Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 9

Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 9 Samhjálp kvenna *| OPIÐ HÚ3 Stuðningshópur kvenna sem gengist hafa undir aðgerö vegna brjóstakrabbameins hafa opið hús f Skógarhlíð 8 í kvöld, 7. október, kl. 20.30. Wilhelm Norðfjörð ftytur erindi um áfall og sjálfsstyrkingu. ^ Allir velkomnir________________________Kaffiveitingar ^ Innilegustu þakkir fceri ég öllum þeim, ersýndu mér vináttu og sóma á 85 ára afmœli mínu þann 30. september sl. með nœrveru sinni, miklum gjöfum og á margan annan hátt. Einnig sendi ég þakkir til þeirra, sem ekki komust að heiman, fyrir allan skeytabunkann og kveðjurnar sem mér bárust. Ogleymanlegur dagur fyrir mig. Með þakklœti og kveðjum til ykkar allra. Valdimar Gíslason. í DeLonghi ELDU N ARTÆKI FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI DeLonghí innbyggingarofnar 7 gerðir. Hvítir, svartir eða stál. "Venjulegir" með yfir/undirhita og snúningsgrilli. "Fjölvirkir" með yfir/undirhita, blæstri og grilli. VENJULEGIR frá 30.640.- til 35.880,- FJÖLVIRKIR frá 34.390,- til 48.990.- DeLonghi helluborð "Keramik". Hvít, svört eða stál: m/4 hraðhellum 41.600 m/3 hrað + 1 halogen 48.550 m/2 venjul. + 2 halogen 55.470 "Venjuleg". Hvít eða stál. 2ja eða 4ra hellu. Frákr. 13.780 Gas og gas + raf helluborð. Hvít eða stál. Frá kr. 14.780 Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör, VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Norskar raunir Það getur tekið á taugar blaðamanna að dveljast langdvölum starfs síns vegna í fram- andi löndum og oft að þeirra mati frum- stæðri menningu. Alþekkt viðbrögð eru að „skrifa sig frá“ slíkri reynslu þó að það sé kannski ekki alltaf hægt í fréttaskrifum. Tony Samstag, fréttaritari breska dagblaðsins The Timesá Norðurlöndum, notar reglulega tíma- ritið The Spectator til að fá útrás. Brj'áluðii bændurnir Hið svokallaða Óslóar- samkomulag milli PLO og ísrael er haldbær sönnun þess, líkt og Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, heyrðist gantast með á dögunum, að ekkert sé óhugsandi ... ekki einu sinni þegar Norðmenn eru annars vegar. Samstag segir að það hafi hins veg- ar ekki verið fyrr en í þingkosningunum í síð- asta mánuði sem Norð- mönnum hafi tekist að framkvæma ekki bara hið ótrúlega heldur hið ómögulega. „Kjósendum hefur tekist að kjósa aftur til valda ríkisstjóm sem berst fyrir því að Norð- menn fái aðild að Evrópu- bandalaginu á sama tíma og þeir sköpuðu, að því er virðist úr engu, aftur- haldssama stjómarand- stöðu af landsbyggðinni sem mun alveg ömgglega koma í veg fyrir slíka að- ild. Með þessu hefur líka verið komið á fámennis- stjóm fávísra bænda í ein- hveiju rikasta landi ver- aldar. Með þessum orðum er ég að vísa til Bijálaða bændaflokksins (BB) sem sjálfur vill, að mínu mati ranglega, láta kalla sig Miðflokkinn. Þessi fyrmm litlu samtök öfgamanna hafa nánast þrefaldað þingmannaQölda sinn í Stórþinginu í 32 þingmemi af 165 ... Anne Enger La- hnstein, leiðtogi bænd- anna, er hraustleg sveita- kona með blekkjandi bros. Hún hefur þegar lýst þvi yfir að það muni koma til „handalögmála“ í Stór- þinginu ef minnihluta- stjóm Gro Harlem Bmndtland reyni að koma EB-aðildinni, sem BB berst hatrammlega gegn, á dagskrá. Jafnvel sam- komulagið um Evrópska efnahagssvæðið, sem myndi gera EFTA-rílgum kleift að eiga viðskipti við EB, er eitur í beinum BB og ætla flokksmenn að reyna að eyðileggja það. Lash er reiðubúin (segir hún digurbarkalega) að mynda nýja ríkisstjóm fari stjóm Brundtland frá. Undanfarið hafa tveir af hverjum þremur Norð- mönnum sagst vera á móti EB-aðild og er það helsta skýringin á góðu gengi bændanna. And- staðan hefur ekki verið meiri síðan 1972 er fyrri aðildarumsókn var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir kosningabaráttu sem einkenndist af hrikalegri útlendingahræðslu og hef- ur verið líkt við borgara- styijöld af þeim sem upp- lifðu hana. Jafnvel þó að þjóðin myndi samþykkja aðild yrði Stórþingið að sam- þykkja hana með 75% at- kvæða. Með Miðflokknum em um 75 þingmenn á móti aðild og hugsanlega um 90 hlynntir, en það nægir engan veginn til. Jafnvel í þeim flokkum, sem til skamms tíma vom meginflokkar landsins, em sterkar fylkingar and- vigar aðild, sem krefjast þess að þjóðaratkvæða- greiðslan verði afboðuð og samningaviðræðunum í Bmssel hætt. Hafa samn- ingamenn EB heyrst hvisla í návist blaðamanna að Norðmenn séu glatað dæmi hvað þá varðar.“ Norskar þvottavélar Samstag segir norska landbúnaðinn (þar með talið skógarhögg) einung- is standa undir 3% af þjóðartekjum landsins og 5% vinnuaflsins. Hin miklu áhrif bændastéttarinnar á daglegt líf þjóðarinnar séu því algjörlega úr tengslum við hið takmarkaða efna- hagslega mikilvægi henn- ar. Miðflokkurinn sé nú með um fimmtung þing- sæta í Stórþinginu og það geti einungis þýtt að ein- angmnarhyggjan verði enn sterkari og enn ein kynslóð Norðmanna verði neydd til að búa í útjaðri hins iðnvædda heims. „Norðmenn hafa þurft að greiða um 20 milljarða dollara í landbúnaðamið- urgreiðslur frá árinu 1980. í staðinn búa þeir við þau forréttindi að fá að neyta svo ómerkilegra en jafnframt fokdýrra matvæla að jafnvel Eng- lendingi verður bumbult. Það eina sem kemst í hálf- kvisti við hinar siðlausu niðurgreiðslur em hin ströngu innflutningshöft og reglugerðir sem brengla verðlag. Uppá- haldsdæmið mitt er að hver norskur tómatabóndi kostar skattgreiðendur 38 þúsund dollara á hveiju ári en framleiðsla þeirra kostar oft um 400 krónur kílóið. Auk þess að halda Norð- mönnum utan EB og gera sitt besta til að rústa EES- samningnum munu Mið- flokksmenn leggja sitt af mörkum til að viðhalda þvi sem á margan hátt er farið að likjast steinaldar- skipulagi. Bændumir munu þamiig beijast gegn öllum tilraunum til að létta á hinni grimmilegu áfeng- islöggjöf landsins, sem leitt hefur til þess að ein- ungis helmingur þess áfengis sem neytt er er keyptur á löglegan hátt. BB mun leggja til hærri tekjuskatta til að ,jafna“ allar tekjur sem ekki má rokja til landbúnaðar." Afrain segir: „Þeir stefna að eigin sögn að lágum hagvexti af um- hverfisástæðum á sama tíma og þeir hampa því sem áróðursrit þeirra kalla „sjálfsþurftabú- skap“. Tillaga, sem sam- einar þessi tvö markmið var sett fram í kosninga- baráttunni og gekk hún út á að Norðmenn myndu hefja framleiðslu á þvotta- vélum. Þær yrðu vissulega algjörlega ósamkeppnis- hæfar á alþjóðlegum mörkuðum en hægt væri að se(ja þær norskum neytendum eftir að búið væri að banna innflutning á eða tolla erlenda fram- leiðslu út af markaðinum." Óhamingjusam- ir Bosniumenn Tony Samstag segir að þrátt fyrir að Bijáluðu bændumir leggi áherslu á „græna“ stefnu þá hvelji þeir á sama tíma kjósend- ur sina til að útrýma nán- ast öllum villtum rándýr- um þar sem þau ógna að þeirra mati búfé. Þá telji þeir réttmætt að nýta jafn- vel gpsnasta skóglendi til skógarhöggs og vilji halda áfram hvalveiðum í at- vinnuskyni. Loks sjái þeir ekkert athugavert við hina hrikalegu ofveiði síð- ustu ára rétt eins og hrun fiskveiðistofnanna undan- farin ár hafi einungis ver- ið slæmur draumur. „Á meðan þetta er ritað berast fregnir af því að áttatíu bosnískir flótta- menn hafi beðið dolfallna norska ríkisstjórn um að þeir yrðu sendir aftur tíl hins stríðshijáða heima- lands sins vegna þess að þeir væru of óhamingju- samir í Noregi. Það hlýtur einhver að hafa tjáð þeim að Bijáluðu bændumir væm á leiðinni." SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Bíll B ckur inn á gatnu- mót á grænu ljósi og hyggst beygja til vinstri. Hann neyóist hins vegar til aó bíiSa á gatnamótunum, vegna um- feriSar á móti, þar til komift er rautt ljós. Þegar grænt Ijós kviknar er A ekið af stað inn á gatna- mótin og liann lendir síðan í árekstri við B sem ekki náði að komast ót af gatnamót- unum. Samkvæmt reglum sem notaðar eru til viðmiðunar við sakarskiptingu í árekstr- um getur sök A orðið 100% samanber 7. mgr. 25. gr. umferðarlaga og 29. gr. merkjareglugerðar. TILLITSEMI í UMFERÐINNI ER ALLRA MÁL. AUKhf/SlAk116d11-106

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.