Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Sjónvarpið 9 00 RABIIAFFNI ►Mor9unsi°n- DflllllflCrni varp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Heiða Heiða undirbýr komu Klöru vinkonu sinnar. Þýðandi: Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir: Sigrún Edda Björnsdóttir. (41:52) Vilborg í dyraröð Vilborg er sex ára og lætur sér detta margt í hug. Hand- rit: Sigurður G. Valgeirsson. Edda Heiðrún Backman leikur. Gosi Gosi á í brösum við köttinn og refinn. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdótt- ir. Leikraddir: Orn Arnason. Maja býfluga Spor í skóginum vekja ugg. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Leikraddir: Gunnar Gunnsteinsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. (8:52) Dagbókin hans Dodda Doddi er alltaf sami skýjaglópurinn. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. Leikraddir: Egg- ert A. Kaaber og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. (14:52) 10.40 ►Hlé 11.00 ►Norræn guðsþjónusta í Tenala I vetur verður send út guðsþjónusta fyrsta sunnudag í hveijum mánuði. Hin fyrsta er samnorræn og var upptakan gerð í Tenala í Finnlandi. Anders Lindström predikar. Organ- isti er Gunnar Westman, Caj Ehrstedt syngur ásamt kórnum Ad Dominum. Þýðandi: Jón 0. Edwald. 5 12.00 ►Hlé 13.00 ►Fréttakrónika Farið verður yfir fréttnæmustu atburði liðinnar viku. Umsjón: Bogi Ágústsson og Ólafur Sigurðsson. 13.30 ►Síðdegisumræðan Efni hvers þáttar verður ekki ákveðið fyrr en á fimmtudegi og tilkynnt daginn eftir. Fastir umsjónarmenn þáttarins verða Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Bjarnfreðsson og Salvör Nordal sem sér um þennan fyrsta þátt. Dagskrár- gerð: Baldur Hermannsson og Viðar £ r Víkingsson. 15.00 ►Einræðisherrann (The Great Dictator) Bandarísk bíómynd frá 1940. Þetta er sígild kvikmynd eftir Charles Chaplin. Aðalhl.: Charles Chaplin, Paulette Goddard og Jack Oakie. Þýðandi: Örnólfur Árnason. Endursýning. Maltin gefur ★★★'/! 17.00 ►Ferill Sykurmolanna Ferill hljóm- sveitarinnar og einstakra hljómsveit- armeðlima er rakinn í myndum og máli, en í hljómsveitinni var m.a. Björk Guðmundsdóttir. Þáttur þessi var frumsýndur á síðasta ári. 17.50 ►Táknmálsfréttir 18.00 ►Ævintýri á norðurslóðum — Hestar og huldufólk Sveitastrákur- inn Siggi temur fola en sleppir honum til fj'alla þegar hann kemst á snoðir um að til standi að selja hann. Hand- rit: Guðný Halldórsd. Leikstj.: Kristín Pálsd. Áður á dagskrá 27/12 1992. 18.30 ►SPK Spuminga- og þrautaleikur fyrir krakka. Umsjón: Jón Gústafss. 18.55 ►Fréttaskeyti 19.00 h|CTT|D ►Auðlegð og ástríður r fC I I In (The Power, the Passi- on) Ástralskur framhaldsmynda- flokkur. (153:168) 19.30 ►Roseanne Bandarískur gaman- myr.daflokkur. Aðall.: Roseanne Arn- old og John Goodman. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. (24:26) 20.00 ►Fréttir og íþróttir 20.35 ►Veður 20.40 k|CTT|D ►Fólkið f Forsælu rftl IIII (Evening Shade) Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur með Burt Reynolds og Marilu Henner í aðalhlutverkum. (8:25) CO 21.05 ►Landmannaafréttur Umsjón: Árni Johnsen. 21.35 ►Ljúft er að láta sig dreyma (Lipstick on Your Collar) Breskur verðlaunamyndaflokkur eftir Dennis Potter. Leikstjóri: Renny Rye. Að- all.: Giles Thomas, Louise Germain og Ewan McGregor. Þýðandi: Veturl- iði Guðnason. (2:6)00 22.35 ►Leonard Bernstein; tónlistar- maður af Guðs náð (The Gift of Music - Leonard Bernstein) Tónlist- arþáttur í tilefni af því að í ár hefði tónsnillingurinn Leonard Bernstein orðið 75 ára. Þýðandi: Ýrr Bertelsd. 24.00 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUPAGUR 10/10 STÖÐ tvö 9 00 RADUACEUI ►Skógarálfarnir DflHHflCrni Skógarálfamir Ponsa og Vaskur. íslenskt tal. 9.20 ►! vinaskógi Teiknimynd um dýrin í skóginum með íslensku tali. 9.45 ►Vesalingarnir Teiknimyndaflokkur um Kósettu litlu og vini hennar. 10.10 ►Sesam opnist þú Leikbrúðumynd um þaif Árna, Berta, Kermit, Kök- uskrímslið og fleiri félaga þeirra. 10.40 ►Skrifað í skýin Teiknimyndaflokk- ur um systkinin Jakob, Lóu og Betu sem ferðast í gegnum mismunandi tímaskeið í sögu Evrópu. 11.00 ►Listaspegill (Darcey Russell og Konunglegi ballettinn) Konunglegi ballettinn skoðaður með auga barns- ins. Darcey Russell, aðaldansarinn, sýnir atriði úr Svanavatninu og fleiri verkum. Hún segir einnig frá upp- vaxtarámm sínum, ásamt fyrstu skrefum sínum sem ballettdansari. 11.35 ►Unglingsárin (Ready or Not) Myndaflokkur fyrir böm og unglinga þar sem fjallað er um breytingarnar sem verða á unglingsárunum. (5:13) 12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV - The European Top 20) Tónlistarþátt- ur frá MTV þar sem tuttugu vinsæl- ustu lög Evrópu em kynnt. 12.55 fhDflTTID ► ÍÞróttir á sunnu- IrllUI IIR degi íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar fara yfir það helsta sem er að gerast í íþrótta- heiminum í dag. 13.25 ►ítalski boltinn Bein útsending frá leik í fyrstu deild ítalska boltans í boði Vátryggingafélags Islands. 15.10 ►Pottormur í pabbaleit II (Look Who’s Talking Too) Pottormurinn Mickey er ekki fyrr búinn að finna hinn fullkomna föður en stofnað er um hann hlutafélag og lítill meðeig- andi bætist í Qölskylduna. Aðalhlut- verk: Kristie Alley, John Travolta, Olympia Dukakis, BrUce Willis og Roseanne Barr. Leikstjóri: Amy Hec- kerling. 1990. 16.30 ►Imbakassinn Endurtekinn spé- þáttur. 17.00 ►Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Myndaflokkur um litlu stúlkuna Lauru Ingalls. (12:22) 18.00 ^60 mínútur Bandaríski fréttaskýr- ingaþátturinn kominn aftur á skjáinn eftir nokkurt hlé. 19.19 19:19 Fréttir og veður 20.00 ►Framlag til framfara Þeir Karl Garðarsson og Kristján Már Unnars- son hafa gert þijá nýja þætti þar sem þeir leita fanga í hinum dreifðari byggðum landsins. 20.45 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda- rískur framhaldsmyndflokkur um lögfræðingana hjá McKenzie og Brackman. (6:22) 21.40 ►Kona á flótta (Woman on the Run. The Lawrencia Bembenek Story) Mynd í tveimur hlutum sem gerð er eftir sjálfsævisögu Lawrenciu Bembenek. Hún var handtekin árið 1981, sökuð um að hafa myrt fyrrum eiginkonu eiginmanns síns. Bambi, eins og fjölmiðlamir kölluðu hana, heldur fram sakleysi sínu og segir að Iögreglumenn í Milwaukee hafi setið á svikráðum þegar hún var dærod í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Aðalhlutverk: Tatum O’Neal, Bruce Greenwood, Peggy McCay og Alex McArthur. Leikstjóri: Sandor Stem. 1993. (1:2) 23.15 ►Atskákmót Taflfélags Reykjavík- ur Bein útsending frá úrslitum at- skákmóts Tafifélags Reykjavíkur. Indverski skákmaðurinn Anand teflir við efsta mann mótsins. Stjórn út- sendingar: María Maríusdóttir. 1.15 |nf|tf||V||n ►Aprílmorgunn II VIIIItI IIIU (April Morning) Sagan gerist árið 1775 og segir frá litlu samféiagi í Nýja-Englandi sem þorir að rísa upp gegn ofurmætti nýlenduherranna frá Bretlandi. And- staða íbúanna í smáþorpinu Lexing- ton og fómir þeirra fyrir land sitt urðu sá neisti sem kveikti bál frelsis- stríðs Bandaríkjamanna við Breta. Aðalhlutvek: Tommy Lee Jones, Rob- ert Urich, Chad Lowe og Susan Bla- key. Leikstjóri: Delbert Mann. 1988. Bönnuð börnum 2.50 ►CNIM - Kynningarútsending 60 mínútur - I þættinum í kvöld kannar Mike Wallace sóun og stjórnleysi innan veggja Sameinuðu þjóðanna. Flett ofan af því sem miður fer Fréttamennirn- ir í 60 mínútum kanna ýmis konar spillingu í bandarísku þjóðlífi STÖÐ 2 KL. 18.00 í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 mínút- ur flettir lið harðsnúinna frétta- manna ofan af hvers kyns spillingu og öðru því sem miður fer. í þessum þætti kannar Mike Wallace hvort eitthvað sé til í þeim ásökunum að hjá Sameinuðu þjóðunum fari ár- lega hundruð milljóna dollara í súg- inn vegna stjórnleysis, eyðslu og hreinna fjársvika. Nú er verið að endurskoða allt bókhald samtak- anna og með því á að reyna að komast til botns í þessu máli. Einn- ig greinir Lesley Stahl frá spillingu innan bandariska heilbrigðiskerfis- ins, en nokkrar vefjarannsóknastof- ur þar hafa orðið uppvísar að því að gera tilraunir á sjúklingum án þess að nokkur hafi pantað þær. Krakkarkeppa í körfu og leikjum SJÓNVARPIÐ KL. 18.30 SPK er heitið á splunkunýjum spurninga- leik þar sem 10-12 ára strákar og stelpur af öllu landinu keppa sín á milli. Þátturinn verður óvenjulegur að mörgu leyti því ef keppendur svara spurningum rétt vinna þeir sér inn körfubolta, annars hellist yfir þá ferlega ógeðslegt en samt töluvert bragðgott grænt slím. Af öðrum verðlaunum má nefna að sigurvegarinn í hveijum þætti fær pítsuveislu fyrir sex manns. Um- sjónarmaður er Jón Gústafsson, spurningar semur Helgi Grímsson og Ragnheiður Thorsteinsson stjórnar upptökum. Ef spurningu er svarað rangt hellist yfir þátttakendur grænt slím YMSAR stöðvar SÝIM HF 17.00 Hafnfirsk sjónvarpssyrpa II íslensk þáttaröð þar sem litið er á Hafnar- flarðarbæ og líf fólksins sem býr þar, í fortíð, nútíð og framtíð. Horft er til at- vinnu- og æskumála, íþrótta- og tóm- stundalíf er í sviðsljósinu, helstu fram- kvæmdir skoðaðar og sjónum er sérstak- lega beint að þeirri þróun menningar- mála sem hefur átt sér stað í Hafnar- firði síðustu árin. Þættimir eru unnir í samvinnu útvarps Hafnarfjarðar og Hafnarijarðarbæjar. 17.30 Hafnfirskir listamenn — Ámi Ibs- en íslenskur þáttur þar sem fjallað verð- ur um rithöfundinn, leikarann og leikrita- skáldið Áma Ibsen. 18.00 Villt dýr um víða veröld (Wild, Wild World of Animals) Náttúrulífsþætt- ir þar sem fylgst er með harðri baráttu villtra dýra upp á lif og dauða i ijómm heimsálfum. 19.00 Dagskrárlok. SKY MOVIES PLIIS 6.00 Dagskrá 8.00 Survive The Savage Sea F 1992, Peter Finch 10.00 Body Slam G 1987, Dirk Benedict 12.00 Teen Agent G 1991, Richard Grieco 14.00 Little Man Tate F 1991, Jodie Foster, Adam Hann-Byrd 16.00 The Neverend- ing Story II: The Next Chapter Æ 1991, Jonathan Brandis 17.45 Three Men And A Llttle Lady G 1990, Tom Selleck, Steve Guttneberg, Ted Danson 19.30 Xposure 20.00 Frankie And Johnny Á 1991, Michelle Pfeiffer, A1 Pacino, Hector Eliz- ondo 22.00 Dead Again T Kenneth Bra- nagh, Emma Thompson 23.50 F/X2 - The Deadly Art Of Illusion T 1991, Bry- an Brown 2.00 Steele Justice D 1987, Martin Kove 3.55 Talking Back My Life F 1992 SKY OIME 6.00 Hour of Power 7.00 Fun Factory 11.00 Bamaefni- (The DJ Kat Show) 12.00 World Wrestling Federation Chal- lenge, úölbragðaglíma 13.00 Battlestar Gallactica 14.00 Crazy Like a Fox 15.00 WKRP útvarpsstöðin f Cincinnatti, Loni Anderson 15.30 Fashion TV, tískuþáttur 16.00 UK Top 40 17.00 All American Wrestling, fjölbragðaglíma 18.00 Simp- sonfjölskyldan 19.00 Deep Space Nine 20.00 Queen 22.00 Hill Street Blues 23.00 Entertainment This Week 24.00 A Twist In The Taie 24.30 Rifleman 1.00 Comic Strip Live 2.00 Dagskrárlok EUROSPORT 7.30 Þolfimi 8.00 Golf: The Alfred Dun- hill Open 10.00 Hjólreiðar: The Tour of Lombardy 11.00 Hnefaleikar: Heims- og evrópumeistarakeppni í hnefaleikum 12.00 Tennis: Frá meistaramóti kvenna 13.00 Kappakstur: Pharaoh rallýið 13.30 Kappakstur: Italska meistaramót- ið f Monza 15.30 Tennis: Frá meistara- móti kvenna 17.00 Sportive Dancing: Paris Bercy 20.30 Kappakstur: Pharaoh rallýið 21.00 Tennis: Frá meistaramóti kvenna 22.30 Kappakstur: Italska meist- aramótið í Monza 23.30 Hnefaleikar Heims- og evrópumeistarakeppni í hnefa- leikum 24.30 Dagskrárlok Fréttamenn kanna framlag til framfara víða um land Vaxtabroddar íslensks atvinnlulífs heimsóttir Á ferð - Fréttamennirnir Karl Garðarsson og Krislján Már Unnars- son gerðu víðreist um landið í haust og heimsóttu fyrirtæki og ein- staklinga. STÖÐ 2 KL. 20.00 Fréttamennirn- ir Kristján Már Unnarsson og Karl Garðarsson taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og kynna áhorf- endum framlag einstaklinga og fé- laga til framfara í íslensku þjóðfé- lagi. Ferðin hefst í Hvalfirðinum og liggur síðan um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali, og í fyrsta þætti er staðar numið á Vestfjörð- um. Við heimsækjum loðdýrabónda sem gerir það gott, kaktusbónda, graskögglaverksmiðju, æðardúns- bónda, leikfangaverksmiðju og svo mætti lengi telja. Fjallað er um vaxtarbrodda í atvinnulífi landsins og hugvitssama einstaklinga sem láta ekki deigan síga, heldur blása til sóknar í nýtingu auðlinda lands- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.