Morgunblaðið - 07.10.1993, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
IÞROTTIR UNGLINGA
Morgunblaðið/Frosti
Þjálfari drengjalandsliðsins, Axel Nikulásson hafði nóg að gera við að leiðbeina áhugasömum drengjum á námskeiði
í Vogaskólanum. Mikil gróska er í körfuknattleiknum hér á landi sem sjá má á því að æ fleiri félög hafa það á stefnu-
skránni og æfingar hafa verið mjög vel sóttar hjá flestum félögum.
Rúmlega fimmtíu mættu á
námskeið í körfuknattleik
Þróttur, Stjarnan og Fjölnir af stað með körfuknattleik
MIKIL gróska er í körfuknattleiknum og áhuginn er geysilega
mikill, sérstaklega hjá börnum og unglingum. Þeim fjölgar alltaf
félögum sem bjóða upp á körfuknattleik og Þróttur úr Reykjavík,
Stjarnan og Fjölnir eru nýjust í þeirra hópi. Rúmlega fimmtíu
drengir og ein stúlka mætti á námskeið sem Þróttarar gengust
fyrir í samvinnu við Körfuknattleikssambandið og haldið var í
íþróttasal Vogaskólans um síðustu helgi. Litlu færri mættu á
námskeið sem Stjarnan hélt fyrir skömmu.
Þjálfari drengjalandsliðsins,
Axel Nikulásson hafði umsjón
með námskeiðinu sem Þróttarar
gengust fyrir í Vogaskóla og Torfi
Magnússon þjálfari Leiknis sá um
að leiðbeina á námskeiðinu sem
Stjarnan hélt.
Þróttarar voru til margra ára
með handknattleiksdeild og lið
sem lék í fyrstu deildinni og það
vekur því athygli þegar forráða-
menn félagsins velja körfuknatt-
leik framyfir. „Við töldum meiri
grundvöll fyrir körfuknattleiknum
en handknattleik. Við finnum fyrir
miklum áhuga á körfuknattleik og
áhuginn á þessari íþrótt er ekki
nein tískubóla," sagði Kristján
Þorvaldsson, sem er í undirbún-
ingsnefnd fyrir stofnun körfu-
knattleiksdeildar hjá Þrótti. „Þá
virðist staðið vel að körfuknatt-
leiknum hér á landi og þetta er
íþrótt sem er vinsæl í sjónvarpi.
Það spilaði einnig inn í myndina
að fá félög í næsta nágrenni hafa
körfuknattleik á boðsstólum,“
sagði Kristján.
Þróttarar fara af stað með þijá
aldursflokka til að byrja með.
Minnibolta tíu ára og yngri og
minnibolta ellefu ára. Þá verður
féiagið jafnframt með í sjöunda
flokki sem er fyrir tólf ára krakka
en æfingar í þessum flokkum hefj-
ast um næstu helgi í Vogaskóla.
Körfuboltahátíð hjá Leikni
Körfuknattleiksdeild Leiknis
gekkst fyrir Körfuknattleikshátíð
í verslunarmiðstöðinni Hólagarði í
Breiðholti um síðustu helgi. Boðið
var upp á skotkeppni og skipti-
myndamarkað á körfuknattleiks-
myndum. Úrvalsdeildarleikmenn-
irnir Franc Booker hjá Val og John
Rhodes úr Haukum komu og heils-
uðu upp á viðstadda og mæltist
það vel fyrir. Þá gekkst Leiknir
fyrir götuboltamóti, sem vegna
slæms veður var flutt inn í Fella-
skóla. Margir lögðu leið sína í
Hólagarð til að taka þátt í þessari
hátíð og ljóst er að körfuknattleik-
ur er vinsæll í Breiðholtinu. Þess
má geta að meistaraflokkur Leikn-
is leiku» í fyrstu deild í vetur en
þetta er annar veturinn sem félag-
ið starfrækir yngri flokka í körfu-
knattleik.
Meistarar með
tveimur flokkum
Viðburðaríkt sumar hjá Þorbirni og Val
SUMARIÐ var happadrjúgt fyrir Framara, - að minnsta kosti
hvað varðar yngri aldursflokkana. Valur F. Gíslason og Þor-
björn Sveinsson, fimmtán ára piltar i félaginu fögnuðu þó fleiri
sigrum á knattspyrnuvellinum en aðrir því þeir voru fastamenn
í bæði öðrum og þriðja aldursflokki. Báðir flokkarnir sigruðu
tvöfalt í sumar, - í deild og bikar og piltarnir eru því fjórfaldir
meistarar i knattspyrnu.
Sumarið hefur óneitanlega ver-
ið viðburðaríkt en ætli fyrri
úrslitaleikurinn í bikarkeppni 2.
flokks gegn KA hafí eklri verið
minnistæðastur," sagði Valur.
„Við vorum um tíma þremur mörk-
um undir en leikurinn endaði síðan
4:4 eftir framlengingu."
Valur og Þorbjörn hófu báðir
að leika knattspymu með öðrum
félögum. Valur sem er miðvallar-
leikmaður er frá Eskifirði og lék
með Austra en Þorbjörn sem er
framlínumaður lék með Víkingi
Reykjavík. Þeir gengu báðir yfir
í Fram fyrir tveimur árum og aðal-
ástæðan var að þeirra sögn vitn-
eskjan um gott unglingastarf hjá
félaginu.
- En er mikill munur á því að leika
í 2. og 3. flokki?
„Jú, munurinn er mikill og það
var erfítt að byija að leika í öðrum
flokki þar sem harkan er miklu
meiri. Það má segja að leikirnir í
öðrum flokki séu meiri karlafót-
bolti og það tók sinn tíma að venj-
ast því,“ sagði Valur.
Báðir léku þeir með drengja-
landsliðinu í sumar og hafa verið
á skýrslum hjá meistaraflokki.
Þorbjörn hefur einnig gert gott
betur því hann hefur oft komið
inná í meistaraflokksleikjum í
sumar og hann var einnig í U-18
ára hópnum sem lék í Wales í vik-
unni. En hvað léku þeir marga
leiki í sumar.
„Við vitum það ekki en leikirnir
eru örugglega ekki undir sextíu
talsins, með landsleikjum og leikj-
um í haustmótinu. í einni vikunni
lékum við fimm eða sex leiki og
það er ekki hægt að neita því að
stundum hefur maður verið búinn
að fá nóg af knattspyrnu,“ segir
Þorbjöm.
Framararnir Valur F. Gíslason og Þorbjörn Sveinsson stóðu í ströngu í knatt-
spyrnunni í sumar. Báðir léku þeir rúmlega sextíu leiki.
SPURT ER / Hvaða íþróttamaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? SpurtíGarðabæ
Hreggviður
Hauksson
Michael Jordan hjá
Chicago Bulls er besti
körfuknattleiksmaðurinn í
NBA-deildinni og þess
vegna er hann í mestu
uppáhaldi hjá mér. Mér
fínnst hins vegar enginn
neitt sérstakur hér á landi.
Katrín
Karlsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir fím-
leikakona í Stjörnunni, af
því að hún er svo góð í
gólfæfingum. Svo held ég
svolítið uppá Anthony Karl
Gregory, framheija hjá Val
í fótboltanum.
Tryggvi
Sveinsson
Shaquille O’Neal körfu-
boltamaður hjá Orlando
Magic af því að hann er
bestur. Af íslenskum
íþróttamönnum held ég
mest upp á Ólaf Þórðarson,
knattspyrnumann hjá
Skaganum.
Stella Ósk
Sigurðard.
Siggi Sveins, handbolta-
maður hjá Selfossi er æðis-
lega góður og líklega besti
íþróttamaðurinn hérlendis.
Áf erlendum íþróttamönn-
um er Michael Jordan á
toppnum.
Loftur
Gunnarsson
Stacey Augmon, körfu-
knattleiksmaður hjá Atl-
anta Hawks en leikmenn
NBA-deildarinnar eni
bestu íþróttamenn heims-
ins. Hér á landi er Jón
Arnar Ingvarsson hjá
Haukum bestur.
Ragnheiður
Sigurðard.
Það eru margir sem koma
til greina. Ætli Sigurður
Sveinsson handboltamaður
úr Selfossi sé ekki í uppá-
haldi. Ég fylgist lítið með
erlendum íþróttamönnum
en Michael Jordan er best-
ur í körfuboltanum.