Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 15 Hrukkukrem Nurture bcetir d augljójan bdtt fínar Líuur og hrukkur Eftir eirui notkun er 31% minnkun d hrukkudýpt Fau*t í betri onyrtivöruverAunum og apótekunu ið dasaður og vankaður og það bjargaði honum að festast í netinu nærri. yfirborðinu. Hann gat því haldið höfðinu ofan vatns. Karl A. Sigurgeirsson er að því er virð- ist leiðtogi þessa hóps og hann tekur fram að það sé ekki ófrávíkj- anlegt að fugl komi í netin, en þó vilji það brenna við. Fimm hávellur liggi í valnum það sem af sé túm- um. í einni og sömu vitjun í fyrra komu upp 30 dauðar hávellur, en slík uppákoma er hrein undan- tekning. Það er ekki að sjá að þetta hreyfi alvarlega við stofnin- um, því víða um vatn eru hópar af hávellu. Út frá þessum vangaveltum um hávellur hrekkur fram gömul saga af Borgfirðingi sem kom að kvöldi dags í skála við Amarvatn skammt frá ósi Skammár. Hann var afar lúinn eftir nokkra hrakninga í þoku. Hungur hrjáði hann einnig, þannig að hann tók traustataki bát sem hann fann við Skammá- rósinn. Reri hann út, en gætti þess, til að villast ekki, að heyra jafnan gjálfrið í Skammá og foss- inum. Hann tók veiðistöng sem var í bátnum, kastaði út spæni og lagði síðan stöngina í botn bátsins og flatan stein ofan á. Síðan reri hann fram og aftur og dró þannig spóninn aftan í bátnum. En þetta var þreyttur maður og hann dott- aði við róðurinn og hrökk hann upp við skræki í gamla veiðihjól- inu. Er hann leit til stangarinnar sá hann að hún dróst aftur eftir bátnum. Bátveijinn snaraðist til og greip stöngina og honum til undranar og hrollvekju sá hann ekki betur en að línan leitaði til himins og fárleg gól kváðu við í dimmri þokunni. Ekki leist honum á blikuna, en tók samt á veiðitólun- um þar eð hann vildi ekki tapa veiðarfæranum fyrr en í fulla hnefana. Eftir mikið reiptog náði hann inn dálítilli línu og sá þá, að himbrimi einn mikill var á enda línunnar. Lengi glímdi bátsveiji við flugdrekann, en viðskiptum þeirra lauk með þeim hætti að himbriminn sleit línuna og hafði spóninn með sér. Hvarf hann svo ýmist gólandi eða hlæjandi út í þokuna og hvarf, en bátsveiji mátti hyerfa til lands veiðarfæra- laus. Gefur á „sjó“ Veðrið gekk niður um nóttina og í morgunsárið sá meira að segja til sólar. Enn var eftir að vitja um „trossur" sem hverfa varð frá er óveðrið skall á. Dagurinn heilsar með glæsileika. Eiríksjökull í öllu sínu veldi blasir við, Langjökull og Krákur á Sandi. Vatnið er spegilslétt og við blasa álftir, him- brimar og hávellur. Einhvers stað- ar úti í heiðinni ropar ijúpa og það er nóg af henni út um allt. Alls teljum við í ferðinni 14 hópa, að- eins úr bílslóðinni, 6 til 14 fugla í hveijum hóp. Ekki alveg útdauð enn sú gamla. Er menn gera bátinn kláran er ljóst að veðrið er sýnd veiði en ekki gefin. Það strekkist úr norðri og dimm þoka leggst yfir. Það er samt ekki um annað að ræða en að halda til „hafs“ og finna tross- una. Þeir Dísarmenn era ekkert allt of bjartsýnir þar eð baujan er hvitur smádunkur sem sést illa við þessi skilyrði. Enda er hringsólað talsvert áður en duflið kemur í ljós. Og þá hefst vitjun. Það er vart meira en 2-3 gráðu hiti í norðanþræsingnum og blaða- menn verða þess skyndilega varir að „Dísirnar" era berhentar við þetta. Ein „Dísin“ mokar ís í fiski- kassa með beram höndum. Onnur „Dfs“ hífír netið upp úr og greiðir úr því silunga og þriðja „Dísin“ blóðgar og stingur aflanum jafn- harðan ofan í „camparíið". „Camp- aríið“ er þess eðlis að áhangendur þess drykks gætu hugsanlega misst lystina. Upphaflega er „Camparíið" vatn í fötu blandað íshröngli. Er blóðgaðar bleikjumar taka síðustu sporðaköstin ofan í fötunni, lagar úr þeim blóðið og Dalakofinn á uppleib 15% afsláttur af okkar lága vöruverði í eina viku Dalakofinn, Linnetsstíg 1, 2. hczb, sími 54295. A6 lörninni afstaóinni, loiió geirsson, Ingólfur Guónason litar vatnið rautt. Með einhveijum hætti nær þessi samsetning ná- kvæmlega Camparílitnum og við augum blasir full fata af Camparí á ís með bleikjusporða og gapandi og geyspandi, hálsskorna bleikju- hausa skagandi upp úr! Á meðan Karl tínir bleikjurnar úr trossunni segir hann okkur frá því að markaðir fyrir fískinn séu fyrst og fremst í Hollandi. Hann segir markaðinn daufan um þessar mundir og ekki veitti af átaki í þeim efnum. „Einn galli er sá, að fískurinn er heldur smár. Það gengi betur að selja hann ef hann væri vænni. Hitt er svo annað mál, að við höfum tekið tvö tonn af físki úr vatninu i ár og höfum verið að grisja mun lengur. Það er mál manna að fískur fari stækk- andi,“ segir Karl. Hann virðist hafa lög að mæla. Það er talsvert af físki í trossunni og margt af honum er ágætur fískur, frá 0,5 og upp í 1,5 pund. Stöku fiskur stærri, allt að 3 pund. Tvær hávell- ur era einnig steindauðar í tross- unni. Karl getur þess að kaupend- ur aflans séu afar vandfýsnir. Ekki megi sjást netafar á fískinum og helst þurfi hann að vera lifandi í netinu er hann er tekinn. „Þessi fískur þarf að hafa 7 til 8 daga geymsluþol frá þeim degi að við tökum hann spriklandi úr vatn- inu,“ segir Karl. Þetta með neta- förin leysa „Dísimar“ með þeim hætti að nota möskvastærð sem umrædd stærð silungs festir sig í á hausunum. Karl bætir við, að það sé ef til vill það merkilegasta við þennan veiðiskap að hann sé til marks um hvað hægt sé að gera við allsendis ónýttar auðlind- ir. „Hér höfum við mörg silungs- vötn og ég er líka í svona verk- efni með bændum á Ströndum. Við erum að líta rekann. Meðan þetta liggur óhreyft era engin verðmæti í því, en ef menn bera f.v.: Bryniólfur Sveinbjörnsson, Guómundur Karlsson, Þráinn Traustason, Karl og Guómundur Ingólfsson. Sigur- sig eftir björginni þá er hún þama. Þetta era ef til vill engir stórpen- ingar, en safnast þegar saman kemur og á samdráttartímum verður að líta til allra möguleika," segir Karl ákveðinn. Síðasta bleikjan hefur verið inn- byrt, vel á annað hundrað silungar liggja í valnum. Það var gífurlega mikið af vatnagróðri í netunum, rokið um nóttina kom miklu róti á vatnið. Það er einnig skolað, en var þó miklu verra. Þá er eftir að koma sér til lands og enn er myrkraþoka. Þá er að stýra upp í vindinn og vona að áttin hafí ekki snúist á meðan vitjað var um netin. „Dísirnar“ eru ótrúlega naskar í blindunni og renna bátn- um nánast beint í naust. Við bátalægið er aðgerðarskúr- inn á hjólum með rafdrifnu renn- andi vatni og þar standa hinar „Dísimar“ við aðgerð. Hafa staðið þar síðan við hinir héldum til „sjós“. Stórveiðin úr Atlavíkurt- rossunni er enn í vinnslu og nú bætist við nýjasti aflinn. Þegar yfír lýkur hafa menn staðið við aðgerð stanslaust í fímm klukku- stundir. Hvíldar- og þindarlaust, enda ekki lítið verk að slægja og flaka 700 silunga sem flestir era um eða innan við pundið. Þær era vandvirkar „Dísirnar", enda myndu markaðir tapast ef ekki væri farið eftir ströngustu kröfum um frágang og vinnslu. Soðinn silungur ... I þessari veiðiferð á Arnarvatns- heiði hefur ekki átt við leirstubbur einn úr gestabókinni í leitar- mannaskálanum í Álftakróki, neð- ar á heiðinni, en hann er svona: Efst á Arnarvatnshæðum — oft hef ég maðki beitt — þar er allt þakið vötnum — en ég fæ aldrei neitt! Það er ekkert annað að gera áður en haldið er til byggða, en að fá sér kvöldmat. Það virðist ekki annað hæfa en að sjóða ný- veidda bleikju. Einum í hópnum finnst það reyndar vera eins og að bera í bakkafullan lækinn. Hann lýsir því yfír að hann hafí ekki lyst á silungi eftir það sem á undan er gengið. Hann tekur þess í stað til við að sneiða niður kald- an afgang af „sparnaðarbjúga" og við liggur að ekkert verði úr frekari matseld. En þá dregur einn upp poka með nýjum kartöflum og síðan er soðinn stafli af bleikjuflökum. Maturinn er ógleymanlegur og ekki hægt að skilja betur við Amarvatnsheiðina á þessu haustkvöldi. UNDIN NÝBÝLAVEGI24 V SÍMI46460 Heilsupakkinn sjö sjö • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. • 10 tíma ljós í frábærum ljósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þá, sem vilja ieggja af G Allt þetta fyrir kr. 7.700,-. G Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress, bless.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.