Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Guðrún Kjartans- dóttir — Minning Fædd 6. desember 1941 Dáin 8. september 1993 Nú húmar að og hljóðnar vorsins ómur, horfið sumar finnst oss alltof fljótt, það er lífsins dapri skapadómur, dagur styttist, óðum lengist nótt. En haustið þar á margan dýrðardag, dásamlega liti og fagurt sólarlag. (Valbjðrg Kristmundsdóttir) Hún Rúna frænka okkar er dáin og viljum við með þessum fáu lín- um kveðja hana og þakka fyrir okkur. Rúna var stóra systir hennar mömmu og okkur systkinunum var hún mjög kær. Við hlökkuðum til að heimsækja þau hjónin og strák- ana. Það var sama hvenær okkur bar að garði - alltaf var reitt fram veisluborð eins og hendi væri veif- að og ávallt var þá glatt á hjalla. í 'huga okkar og hjarta mun ávallt lifa minningin um hana Rúnu og við sendum nánustu að- standendum hennar ástar- og sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Ástubörn. p í dag kveðjum við í hinsta sinn ástkæra tengdamóður mína, Guð- rúnu Kjartansdóttur eða Rúnu, eins og hún var ætíð kölluð. Eftir rúmlega þriggja ára baráttu við illskeyttan sjúkdóm hefur Rúna fengið hvíldina. Rúna var kraftmikil kona og myndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hennar líf og yndi var heimili hennar og fjöl- ^skylda, sem hún ræktaði með mikl- um sóma. Rúna var gestrisin kona og var gott að koma til hennar, bæði á Selfossi og í Mosfellsbæn- um, eng^um leiddist þar sem Rúna var og alltaf var stutt í hláturinn. Mig langar til að þakka fyrir að hafa kynnst Rúnu og fyrir þau sex ár sem ég fékk með henni. Hún reyndist mér eins vel og móð- ir og var mín stoð og stytta á erfið- um tímum. Söknuðurinn er mikill og á enginn eftir að fylla í það tómarúm sem hefur myndast í fjöl- skyldunni. Góði Guð styrktu okkur í sorg okkar og við erum þakklát fyrir þær góðu minningar sem við eigum um hana Rúnu okkar. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo fjötrar í huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson) Jóhanna Einarsdóttir. Guðrún Kjartansdóttir, eða Rúna eins og hún var kölluð, verð- ur jarðsungin í dag í Lágafells- kirkju, sóknarkirkjunni hennar síð- an fyrir tæpu ári, að hún og Ár- sæll, ásamt yngsta syninum, Leifi Sveini, fluttust frá Selfossi í Mos- fellsbæ. Þessi fallega kirkja blasir við vegfarendum á leið norður Vesturlandsveg, og höfðaði hún sterkt til hennar á daglegum ferð- um þama um síðustu mánuðina. Rúna hafði næmt fegurðarskyn. Hún naut þess að vera falleg kona á fallegu heimili, þar sem hún hugsaði um „strákana sína“, eigin- mann og syni, af stakri umhyggju. Hún var meistari í matargerð og naut eðlislæg smekkvísi hennar og natni sín vel í þeirri list. Rúna var elst átta barna Kjart- ans Gíslasonar og Þórleifar Guð- jónsdóttur, sem lengst af bjuggu í Vestmannaeyjum, en hafa búið á Selfossi síðan um gos. Kjartan er fæddur og uppalinn í Þykkvabæ, sonur Gísla Gestssonar og Guðrún- ar Magnúsdóttur í Suður-Nýjabæ. Þóra er fædd í Fagurhól í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp, hjá foreldrum sínum, Guðjóni Þorleifs- syni og Sigurborgu Einarsdóttur. Þóra og Kjartan stofnuðu heim- ili sitt í Suður-Nýjabæ árið 1939, en fluttust haustið 1945 heim til Vestmannaeyja með Rúnu tæpra fjögurra ára og Sigurbjart hálfs árs gamlan. Rúna fékk nafnið hennar ömmu sinnar og þótti mjög lík henni. Þær nöfnur munu hafa átt náið samband sín á milli alla tíð meðan báðar lifðu. Hún fór hvert sumar, fram yfir fermingu, til sumardvalar í Þykkvabænum, mest í Suður-Nýjabæ hjá ömmu sinni og afa, en einnig að Kirkju- hvoli, til Dagbjartar föðursystur sinnar og séra Sveins Ögmunds- sonar. Helga, elsta dóttir Dagbjart- ar og Sveins, er jafnaldra Rúnu, og voru þær miklar vinkonur, frænkurnar. Bjartar minningar Rúnu frá þessum tíma æskunnar í Þykkvabænum voru henni jafnan hugstæðar. Eiginmaður Rúnu, Ársæll Ár- sælsson, er frá Fögrubrekku í Vestmannaeyjum, sonur Ársæls Sveinssonar og Laufeyjar Sigurð- ardóttur. Synirnir eru Kjartan Þór, kennari á Hvammstanga, fæddur 1962, Ársæll, tollvörður í Reykja- vík, fæddur 1965, og Leifur Sveinn, nemi, í heimahúsum, fædd- ur 1972. Þá eignuðust þau dreng, Leif, árið 1971, en hann dó í frum- bernsku. Kona Ársæls yngri er Jóhanna Einarsdóttir og eiga þau soninn Ársæl Einar. Sonur Kjart- ans Þórs er Tómas og er hann með föður sínum. Systkini Rúnu eru Sigurbjartur, kvæntur Amdísi Gísladóttur, Eygló, Laufey, _ gift Yngva Rafni Sigurðssyni, Ásta, gift undirrituðum, Erla, gift Ósk- ari G. Bjömssyni, Sigurborg, gift Pétri Birgissyni, og Guðjón, í sam- búð með Brynhildi Jónsdóttur. Rúna og Ársæll áttu heimili sitt í Vestmannaeyjum til ársins 1975. Eftir það bjuggu þau lengst af á Selfossi, þar sem þau lögðu stund á verslun. Eins og áður sagði flutt- ust þau svo í Mosfellsbæ í haust er leið og hófu rekstur Rosenthal- verslunarinnar í Reykjavík. Fyrir um þremur ámm gerði alvarlegur sjúkdómur vart við sig hjá Rúnu og átti hún í baráttu við hann síðan. í sumar fór að halla verulega undan fæti, og ljóst var hvert stefndi. Aldrei tapaði Rúna Agústa Sveins- dóttir - Minning Ágústa Sveinsdóttir (oftast köll- uð Gústa) fæddist 1. mars 1920 og lést 12. september 1993. Hún var mikil hagleikskona, starfaði á árum áður á vefstofu Karólínu við Ásvallagötu og síðar við af- greiðslustörf og fluguhnýtingar í Veiðimanninum við Lækjartorg. En lengst starfaði hún á Málflutn- ingsstofu, sem rekin var fyrst í Austurstræti 7, þá Aðalstræti 6 og nú síðast á Suðurlandsbraut 4a. Á þessari skrifstofu unnum við saman í 15 ár og bar aldrei skugga %á. Eftir að hún hætti störfum við 70 ára aldur sleit hún þó aldrei tengslin, en leit inn hjá okkur af og til. „Hér leið mér alltaf vel,“ sagði hún stundum er við rifjuðum upp gamla daga. Þegar ég bam að aldrei" kom fyrst í KFUK var Gústa þar, og æ síðan. Ung eignaðist hún lifandi trú á Jesúm Krist. Hún fór hljótt um dyr, þessi trúfasta sístarfandi kona, hvort sem var í samfélagi trúaðra eða á vinnustað. Ekki var hún margorð um trú sína, en líf 'hennar allt var talandi vitnisburð- ur. „Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolin- mæði og trausti skal styrkur yðar vera,“ stendur hjá Jesaja, 30,15. Þessi orð eiga vel við um Gústu. Það er mikill missir fyrir samfélag- ið þegar slíkir eru kvaddir heim, og við sem þekktum hana munum sakna vinar í stað. í áraraðir var Gústa sveitar- stjóri í Y.D. (yngri deild) KFUK við Amtmannsstíg. Þar var hún í hópi vinkvenna, sem fram á þenn- an dag helga kristilega starfinu krafta sína. Góð forysta skiptir sköpum í hverju félagi, en það er hinn almenni félagsmaður sem er burðarásinn. Þar axlaði Gústa fús- lega ábyrgð. Að vera í KFUK og innan um vini í kristilegu félögun- um var hennar líf og yndi og með- an heilsan leyfði lét hún sig ekki vanta. Ófáar ferðir fór hún líka á bílnum sínum til þess að vinkonur fengju notið með henni. Sumarstarf KFUK var henni einkar kært, enda valdist hún í Hlíðarstjórn þegar í upphafi starfs- ins í Vindáshlíð. Þar lagði hún gjörva hönd að verki. Man ég föð- ur minn á þeim árum einlæglega dá dugnað kvennanna, sem gáfu körlunum í vinnuflokkum lítt eftir. í myndaalbúmum má víða sjá Gústu klædda sjóstakk á fullu í vegavinnu eða sem handlangari. Við, fyrrum samstarfskonur Gústu í Hlíðarstjóm, eigum ótal minning- ar um ósérhlífni hennar og dugn- að. Hún barst lítt á, en var félags- lynd og í vinahópi gat hún verið hrókur alls fagnaðar. Jlenni var lagið að sjá hið skoplega við hlut- ina og stutt var í glaðværan hlát- ur. Þó að mín ár yrðu ekki mörg með henni í Hlíðarstjóm, vegna kristniboðsstar'fa í Konsó, þá héld- um við saman, því Gústa unni líka kristniboðinu og lagði þar sitt af mörkum. Man ég vel árvissar jóla- kveðjur hennar, sem geymdu valin orð um fyrirbæn og kærleika. Rétt fyrir jólin 1989 kenndi Gústa veikinda og þurfti að fara í erfíða aðgerð. Því tók hún af sama æðruleysi og ávallt einkenndi hana. Styrkur hennar fólst í trausti á Drottni hennar og frelsara. Henni heilsaðist ótrúlega vel í fyrstu, en síðustu mánuði stefndi í „heim- ferð“, eins og hún sagði af mikilli rósemi þegar ég síðast vitjaði hennar rétt viku fyrir andlátið. Þá sagði ég henni frá ferð okkar hjón- anna að Kirkjubæjarklaustri ný- verið, þar sem við meðal annars gengum í minningarkirkju eld- klerksins og ég dró mannakom við altarið. Það vísaði á Jes. 54,10: „Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsamir riði skal mín miskunn- semi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki rask- ast, — segir miskunnari þinn, Drottinn." Það var stórfenglegt að fá slík orð á stað sem þessum, þar sem fjöll og hálsar vefjast saman í eina heild og virðast sannarlega ekki líkleg til hreyfíngs. Um þetta var spjallað við sjúkrabeð Gústu. Tár glitruðu á vöngum hennar og hún minntist hjartfólgins söngs, sem oft er sunginn í KFUK: Fyrirheit Guðs eigi fymast, fölskvast ei orð hans snjöll. Jesús með helstríð hörðu, hefur þau staðfest öll. Himinn og jörð þó hrynji, hálsar og fjöllin stynji, trú sú gegn böli brynji: Bregðast ei fyrirheit. (Þýðing M.G.) Við þökkum Guði og blessum minningu Gústu. Fyrir hönd okkar í gömlu Hlíðarstjórninni votta ég eftirlifandi bróður og fjölskyldu hans innilega samúð. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. reisn sinni þrátt fyrir hin erfíðu veikindi. Hún var heima til síðustu stundar og naut umhyggju fjöl- skyldunnar og hjúkrunarfólks. Samheldni fjölskyldu Þórs og Kjartans er mikil og átti Rúna sinn drjúga þátt í að rækta tengslin milli okkar, enda elst systkinanna. Fyrir tuttugu og tveimur árum fórum við Ásta í kynnisferð til Vestmannaeyja, þá nýbyijuð að hittast. Mér eru þessi fyrstu kynni af tengdafólki mínu minnisstæð fyrir hversu vel og einlæglega var tekið á móti mér, bláókunnugum skólastráknum, ættuðum úr öðrum landshlutum og algerlega ótengd- um Sunnlendingunum í Eyjum. Við gistum hjá Rúnu og Ársæli á Hraunslóðinni í þetta sinn og urðu kynnin við þau því nánari en ella. Leiðir okkar lágu svo enn á ný saman í gosinu, þegar þau voru í Reykjavík, og svo árin 1975 og 1976, þegar við Ásta bjuggum í Vestmannaeyjum. Samgangur var mikill milli okkar meðan við vorum samtíða í Eyjum, enda þær systur einar af hópnum búandi þar heima þegar þarna var komið. Eg þakka mágkonu minni og fjölskyldu hennar góð kynni og vináttu þessi ár. Það er með virðingu og þökk, sem við kveðjum Ágústu Sveins- dóttur, sem lést hinn 12. þ.m. í Landspítalanum eftir erfíð veik- indi. Ágústa sat í stjórn Sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð frá stofnun 1949 og gegndi því starfí í um 25 ár. Hún tók þátt í uppbyggingar- starfinu af lífí og sál og var með í að gera draum KFUK-stúlkna að veruleika, að þær gætu eignast eigin sumarbúðir fyrir telpur og stúlkur, þar sem Guðs orð væri haft um hönd og bænir kenndar. Alla tíð fylgdist Gústa, eins og við kölluðum hana, vel með starfinu og bar það fyrir, brjósti, sýndi því kærleika og bað fyrir því. í sumar hringdi hún frá spítalan- um í vinkonu sína og spurði hvern- ig gengi í Hlíðinni, hvort við hefð- um gott starfsfólk o.fl. Henni var umhugað um að öllum lið vel þar. Ágústa átti sjálf góðar minning- ar úr Hlíðinni, enda dvalið þar lengri eða skemmri tíma við leik og störf. Mörg ár kom hún í kvennaflokk og fyrir tveimur eða þremur árum sýndi hún okkur nokkrum yngri konum myndasafn, sem hún hafði tekið saman um sögu Vindáshlíðar. Það var yndis- legt að sjá og heyra þessa rólyndu og hógværu konu segja frá því starfi, sem hún unni svo mjög. Einkunnarorð Sumarstarfsins í Vindáshlíð eru úr Op. 2.10: Vertu trú. Þau orð staðfesti Ágústa í lífi sínu og starfí. Við þökkum Guði fyrir Ágústu Sveinsdóttur og biðjum hann að blessa og styrkja ástvini hennar alla. Stjórn Sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð. Við söknum öll Rúnu og biðjum Ársæli, sonunum, ömmustrákun- um og tengdadóttur allrar blessun- ar í sorg þeirra. Þá er þungur harmur kveðinn að Þóru og Kjart- ani, sem sjá á bak elsta barninu, dótturinni, sem lengst af var með þeim og var þeim svo góð. Minning hennar lifír með okkur. Haukur Sigurðsson. Það haustar enn einu sinni. Ekkert fær stöðvað hringrás lífs- ins. Þrátt fyrir þá vissu að öllu lífí fylgdi dauði þá erum við sjaldnast viðbúin endalokunum. Okkur finnst að allir eigi að fá sinn tíma sem að sjálfsögðu er afstæður. Þegar ungt fólk er kallað burt verða spumingarnar áleitnari og efinn meiri. Þannig var það með mig þegar mágkona mín Guðrún Kjartans- dóttir, oftast kölluð Rúna, var köll- uð burt á þessum fallegu haustdög- um. í rúm þijú ár átti hún í bar- áttu við illkynja sjúkdóm. Þessa baráttu háði hún af mikilli vilja- festu og einstöku æðruleysi. Það er fyrst núna að maður gerir sér grein fyrir því hve mikið veik hún var oft. Aldrei talaði hún um veik- indi sín. Þannig var hægt að halda að hún væri ekki veik. Hún hugs- aði fyrst og fremst um það allan tímann að hlífa sínum nánustu og berjast ein. Þvílíkur styrkur. I rúman áratug hef ég umgeng- ist Rúnu. Kynni mín við Rúnu, Sæla og strákana þeirra hafa allan þennan tíma verið einstaklega ánægjuleg. Hún kom fram við mig sem tengdason og sem amma við strákana mína. Því er missir Bjöms Inga mikill og yngri strákamir munu því miður ekki njóta gefandi umgengni við Rúnu. Rúna var mikil heimskona og einstakur höfð- ingi heim að sækja. Heimili hennar var sérlega hlýlegt og smekklegt. Einnig var hún frábær kokkur sem jafnan lagði sál sína í matargerð- ina. Ég ætla mér ekki að rekja ævi- feril Rúnu, það munu aðrir gera. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um þakka samfylgdina og bið Guð að styrkja Þóru, Kjartan, Ársæl, Kjartan Þór, Ársæl, Jóhönnu, Leif og aðra ástvini í sorginni. Minning Rúnu mun lifa. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjömum og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbömum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson) Óskar. Elskleg vinkona mín hún Rúna er látin. Hún lést á heimili sínu 8. september sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Rúna bar veikindi sín í hljóði og með hugrekki þess sem aldrei missir vonina. Hún kvartaði aldrei. Guðrún, eins og hún hét fullu nafni, var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum, dóttir hjónanna Kjartans Gíslasonar og Þóru Guð- jónsdóttur. Hún var elst af átta systkinum og var oft glatt á hjalla í systkinahópnum. Við vorum góðar vinkonur. Á kveðjustund koma upp í hugann mörg skemmtileg atvik frá æsku- dögum okkar í Eyjum, við brölluð- um ýmislegt saman. Og þá má ekki gleyma ferðinni okkar til Danmerkur árið 1959, þegar við fórum í húsmæðraskóla þar. Það var skemmtilegur tími hjá okkur. Árin liðu og alvara lífsins tók við hjá okkur báðum. Við eignuðumst heimili, eiginmenn og börn. Rúna var mikil húsmóðir og átti myndar- legt og smekklegt heimili. Matar- gerð hennar var rómuð. Gestrisni var hennar aðalsmerki, stutt innlit á heimili hennar gat allt eins end- að með veislu. Kæra vinkona, far þú í friði _og hafðu þökk fyrir allt. Elsku Ár- sæll og Kjartan, Ársæll yngri, Leif- ur Sveinn og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill og um leið margt að þakka. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og stuðning í sorg ykkar. Steinunn Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.