Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Ríkisstjórnin heldur
pólitísku frumkvæði
Straumhvörf í
í efnahagsmáli
Stefnuræða
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
Wtjórnarandstaðan náði engn
pólitísku frumkvæði í um-
ræðunum á Alþingi í fyrrakvöld
um stefnuræðu forsætisráð-
herra, eins og einhverjir hafa
vafalaust gert ráð fyrir, að
mundi gerast í kjölfar þeirra
ágreiningsmála, sem upp hafa
komið á milli stjórnarflokkanna
á undanförnum vikum. Þvert á
móti var niðurstaðan sú, að rík-
isstjórnin hélt því frumkvæði,
sem hún hefur haft að lang-
mestu leyti frá því, að stjórnin
var mynduð.
Forystumenn stjórnarflokk-
anna fjölluðu um viðhorfin í
málefnum lands og þjóðar á
býsna ólíkan hátt. Davíð Odds-
son forsætisráðherra lagði
áherzlu á þann árangur, sem
náðst hefði með starfi ríkis-
stjórnarinnar. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra dró upp dökka mynd af
skuldastöðu Islendinga hjá er-
lendum lánastofnunum. Þrátt
fyrir það verður ekki sagt, að
ósamræmis hafi gætt í mál-
flutningi þeirra. Það er rétt,
sem forsætisráðherra sagði,
ríkisstjórnin hefur náð vissum
árangri. Það er líka rétt sem
utanríkisráðherra sagði,
skuldastaðan erlendis er hrika-
leg.
Talsmenn stjórnarandstöð-
unnar höfðu ekki fram að færa
sannfærandi valkost gagnvart
stefnu ríkisstjórnarinnar. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson boðaði
þriðju leið Alþýðubandalagsins
án þess að gera nægilega skýra
grein fyrir því hvað í henni
felst. Steingrímur Hermanns-
son hafði engan nýjan boðskap
að flytja þjóðinni. Raunar mátti
greina í málflutningi formanns
Alþýðubandalagsins efasemdir
um, að Framsóknarflokkurinn
yrði nægilega ábyrgur kæmi
hann að landsstjórninni á nýjan
leik. Umræðurnar leiddu í ljós,
að þrátt fyrir pólitíska erfið-
leika ríkisstjómarinnar á und-
anfömum mánuðum hefur ekki
orðið til í landinu pólitískur
valkostur, sem mark er takandi
á.
Ríkisstjómin er í meginatrið-
um á réttri leið en hún fer ekki
nógu hratt yfir. Davíð Oddsson
forsætisráðherra sagði í ræðu
sinni, að ríkisútgjöki héfðu
lækkað um 10 milljarða frá
árinu 1991, sem er vissulega
umtalsverður árangur. En þeg-
ar ríkisstjórnin leggur fram
fjárlagafrumvarp fyrir næsta
ár með 10 milljarða halla, sem
gera má ráð fyrir að aukist í
meðferð Alþingis, er ljóst, að
þetta er ekki nægilega mikill
árangur.
Hins vegar verður það ekki
frá ríkisstjórninni tekið, að hún
hefur reynt. Átökin í kringum
heilbrigðisgeirann, sem staðið
hafa undanfarin misseri, eru
til marks um, að bæði fyrrver-
andi heilbrigðisráðherra og nú-
verandi heilbrigðisráðherra
hafa gert og eru að gera heiðar-
lega tilraun til þess að hemja
útgjöld í þeim málaflokki, þar
sem útgjöldin eru mest. Þeim
hafa hins vegar báðum verið
mislagðar hendur varðandi
vinnubrögð. Sighvat Björgvins-
son mátti gagnrýna fyrir vinnu-
brögð og hið sama má segja
um núverandi heilbrigðisráð-
herra. Það er óeðlilegt og raun-
ar óviðunandi, að starfsfólk á
barnaheimilum spítalanna og
starfsfólk á sjúkrahúsunum
sjálfum, sem hagsmuna á að
gæta, heyri fyrst um það í út-
varpsfréttum, að grundvallar-
breyting verði á starfrækslu
barnaheimilanna. Ráðherrarnir
þurfa að tileinka sér nútíma-
legri starfshætti varðandi
kynningu og framkvæmd
ákvarðana. Yfirleitt er fólk til-
búið til þess að taka þátt í nið-
urskurði og sparnaðaraðgerð-
um ef því er sýnd sú sjálfsagða
virðing að tala við það.
Stuðningsmenn núverandi
ríkisstjórnar hafa haft veruleg-
ar áhyggjur af stöðu stjóm-
arinnar á undanförnum vikum
og mánuðum. Hins vegar verð-
ur ekki annað sagt, ef marka
má umræðurnar um stefnu-
ræðu forsætisráðherra, en að
ríkisstjómin og stjórnarflokk-
amir fari vel af stað í upphafi
þings. Það er vel vegna þess,
að þrátt fyrir allt, þrátt fyrir
óviðunandi halla á ríkissjóði,
þrátt fyrir skattahækkanir og
margvísleg mistök og klúður,
er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,
að þetta stjórnarsamstarf haldi
og að stjórnarflokkarnir feti sig
áfram á þeirri braut, sem þeir
mörkuðu í upphafí.
Hins vegar em fyrstu við-
brögð almennra þingmanna
gagnvart sparnaðaraðgerðum
ríkisstjómarinnar alvarlegt
umhugsunarefni, eins og m.a.
kom fram í umræðum í þinginu
í gær. Alþingismenn geta ekki
leikið þann leik frammi fyrir
stóralvarlegri stöðu í efnahags-
málum þjóðarinnar að hugsa
ekki um neitt annað en þrönga
kjördæmahagsmuni. Þeir verða
að horfa á þjóðarhag og láta
þrönga sérhagsmuni víkja. Það
á við, hvort sem rætt er um
barnaheimili eða Gunnarsholt.
Hér fer á eftir í heild stefnu-
ræða Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld:
Hæstvirtur forseti, góðir íslend-
ingar.
Stefnuræða er nú flutt í fjórða
sinn frá því að núverandi ríkisstjórn
tók til starfa. í fyrri ræðum hefur
verið gerð grein fyrir þeirri fjárhags-
legu úttekt, hreinsun og uppstokkun,
sem átt hefur sér stað í íslensku
efnahagslífi og sjóðakerfi eftir óreiðu
þeirra ára sem á undan fóru. Þá
hefur verið lýst þeim aðgerðum, sem
grípa þurfti til, vegna þess að góðær-
inu hafði verið kastað á glæ. Þjóðin
var því illa búin undir þá kreppu, sem
gengið hefur yfir efnahagslíf í okkar
heimshluta, og minnkandi afla og
lækkandi afurðaverð. Þegar þessi
stefnuræða er flutt, á kjörtímabilinu
miðju, eru hins vegar bæði efni og
ástæður til þess að segja að þrátt
fyrir erfiðleika hefur okkur miðað
mjög í rétta átt. Þjóðin hefur siglt
andbyrinn af staðfestu og reynst
vandanum vaxin. Aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar hafa borið árangur, og
efnahagslegar vísbendingar ganga í
eina átt. Þrátt fyrir að þorskafli sé
enn í lágmarki og úr honum verði
enn dregið á næsta ári, þá eru for-
sendur að skapast til sóknar í ís-
lenskum efnahagsmálum. Þessi
árangur hefur vissulega ekki náðst
án átaka eða erfiðis og rík samstaða
þjóðarinnar hefur verið forsenda
hans. Ef einhver þjóð er laus við
stéttarmeting og ríg þá er það hin
íslenska þjóð. Þess vegna er henni
léttara að beita öllum kröftum að
einu marki þegar mikið liggur við,
og skynja að þeir hagsmunir sem
eru í veði, eru heildarhagsmunir,
þjóðarhagsmunir, í tærustu merk-
ingu þess orðs. Það hefur sjaldnast
tekist til langframa að ota einstökum
stéttum hverri gegn annarri í þessu
landi. í þau fáu skipti, sem boðberar
öfundarhyggju og stéttaátaka hafa
haft sitt fram, hefur það verið flest-
um til ills og fáum til góðs. Við skynj-
um í umræðu dagsins að borgarbúinn
hlýtur að koma til móts við bóndann
og bóndinn að koma til móts við
borgarbúann ef vel á að fara. Stund-
arhagsmunir þeirra kunna að rekast
á, en til lengri tima eiga þeir í sam-
eiginlegri baráttu, og sameiginlega
hagsmuni.
Með þessu hugarfari, og þessu
hugarfari einu, nær íslenska þjóðin
árangri á erfiðum tímum. Árangur
er alltaf fagnaðar- og þakkarefni,
en ekki síst fyllumst við stolti þegar
árangur næst á erfiðum tímum, því
þá reynir meir en endranær á sam-
stöðuvilja og fómarlund. Ég tel að
þessir eðliseiginleikar þjóðarinnar og
stefnufesta stjómvalda hafi leitt til
þess að hvar sem litið er á viður-
kennd efnahagstákn sést ótvíræður
árangur.
Þegar Alþingi lauk störfum síðast-
liðið vor urðu allmargir forystumenn
stjórnarandstöðunnar til þess að full-
yrða, að glórulaust ábyrgðarleysi
væri að þingi lyki, þegar grundvall-
aratvinnuvegir þjóðarinnar væm
komnir á vonarvöl og engin úrræði
virtust í nánd. Þegar gripið var til
efnahagsráðstafana snemma sumars
héldu talsmenn stjórnarandstöðunn-
ar því fram, að efnahagsstefnan
hefði endanlega steytt á skeri og
splundrast og nú væru að hefjast á
ný hinir válegustu tímar í efnahags-
lífi þjóðarinnar. Kollsteypur væm
framundan í þróun verðlagsmála,
kollsteypur sem enginn fengi við
ráðið eða gæti séð fyrir endann á.
Sagt var að vandamálin væm svo
risavaxin að augljóst væri, að stjórn-
málaflokkarnir allir yrðu að koma
að lausn þeirra ef nokkur vonarg-
læta ætti að sjást í svartnættinu.
Þeir, sem þannig töluðu, hljóta nú
að sjá og fagna að allt fór það betur
en þeir hugðu. Þrátt fyrir að á einu
ári hafi afurðaverð sjávarafla okkar
lækkað um 18% í erlendum gjaldm-
iðli og þótt enn hafi þurft að skera
þorskkvótann mikið niður til að
tryggja öruggan framtíðarvöxt hans,
hefur tekist vel að halda sjó. Ríkis-
stjórnin hunsaði ekki framangreind
sjónarmið um samstarf og stjórnar-
andstöðunni var boðið að koma að
verki þegar tillögur væm undirbúnar
og ákvarðanir teknar. Því miður
kaus stjórnarandstaðan að skila auðu
i þeim efnum. Þá afstöðu, eða öllu
heldur algert og auðséð afstöðuleysi
á stjómarandstaðan við kjósendur
þegar þeir ganga að kjörborði eftir
tæp tvö ár. Þessir kjósendur munu
í kvöld hlusta með athygli eftir því,
hvort stjórnarandstaðan hafi eitt-
hvað annað fram að færa en ónot út
í ríkisstjórn og venjubundin yfirboð
sem engin innstæða er fyrir.
Verkefnin framundan em ljós og
skýr. Megin viðfangsefnið er að
tryggja þann mikla ávinning sem
orðið hefur af efnahagsstjóm á
þrengingartímum. Hvergi má hvika
af þeirri braut, sem mörkuð hefur
verið, svo hagvöxturinn og batinn
sem framundan era, eftir fáein miss-
eri, skili sér skjótt inn í íslenskt efna-
hagslíf og til sérhverrar íslenskrar
fjölskyldu.
Mér þykir rétt, virðulegi forseti,
að víkja nú að þessum þáttum sem
svo vel hafa til tekist og þeim
straumhvörfum sem era _að verða í
okkar efnahagsmálum. í því sam-
bandi er nauðsynlegt að horfa jafnt
til þeirra þjóða sem næst okkar
standa og inná við að málefnum
okkar sjálfra.
Starfsskilyrði atvinnuvega hafa
verið stórbætt
Haustið 1992 óttuðust margir, að
efnahagskreppan í okkar heims-
hluta, minnkandi afli hér heima og
lækkandi afurðaverð kynni að leiða
til þess að atvinnuleysi yrði hér
óskaplegt eða um eða yfir 20%, líkt
og gerst hefur í sumum löndum
Evrópu, svo sem á Spáni, Finnlandi
og írlandi svo nokkur lönd séu nefnd.
Þeir sem bjartsýnni vom töldu að
atvinnuleysi yrði í besta falli á milli
10 og 20% eins og gerst hefur í
Bretlandi, Danmörku og í rauntölum
í Svíþjóð ef glöggt er skoðað. Víst
er atvinnuleysi nokkuð meira á ís-
landi nú en við höfum átt að venj-
ast. Stjórnarandstæðingar drógu í
efa fullyrðingar mínar úr þessum
ræðustól sl. vor að atvinnuleysi
myndi fara minnkandi með vorinu
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. í
fimm mánuði í röð minnkaði atvinnu-
leysi og gerðist slíkt ekki í neinu
öðm Evrópulandi um þær mundir.
Af þessum ástæðum mun atvinnu-
leysi verða minna á þessu ári en
Þjóðhagsstofnun hafði gert ráð fyrir
í upphafi þess. Við munum glöggt
eftir svimandi háum atvinnuleysis-
tölum frá einstökum stöðum á land-
inu, svo sem eins og á Suðumesjum,
en þar hefur gjörbreyting orðið
vegna þeirra aðgerða sem sveitarfé-
lög og ríkisvald gripu til. En mestu
skipta þar eins og annars staðar á
landinu hin jákvæðu áhrif þess, að
friður náðist á vinnumarkaði og eiga
ábyrgir forystumenn launþegahreyf-
ingarinnar og atvinnulífs miklar
þakkir skildar fyrir atbeina sinn að
því máli. Hafa þeir unnið umbjóðend-
um sínum dijúgt og reyndar lands-
mönnum öllum með því að tryggja
vinnufrið í landinu og standa um
leið vörð um hag þeirra, sem lökust
hafa kjör. Megin verkefni kjara-
samninganna, og aðgerða ríkis-
stjómarinnar bæði í nóvember og
júní sl., var að tryggja stöðu atvinnu-
fyrirtækjanna og sporna gegn at-
vinnuleysi. Fullyrða má að í annan
tíma hafi ekki raunhæfari aðgerðir
verið gerðar til að treysta stöðu at-
vinnulífsins en á liðnum misserum
fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar
og stjórnarliðsins á hinu háa Al-
þingi. Ég býst við því að þið, ágætu
áheyrendur, hafið stundum heyrt því
haldið fram, að rikisstjórnin hafi
hvorki haft vilja né getu til að leggja
neitt af mörkum til að styrkja stöðu
atvinnulífsins í lándinu. Hún hafi
kosið að halda að sér höndum og
víkja vanda þess frá sér. Ekkert er
fjær lagi. Fullyrðingar af þessu tagi
lýsa ótrúlegu skilningsleysi á málefn-
um atvinnulífsins eða þá hinu, að
þeir sem þær hafa uppi fylgist ekki
með því sem mikilvægast gerist í
stjómmálaákvörðunum í þeirra eigin
landi. Allir sem til þekkja vita að
starfsskilyrði atvinnuveganna hafa
verið stórbætt, auk þess sem at-
vinnulífið sjálft hefur fyrir hvatningu
frá stjórnvöldum og fyrir eigin at-
beina stórbætt innra skipulag fyrir-
tækjanna og náð fram hagræðingu
og spamaði. Fyrirtækin, stór og
smá, eru því hæfari til að takast á
við aðsteðjandi vanda, erfiðari ytri
skilyrði og harðari samkeppni.
Hagstæðasta raungengið
Þannig hefur verið búið um hnút-
ana að raungengi krónunnar er nú
hagstæðara íslenskum útflutnings-
greinum en nokkm sinni áður í síð-
ari tíma sögu. Þessi gengisávinning-
ur hefur fengist fram án þess að
stöðugleikanum hafi verið raskað til
lengri tíma. Með því að laga okkur
að breyttri stöðu með þessum hætti
höfum við skotið á ný traustum stoð-
um undir gengisstöðugleika, sem
ekki þarf að ijúfa, ef engin ný áföll
dynja yfir. Það hefur ekki tekist
áður að bæta starfsskilyrði atvinnu-
lífsins svo mjög með almennum efna-
hagslegum aðgerðum og tryggja um
leið að verðbólga og viðskiptahalli
fari ekki úr böndum. Áður hefur
stundum nokkuð áunnist um
skamma hríð, þegar beitt hefur verið
lagaþvingunum á kjör alls þorra
launafólks. Slíkt hefur ekki verið
gert nú. Það er ekki eingöngu að
raungengi krónunnar sé nú hagstæð-
ara íslenskum útflutningsatvinnu-
vegum en áður, heldur hafa margvís-
legir skattar á atvinnustarfsemina í
landinu verið lækkaðir og fyrirtækin
hafa búið við meiri stöðugleika en
fyrr. Samningurinn um hið evrópska
efnahagssvæði mun skapa íslensku
atvinnulífi ný sóknarfæri og ríkis-
stjórnin hefur fyrir sitt leyti lagt
mikið af mörkum til að tryggja að
kjarasamningar mættu ná fram að
ganga í landinu. Vinnufriður gerir
mönnum fært að skipuleggja sín mál
til lengri tíma. Slíkt umhverfi er for-
senda þess að atvinnuöryggi allra
sé tryggt til framtíðar.
Verðbólgudraugurinn var löngum
sá draugur sem erfiðastur var í ís-
lensku efnahagslífi og virtist illvígari
en flestir draugar aðrir. Verðbólgan
hér á landi er nú svipuð eða minni
en gerist annars staðar í Evrópu og
allt bendir til að hún verði enn minni
á næsta ári. Fyrir fáum árum gátum
við ekki rætt um verðbólgu á Islandi
kinnroðalaust, en erum nú í fremstu
röð þeirra þjóða sem halda best allra
utan um þennan þátt og næsta ár
verður þar engin undantekning.
Erlend skuldasöfnun stöðvuð
Margoft hefur verið vakin á því