Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Japanskar konur segja í æ ríkara mæli hefðbundnum gildum stríð á hendur. Þær sækja fram á öll- um sviðum þjóðlífsins, þótt hægt miði, og klæðast alla jafna á vest- ræna vísu. Japanskur þokki Þokki japanskra kvenna og reisn er aldrei meiri, en þegar þær klæðast þjóðbúningi sínum kimono. SHk flík, af glæsilegustu gerð, þ.e. úr handofnu og handmáluðu silki, getur kostað á bilinu 2 til 4 milljónir yena, eða 1,4 til 2,8 milljónir króna! Texti og Ijósmyndir Agnes Bragadóttir JAPANSKIR karlar ganga nú í gegnum hægfara en þjáning- arfullt breytingaskeið, þar sem japanska konan hefur vaknað upp af Þyrnirósarsvefni sem varað hefur frá örófi alda, við það að tuttugastaogfyrsta öldin nálgast óðfluga. Japanska kon- an ætlar sér stærri hlut af jap- önsku valdakökunni í framtíð- inni, en hingað til hefur verið skammtað á kökudisk hennar af japönsku karlasamfélagi. Ég sá fjölmörg teikn á lofti i Japan úm breytt og áhrifameira hlut- verk konunnar í Japan í fram- tíðinni, og þá um leið vísbend- ingar um að hið óskoraða vald karlsins í Japan sé í mikilli hættu. Konan sækir af krafti út á vinnumarkaðinn, er nú 41% vinnuafls í Japan; konan í Japan er í stöðugri sókn að því er varðar menntun og starfs- frama; konan í Japan er farin að slá giftingu og barneignum á frest, til þess að öðlast starfs- frama; þetta er nýtt í japanskri kvennasögu. Konur í Japan fengu ekki kosn- ingarétt fyrr en árið 1946. Raunar var mér sagt að þótt umtalsverðar breytingar hafi átt sér stað til hins betra á högum konunnar, í japönsku þjóðfé- lagi á svokölluðu Meiji endurreisnar- tímabili á síðustu öld og fram á þessa, einkum á árunum 1868-1912, hafi eftir sem áður verið viðtekin í Japan sú skoðun Konfúsíusar að konur væru óæðri körlum. Konan hafi á lífsleiðinni haft þríþættu hlut- verki að gegna, samkvæmt þess tíma mati: í bernsku átti hún að hlýðnast föður sínum í einu og öllu; sem gift kona átti hún að hlýðnast manni sínum og sem gömul kona átti hún að hlýðnast sonum sínum! Enn eimir eftir af þessu sjónarmiði, þótt karl- menn fari fínna með þær skoðanir í dag, en þeir gerðu fyrir 90 árum eða svo. Hið ljúfa lótusblóm Hálfnað er verk þá hafið er, segir orðtakið, en samkvæmt því sem ég varð vitni að í Japan, þá er verk japanskra kvenna langt frá því að vera hálfnað - það sýnist vera óend- aniega mikið verk óunnið í Japan, til þess að japanskar konureigi sömu kosta völ og karlar, að því er varðar menntun, starfsframa og laun og jafna verkaskiptingu kynjanna. Hinu er ekki að leyna að konur í Japan í dag eiga fleiri kosta völ en áður, og þótt þær virðist flestar hafa hina „ijúfu lótusblómaframkomu", þá ef- ast ég ekki um að í Japan sem ann- ars staðar, þar sem barátta kvenna fyrir jafnrétti hefur orðið virk, að hún muni skila sér til þeirra, í fyll- ingu tímans. En ugglaust mun það taka nokkr- ar kynslóðir, að mennta bæði kynin á þann veg, að hinn aldagamli jap- anski hugunarháttur heyri liðinni tíð til. Hugsunarháttur í þá veru að völdin og áhrifin „eigi að vera karl- anna“, „konan sé fyrst og fremst sameiningartákn fjöiskyldunnar, sem eigi að bera hita og þunga bamauppeldis og heimilishalds, auk þess sem hún eigi að annast þá sem gamlir eru og sjúkir", er byggður á slíkri hefð, að það verður hvorki létt verk né löðurmannlegt að breyta honum. I augum okkar Vesturlandabúa er japanska konan iðulega hið ljúfa lótusblóm, undirleit, undirgefin og gjarnan klædd hinum fallega þjóð- búningi japanskra kvenna, kimono. Hún tekur á móti manni sínum er hann kemur heim frá vinnu, færir honum inniskóna, fylgir til stofu, færir honum dagblaðið, hneigir sig og hverfur síðan aftur til eldhússins, þar sem hún eldar handa húsbónda sínum og börnum. í Japan var mér tjáð að hin vest- ræna mynd væri að vísu nokkur ein- földun á stöðu kvenna í japönsku samfélagi, en til skamms tíma, ekki svo mjög. Enn í dag væri fjöldi kvenna sem teldi sig hafa því einu hlutverki að gegna að þjóna manni sínum, ala honum börn og ala þau upp, auk þess sem þær litu iðulega á það sem skyldu sina að annast foreldra sína og/eða tengdaforeldra í ellinni. Konur 41% vinnuafls í Japan Allar götur frá því 1950 hefur hlutur kvenna á vinnumarkaðnum í Japan verið um 40%. Én á þessu lið- lega 40 ára tímabili hefur eðli kvennastarfa breyst umtalsvert, þar sem þær hafa í stórum stíl horfið frá hefðbundnum Iandbúnaðarstörf- Japanska konan sækir hægt en örugglega á bratta karlaveldisins um og störfum hjá fyrirtækjum í eigu fjölskyldna þeirra, til annarra, sjálfstæðra fyrirtækja. Mestar breytingar í þessa átt, eru raktar til aukinnar menntunar kvenna. í fyrsta sinn í japanskri sögu voru stúlkur í forháskólanámi og háskóla- námi fleiri en piltar árið 1989, og þær hafa haldið því hlutfalli síðan. Forháskólanám má líklega segja að jafnist á við tvö síðustu ár mennta- skólanáms hjá okkur. Hlutfallið er annað og konunum í óhag, þegar einvörðungu er litið á háskólanám, þar sem þær töldust aðeins vera 26,9% háskólastúdenta í Japan árið 1989. Hlutfallið verður konum enn óhagstæðara þegar litið er á tölur um framhaldsnám, að aflo- knu grunnháskólanámi, þ.e. nám til doktors- eða meistaragráðu. Árið 1990 héldu aðeins 3,5% kvenna sem útskrifuðust frá japönskum háskól- um áfram í slíkt nám, en hlutfall karlanna reyndist vera 8% af þeim sem útskrifast höfðu. Foreldra ráða miklu um nám barna Samkvæmt því sem prófessor Keiko Higuchi, við Tokyo Kasei Háskólann, og sérfræðingur í jap- anskri kvennasögu sagði mér, þá ræður afstaða foreldra miklu um það að hlutur japanskra kvenna við æðri menntastofnanir er ekki meiri en hann er, enn þann dag í dag, þótt þær hafi verulega sótt í sig veðrið. Hún segir að í skoðanakönnun árið 1988 hafi 72,2% aðspurðra foreldra svarað á þann veg, að þeir væntu þess að senda son sinn að afloknu menntaskólanámi til æðri menntun- ar í háskóla, en einungis 31% for- eldra stúlknanna höfðu slík mennt- unaráform í huga fyrir hönd dætra sinna. Mestu breytingarnar á þjóðfélags- stöðu kvenna í Japan áttu sér stað á síðasta áratug. Ekki hvað minnst- um straumhvörfum olli lagasetning japanska þingsins árið 1986, sem átti að tryggja konum og körlum sömu réttindi og tækifæri, við at- vinnuráðningar. Atvinnurekendum er óheimilt að auglýsa sérstaklega eftir karlmanni til starfa og þeim er uppálagt að veita konum og körl- um jöfn tækifæri til vinnu. Higuchi bendir á að vissulega hafi þessi laga- setning hjálpað konum á vinnumark- aðnum mjög í réttindabaráttu sinni, því verði ekki neitað. „En þó er einn galli á gjöf Njarðar,“ segir hún, „en hann er sá, að þótt lögin mæli fyrir um jöfn réttindi kynjanna, þá er ekkert refsiákvæði í þeim, þótt sann- að sé að lögin hafi verið brotin. Til- hneigingin er því vissulega enn fyrir hendi, að taka karl fram yfir konu, þótt hún sé jafn hæf til starfsins og jafn vel menntuð, í sumum tilvikum hæfari og betur menntuð." Tvöfalt vinnuálag á framakonuna Þótt Higuchi sé eindregin baráttu- kona fyrir auknum réttindum japan- skra kvenna og þekkt um gjörvallt Japan fyrir skelegga baráttu og út- gáfu fjölda bóka um þessi efni, er hún mjög raunsæ þegar hún segir: „Á vissan hátt er þó hægt að skilja vinnuveitendur sem taka karlinn fram yfir konuna. Kona sem hyggur á starfsframa, veit hvers hefðbundn- ar væntingar krefjast af henni: Hún verður að vera tilbúin til þess að vera í tvöföldu starfi. Á heimilinu er þess vænst að hún annist allt heimilishald, barnauppeldi og umönnun gamalla og sjúkra; í vinn- unni verður hún að vinna sama langa vinnudaginn og karlarnir og jafnm- ikla yfirvinnu og þeir, ætli hún sér á annað borð að eiga möguleika á frama og stöðuhækkunum á borð við karlana. Því hafa konur svarað þessu tvö- falda álagi á þann veg að margar þeirra fresta hjónabandi og barn- eignum á meðan þær eru að vinna sig upp í starfí og jafnvel kosið að eignast færri börn en áður tíðkaðist. Fyrir 50 árum eða svo var algengt að mæður ættu 5 börn og barneign- ir hæfust um 24ra ára aldurinn. Nú giftast konur í Japan oft ekki fyrr en um 26 ára og algengara er orðið að þær séu komnar yfir þrítugt þeg- ar þær hefja barneignir, oftast tvö börn.“ Prófessor Higuchi segir að vissu- lega hafi konum miðað í átt til jafn- réttis í japönsku þjóðfélagi, einkum úti á vinnumarkaðinum, þar sem þær eigi möguleika í framasamkeppninni við menn, þótt í launalegu tilliti standi þær körlum enn langt að baki, að minnsta kosti í mörgum störfum. Þeim hafi síður miðað í þessari baráttu á heimilunum, þar sem japanskir karlar vilji margir hveijir viðhalda gömlum hefðum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.