Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ BER 1993 ,'TTÍ'l/' I?!1/ -rrrtr 1T\ \ /^ersunnudagur 10. október, semer 283. mJ\J dagur ársins 1993.18. sd. e. trínitatis. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 1.01 og síðdegisflóð kl. 13.41. Fjara er kl. 7.13 og kl. 20.09. Sólarupprás í Rvík er kl. 8.03 og sólarlag kl. 18.25. Myrkur kl. 19.13. Sól er í hádegisstað kl. 13.15 ogtungliðí suðri kl. 8.42. (Almanak Háskólaís- lands.) En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (1. Kor. 13,13.) ÁRNAÐ HEILLA pT /\ára afmæli. Á morgun, Ov mánudaginn 11. október, verður fimmtug Jó- hanna Jóhannsdóttir, fóstra, Bergholti 2, Mos- fellsbæ. Eiginmaður hennar er Sigurður Símonarson og taka þau hjónin á móti gest- um á heimili sínu laugardag- inn 16. október nk. eftir kl. 20.30. fTfkára afmæli. Á morgun, f Vf mánudaginn 11. október, verður sjötugur Jón Jónsson, Skarði I, Skarðs- strönd. Eiginkona hans er Ingibjörg Kristinsdóttir. flT /\ára afmæli. Á morgun, VfVr mánudaginn 11. október, verður fimmtugur Birgir R. Jónsson. Eigin- kona hans er Ingibjörg Nor- berg. Þau hjónin taka á móti gestum í Víkingasal Hótels Loftleiða á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19. /\ára afmæli. Á morgun, í/Vr mánudaginn 11. október, verður níræður Viggó Nathanaelsson, fyrrv. íþróttakennari, hjúkrunarheimilinu Skjóli, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Eiginkona hans er Unnur Kristinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á morg- un, afmælisdaginn, í Skjóli miíli kl. 14 og 19. D /\ára afmæli. Á morgun, Ov/ 11- október, verður áttræð Kristín Magnúsdótt- ir, Kambsvegi 22, Reykja- vík. Hún tekur á móti gestum í samkomusalnum, Skipholti 70 milli kl. 15 og 18 í dag, sunnudaginn 10. október. FERJUR AKRABORGIN fer frá Akranesi kl. 8, 11, 14 og kl. 17 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og ki. 18.30. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fóru Arnarfell og Mælifell og í dag er Freri væntanlegur til hafnar. H AFN ARFJ ARÐ ARHÖFN: í dag fer Akureyrin á veiðar. KROSSGATAN -□ 13 \m ■ mr Hltii ^^■21 [22 23 24 ■■■26 ■■■27 LÁRÉTT: 1 hlaupavinna, 5 ríflegt, 8 stika, 9 fugl, 11 mynt, 14 spil, 15 mauli, 16 sök, 17 kvenmannsnafn, 19 sefar, 21 grátsog, 22 varla, 25 fljót, 26 forfeður, 27 tangi. LÓÐRÉTT: 2 gegn, 3 hyggja, 4 pinnar, 5 æskt eft- ir, 6 hestur, 7 væg, 9 flíkur, 10 gosdrykkur, 12 ógæfan, 13 ásjónu, 18 fugl, 20 rugga, 21 fornafn, 23 viðurnefni, 24 á sér stað. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 frómt, 5 óhæfa, 8 jafna, 9 skróp, 11 álfar, 14 arð, 15 unnið, 16 illan, 17 inn, 19 kála, 21 áðan, 22 áttunni, 25 rit, 26 áta, 27 Róm. LÓÐRETT: 2 rok, 3 mjó, 4 tapaði, 5 ónáðin, 6 hal, 7 fáa, 9 skunkur, 10 ranglát, 12 falaðir, 13 rananum, 18 naut, 20 at, 21 án, 23 tá, 24 Na. Til þings — móðir og sárir Skólastarfið ætti að geta orðið með líflegra móti ... FRÉTTIR/MANNAMÓT KVENFELAG Grindavíkur heldur félagsfund á morgun, mánudag, kl. 20.30 í verka- lýðshúsinu. Lesinn kafli úr gömlu framhaldssögunni. Bingó og kaffíveitingar. Fé- lagsvist er spiluð alla sunnu- daga kl. 20.30 í verkalýðshús- inu. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur fyrsta fund vetrarins á morgun, mánu- dag, kl. 20 í safnaðarheimil- inu þar sem vetrarstarfið verður rætt. Ostakynnvng. KVENFÉLAG Seljasóknar stendur fyrir tónleikum í Seljakirkju á morgun kl. 20.30. Signý Sæmundsdóttir, Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson syngja. I anddyri kirkjunnar verður myndlistar- sýning Erlu Axelsdóttur. FÉLAGSSTARF aldraðra, Hraunbæ 105. Fimmtudag- inn 28. október nk. verður farið í Borgarleikhúsið að sjá Spanskfluguna. Panta þarf miða í síma 682888. NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, verður með síma- þjónustu milli kl. 15 og 17 í dag í síma 624844. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Bridskeppni í Risinu, vestur- sal, í dag kl. 13 og félagsvist kl. 14 í austursal. Dansað í Goðheimum kl. 20. Á morg- un, mánudag, er opið hús í Risinu kl. 13—17, brids og frjáls spilamennska. SVDK Hraunprýði heldur fyrsta fund vetrarins í húsi félagsins í Hjallahrauni 9 þriðjudagskvöld kl. 20.30. Ferðasaga, kaffi og óvænt uppákoma. Nýir félagar eru velkomnir. KR-KONUR halda fund nk. þriðjudagskvöld kl. 20.15 í félagsheimilinu. Gestur fund- arins verður Jens Guðmunds- son, kvensjúkdómalæknir. SUNDDEILD KR heldur aðalfund sinn í KR-heimilinu, Frostaskjóli 2, mánudaginn 18. október nk. kl. 20.30. Kaffiveitingar. KVENFÉLAG Breiðholts heldur fyrsta fund vetrarins þriðjudaginn 12. október nk. kl. 20.30 í fundarsal Breið- holtskirkju. Gestur fundarins er Ásta Sigurvinsdóttir. KVENNADEILD Rauða krossins heldur haustfund sinn í Holiday Inn nk. þriðju- dag kl. 20.30. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun, mánudag, kl. 8.20 sund og íþróttaæfingar í Breiðholts- laug og þriðjudag á sama tíma. A miðvikudag verður farið í heimsókn í Bústaða- kirkju kl. 14.30. Skráning og uppl. í s. 79020. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur sinn fyrsta félagsfund á þessu hausti í safnaðarheimilinu á morgun, mánudag, kl. 20.30. Félags- mál, kaffiveitingar. SKAFTFELLINGA-félagið í Reykjavík er með félagsvist í dag kl. 14 í Skaftfellinga- búð, Laugavegi 178. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist á morg- un, mánudag, kl. 14. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14—18. FELAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Upplestur í hannyrðastofu á morgun, mánudag, kl. 14.30. E.A.-sjálfshjálparhópar (fyrir fólk með tilfinningaleg vandamál) eru með fundi að Öldugötu 15 á mánudögum kl. 19.30 fyrir aðstandendur, og á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 20 er öllum opið. ITC-deildin Eik heldur 50. fund sinn mánudaginn 11. október á veitingastaðnum Fógetanum, Aðalstræti, 2. hæð, kl. 20.30. Hattafund- ur. KIRKJA ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa mánudag kl. 14—17. Fundur í æskulýðsfé- laginu mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Mömmumorgnar þriðjudaga og fimmtu'daga kl. 10—12 fyrir Ártúnsholt, Árbæ og Seláshverfi. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænastund í kapellu mánudaga kl. 18. Umsjón: Sveinbjörg Bjömsdóttir. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20. SELJAKIRKJA: Fundur hjá KFUK á morgun, mánudag, fyrir 6—9 ára kl. 17.30 og 10—12 ára kl. 18. Mömmu- morgnar á þriðjudögum kl. 10. Dagbók Háskóla \% íslands Vikuna 10. til 16. október verða eftirtaldir fundir, fyrir- lestrar eða aðrar samkomur haldnar á vegum Háskóla ís- lands. Nánari upplýsingar um samkomurnar má fá í síma 694371. Upplýsingar um nám- skeið Endurmenntunarstofn- unar má fá í síma 694923. Mánudagur 11. október. Kl. 9. Tæknigarður. Námskeið hefst á vegum Endurmenntun- arstofnunar. Efni: Grunnþætt- ir grafískrar hönnunar. Leið- beinandi: Hjörvar Harðarson, grafískur hönnuður. Kl. 17.15. Stofa 158, VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Fyrirlestur á vegum verkfræði- og raunvís- indadeilda Háskóla Islands um umhverfismál. Efni: Sjálfbær þróun. Fyrirlesari: Magnús Jóhannesson verkfræðingur og ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytis. Fyrirlesturinn er hluti af námskeiði, en öllum er heimilt að sitja fyrirlestrana. Þriðjudagur 12. október. Kl. 8.30. Tæknigarður. Námskeið hefst á vegum End- urmenntunarstofnunar. Efni: Loftræstikerfi í bruna og reyklosun úr byggingum. Umsjón: Guðmundur Gunnars- son verkfræðingur hjá Bruna- málastofnun og Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkvil- iðsstjóri. Kl. 10.30. Gamla loftskeyta- stöðin. Málstofa í stærðfræði. Efni: Nokkur einföld dæmi um tengingu. Fyrirlesari: Her- mann Þórisson fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskól- ans. Kl. 12. Stofa 311, Árnagarð- ur. Rabbfundur á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum. Efni: Staða og hlutverk kvenna í þremur trúarhóp- um á Islandi. Margrét Jóns- dóttir félagsfræðingur, fjallar um rannsóknir sínar. Umræð- ur. KI. 13: Tæknigarður. Nám- skeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Markaðsathuganir — undir- búningur og framkvæmd. Leiðbeinandi: Þorgeir Pálsson, hagfræðingur og markaðsat- hugunarstjóri hjá Útflutnings- ráði íslands. Kl. 16. Tæknigarður. Nám- skeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Auglýsingar og önnur ráð markaðsfræðinnar til að auka sölu. Umsjón: Bjarni Grímsson markaðsráðgjafi og Hallur A. Baldursson við- skiptafræðingur, formaður SÍA og framkvæmdastjóri Yddu. Kl. 20.10. Tæknigarður. Námskeið hefst á vegum End- urmenntunarstofnunar. Iifni: Heimspeki: Tilraun um heiminn. Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki við Há- skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.