Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 23
1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 23 V etrarstarfið í Laugarneskirkju eftir Jón D. Hróbjartsson Inngangur Um þessar mundir er vetrarstarf Laugarnessafnaðar að hefjast. í vetur verður safnaðarstarfið í svip- uðum skorðum og undanfarin ár og munum við enn reyna að gera betur og bjóða safnaðarfólki upp á fjölbreyttara starf en nokkru sinni. Guðsþjónustur Eins og eðlilegt er í hveijum söfn- uði er guðsþjónustan á sunnudegi hápunktur starfsins, þar sem allir eru boðnir velkomnir og við getum í sameiningu tilbeðið Guð og átt samfélag hvert við annað. Við höldum áfram með það form sem verið hefur, þ.e. að hafa guðs- þjónustur kl. 11 árdegis alla sunnu- daga. Börn og fullorðnir eru saman við upphaf guðsþjónustu en fyrir prédikun fara bömin niður í safnað- arheimilið og fá fræðslu við sitt hæfí, söng og leiki. Eftir hveija guðsþjónustu er boðið upp á kaffi og ávaxtasafa og skapast því oft samfélag í safnaðarheimilinu og fólk ræðir saman og kynnist hvert öðm. Annan hvem sunnudag er altarisganga. Einu sinni í mánuði verður einnig boðið upp á guðsþjónustu kl. 14 og verður það auglýst sérstaklega, en þá verður einnig boðið upp á akstur til og frá kirkju og þjónustuhópur kirkjunnar tekur á móti kirkjugest- um og sér um kaffiveitingar eftir guðsþjónustuna. Kyrrðarstundir í hádegi Á hveijum fimmtudegi er kyrrð- arstund í hádeginu. Nú eru 5 ár frá því við byrjuðum með þetta helgi- hald í miðri viku og er þátttakan mjög góð, venjulega um 30-40 manns. Kyrrðarstundin í kirkjunni tekur um 30 mínútur, en þar er tónlist, ritningarlestur, altaris- ganga og fyrirbænir. Eftir stundina í kirkjunni er hægt að fá súpu og brauð á vægu verði. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknar- prestsins fyrirfram ef óskað er. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hve góður hópur hefur sótt þessar kyrrðarstundir, fólk á öllum aldri. Biblíulestrar í nóvember verða Biblíulestrar á þriðjudagskvöldum. Sóknarprestur- inn mun annast fræðsluna, en hann mun lesa Fjallræðuna að þessu sinni. Fyrst er textinn lesinn og útskýrður, en svo er gefinn kostur á að spyija spurninga og ræða efni textans. Fjallræðan er skráð í Mattheusarguðspjalli 5. til 7. kapít- ula, að báðum meðtöldum. Barna- og unglingastarf Á sunnudögum verður bama- starfið í tengslum við messu dags- Skráning er hafin á sýningu Kynjakatta ÚTLIT er fyrir að fleiri kettir taki þátt í sýningu Kynjakatta, kattaræktarfélags Islands, í ár en nokkru sinni fyrr. Skráning á sýninguna er hafin og þurfa eig- endur katta að skrá ketti sína fyrir 25. september næstkom- andi. Sýningin verður tvískipt að þessu sinni og í fréttatilkynningu frá Kynjaköttum kemur fram að dóm- arar á sýningunni verði hugsanlega þrír, en ákveðið sé að þeir verði a.m.k. tveir, annar frá Danmörku og hinn frá Tékklandi. Sýningin verður haldin dagana 16. og 17. október í íþróttahúsi fatlaðra. Fyrri daginn skoða dómarar ketti sem ekki hafa áður tekið þátt í sýningu þar sem erlendir dómarar dæma. Er það gert til að unnt sé að stað- festa hverrar tegundar kötturinn er og hvert litaafbrigði hans er. Síðari daginn verður aðalýsingin og verður hún opin almenningi. Skráning fer fram á skrifstofu Kynjakatta, Sigtúni 7 á miðviku- Starfsþjálfun fatlaðra Kynning á starfsemi STARFSÞJÁLFUN fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra verður með kynningu á starfsemi sinni og tölvubúnaði fyrir fatlaða í Geysishúsinu laugardaginn 18. september kl. 16. Kynningin er liður í dagskrá sýn- ingar SKYRR um sögu tölvunnar sem haldin er í tilefni 25 ára afmæl- is félagsins. Meðal tölvubúnaðar sem sýndur verður á laugardaginn er íslenskt tölvutal (talgervill) og blindraskjár. ...: .' : " ■ 1 ■ — I3IOMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu ins eins og fyrr segir, en umsjónar- maður barnastarfsins er Þórarinn Björnsson guðfræðingur sem hefur stjórnað þessum þætti undanfarin ár. Með honum eru fjölmargir sjálf- boðaliðar, sem fræða börnin í þrem- ur hópum eftir aldri. 10-12 ára starf 10-12 ára starf verður á fimmtu- dögum kl. 17 í umsjá sr. Þórhalls Heimissonar, en með honum verða einnig sjálfboðaliðar. í vetur verður tekist á við mjög áhugavert verk- efni, en það er söngleikur sem færð- ur verður upp og sýndur á aðventu. Unglingastarf Unglingastarf verður á sunnu- dagskvöldum kl. 20 og verður sr. Þórhallur Heimisson einnig umsjón- armaður þess og hefur sér við hlið kraftmikið lið leiðtoga. Fermingarbörn Í vetur verður fermingarfræðslan á laugardögum kl. 12-14 eins og í fyrra, en sú tilraun tókst vel, enda eru börnin mun upplagðari á laug- ardegi en í lok skóladags. Mikil áhersla verður lögð á að fermingar- börnin taki þátt í helgihaldi kirkj- unnar og einnig er gert ráð fyrir að hópurinn fari í fermingarbúðir í Vatnaskógi í október. í vetur mun Halla Jónsdóttir kennari aðstoða sóknarprestinn við fræðsluna. Inn- ritun fermingarbarna nk. vors verð- ur 21. september kl. 16-17. Feðra- og mæðramorgnar Foreldramorgnar hafa fest rætur í safnaðarstarfinu og er oft líf og fjör á föstudagsmorgnum í safnað- arheimili kirkjunnar. Samveran byggist upp á því að ræða málin yfir kaffíbolla. Áf og til koma gest- ir til að halda fyrirlestra og alltaf er helgistund fyrir allan hópinn sem sóknarpresturinn annast. Ég hvet mæður og feður sem eru með börn heima á morgnana að kynna sér þetta starf. Hjónaklúbbur Á sl. vori var haldið hjónakvöld á vegum Foreldramorgnanna og komu um 30 manns. Sóknarprest- urinn hafði erindi um hjónabandið og urðu góðar umræður. í lok kvöldsins var stungið upp á því að stofna hjónaklúbb sem kæmi reglu- lega saman í kirkjunni. Var þetta samþykkt og verður fyrsta samvera hjónaklúbbsins mánudaginn 27. september kl. 20.30. Gestur fyrsta Jón D. Hróbjartsson „A hverjum fimmtudegi er kyrrðarstund í há- deginu. Nú eru 5 ár frá því við byrjuðum með þetta helgihald í miðri viku og er þátttakan mjög góð, venjulega um 30-40 manns.“ kvöldsins verður sr. Þorvaldur Karl Helgason forstöðumaður Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar. Kvenfélag Kvenfélag Laugarnessóknar hef- ur félagsfundi sína fyrsta mánudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuð- ina. Kvenfélagið er elsta félags- starfíð í kirkjunni og á félagið merkilega sögu hér i hverfinu. Það er von mín að sem flestar konur- leggi leið sína í félagið og taki þann- ig virkan þátt safnaðarstarfinu. Tónlistarstarf Tónlistarstarf Laugarneskirkju er afar fjölbreytt og viðamikið. Kór Laugameskirkju er fjölmennt söng- félag með um 50 meðlimum og er dagskrá vetrarins spennandi og metnaðarfull. Drengjakór er starf- andi og eru yfír 30 drengir í aðal- kórnum en auk þess er undirbún- ingsdeild með yngri drengjum. Tvær bjöllusveitir eru starfandi með eldri og yngri stúlkum. Æfingar með börnunum eru tvisvar í viku, auk þess er farið í æfíngarbúðir og ferðalög bæði lengri og styttri. Ráðgert er að fara bæði með drengjakórinn og bjöllusveitina til Bandaríkjanna síðar í vetur og taka þátt í alþjóðlegum mótum. Söng- stjóri og organisti er Ronald Turner. Helgihald í Hátúns-húsunum Eins og undanfarin ár verða helgistundir í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 og húsum Öryrkjabanda- lagsins Hátúni 10, lOa og lOb og verða þær auglýstar hvetju sinni. Ég hef nú drepið á helstu þætti starfsins í vetur og hvet ég sóknar-, fólk að kynna sér vel starfsemina og taka þátt í henni. Höfundur er sóknarprestur Laugarnessafnaðar. MVNDUSTRSKÓUNN í HRFNRRFIRÐI INNRITUN Innritun á haustönn fer fram í síma 52440 og á skrifstofu skólans á Strandgötu 50, Hafnarfirði frá 20. september, milli kl. 13 og 17. í boði verða eftirtalin námskeið: Barna- og unglingadeild: Námskeið í fjöltækni. Kennarar: Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir Rósa Gísladóttir. Framhaldsdeild: Teiknun, kennari: Ingimar Ólafsson Waage. Málun, Kennari: Júlía Kristmundsdóttir. Vatnslitamálun, kennari: Jean Posocco. (Öll námskeið sem kennd verða við framhaldsdeild Myndlista- skólans eru viðurkennd og metin til eininga við Flensborgar- skóla.) Myndlistaskólinn I Hafnarfirói, Strandgötu 50, sími 52440. Síamsköttur dögum kl. 20-22 og laugardögum kl. 13-15. Jafnframt annast Svan- hildur Rúnarsdóttir og Elísabet Birgirsdóttir skráningu. í fréttatil- kynningu Kynjakatta segir að til að kettir geti tekið þátt í sýning- unni, þurfi eigendur að láta bólu- setja þá gegn kattafári og katta- inflúensku a.m.k. 2 vikum fyrir sýningu. Kettlingar yngri en þriggja mánaða geta ekki tekið þátt í sýningunni og heldur ekki kettlingafullar læður. í tilkynning- unni kemur einnig fram að há- marksfjöldi katta á sýningunni sé 150 og og gert sé ráð fyrir að ekki muni allir komast að sem vilji. Aukin framleiðni er forsenda aukins hagvaxtar. (framleiðsluiðnaði fæst aukin hagræðing með vel hönnuðum lager- og flutningskerfum. Interroll hefur í áratugi fréimleitt og þróað íæribandamótora, flutningsrúllur, flutningskerfi og lagerkerfi sem eru viðurkennd gæðavara. Auktu framleiðnina með INTERROLL. = HÉÐINN SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RAÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.