Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Morgunblaðið/Þorkell Birgir Jónsson eigandi Gullna hanans býður fólki nú í slátur og annan haustmat af hlaðborði fyrir rúmar 1.200 krónur á manninn. Tóku 100 slátur og prófuðu sig áfram með alls kyns uppskriftir Á VEITINGAHÚSINU Gullna hananum verður hausthlaðborð fjóra daga vikunnar frá og með morgundeginum. Er þar boðið upp á margvíslegar útgáfur af slátri og innmat, auk þess sem ýmsar gerð- ir af ostum og skyri verða á boðstólnum. Hlaðborðið verður á kvöldin, frá miðvikudegi til laugardags og kostar 1.260 krónur á mann. Birgir Jónsson eigandi Gullna hanans sagði í sam- tali við Daglegt líf að hann hefði byrjað að bjóða hausthlaðborð í fyrra og undirtektir hefðu verið betri en vonir stóðu til. „Við tókum því 100 slátur í haust og prófuðum okkur áfram með fleiri afbrigði. Ímyndun- arafl og hugmyndaflug var notað og þó nokkrar tilraunir hafi endað í ruslinu voru margar vel þess virði.“ Hann gaf Daglegu lífi nokkra rétti að smakka og reyndist lifrarpylsa með hvítlauk til dæmis hið mesta lostæti og jafnframt blóðmör með íslenskum villijurtum. Þá var lifrar- pylsa með sölum prýðileg en önnur með kryddsíld og lauk ekki jafn bragðgóð. Ennfremur verður á hlað- borðinu slátur með kanel eða aprí- kósum, íslensk kjötsúpa, lambalifur með engifer, nýru í skógarbeijasósu og léttsteiktir hrútspungar svo eitt- hvað sé nefnt. Birgir sagði að grunnuppskrift að slátrinu væri hefðbundin og vambir saumaðar utan um. „Þó við breytum bragðinu með alls kyns kryddum og ávöxtum, verður slátur að vera í vömbum. Við höfum prófað að nota grisjur, en fannst munurinn eins og ef fiskur er steiktur roðlaus. Það vantar eitthvað sem ég veit ekki nákvæmlega hvað er.“ ■ Nýjar pakkningar á markaðinn frá Kjörís Kjörís hefur sett á markað fjórar nýjar pakkningar af íspinnum og frostpinnum í sérstökum heimilispakkningum. í pökkunum eru græn- ir og gulir frostpinnar, vanillu íspinnar og grænir hlunkar. Leikir og föndur er á bakhlið pakkninganna. Einnig býður Kjörís upp á fjóra Lúxus íspinna I heimilispakkningum. ■ HJÁ ANDRÉSI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 Ný sending af jakkafötum.Verð kr. 14.900,- Herravesti..........Verðfrákr. 1.800,- Danskar buxur nýkomnar.Verð kr. 5.400,- Stakar buxur í úrvafi.Verð frá kr. 1000-5.600,- ■Rauels-vögjgaUabuxur íúrvali ..Verðfrákr. 1.790,- í SLÁTURTÍÐ er ekki úr vegi að nýta innmatinn. Matreiðslu- menn á Gullna hananum gáfu okkur tvær nýstárlegar ■■ uppskriftir að þessu sinni. f^* Guðrún Jónsdóttir matreiðslu- SS meistari á heiðurinn að upp- CC skriftunum, en Albert Ingi- ^ mundarson eldaði hrútspunga og lifur svo Daglegt líf gæti bragðað á, en eigandi stað- Aa arins, Birgir Jónsson, setti SD saman eftirfarandi vísu: Gott fyrir gamla sem unga að gæla við nýsteikta punga. Við kokkana kunnum að meta sem gefa okkur þetta að eta. Verð á máltíðum eins og hér eru kynntar er í lægri kantinum og reiknast okkur til að hvor réttur kosti um 65 krónur á mann. Báðar uppskriftir eru miðaðar við fjóra. Nýir hafrasteiktír hrútspungar með Grand Marnier-sósu 4 hrúfspungar 2 dl vatn 1 dl edik 6 piparkorn 2 lárviðarlauf 'Amsk. salt 1 -2 msk. olía salt, pipar og engiferduft á hnífsoddi > egg ‘Abolli haframjöl tóbolli rúgmjöl 1. Hrútspungarnir eru settir í sjóð- andi vatn ásamt ediki, piparkorn- um, lárviðarlaufí og ‘Amsk. salti. 2. Soðnir í u.þ.b. 3 mínútur. 3. Pungamir kældir og himnan tek- in af. 4. Pungamir skomir f 'h sm. þykk- ar sneiðar. 5. Sneiðum velt upp úr pískuðu eggi og síðan mjölblöndu. 6. Salti, pipar og engiferdufti stráð yfir sneiðarnar og þær steiktar þar til þær ná gullnum lit. Grand Marnier-sósa 3 dl sterkt kjötsoð (vatn m. kjötkrafti) 2 msk. Grand Marnier (eða appelsínuþykkni) 1 tsk. sojasósa maisenamjöl til að jafna sósu Albert Ingimundarson matreiðslumaður Moríneruð lambalifur Suðan látin koma upp á vökvan- um og sósan þykkt eftir smekk með maisenamjöli. Mælt er með því að ferskt salat sé borið fram með þessum rétti. Kryddlegin lambalifur f engifer og soja Dálítið lengri tíma tekur að undirbúa þennan rétt en hrúts- pungana, þar sem gert er ráð fyrir að lifrin sé látin liggja í kryddlegi í 3-4 klukkustundir áður en eiginleg matreiðsla hefst. 400 g lambalifur Kryddlögur 3 msk. sojasósa 3 msk. hunang 1 msk. engiferduft Morgunblaðið/Þorkell Ferskir hrútspungar í Grand Marnier-sósu 4 msk. hvítvín 4 msk. sítrónusafi 1 tsk. hvitlauksduft 1 tsk. sítrónupipar V2-I fíntsöxuð paprika 3-4 msk. fínt saxaður blaðlaukur 2 fínt saxaðar gulrætur Lifur er skorin í strimla og látin liggja í kryddlegi í 3-4 klukkustund- ir. Þá er hún steikt í svolítilli olíu, í 2-3 mín. á hvorri hlið. Borin fram með hrísgijónum og fersku salati. Matreiðslumenn mæltu með La Choy súrsætri sósu með þessum rétti og er hún þá hituð upp. Þeir gaukuðu að okkur að hún væri enn betri ef svolítill blaðlaukur eða lauk- ur væri saxaður út í hana. ■ BT Eitraðar jurtir á heimilum og í garði BLOÐ AF rabarbara eru eitruð og geta valdið uppköstum og jafn- vel dauða, segir dr. Penny Stanway í bók sinni, Græn böm, sem út kom í íslenskri þýðingu 1991. Höfundur mælir með því að fólk losi sig við eitraðar jurtir eða hafi þær þar sem ekki næst til þeirra. Séu eitraðar garðjurtir til staðar, ráðleggur hann að þær séu girtar af og útskýrt sé fyrir börnum, sem hafa aldur til, hvaða hluti jurtarinn- ar sé eitraður. 1. Jólakirsuber segir hann að sé eitruð jurt og allir hlutar hennar geti valdið ógleði, magaverkjum og syfyu séu þeir borðaðir. Islenskt ú vera án þess? ISLENSKIR BÆNDUR 2. Kalla, sem einnig er innijurt hef- ur eitraðan stöngul sem hann segir að geti valdið sviða og ertingu í munni, á vörum og tungu ef bitið er í hann. 8. Jólastjarna hefur eitruð blöð og safa sem að sögn Stanways er eitr- aður og veldur blöðrum á hörundi og magaverkjum ef hún kemst í 8nertingu við munninn. 4. Þá er algenga matjurtin rabar- bari með eitruð blöð, sem geta vald- ið uppköstum og að sögn Stanways jafnvel 4auða þó þau séu borðuð í litlu magni. 5. Hinir fallegu belgir guliregns eru einnig eitraðir og sömuleiðis fræin. Eituráhrif lýsa sér í uppköstum og krampaflogum og segir Stanway að jafnvel geti eitrun af þeirra völd- um valdið dauða. 6. Páskaliljulaukar, sem ýmist eru hafðir inni eða úti, geta valdið magaverkjum, skjálfta og krampa- flogum sé þeim kyngt. í bókinni er sagt frá öðrum eitr- uðum jurtum, til dæmis venusar- vagni, arumlilju, gullsópi, beijum af töfratré, fingurbjargarblómum, kristþyrnibeijum, geitatoppsbeij- um, bergfléttubeijum, reynibeijum og alparósablöðum. ■ Haustmáltíð fyrir 65 krónur á manninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.