Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 41
tudögum PAULLIAC / kvöld bjóöum við rauðleita og höfuga landbúnaðarafurð frá Paulliac-héraði á kostnaðar- verði fyrir matargesti. Fimmtudagskvöld eru kvöld hinna vínrauöu guðaveiga. Boröapantanir í síma 25700 Snmkvœmt {slenskum lögum má ekki uuglysa borðvín iJJölmiðlum. PlMMTimPW, 7f, pftTOjj.ER, 1;^3 Morgunblaðið/Hólmfríður Aðalsteinn Bergdal hjólaði á einhjóli yfir heimskautsbaug í Grímsey og ætlar hann að fá atburðinn skráðan í heimsmetabók Guinnes. Aðalsteinn var í hlutverki trúðsins Skralla og fór á milli húsa í eyj- unni, sótti börnin og smalaði í félagsheimilið þar sem hann skemmti þeim. GRÍMSEY Frumsýning atvinnuleikhúss Leikarar Leikfélags Akureyrar sem heimsóttu Grímseyinga fyrir skömmu fengu góðar viðtökur þegar þeir sýndu ævintýraleikinn Ferðina til Panama eftir Þjóðverj- ann Janosch. Var sýningin mjög vel sótt. Það var mikið um að vera í eyjunni í tilefni sýningarinnar, trúð- urinn Skralli hitaði upp og skemmti börnunum. Leikfélag Akureyrar frumsýndi fyrsta verk sitt á leikárinu í Gríms- ey og voru fjórir landar J anosch sem starfa í þýska sendiráðinu hér á landi viðstaddir. Voru þeir komnir út í eyju tímanlega. Á frumsýning- ardaginn var ekki hægt að fljúga frá Akureyri, en í tilefni frumsýn- ingarinnar var von á leikhússtjóran- um, Viðari Eggertssyni þjóðleikhús- stjóra, Stefáni Baldurssyni og fleiri góðum gestum. Kristín Bára Bjarnadóttir for- maður kvenfélagsins Baugs sem annaðist móttöku leikhópsins sagði að Grímseyingar væru ánægðir með að eyjan varð fyrir valinu sem frum- sýningarstaður og óskaði hún leik- hópnum alls hins besta á leikferð um Norðurland. „Leikhópurinn fékk sérlega góð- ar móttökur í Grímsey," sagði Viðar Eggertsson leikhússtjóri, en hann sat á flugvellinum á Akureyri á meðan á frumsýningu stóð. „Þetta er góð sýning og hún var komin í höfn. Vissulega fann ég fyrir tóm- leikatilfinningu að komast ekki á frumsýninguna en þetta minnti mann á að enginn er ómissandi,“ sagði Viðar. Hann sagði að Þjóðverjarnir sem viðstaddir voru frumsýninguna þekktu höfund verksins og vildu endilega fylgjast með þessum við- burði. Þeir hefðu verið yfir sig ánægðir með sýninguna og veitt leikurum kampavín í leikslok. Morgunblaðið/HSH Konráð Gylfason og Jón Oli Helgason fóru á frumsýninguna og fannst mjög gaman. Þeir voru að skoða leikmyndina, grímurnar og allt sem notað var í sýningunni að henni lokinni og leist vel á. Dinner oij jass i Gyilta sal f KVÖLD og önnur fimmtudagskvöld í október býður Hótel Borg upp á jazzhljómleika með kvöldverðinum í gyllta sal. Það er hljómsveit Þóris Baldurssonar ásamt söngvaranum Bergþóri Pálssyni sem flytur létt jazzlög í hæsta gæðaflokki. Boðið er upp á þriggja rétta matseðil Forréttir Blandað salat með appelsínu „^ous-cous" og avocado Ferskmarineraður lax í heitri kryddjurtasósu Osta „QUESADILLA" m/ salati, avocado og tómötum Aðalréttir OÉnbakaður lax með safransósu og sykurbaunum GriUuð kalkúnabringa m/ rauðvínsperum og fennelsósu Sveppahjúpaður lambahryggur með zucchini Eftirréttir Súkkulaði mousse með appelsínu- og ávaxtasósu. Heitar súkkulaði pecanhnetu bökur með vanillusósu. Appelsínu ostakaka með sólberjasósu og ferskum berjum. Verð kr. 2.490. Húsið opnað kl. 19.30, hljómleikar byrja kl. 21.00. Borðapantanir í símum 11247 og 11440 . Húsið opið til kl. 1.00. Er ekki kominn tími til að skreppa til Reykjavíkur og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús, koma við á krá, njóta frábærrar skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna feróina með dvöl á fyrsta flokks hóteh. Gisting, matur og rokkskemmtun: 6.400,- kr. á mann fyrir eina nótt, eða 8.700,- kr. á mann fyrir tvær nœtur ítveggja manna herbergi. Morgunmatur er innifalinn. ér, þú áttþaðskilið. W Pantanasími 688999 ISLAND ÁRMÚLA 9, 108 REYKJAVÍK,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.