Morgunblaðið - 07.10.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
15
Vistheimilið í
Mannúðleg stofnun
eftir Svein Óskar
Sigurðsson
Nýlega hefur komið í Ijós að áform
eru um að leggja niður vistheimilið
í Gunnarsholti og að þar verði ekki
starfrækt lengur sú mannúðlega
stofnun sem í um 39 ár hefur orðið
alþýðufólki til hjálpar. Nú eru um
26 vistmenn á heimilinu, bæði ungir
sem aldnir, og er þetta sjúkt fólk á
sál og líkama. Hér er um að ræða
einstakiinga, sem á einn eða annan
hátt hafa ekki ratað réttan veg í líf-
inu.
Hinn 10. júlí 1954 hófst starfsemi
vistheimilisins í Gunnarsholti og hef-
ur þessi stofnun verið rekin með það
að leiðarljósi að einstaklingar yrðu
nýtari þjóðfélagsþegnar eftir dvölina
þar. Það var Ingólfur Jónsson á
Hellu, fyrrum ráðherra, er lét til
skarar skríða og sá um að vistheimil-
ið í Gunnarsholti varð að veruleika.
Ég tel eðlilegt að núverandi heil-
brigðisráðherra hefði kynnt sér
vandlega starfsemi vistheimilisins í
Gunnarsholti áður en hann tók
ákvörðun sína um io'kun, t.u. með
heimsókn, en það gerði hann ekki
Lokum ekkí
Gunnarsholti
eftir Hönnu Kolbrúnu
Jónsdóttur
Á síðasta ári kom til umræðu að
loka Gunnarsholti eða afhenda heim-
ilið öðrum en þeim er standa að því
nú. Aftur hafa komið upp sömu
umræður og starfsfólki þar hafa
verið send uppsagnarbréf eftir ára-
tuga starf. Mér verður hugsað til
þess sem sjúkdóma- og faraldsfræði
kennir. Veirusjúkdómar geta virst
læknaðir en blossa upp að nýju eða
upp koma önnur sjúkdómseinkenni.
í Morgunblaðinu segir prófessor
Tómas Helgason lokunina í Gunn-
arsholti vera eins og loka ætti tutt-
ugu og sex plássum fyrir hjúkrunar-
sjúklinga. Við sem vinnum við hjúkr-
un og teljum okkur hafa hjúkrunar-
þekkingu erum sammála. Vistmenn
heimilisins hafa tjáð sig um hvað
bíði þeirra. Vera á götunni og kvíða
framtíðinni. Víst er svo að margir
eru illa á vegi staddir ef til lokunar
heimilisins kemur. Heilbrigðisráð-
herra telur sig hafa lausn á málinu.
Enginn útskrifast á götuna segir
hann.
Það hljóta að vakna spurningar.
Hefur sá góði maður kynnt sér
plássanýtingu á þessum ýmsu stöð-
um sem hann hyggst vista fólkið á?
Sparnaðurinn er enginn. Frá faglegu
sjónarmiði passa ekki allir hópar
saman.
Hefur ráðherrann kynnt sér hvort
fólki sem hann ætlar að vista á hin-
um ýmsu stöðum passar inn í hina
hópana sem fyrir eru? Þekkingu og
fagleg vinnubrögð hlýtur hann að
meta til árangursmeðferðar. Eigum
við kannski bara að leggja niður
menntun í geðheilbrigðis- og vímu-
efnamálum, og afhenda það alfarið
ófaglærðum hagsmuna- og félaga-
hópum.
Hveijir vistast á Gunnarsholti? Á
heimilinu eru 26 pláss fýrir fólk sem
verið hefur á hinum ýmsu meðferð-
arstofnunum en ekki gengið eins og
æskilegt væri. Við verðum að hjálpa
þeim! Við viljum gjarnan hjálpa fólki
af öðru þjóðerni en við megum ekki
gleyma landanum. Það má líkja lok-
un Gunnarsholtsheimilisins við sam-
bærilegri lokun á öðrum myndarleg-
um heimilum fatlaðra. Vímuefna og
stjórnleysi áfengisneyslu er fötlun
sem menn ráða ekki við og veldur
heilaskaða. Ég fæ ekki séð að fólk
með heilaskemmdir eigi ekki að fá
jafnan aðgang að þjónustu hvort sem
skaðinn er af völdum genitískra
galla, fæðingaáfalia eða rangra
heilastarfsemi vegna geðtruflana.
Merkur ráðherra sagði fyrir stuttu
síðan að við yrðum að fara vel með
atvinnutækifærin á samdráttartím-
um. Við þurfum líka að nýta vel
þjálfað fólk með faglega þekkingu
og reynslu til starfa í okkar þjóðfé-
lagi. Starfsfólkið í Gunnarsholti hef-
ur báða kosti. Vistmenn treysta
þeim. í Gunnarsholti er heimilislegt
og notalegt. Heimilið er rekið með
sparnað og hagkvæmni að leiðar-
ljósi. Stærsta atriðið er þó að vist-
mönnum líður vel þar og eru ánægð-
Hanna Kolbrún Jónsdóttir
„Við viljum gjarnan
hjálpa fólki af öðru
þjóðerni en við megum
ekki gleyma landanum.
Það má líkja lokun
Gunnarsholtsheimilis-
ins við sambærilegri
lokun á öðrum myndar-
legum heimilum fatl-
aðra.“
ir. Ég skora á þá sem ráða málum
að endurskoða málin og draga upp-
sagnir starfsmanna til baka.
Höfundur er hjúkrunurfræðingur.
7.10. 1993
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4507 46**
4560 08**
4920 07**
4988 31**
4506 43**
4543 17**
4560 09**
4938 06**
4506 21**
Afgreiöslufólk vinsamlegast takið otangreind
kort úr umferð og sendið VISA Islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og visa á vágest.
VtSA
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik
Sfmi 91-671700
Gunnarsholti
frekar en forveri hans í embætti.
Hann hefði væntanlega hitt þar vist-
menn og starfsmenn, rætt við þá
um sparnaðarhugmyndir sínar, en
þessir einstaklingar eiga rétt á að
fá vitneskju um þessi mál og þá
sérstaklega þegar um er að ræða
kaflaskipti í lífi þeirra.
Vistmenn í Gunnarsholti hafa frá
upphafi unnið við margvísleg störf,
s.s. uppgræðslu, girðingarvinnu,
hellugerð, smíðavinnu og ótal margt
fleira. Ráðherra ætti að kynna sér
þessa starfsemi og æskilegt væri ef
fyrrverandi heilbrigðisráðherra,
Matthías Bjarnason, sæi sér Tært
að vera honum til leiðbeiningar, en
Matthías lét sér, í ráðherratíð sinni,
annt um vistheimilið í Gunnarsholti.
Vistfólkið í Gunnarsholti skapar
sértekjur á móti þeim kostnaði er
fer í rekstur heimilisins. Sértekjur
þessar hafa numið um 10 milljónum
króna á ári. Ef heimilið er lagt niður
er líklegt að margir vistmanna fari
á götuna og þar tekur sjúkdómur
þeirra sig upp með viðeigandi böli
og óhamingju. Þrátt fyrir yfirlýsing-
ar ráðherra liggur ekkert fyrir um
fyrirsjáanlega vistun þessa sjúka
fólks annars staðar.
Í dag eru 12 starfsmenn á Gunn-
arsholti og missa þeir vinnuna og
lenda því væntanlega á atvinnuleys-
isbótum er slaga upp í 7 milljón
krónur á ári. Ekki eru það skynsam-
legar sparnaðarhugmyndir ef síðar
kemur í Ijós að kostnaður við lokun
vistheimilisins á Gunnarsholti hefur
verið meiri en sem nam upphaflegum
hugmyndum um sparnað.
Vistheimilið á Gunnarsholti er
þjóðhagslega hagkvæm stofnun.
Stofnun sem þessi er ekki gróðafyr-
irtæki, hún vinnur einfaldlega á
mannúðlegum nótum og skapar
þannig viðurværi fyrir einstaklinga,
sem aðrar stofnanir geta ekki hýst.
Rangæingar og aðrir Sunnlend-
ingar spyrja sig nú hvers vegna ráð-
herrann ráðist svo harkalega á
Sunnlendinga með niðurskurði. Er
hugsanlegt að ein ástæðan sé sú að
flokksbræður ráðherrans hafa ekki
notið fylgis í seinustu Alþingiskosn-
ingum í Suðurlandskjördæmi og að
Alþýðuflokkurinn njóti yfirleitt ekki
fylgis Sunnlendinga? Ráðherra telur
því afar hagstætt að beita þessum
óréttláta niðurskurði á starfsmenn
og vistmenn í Gunnarsholti. Svo vildi
tii að hami fann þetta vistheimili er
hýsir að hans mati afar hentug fórn-
arlömb, alþýðufólk er ekki getur
borið hönd fyrir höfuð sér. Skyldi
ráðherranum hafa komið tii hugar
að loka Jósefsspítala í Hafnarfirði
og dreifa þaðan sjúku fólki út og
suður um landið? Aldrei er að vita
nema þar gæti hann, með tölfræði
sinni, séð óhagstæðan rekstur er
skilar engu í þjóðarbúið og að þar
séu sjúklingar sem ekki geta varið
sig.
Vistheimilið í Gunnarsholti er
heimili þeirra vistmanna er þar búa
og þar líður þessu fólki vel og er
eins og ein stór samhent fjölskylda.
Hvers vegna að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur?
Heilbrigðisráðherra er ekki einn í
ríkisstjórn og ég vona að þingmenn
Suðurlandskjördæmis taki sig sam-
an og standi gegn áformum um að
loka vistheimilinu í Gunnarsholti.
Þeir eru fulltrúar síns kjördæmis á
Alþingi og þeim ber að standa með
kjósendum sínum og þeim sjúkling-
Sveinn Óskar Sigurðsson
„Skyldi ráöherranum
hafa komið til hugar að
loka Jósefsspítala í
Hafnarfirði og dreifa
þaðan sjúku fólki út og
suður um landið?“
um og minnimáttar er þar eiga at-
hvarf.
Ég skora á heilbrigðisráðherra að
draga til baka umræddar ákvarðanir
um lokun vistheimilisins í Gunnars-
holtí.
Höfundur er nemi við H&skóla
ísiands, formaður Fjölnis, FUS
Rangárvallasýslu, og stjórnar-
maður í SUS.
Leikfimi: Fyrir byrjendur
og iþróttafólk, eldri
borgara, ófrískar konur
og konur með barn á brjósti.
Topp-tímar fyrir þá
sem vilja grennast.
Þoifimi. Funk.
Brennslutímar. Vaxtamótun.
Kvennatímar. Pallatímar.
Þrekhringur. Kraftganga.
Hlaupahópur. Skíöahópur.
Kynningarverð:
3.000 kr.,
fyrsta mánuðinn.