Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
Minning
Jónas Björns-
son, Siglufirði
Fæddur 25. október 1916
Dáinn 9. september 1993
Okkur langar að minnast elsku-
legs tengdaföður okkar í fáum orð-
um. Við erum þakklátar fyrir þann
tíma sem við fengum að vera honum
samferða. Þau kynni hafa kennt
okkur hvað jákvætt hugarfar og ei-
líf bjartsýni hefur mikið að segja,
því að hin seinni ár var það bjartsýn-
in sem bar Jónas áfram.
Betri vin en Jónas er varla hægt
að hugsa sér. Hann kallaði það besta
fram hjá okkur hveiju og einu og
við fundum að við vorum mikils virði.
Traustur og tryggur var hann enda
átti hann marga vini stóra og smáa.
Yngstu vinirnir voru jafnir þeim
eldri. Bamabömin vom ljósin hans.
Hann kynnti þau fyrir snjótittlingun-
um, vinum sínum sem komu til hans
á vetuma og fengu í svanginn. Hann
skipti þeim á milli barnabarnanna
eftir því sem þau urðu fleiri, sú elsta
átti flesta og svo koll og kolli. Minn-
ingar okkar frá Hverfísgötunni em
margar og ljúfar, en ljúfust er minn-
ing um góðan mann.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta bamið sitt,
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þ.E.)
Asdís og Ingibjörg.
Það ríkti mikil sorg á heimili okk-
ar í Bollagörðum fimmtudaginn 9.
september sl. þegar við fengum þær
fréttir að Jónas afi væri dáinn.
Við systumar vomm allar staddar
heima hjá foreldmm okkar, en það
er ekki oft sem við emm öll saman-
komin í einu. Við höfðum varla átt-
að okkur á hversu alvarleg veikindi
hans væra, þegar Bjöm frændi
hringdi í okkur og sagði okkur að
pabbi hans væri dáinn. Okkur varð
mikið um, enda ekki langt frá því
að elskulegur afi okkar, bróðir Jón-
asar, kvaddi þennan heim og varð
það okkur systmnum mikið áfall.
Þegar maður fær svona sorgarfrétt-
ir er gott að vera staddur hjá sínum
nánustu og geta deilt líðan sinni
með þeim.
Það er erfitt að hugsa til þess
að hann Jónas sé farinn, því hann
hefur alltaf verið til staðar fyrir
okkur. Við systumar höfum alltaf
litið á hann sem afa okkar því hann
hefur alltaf komið fram við okkur
sem slíkur. Hans mun verða saknað
í hvert sinn er við heimsækjum
Siglufjörð.
Ferðir okkar þangað hafa verið
árvissar og stundum oft á ári og
alltaf var jafn gott að koma til
Hrefnu og Jónasar. Það var hluti
af því að koma á Norðurlandið og
líta_ inn hjá þeim.
Ófáar vom ferðimar á „Stúdent-
inum“ til okkar í sumarbústaðinn í
Fljótunum.
Sambandið milli bræðranna og
fjölskyldna þeirra var sérstaklega
gott. Við systumar emm sannfærð-
ar um að Jónas og Þórhallur afi
munu fylgjast vel með okkur í gegn-
um lífið.
Það er erfitt að sjá á eftir slíkum
manni sem Jónas afi var og söknuð-
urinn er mikill. Sorgin varir ekki
lengi en minningar um góðan mann
munu ávallt vera til staðar.
í september á síðasta ári fluttust
Jónas og Hrefna úr húsi sínu á
Hverfisgötunni á Dvalarheimilið
Skálarhlíð. Okkur þykir vænt um
að Hrefna skyldi geta haft Jónas
heima fram undir það síðasta.
Elsku Hrefna, Bjöm, Ásdís, Rak-
el, Guðrún, Jóna Hrefna, Dóra,
Gunni, Edda Rósa, Bettý, Hemmi,
Ingibjörg, Helga og Halldór, það er
sárt að missa ástvin og við biðjum
guð almáttugan að blessa ykkur öll
og styðja yfir mestu erfíðleikana.
Nú er við fýlgjum honum til grafar
minnumst við allra góðu stundanna
er við áttum með honum, og þökkum
fyrir að hafa átt hann að. Við reyn-
um að hugga okkur með því að nú
er hann kominn á góðan stað, hann
er kominn til afa.
Fríða, Hanna, Halla.
Umburðarlyndi, seigla og góð orð
í annarra garð var það sem ein-
kenni tengdaföður minn öðm frem-
ur. Við kynni okkar tók hann þess-
um róttæka strákhvolpi með stóísku
umburðarlyndi þegar undirritaður
raddist formálalítið inn í líf þeirra
Jónasar og Hrefnu. Hann hlustaði
með athygli á kæmleysislegt tal og
patentlausnir æskunnar og for-
dæmdi aldrei heldur kenndi og benti
til þess að menn hefðu flöt til að
mætast á. Ég ímynda mér að oft
hafí nú tekið í sjálfstæðishjartað
þegar yfírlýsingabunan stóð út úr
tengdasyninum í fjölskylduboðum.
En aldrei lét hann á því bera heldur
ræddi við mig eins og jafningja.
Sem unglingur varð Jónas fyrir
því að fatlast á fæti og hélt það
honum rúmföstum í heilt ár. Á þess-
um ámm kviknaði áhugi hans á
bókum og bókasöfnun og átti hann
glæsilegt safn áður en yfír lauk.
Þegar heilsu Jónasar fór að hraka
og þau hjón fluttust búferlum í hið
glæsilega dvalarheimili Siglfirðinga,
Skálarhlið, var úr vöndu að ráða
vegna plássfrektar bókasafnsins.
Var ég þá fenginn í það með Jónasi
að skera niður og þótti vini mínum
það harður kostur að geta ekki tek-
ið allt með. Mér þótti með ólíkindum
hve vel hann þekkti allar sinar bæk-
ur og vissi jafnan hvar hver bók var
í tvöföldum og þreföldum röðunum.
Aldrei varð ég var við fötlun hans
nema þegar athygli var dregin að
henni. Ég held að Jónas hafí alls
ekki litið á sig sem fatlaðan mann,
heldur aðeins mann sem fór aðeins
hægar yfír en samferðamenn hans
en komst þó. Aldrei bað hann um
að beðið væri eftir sér heldur kom
hann hljóðlaust aðeins seinna og
vissi að þeir síðustu verða fyrstir.
Jónas var sáttur við sjálfan sig og
tilvemna sem hann trúði að Guð
hefði skapað, en hann var sterktrú-
aður maður og kirkjurækinn með
afbrigðum og söng um langt árabil
með Kirkjukór Siglufjarðar. Ég er
nokkuð viss um að hér hefði Jónas
viljað að ég setti eitthvað um ætt
hans og uppmna í ljósi þess hve
hann reyndi árangurslítið að efla
áhuga minn á ættfræði og hafði
ávallt við höndina í sínu bókasafni
allt sem þarf til að slá upp ætt hvers
og eins. Jónas var kvæntur Hrefnu
Hermannsdóttur frá Ysta-Mói í
Fljótum. Þeirra böm em: Björn,
sparjsjóðsstjóri á Siglufírði, kvænt-
ur Ásdísi Kjartansdóttur kennara,
Guðrún, bankastarfsmaður á Siglu-
firði, ógift, Halldóra, ráðgjafí í
Garðabæ, gift Gunnari Trausta
Guðbjömssyni prentara, og Her-
mann, framkvæmdastjóri á Siglu-
fírði, kvæntur Ingibjörgu Halldórs-
dóttur læknaritara. Bamaböm Jón-
asar og Hrefnu em sex talsins:
Rakel, Jóna Hrefna, Edda Rósa,
Bettý, Helga og Halldór. Þau sjá
nú á bak ástkæmm afa sem alltaf
hafði tíma fyrir þau. Mínar dætur
muna það alltaf þegar Jónas afí var
að skipta snjótittlingunum á milli
þeirra þar sem þær stóðu við
gluggann á Hverfísgötu 8 og horfðu
á fuglana þyrpast að brauðmolunum
sem afí þeirra hafði sett út.
Ég kveð Jónas Björnsson með
söknuði og geymi í minningunni
mann sem aldrei sá nokkra ástæðu
til að kvarta yfír hlutskipti sínu og
kenndi mér að allt hefst þetta að
lokum.
Blessuð sé minningin um góðan
mann.
Gunnar Trausti.
Mig langar að minnast hans afa
í nokkmm orðum. Hann afí var al-
veg einstakur maður, hann vildi öjl-
um það beta og meira en það. Ég
var mikið með afa þegar ég var
yngri, hann hafði alltaf tíma og
þolinmæði fyrir mig og áhuga á
öllu sem ég var að gera.
Oft bauð hann mér á rúntinn í
Volgunni sinni og var þá gjarnan
komið við í sjoppu og keypt Hubba
Bubba tyggjó sem ég hafði mikið
dálæti á. Við brölluðum margt sam-
an, ég og hann afí. Hann var mér
alltaf mjög góður og mér þótti svo
innilega vænt um hann. Ég veit að
afa líður vel núna, en ég á eftir að
sakna hans mikið. Allar þær minn-
ingar sem ég á um hann em svo
ljúfar og góðar. í spámanninum
stendur: „Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“ Ég bið Guð að
geyma afa fyrir mig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fýlgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Helga Hermannsdóttir.
í dag, laugardaginn 18. septem-
ber, verður til moldar borinn Sigl-
fírðingurinn og sómamaðurinn Jón-
as Bjömsson, eftir langa og harða
veikindabaráttu. Allir Siglfírðingar
þekktu Jónas og alla þekkti hann.
Margir verða því þeir er sakna hans,
því að tvímælalaust var Jónas mág-
ur minn mjög vinsæll og sérstaklega
hjálpfús öllum sem á þurftu að halda
og til hans leituðu og því ófáir sem
nutu hans greiðasemi. Ekki mun
það ofmælt, að ef Jónas gat ekki
leyst vanda samferðamanna sinna,
á svo mörgum sviðum, þá vom það
færri sem það gátu. Þá og líka sér-
staklega gagnvart kristilegum og
kirkjulegum málefnum. Því þar
starfaði hann af alhug í tómstunda-
vinnu sem meðhjálpari og söng í
kirkjukór Siglfírðinga um §ölda ára.
Ekki mun ég ætla mér í stuttri
minningargrein að skrifa alla ævi-
sögu Jónasar, sem bæði var löng
og stundum ströng, en það var
bæði hollt og happadijúgt að eiga
hann að vini. Lengst mun ég muna
hann í heimsóknum hjá tengdafor-
eldmm sínum, Elínu og Hermanni
á Ysta-Mói, en þar á því heimili var
oft margt af hressilegu ungu fólki
samankomið. Og þar og þá var ekki
alltaf farið dult með skoðanir á
mönnum og málefnum. Jónas
Bjömsson hafði ákveðnar lífsskoð-
anir og hélt fast við þær alla tíð.
Þær vom þó dálítið á skjön við
ýmsar skoðanir okkar í sveitinni og
gátu á stundum spunnist harðar
umræður, sem kannski mætti kalla
pólitískar, eða e.t.v. bara eitthvert
unglingamgl. Allir á því heimili
vissu þá, að karl tengdafaðir Jónas-
ar hafði ákveðnar skoðanir sem fáir
tóku að sér að andmæla. Því fannst
mér strax eftirtektarvert, hvað Jón-
as gat verið ljúfur og tillitssamur
gagnvart skoðunum Hermanns á
Mói. Enda man ég ekki eftir að það
skærist nokkum tíma í odda með
þeim. Jónas hafði eftir setningu,
sem hann tileinkaði Hermanni:
„Ykkur hveiju og einu er frjálst að
hafa ákveðnar skoðanir á málefnun-
um hveiju sinni, aðeins beijast mál-
efna- og drengilega, aldrei beita
persónulegum hnútum, eða ósann-
indum.“ Og það var sá lífsstíll sem
Jónas tileinkaði sér og lifði eftir.
Eins og ég gat um í upphafí, mun
ég ekki gera tilraun til þess að skrifa
ævisögu Jónasar að neinu leyti,
enda margir sem til þess yrðu fær-
ari. En segja má eins og stendur í
fomsögunum: Ung var Hrefna syst-
ir mín gefín Jónasi — og alla sína
tíð bjuggu þau á Siglufírði og undu
hag sínum vel þar.
Jónas var mikill og góður heimil-
isfaðir og var jafnan vakandi fyrir
velferð fjölskyldu sinnar. Þau hjónin
eignuðust fjögur mannvænleg börn,
sem öll em á lífí og hafa eignast
heimili og maka. Óhætt er að segja
með sanni að þeirra heimili var
annálað fyrir gestrisni og góðar
veitingar sem við frændfólkið úr
Fljótum og vinir og kunningjar ann-
ars staðar frá nutum góðs af.
Og nú þegar ég kveð vin minn
Jónas Björnsson, hinn fjölhæfa og
hugþekka mann, votta ég systur
minni, Hrefnu, innilega samúð. Og
veit ég að húri minnist manns síns
með söknuði og sömuleiðis börn og
barnaböm sem sakna föður og afa,
eftir göfugt og' friðsælt líf og góða
handleiðslu gegnum árin.
Kveð mág minn og vin. í guðs
friði.
Lárus Hermannsson.
Örfá kveðjuorð um vin minn Jón-
as sem andaðist 9. september sl. á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Hann var búinn að reyna ýmis-
legt um ævina - mikil veikindi á
unga aldri, sjúkrahúsvist á ámnum
1929-1931 og svo aftur 1932-
1934. Veikindin leiddu til fötlunar
á hægri mjöðm og orsökuðu helti á
fæti er bagaði hann alla ævi. Aldrei
kvartaði Jónas, fór allra sinna ferða,
þó að hann hreyfði sig ekki með
sama hraða og ófatlaður maður.
Jónas bað ekki um neina með-
aumkvun og talaði aldrei um fötlun
sína og í því sambandi minnist ég
atviks sem gerðist á unglingsárum
okkar. Við höfðum ákveðið nokkrir
félagar og var Jónas þar á meðal,
að fara á skemmtun sem halda átti
á Hótel Siglunesi. Við hlökkuðum
mjög til þess fagnaðar og skálmuð-
um því í athugunarleysi áfram án
þess að hugsa um vin okkar, sem
dróst aftur úr. Þegar við svo rönk-
uðum við okkur, snémm við til baka
hálfskömmustulegir, en þá sagði
Jónas: „Allt í lagi strákar, ég kem
bara á eftir ykkur." Enginn beiskja,
engin gremja, engin ásökun. Þetta
atvik festist mér í minni.
Jónas stundaði nám í Héraðsskól-
anum á Laugum 1936-1937. Hann
vann svo í tug ára sem löggiltur
vigtarmaður. Hann var einn af
stofnendum Bifreiðastöðvar Siglu-
fjarðar og vann þar á ámnum 1943-
1955, en það fyrirtæki var einnig
með útgerð og fískvinnslu. Jónas
vann við bókhald hjá bræðmm sín-
um í Verslunarfélagi Siglufjarðar,
en gerðist svo starfsmaður hjá
Skattstofu Norðurlandkjördæmis
vestra á Siglufirði frá 1963-1990.
Hann vann öll sín verk af trú-
mennsku og kostgæfni enda var
hann mjög vandvirkur í eðli sínu.
Jónas steig mikið gæfuspor er
hann kvæntist sinni ágætu konu
Hrefnu Hermannsdóttur Jónssonar
og Elínar Lámsdóttur frá Ysta-Mói
í Fljótum. Hrefna var stoð hans og
stytta gegnum árin. Jónas og
Hrefna eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn, en þau em: Bjöm, spari-
sjóðsstjóri, Guðrún, bankastarfs-
maður, Halldóra Ingunn, fjölskyldu-
ráðgjafi, og Hermann, fram-
kvæmdastjóri. Þau em öll búsett á
Siglufirði nema Halldóra, sem býr
í Reykjavík. Samheldni og einhugur
hefur einkennt íjölskylduna frá
fyrstu tíð.
Jónas hafði mikið yndi af söng,
hafði mjúka og góða bassarödd. Á
yngri ámm sungum við í mörgum
kvartettum, t.d. stjómaði vinur okk-
ar Tommi Hallgríms einum þeirra.
Jónas söng í Kirkjukór Siglufjarðar
í tæp 40 ár. Þá söng hann í Karla-
kórnum Vísi og Cantokvartettnum
sem Sigurður Gunnlaugsson stjórn-
aði. Oft tókum við félagar Jónasar
lagið og var þá oft glatt á hjalla
en hann var þá mjög í essinu sínu
með gamanyrði á vömm, léttur og
skemmtilegur. Hann var félagslynd-
ur mjög og gerðist meðlimur i ýms-
um félögum í bænum, jákvæður og
tillögugóður. Hann var eindreginn
sjálfstæðismaður og sinnti ýmsum
stjórnunarstörfum fyrir flokkinn. Á
tímabili var hann ábyrgðarmaður
blaðsins „Siglfírðingur", málgagns
siglfirskra sjálfstæðismanna.
Aldrei heyrði ég hann segja
hnjóðsyrði um nokkurn mann og
aldrei heyrði ég hann rífast. Þegar
við vinir hans vomm að hvetja hann
til að mótmæla einhveijum, sem að
okkar mati var ósanngjam í mál-
flutningi sínum, svaraði Jónas: „Hví
skyldi ég ergja manninn með því.“
Jónas átti allgott safn bóka og
undi sér vel í návist þeirra. Síðustu
árin átti hann við heilsuleysi að
stríða og var hvað eftir annað lagð-
ur inn á sjúkrahús, en viljastyrkur-
inn og óbugandi kjarkur komu hon-
um alltaf á fætur aftur. En fyrstu
vikuna í september sl. varð hann
alvarlega veikur, öll vörn var brost-
in, þrekið búið og nú var komið að
leiðarlokum og undan þeim fær eng-
inn vikist.
Öllum sem þekktu Jónas þóttti
vænt um hann, enda var hann hvers
manns hugljúfi. Nú er Sigluijörður
einum syninum fátækari og sam-
borgarar hans sakna þessa elsku-
lega manns sem vermdi alla er
nærri voru með hlýju sinni og léttu
geði.
Við hjónin og fjölskylda okkar
sendum innilegar samúðarkveðjur
til Hrefnu, barna þeirra og annarra
ástvina.
Guð blessi minningu hans.
Óli J. Blöndal.
Hjónin Guðrún Jónsdóttir frá
Gröf í Kaupangssveit og Jónas Ein-
arsson frá Geirbjamarstöðum í
Ljósavatnshreppi fluttust til Siglu-
Qarðar árið 1914. Synir þeirra,
Björn, Einar, Njáll, Hólmkell, Jónas,
Garðar og Ámi, komu allir við sögu
Sigiufjarðar og störfuðu þar ævina
á enda, nema Einar, sem bjó á Hjalt-
eyri, og Jónas, sem bjó á Húsavík.
Frá þeim er mikill ættbogi sem Sigl-
firðingar þekkja að góðu einu. í dag
verður borinn til grafar norður í
Siglfirði einn af þessum ættarmeiði,
Jónas Bergsveinn Bjömsson, Jónas-
sonar, lengi starfsmaður Sigluflarð-
arhafnar og Skattstofu Norður-
landsumdæmis vestra í Siglufírði.
Jónas fæddist á Siglufirði 25.
október 1916 og var því á 77. ald-
ursári er hann lézt. Foreldrar hans
vom heiðurshjónin Guðrún Jónas-
dóttir og Bjöm Jónasson keyrari og
verktaki á Siglufírði. Jónas nam við
Héraðsskólann á Laugarvatni og
starfaði síðan lengst af sem vigt-
armaður hjá Sigluijarðarhöfn og
sem skrifstofumaður hjá Skattstofu
Norðurlandsumdæmis vestra.
Jónas sinnti og ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir félagasamtök á Siglu-
firði og var lengi virkur þátttakandi
í flokksstarfí sjálfstæðisfólks norður
þar, sem og í starfí Karlakórsins
Vísis, Leikfélags Siglufjarðar og
Kirkjukórs Sigluíjarðar.
Jónas kvæntist árið 1945 Hrefnu
Hermannsdóttur, Jónssonar, hrepp-
stjóra, og konu hans, Elínar Láms-
dóttur, sem lengi bjuggu að Yzta-
Mói í Fljótum. Böm þeirra em Björn
Jónasson bæjarfulltrúi og spari-
sjóðsstjóri á Siglufirði, kvæntur
Ásdísi Kjartansdóttur kennara;
Guðrún starfsmaður sparisjóðsins;
Halldóra Ingunn ijölskylduráðgjafi,
gift Gunnari Trausta Guðbjömssyni
prentara og auglýsingateiknara; og
Hermann framkvæmdastjóri,
kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur
læknaritara.
Jónas Björnsson sinnti öllum
störfum, sem hann tók að sér, af
alúð og samvizkusemi. Hann var
mannasættir og einstakt ljúfmenni
sem lét hvarvetna gott af sér leiða.
Hann var fljótur að átta sig á kjama
mála og tillögugóður. Hann var því
góður félagi og samstarfsmaður í
þeim samtökum sem hann lagði lið.
Ég votta aðstandendum Jónasar
innilega samúð mína og þakka þess-
um gengna vini mínum góðvild hans
og samfylgd á liðnum árum. Megi
hann hafa góða heimkomu svo sem
hann hefur til unnið.
Stefán Friðbjarnarson.