Morgunblaðið - 07.10.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Breytingar á þingsköpum Alþingis samþykktar í gær
Stj órnar andstaðan fær
formennsku í 3 nefndum
Morgunblaðið/Júlíus
Á þingpöllum
STARFSFÓLK sjúkrahúsanna fjölmennti á þingpalla í gær til að
hlýða á utandagskrárumræðu um unnsagnir starfsfélks ieikskó'anna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um leikskóla sjúkrahúsanna
Hluti af starfskjörum á
sama hátt o g bílastyrkur
BREYTINGAR á þingsköpum sem fela meðal annars í sér takmörk-
un á ræðutíma voru samþykktar á Alþingi í gær. Flutningsmenn
frumvarpsins eru formenn allra þingflokka. Gert er ráð fyrir að
ákvæði laganna verði endurskoðuð fyrir 10. október næsta ár í ljósi
reynslunnar. Jafnframt er samkomulag milli flokkanna um að for-
mennska í þremur nefndum þingsins, efnahags- og viðskiptanefnd,
iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd, og varaformennska í fjórum, verði
í höndum þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Formennska í efna-
hagsnefnd kemur í hlut Framsóknarflokksins, í iðnaðarnefnd í hlut
Alþýðubandalagsins og ; umhverfisnefnd í hlut Kvennalistans.
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
sagði við umræður utan dagskrár á Alþingi í gær að ásættanleg
niðurstaða myndi nást varðandi uppsagnir á leikskólum sjúkrahús-
anna og að rekstur yrði á vegum sveitarfélaganna. Sagði hann að
viðræður við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og á Akranesi væru hafnar
og komnar vel á veg um hvernig sveitarfélögin gætu tekið við þess-
um rekstri. Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki, sem hóf umræð-
una sagði að í neyðarástand stefndi á sjúkrahúsunum um áramót,
þar sem starfsfólk liti svo á að um hluta af ráðningarkjörum væri
að ræða. Starfsfólk sjúkrahúsanna fjölmennti á þingpalla meðan
umræðan fór fram.
Finnur sagði í framsögu sinni að
900 börn biðu eftir vistun á leik-
skóla í Reykjavík og væri biðtíminn
15 mánuðir. 450 böm af bamaheim-
ilum sjúkrastofnana myndu bætast
við um áramót og þá myndi bið-
tíminn lengjast enn. Hann spurði
heilbriðisráðherra þriggja spurninga;
hvernig tryggja ætti dagvist þessara
bama, hvort til greina kæmi að fresta
ákvörðuninni og taka upp viðræður
og í þriðja lagi hvernig staðið hefði
verið að því að kynna sjúkrahúsunum
og foreldrum þessa ákvörðun.
Eðlileg breyting
Guðmundur Árni sagði að lög um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
hefðu tekið gildi 1. janúar 1990 og
samkvæmt þeim heyrði rekstur leik-
skóla undir sveitarfélögin. Hann
spurði hvort verkaskiptingin ætti
aðeins að gilda í sumum tilvikum og
hvort ríkið ætti að útvega tilteknum
starfstéttum umfram aðrar leik-
skólapláss vegna mikilvægis þeirra.
Svavar Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, skoraði á heilbrigðisráðherra
að fresta þessari ákvörðun og ganga
til heiðarlegra viðræðna við hlutað-
eigandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Kvennalista, sagði að sjúkrahúsin
biðu upp á vistun fyrir börn til að
laða fólk til starfa. Þetta væri hluti
af starfskjörum á sama hátt og til
dæmis bílastyrkur eða matur á
vinnustað væri hluti af starfskjörum.
Það væri ekki hlutverk ríkisins að
elda ofan í fólk, enda væri þetta
gert til að laða fólk til starfa. Einar
K. Guðfinnsson sagði að þetta væri
í annað skipti sem umræður yrðu
um þetta á þingi, í fyrra skiptið hefði
það verið í umræðum um þingsálykt-
unartillögu og þá hefði komið fram
einróma stuðningur við hana hjá
mönnum í öllum flokkum. Þetta
væri eðlileg og sjálfsögð breyting og
litlu skipti í því samhengi hvort hún
tæki gildi vikunni fyrr eða seinna.'
Samkvæmt lögunum er gert ráð ‘
fyrir að svokallaðar þingskapaum-
ræður falli niður, en í stað þeirra
komi ákvæði er veiti þingmönnum
jafna heimild til að gera athuga-
semdir við fundarstjórn forseta.
Jafnframt fá þingmenn heimild til
að kveðja sér hljóðs í upphafi fund-
ar til að koma á framfæri athuga-
semdum um störf þingsins. í grein-
argerð kemur fram að með því að
binda umræður af þessu tagi við
upphaf fundar í allt að 20 mínútur
sé verið að koma í veg fyrir að
umræður séu slitnar í sundur með
athugasemdum sem ekki varði það
mál sem sé til umræðu. Enginn
má tala oftar en tvisvar og þá ekki
oftar en tvær mínútur í senn.
Einnig eru í lögunum ákvæði sem
takmarka fyrstu umræðu um laga-
frumvörp, en reynslan hefur sýnt
að fyrsta umræða tekur um helming
þess tíma sem fer í umræðu um
lagafrumvörp sem hlotið hafa sam-
þykki. Þó er að finna ákvæði sem
veita þingflokkum rétt til að fá
ræðutímann lengdan, þannig að
hann geti orðið allt að því tvöfald-
ur. Þarf þá að liggja fyrir rökstuðn-
ingur áður en umræðan hefst. Tími
þingmanna til að gera grein fyrir
atkvæði sínu er ennfremur styttur
úr þremur mínútum í eina mínútu.
Nefndarstörf
Þá er ákvæðum um nefndarstörf
þingsins breytt þannig að formanni
nefndar er gert skylt að boða til
fundar ef ósk berst um það frá að
minnsta kosti þriðjungi nefndar-
manna og taka á dagskrá þau mál
sem tilgreind eru. Sama gildir um
ósk frá framsögumanni. Ennfremur
að ef nefndarmaður gerir tillögu
um að umfjöllun máls skuli hætt
og það afgreitt frá nefndinni er
formanni skylt að láta greiða at-
kvæði urh tillöguna á þeim fundi
sem hún er borin fram. Telst tillag-
an samþykkt ef meirihluti nefndar-
manna greiðir henni atkvæði sitt.
Geir Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði
þegar hann mælti fyrir frumvarp-
inu, að þær séu niðurstaða viðræðna
sem farið hafi fram í sumar um
þingsköpin. Þessar breytingar væru
hugsaðar til að bæta úr tveimur
ágöllum á störfum þingsins, sem
annars vegar væru of langar um-
ræður og hins vegar ekki eins góð
samstaða eins og vonir hefðu staðið
til þegar þingið breyttist í eina
málstofu.
Ólafur Ragnar um árangur stjórnarinnar í ríkisfjármálum
Útgjöldin hafa aukist
RÍKISÚTGJÖLD hafa farið vaxandi að raungildi á undanförnum
árum, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi fjármálaráð-
herra. Ólafur hélt fréttamannafund í gær þHr sem hann lagði fram
tölur úr fjármálaráðuneytinu yfir tekjur og útgjöld ríkisins fyrir sl.
sex ár eða frá 1988, framreiknaðar á föstu verðlagi. Benti hann á að
ef borin væru saman árin 1989 og 1990 annars vegar og 1992 og
1993 hins vegar kæmi í ljós að útgjöldin hefðu aukist í fyrra og á
þessu ári að raungildi um 6,3 milljarða kr. samanborið við útgjöldin
á árunum 1989 og 1990.
Samkvæmt þessum upplýsingum
hafa rekstrargjöld ríkisins aukist
um 3.870 milljónir króna, sem Ólaf-
ur sagði að kæmi verulega á óvart.
Tilfærslur hefðu fyrir sama tímabil
aukist um 1.885 millj., fyrst og
fremst vegna aukinna útgjalda al-
mannatrygginga en framlög til
landbúnaðarmála hefðu minnkað
um 2.394 millj.
í stefnuræðu sinni á Alþingi sl.
þriðjudagskvöld sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra að heildarút-
gjöld ríkisins hefðu lækkað um 10
milljarða kr. frá árinu 1991. Ólafur
Ragnar sagði að þetta væri bæði
rangur og villandi samanburður. á
árinu 1991 hefðu verið óróleiki í
stjórnmálalífínu vegna alþingis-
kosninga og stjórnarskipta. Það
gæfi því ranga mynd að nota aðeins
það ár sem viðmiðun um árangur
I ríkisfjármálum eins bg foreætis-
ráðherra gerði.og gert.yæri í'fjár-
lagafremvarpínu. Útgjolfi "1991
hefðu verið mún meiri en á árúnum
bæði á undan og á eftir.
Ólafur sagði samanburður þess-
ara ára sýndi einnig að skatttekjur
ríkissjóðs hefðu minnkað um einn
milljarð kr., og heildartekjur ríkis-
ins hefðu dregist saman um tæp-
lega einn milljarð.
Miiyörðum velt yfir á
framtíðina
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir að beinn niðurskurður
frá árinu 1991 sé um 10 milljarðar
framreiknað, en þar af hafi einn
og hálfur milljarður verið útgjalda-
auki. Niðurskurður nemi því nettó
um 8,5 milljörðum. Friðrik sagði
að þó þær tölur þær sem Ólafur
Ragnar birti væru ekki rangar segði
það ekki allan sannleikann. Óhjá-
kvæmilegt væri að nota árið 1991
sem viðmiðun þegar árangur í ríkis-
fjármálum væri metinn, vegna þess
að þegar núverandi ríkisstjórn kom
að völdum hefði hún setið uppi með
stóraukin útgjöld og skuldbindingar
sem fyrrverandi ríkisstjórn hefði
skilið eftir sig. Núverandi ríkis-
stjórn hefði t.d. tekið upp bein fram:
lög til Lánasjóðs ísl. námSmanna
og byggingarsjóða rífíislns 'til að
verja eiginfjárstöðu sjóðanna en
fyrrverandi stjórn hefði velt um 5
milljörðum kr. yfir á framtíðina með
lántökum í stað beinna framlaga,
sem nú féllu á ríkissjóð.
Samkvæmt framreikningum
efnahagsskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins til áætlaðs verðlags á
næsta ári voru heildarútgjöld ríkis-
sjóðs rúmlega 114 milljarðar á ár-
unum 1988 og 1989. Árið 1990
námu útgjöldin 112,5 milljörðum,
1991 voru þau 121,7 milljarðar,
1992 115,8 milljarðar, í ár eru þau
áætluð 117,3 milljarðar og á næsta
ári 113,2 milljarðar.
Mickey Jupp kominn til landins
BRESKI söngvarinn og lagasmiðurinn Micke Jupp er staddur hér á
landi og heldur átta tónleika víða um land með Kristjáni Kristjánssyni
og félögum í KK Band. Hér sést hann með tveimur liðsmanna KK
Band, en þeir leika í fyrsta sinn á Tveimur vinum í kvöld.
Fertugasta og fimmta bókastefnan í Frankfurt í Þýskalandi
Kynna verk íslenskra höf-
unda og mataruppskriftir
Frankfurt. Frá Jóhanni Iljálmarssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
BÓKASTEFNAN í Frankfurt 45. í röðinni var sett þriðjudaginn
5. október. Hollenski rithöfundurinn Harry Mulisch hélt aðalræð-
una við opnunina, en meðal ræðumanna voru ráðherrar og emb-
ættismenn frá Hollandi og Belgíu.
Bókastefnan sem stendur til 11.
okbóber hefur sem aðalefni bók-
menntir flæmskra málsvæða og
Hollands, en eins og kunnugt er
er flæmska töluð og skrifuð á
Hollandi, í Belgíu þar gem hún er
mjög útbreidd, og einnig í Erakk-
kmdi. Flæmska er opínbert mál í
Belgíu ásamt frönsku, móðurmál
helmings landsmanna eða um 6
milljóna manna. í Norður-Frakk-
landi eru um 100 þúsuftd íbúar
flæmskumælandi.
Þetta verður í fyrsta skipti sem
málsvæði en ekki land verður í
öndvegi á bókastefnunni í Frank-
furt.
Sýnendur eru fjöimargir eða
8.351, Jþar af 2.129 frá Þýska-
landi. Islenekir útgefendur liafa
sameiginlégt sýningarsvæði að
undanskildu Vöku/Helgafelli sem
sýnir sér og leggur höfuðáherslu
á að kynna verk rithöfundanna
Halldórs Laxness og Ólafs Jóhanns
Ólafssonar ásamt íslenskum mat-
aruppskriftum á lausum spjöldum
í því skyni að koma fleiru að en
fagurbókmenntum.
Rithöfundurinn Harry Mulisch
hefur vakið alþjóða athygli og
fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir
nýjustu skáldsögu sína Fund
himnaríkis.
Eriðarverðlaun þý«kra bókaúl-
■gefðnda pg bóksala .venða aflient
á surmuðaginn, sauikvæmt venju
í Kirkju heilags Páls í Frankfurt
og hlýtur þau að þessu sinni rithöf-
undurinn Friederich Schorlemmer.
Frá honum verður sagt síðar hér í
blaðinu.