Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 25 ARA AFMÆLI MS FELAGS ISLANDS Nýja húsið gjör- breytir aðstöðunni ÖFLUG starfsemi hefur ein- kennt MS félagið á íslandi og hafa félagar þess verið óþreyt- andi við að fræða almenning um þennan dularfulla sjúkdóm, Multiple Sclerosis, sem helst leggst á ungt fólk. MS sjúklingar á Islandi eru nú um 240 og á siðasta ári greindust 20 nýir ein- staklingar. MS félag íslands er ekki gamalt, verður 25 ára næst- komandi mánudag, en hefur nú á afmælisárinu ráðist í að byggja nýtt hús undir dagvist og starfsemi sína. Segir Gyða Ólafsdóttir formaður að gjör- breyting verði á öllum aðbúnaði sjúklinga og starfsfólks með til- komu stærra húsnæðis. Hversu lengi nýja húsið, sem verð- ur á Sléttuvegi 5, fullnægir helstu kröfum um rými og þjónustu verð- ur framtíðin að skera úr um, en æ fleiri einstaklingar greinast nú á ári hverju með MS en áður. „Menn hafa spurt hver ástæðan geti verið fyrir því, en líklegt er talið að með tilkomu nýrra og fullkominna tækja greinist margir fyrr með Morgunblaðið/Sverrir Stjórn MS félags íslands á grunni nýja hússins við Sléttuveg 5. Frá vinstri: John E.G. Benedikz með- stjómandi, Gyða Ólafsdóttir formaður, Sigurbjörg Ármannsdóttir ritari, Elín Þorkelsdóttir gjaldkeri og Oddný Lárusdóttir varaformaður. sjúkdóminn en ella,“ segir Gyða Ólafsdóttir, formaður og fram- kvæmdastjóri félagsins. MS er langvinnur bólgusjúk- dómur í miðtaugakerfí sem einkum leggst á yngra fólk, oft á aldrinum 18 til 30 ára, fátítt er að hann byiji innan fimmtán ára aldurs eða eftir fimmtugt. Einkenni hans eru mismunandi en koma helst fram í sjóntruflunum, mikilli þreytu, skerðingu á samhæfðum hreyfmg- um, jafnvægisleysi og stundum lömun. MS félagið var stofnað 20.sept- ember 1968. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Kjartan R. Guð- mundsson yfirlæknir og fyrsti for- maður var Haukur Kristjánsson yfirlæknir. Markmið félagsins er að styrkja rannsóknastörf, kynna sjúkdóminn og stuðla að yelferð MS sjúklinga. Þegar félagið var stofnað voru MS sjúklingar fáir á íslandi, en að sögn Gyðu eru þeir nú um 240, konur í nokkrum meirihluta, og greindust um 20 manns með sjúk- dóminn á síðasta ári. í 40% tilvika er sjúkdómurinn tiltölulega mildur, veldur bæklun hjá öðrum 40% og er slæmur í 20% tilvika. Orsök sjúkdómsins er óþekkt og engin fullnægjandi meðferð er til við honum enn sem komið er. Með margvíslegri meðferð má hins veg- ar milda eða tefja framvindu sjúk- dómsins tímabundið. Endurhæfíng, þjálfun og hreyf- ing eru mjög mikilvægir þættir í meðferð MS-sjúklinga, og hefur dagvist MS-félagsins í-Álandi séð um þá þætti, svo og sinnt félags- legum þörfum fólksins. Margt verra en að fá MS Skrýtið að vera ekki hetjan Morgunblaðið/Sverrir Harpa Karlsdóttir: „Viðhorf mitt til lífsins breyttist eftir þessa reynslu." GÆRDAGURINN hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá Hafdisi Hannes- dóttur félagsráðgjafa, sem greindist með MS fyrir álján árum. Sjúk- dómurinn breytti miklu um framtíðaráform hennar, en hún hefur reynt að horfa fram á við og meta stöðu sína á hveijum tíma með það fyrir augum að vinna sem best úr henni. DANSKENNSLA er ekki hent- ugt starf fyrir þann sem er með MS, enda varð Harpa Karls- dóttir að gefa það upp á bátinn eftir að hafa lagt stund á það nám i eitt og hálft ár. Hún veiktst alvarlega nítján ára gömul, en hefur síðustu sjö árin verið heilbrigð ef frá eru skilin væg einkenni sem minna hana á tilvist sjúkdómsins, einkum ef hún fer sér of geyst. Harpa var ijórtán ára gömul þegar fyrstu einkenni MS komu fram, og lýstu þau sér sem doði í andliti og jafnvægisleysi. „Þessi einkenni stóðu yfír í nokkra mán- uði og áttu læknamir fá svör við þeim,“ segir Harpa. „Í raun held ég að sjúkdómurinn hafí gert vart við sig miklu fyrr eða þegar ég var sex ára gömul. Ef við krakk- amir vomm í „lögga, bófí“ valdi ég alltaf að leika ljósastaur, því ég stóð á öndinni af mæði ef ég þurfti að hlaupa." Sjúkdómurinn gerði aftur vart við sig þegar hún var sextán ára en það var fyrst þegar hún var nítján ára gömul og komin vel á veg í danskennaranámi að hún veiktist svo illa að hún hélt ekki einu sinni glasi. „Á þessum tíma dansaði ég i marga tíma á dag og hef líklega ekki þolað það. Ég dofnaði upp að bijósti, og var lögð inn.. Þegar ég var yngri hafði lækninn gmnað hvaða sjúkdómur vææri á ferðinni en fundist ég fullung. Nú var ég greind með MS og þar sem ég hafði aðeins séð neikvæða hlið þess sjúkdóms, bæði hjá afa mínum og frænda, sagði ég nei. Ekki ég. Á þessum tíma var lítil fræðsla um sjúkdóminn þannig að maður vissi mjög lítið um hann.“ í tvo mánuði var Harpa á sjúkrahúsi og næstu mánuði á eftir var hún fastagestur á sjúkra- húsinu í rannsóknum og sjúkra- þjálfun. „Ég náði mér fljótt og ég held það megi þakka því hversu vel ég var á mig komin líkam- lega. Ég hef verið góð frá 1986 og hef aldrei verið eins frísk og þegar ég gekk með dóttur mína, en hún fæddist í febrúar 1987.“ Harpa býr ein með dóttur sinni sem er sex ára gömul, og hefur stundað nám í öldungadeild FB. „Ég var ákveðin í að láta þennan sjúkdóm ekki breyta lífí mínu og vann í fyrstu fullan vinnudag, en það gekk ekki upp. Þegar ég kom heim með dóttur mína á kvöldin var ég svo þreytt að ég sofnaði um áttaleytið eins og hún. Svo ákveðin var ég í að beijast að ég reyndi allt og prófaði, fór í eró- bikk meira að segja en var gjör- samlega búin eftir fyrstu tíu mín- útumar. Ég get hlegið að þessu núna, en á þeim tíma fór þetta verulega í skapið á mér. Núna fer ég mér hægar og gæti þess að fara vel með mig.“ Harpa tekur þátt í starfsemi MS félagsins, og segir hún að yngri MS félögum hafi fjölgað, þótt hún muni sjálf enn vera með þeim yngstu. „Það er mjög gott að koma í MS húsið, og þær eru yndislegar konumar sem þar starfa. Eg fer öðru hvom í sjúkra- þjálfun því ég fínn stundum fyrir jafnvægisleysi og doða, og verð þreytt eftir ekki neitt. Ef ég fær- ist of mikið í fang, kemur það alltaf niður á mér.“ Danskennslan hefur verið lögð á hilluna, að minnsta kosti sem aðalstarf, en hins vegar segir Harpa að það sé margt sem hana langi til -að læra, til að mynda hafí hún alltaf gengið með það í maganum að vera snyrtifræðing- ur. „Ég get ekki valið mér hvaða starf sem er og ég er oft þreytt og sár yfír því að vera með þenn- an sjúkdóm. Einnig er óttinn við að fá annað kast alltaf til staðar. Þetta slæma kast sem ég fékk er eins og fjarlæg martröð núna og ég veit ekki hvernig ég hefði kom- ist í gegnum það ef ég hefði ekki fengið svona mikinn stuðning frá vinkonum mínum. Þær komu stundum á morgnana til mín og fóru ekki fyrr en á miðnætti. Ef þær voru að fara á ball komu þær til mín áður til að spjalla. Viðhorf mitt til lífsins breyttist mikið eftir þessa reynslu. Ég er þakklát fyrir að fá að lifa og skil það núna að það er margt annað verra en að fá MS. Fordómar eru miklir og fólk álítur oft að lífið sé búið fyrir þann sem fær MS. En það er ekki rétt, það er vel hægt að lifa eðlilegu lífi með þenn- an sjúkdóm og líta björtum augum á framtíðina. Ég er skapgóð og þolinmóð, þeir eiginleikar hafa dugað mér vel, og svo er mikil- vægt að vera jákvæður." Hafdís var 25 ára gömul og við nám í Noregi þegar hún fékk þau einkenni sem síðar voru greind sem MS. Upp úr tvítugu hafði hún feng- ið óljós einkenni sem hún þó skeytti ekki um, en síðar missti hún sjón á öðru auganu og fætur hennar dofn- uðu upp að hné. „Læknarnir þar ytra ætluðu að reyna að sleppa við að segja mér sannleikann og töluðu um bólgu í mænu,“ segir Hafdís. „Ég las mér til um alla taugasjúkdóma og spurði þá síðan hvort ég væri með MS, þótt mér þætti það sjálfri reyndar fráleitt. Fyrstu viðbrögð mín þegar mér var svarað játandi voru svipuð og hjá öðrum. Maður heyrir jáið og síðan lokast fyrir öll skynfæri. Það var þó í sjálfu sér léttir að heyra sannleikann og vera ekki lengur álit- in taugaveikluð eða móðursjúk." Sjúkdómurinn breytti miklu um framtíðaráform Hafdísar. Auk þess að læra félagsráðgjöf hafði hún lok- ið námi sem djákni og hafði hug á að starfa fyrir Norsku sjómanna- kirkjuna. „Ég var ævintýramaður og hafði hlakkað til að ferðast um heiminn á vegum kirkjunnar, en með þennan duttlungafulla sjúkdóm yfir höfði mér var slíkt útilokað." Hjá Hafdísi er sjúkdómurinn virk- ur, eða sívakandi eins og sagt er um MS. Þrisvar til fjórum sinnum á ári fær hún köst sem lýsa sér helst í sjóntruflunum, dofa í útlimum og skertri húðskynjun. Hún er einnig jafnvægisskert og gengur við hækj- ur. Þegar Hafdís kom frá Noregi hóf hún störf í Öskjuhlíðarskóla. Með tímanum jókst vinna hennar með fötluð börn og nú starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Greiningarstöð ríkisins. „Það var lán að ég hafði valið mér starf á sínum tíma sem gerir mér kleift að vinna áfram. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Eg velti mér ekki upp úr gærdeginum heldur reyni að vinna úr stöðunni eins og hún er,“ segir Hafdís Hannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.