíðaverð 1.275 milljónir að teknu tilliti til niðurgreiðslna Skipið nær helmingi stærra en Guðbjörg ÍS og verður afhent í september að ári HRÖNN HF. á ísafirði hefur gert samning við skipasmíðastöð- ina Flekkefjord í Noregi um smíði á nýjum frystitogara fyrir fyrirtækið í stað ísfisktogarans Guðbjargar ÍS-46. Skipið, sem er um 2.100 tonn að stærð, verð- ur afhent í september á næsta ári og kostar 147 millj. norskra króna. Það jafngildir um 1.440 milljónum íslenskra króna, en þegar tekið er tillit til 11,5% nið- urgreiðslna á smíðaverði skips- ins er endalegt verð 1.275 miHj- ónir íslenskra króna miðað við gengi norsku krónunnar í gær. Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri, segir að aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun sé eðlileg endurnýjun á skipinu sem sé orðið tólf ára gam- alt. Þá sé enginn rekstrargrundvöll- ur fyrir ísfisktogara í dag, auk þess í dag Nýtt hús MS félagsins____________ MS félagið á íslandi hefur ráðist í byggingu nýs húss á 25. afmælis- ári félagsins 12 Endurreisa skinnaiðnað___________ Akureyrarbær leggur 22,5 millj. til stofnunar nýs uUariðnaðarfyrir- tækis 16 Fallbarátta i 1. deild___________ Fjögur lið eru tölfræðilega enn í fallhættu í 1. deild 38 Leiðari__________________________ Átak gegn skattsvikum 20 GULLIÐ AUGNABUK .‘xffyHvri- ^pzrrSii 1 " Lesbók ► Konur Braga - Af skáldskap tveggja systra - Ólafur lög- sagnari - Söguleg hús - Ma- treiddar ímyndir - Vandi þýð- andans. Menning/Listir þ Verk Gunnlaugs Blöndal á Kjarvalsstöðum - Ferðalok í Þjóðleikhúsinu - Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins - Sýn- ingar ungra myndlistarmanna. sem nýja skipið verði útbúið til rækjuveiða jafnhliða veiðum á bol- físki. Frystitogarar fá svimandi hátt verð „Þegar þeir sverfa svona að kvót- anum eins og allir vita, þá verður maður að vera á skipi sem maður getur sótt á út fyrir 200 mílurnar og snúið sér eitthvað að rækju með. Það hefur gefist vel hjá mörg- um. Við verðum að reyna að lengja úthald skipsins. Það gefur miklu meiri möguleika þegar maður er kominn á svona frystiskip og svo er náttúrlega ekki hægt að líkja saman verðinu sem fæst fyrir afurð- irnar. Það er svo svimandi hátt verð hjá þeim miðað við það sem við fáum fyrir að leggja okkar fisk í land,“ sagði Ásgeir. Guðbjörgin verður tekin upp í kaupverð nýja skipsins fyrir 38 milljónir norskra. króna eða rúmar 370 milljónir íslenskra króna og um 60% af kaupverði skipsins verða fjármögnuð með erlendum lánum með ábyrgð norska ríkisins. Auk Guðbjargarinnar verður annar tog- ari tekinn af skrá vegna stærðar hins nýja skips, en ekki var hægt að fá upplýsingar um hvaða togari. Skipið er hannað af Bárði Haf- steinssyni, skipaverkfræðingi, og samstarfsmönnum hans hjá Skipa- tækni hf. Það er 68,31 metri að lengd og 14 metrar að breidd og ber um það bil 2.100 tonn eins og áður sagði. Frystilestin tekur yfir 400 tonn af frystum afurðum og frystigeta verður um 70 tonn á sólarhring. Fiskimjölsverksmiðja verður um borð sem afkastar um 25 tonnum á sólarhring og einnig verður ækjuvinnslubúnaður af full- komnustu gerð. Aðalvélin verður um 5 þúsund hestöfl, skrúfa um 3,9 metrar í þvermál og áætlaður ganghraði í kringum 15 sjómílur. Skipið verður útbúið fyir flottroll og botntroll og getur togað á allt að 2 þúsund metra dýpi. íbúðir verða fyrir 37 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum og hefur hver klefi sér snyrtingu og sturtu. Sjá bls. 14: „Þaðer...“ i i l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.