Morgunblaðið - 10.10.1993, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 13 svo veik að hún hefði neyðst til að vopna óbreytta borgara, þá hefðu ráðin úti á landsbyggðinni gengið harðar fram. Allt sem gerist í Moskvu í þessum efnum bergmálar landsbyggðin. En til þess kom ekki sem betur fer. Eftir því sem næst verður kom- ist var loksins ákveðið að senda herlið inn í Moskvu um, tvöleytið aðfararnótt mánudagsins. Á fundi herráðsins þá var einnig ákveðið að gera árás á Hvíta húsið í dögun. Fram að því mun ekki hafa verið til nein áætlun um aðgerðir hersins í Moskvu. Jeltsín hafði enga trygg- ingu fyrir því þegar hann lýsti yfir neyðarástandi klukkan fjögur á sunnudaginn að nokkur fengist til að framfylgja því. Hann fékk ekki stuðning hersins í valdabaráttunni fyrr en eftir að bardagar voru búnir að geysa í Moskvu í 6 klukkutíma. Þessi tregða sýnir betur en flest annað að uppreisnarmennirnir höfðu ríka ástæðu til að ætla að þeir gætu haft betur í viðureigninni við Jeltsín. Eftir að fréttist af hreyfingum hersins í átt að borginni, á fjórða tímanum aðfararnótt 4. oktber, varð flestum ljóst hvernig bardögunum mundi lykta. Við sjónvarpshúsið höfðu víkingasveitarmennirnir tutt- ugu sýnt ótrúlega hetjulega mót- spyrnu þótt þeir væru nokkrum sinnum færri en árásarmennirnir, nú fengu þeir liðsauka sem dugði til að hrinda árásinni endanlega. Þrátt fyrir allt hafði ekki verið ráð- ist til inngöngu í Kreml og verkefni hersins var því fyrst og fremst árás- in á Hvíta húsið. Það efaðist enginn um að Rútskoj og félagar hefðu tapað baráttunni. Hins vegar var strax á sunnudagskvöldið hafin óöld í borginni, sem erfitt hefur reynst að kveða niður. Það er líklega hægt að fullyrða að eftir að dagur reis mánudaginn 4. október hafi spurningunni um hollustu hersins endanlega verið svarað. Herinn var neyddur til að velja á milli valdhafa og valið var Jeltsín. Enn einu sinni hefur hin mikla lýðhylli Jeltsíns líklega bjarg- að honum. Nokkur þúsund manns voru tilbúrn til að fara niður í mið- borg Moskvu seint um kvöld, eyða þar nóttinni og jafnvel leggja sig í lífshættu fyrir lýðræðið. Það var alveg ljóst, að uppreisnarmenn mundu ekki þegjandi og hijóðlaust geta tekið völd í Kreml. Stjórnkerfið var lamað Þess vegna var óvissan stutt. Þrátt fyrir allt voru það ekki nema fáeinir klukkutímar sem framtíð Rússlands hékk á bláþræði. En þeir voru samt of margir. Ef fyrr hefði verið brugðist við og byssumönnum ekki verið leyft að leika iausum hala í borginni marga daga fyrir uppreisnina, er ótrúlegt að 150 manns hefðu þurft að láta lífið. En allt stjórnkerfið var iamað, vegna þess að það var ekki ljóst hver færi með völdin í landinu, mikilvægar stofnanir höfðu ekki gert það upp við sig hvern valdhafanna þær kysu. Síðan „Októberuppreisnin" var bæld niður hefur Jeltsín gengið skjótt til verks. Hann er búinn að losa sig við alla pólitíska andstæð- inga sem eitthvað kveður að í höfuð- borginni og nokkrir svikulir sveitar- stjórar úti landsbyggðinni hafa fengið að fjúka. Hann hefur leyst upp borgarráð Moskvuborgar og látið fangelsa forsprakka stjórnar- andstæðinga þar. Sömuleiðis hefur hann ráðlagt borgar- og héraðsráð- um um allt Rússland að leggja sjálf sig niður. Stjórnarskrárdómstóllinn hefur verið lýstur óhæfur til starfa og forseti hans neyddur til að segja af sér. Formenn ótal nefnda og starfshópa sem forsetanum var í nöp við eða sýndu honum mótþróa hafa ýmist verið reknir eða sagt af sér sjálfir. Til eru þeir sem hrista höfuðið og tauta „einræðisherra“ yfir þess- um aðgerðum forsetans. En þeir eru þó fleiri sem horfa á það með létti að stjórnvöld byiji loksins að stjórna landinu. Eftir meira en eins árs lam- andi valdabaráttu sem kom í veg fyrir að stjórn eða stjórnarandstaða reyndu af alvöru að glíma við vanda- mál iandsins, er loksins starfsfriður. Aðgerðir Jeltsíns síðustu daga sýna að hann ætlar sér að uppræta allar leifar ráðstjórnarinnar úr rúss- nesku stjórnkerfi. Fram að þessu hefur alls ekki verið hægt að gera grundvallarbót á kerfinu því í raun hafa kommúnistar haft töglin og hagldirnar víðast hvar. Að minnsta kosti nægilega mikil völd til þess að stöðva umbreytingu þjóðfélagsins og krefjast þess að flestum venjum sovétríkisins sé haldið. Nauðsynlegar aðgerðir Aðgerðír Jeltsíns eru nauðsynleg- ar hvort sem þær eru einræðislegar eða ekki. í Moskvu var starfandi fjögur hundruð manna borgarráð og auk þess hverfisráð í öllum hverf- um borgarinnar. Þessi ráð voru öll meira og minna á bandi þingsins og studdu það með ráðum og dáð- um. Það er ekki kostnaðarlaust að skipuleggja uppreisn gegn stjórn ríkisins og það er ljóst að einkum tvö hverfisráðanna tóku verulegan þátt í kostnaði þingsins við að skipu- leggja andspyrnuna gegn Jeltsín. Til þess voru notuð gjöld íbúanna í hverfinu og gróði af verslunarfyrir- tækjum sem sett voru á stofn í því skyni að útvega þinginu og hverfis- ráðinu fé. Ráðin bera ábyrgð á hinni full- komnu óreiðu sem ríkir í allri götu- og markaðsverslun í Moskvu. Þau hafa kynt undir spillingu og glæpa- starfsemi, því þau telja verkefni sitt ekki vera stjórn og velferð umdæm- isins, heldur áhrifín á valdabarátt- una í ríkinu. Þau þurftu að mala gull fyrir stjórnarandstöðuna. Því kom það engum á óvart að Jeltsín skyldi láta það verða sitt fyrsta verk að leysa upp öll ráð Moskvuborgar. í fyrsta skipti síðan stjórn Jeltsíns hratt efnahagsumbótum sínum af stað í janúar 1992, hefur hún nú afl til að fylgja þeim eftir. I fyrsta skipti er á hreinu hver fer með völd- in í landinu, hveijum lögregluþjón- ar, hermenn, embættismenn og svo framvegis eiga að hlýða. „Einræðis- aðgerðirnar" vekja því veika von hjá mörgum: Fækkar glæpum á götun- um? Getur stjórnin tekið í hnakka- drambið á bröskurum og götusölu- mönnum og tryggt með einhveijum hætti að verslun sé eðlileg en ekki rekin af mafíunni? Verður bráðum hægt að búast við því að lögreglu- menn hugi að velferð borganna fremur en að hagsmunum mafíósa? Og svona má áfram telja. Boris Jeltsín hefur nú fest sig í sessi. Andstæðingar hans sitja í fangelsi, sumir eiga yfír höfði sér þunga dóma og þeir Rútskoj, Khasb- úlatof og Makasjov mega vænta langrar fangelsisvistar. Þetta þýðir samt ekki að öll andstaða við Jelts- ín sé horfin. Stjórnin á mikið starf fyrir höndum við að sveigja Rúss- land af braut borgarastríðs og inn á braut stjórnmálanna, koma í veg fyrir að ofbeldi sé talið eðlilegt fram- hald átaka í fundarsölum. Það er of snemmt að spá fyrir um hvort liðsmenn Jeltsíns og hann sjálfur ráða við verkið. Það skiptir öllu máli að þá skorti ekki kjark til að afsala sér sjálfviljugir persónu- legum völdum í kosningum, að þeir freistist ekki til að hrifsa til sín völd í skjóli þess að tímarnir séu erfiðir, ástandið ótryggt og þjóðin ekki nógu þroskuð til að axla ábyrgð lýðræðis- ins. Það er ekki fyrr en núna, í októ- ber 1993 eftir ótrúlegar þrengingar að hægt að að segja með sanni að Rússland hafi hrist af sér kom- múnismann. Það er bæði merkilegt og ógnvænlegt að einn maður skuli enn standa nokkurn veginn upprétt- ur eftir allan hamaganginn og að hann skuli hafa fengið allan heiminn til að trúa því að hann einn geti tryggt viðgang lýðræðisins í Rúss- landi. Framtíð Rússlands veltur á Boris Jeltsín, því ríkið, það er hann og ráðstjórnin - henni er lokið. Haupmamahafnarveisla ™ OO -OA nHnhoi' 3 dýrðlegir dagar frá q/| Q qc \m* £4.0 93 KP. Staögreiösluverð m.v. tvíbýli á Hotel Cosmopole*** í miðborg Kaupmannahafnar. Danskt morgunverðarhlaðborð. Allir skattar innifaldir. Skosk 22.-24. október Dýrðaraukar Einn hádegisverður þar sem borða má og drekka að vild í 60 mínútur! ! Okeypis á þrjá næturklúbba sem opnir eru til 9 að morgni. Ókeypis morgun- verður í klúbbunum fyrir nátthrafna. ! Séretakt hádegisverðartilboð á veitinga- stað MAGASIN stórverslunarinnar. Upplýsingablað á íslensku um endur- greiðslu virðisaukaskatts. Ókeypis eintak af This week Copenhagen og listi yfir Top Ten Restaurants Offers. liggur frammi á hótelinu við komu. ‘Staðgreiðsluverö gildir ef ferð er greidd a.m.k. viku íyrir brottför. 4 höggfagrir dagar frá kr: solfveisla Glæsilea hóoferð íslenski 24.-28. október Glæsileg hópferð íslenskra kylfinga á Westerwood, Golf & Country Club. siáðu tn • 4ra stjörnu glæsilegt golfhótel. • Morgunverðarhlaðborð. Staðgreiðsluverð m.v. tvíbýli. 5.200 kr. auka- • Bókaðir rástímar milli kl. 10 og 11.30. Höggþétt golffararstjórn Peter Salmons. Verð langt undir pari. Westerwood: Nýr og glæsilegur völlur við hótelið sem Seve Ballesteros hannaði. Murrayshall: Magnaður „links“ völlur u.þ.b. hálftíma akstur frá hótelinu. gjald fyrir einbýli. Allir skattar innifaldir. Einstakt tilboö! Fjórir hringir á Westerwood vellinum 3.900 kr. ’Staðgreiðsluverð gildir ef ferð er greidd a.m.k. viku fyrir brottför. | EIÐRIBOR.GARAR til Edinborgar 8 ógleymanlegir dagar frá Staðgreiðsluverð m.v. tvíbýli á Mount Royal hótelinu með morgunverði. Allir skattar innifaldir. Fararstjóri verður Lilja Hilmarsdóttir Vikuferð til 7. nóvember i yndislegn borg t , r .. ■ Kynningarfundur um feröina veröur w bjolbreyttar kynnisreroir uni Edinbom , _ og skosku Hálöndin <c-kki innffaliö í haldto"1 ™V.U.S.CTSYNAR húsinu verð0 Lágmúla 4 miðvikudagskvöldið 13. október kl. 20. ★ Skemmtilegar samverustundir og léttar gönguferðir. ★ Skoskt hátíðarkvöld. I ★ Glaðværð og samheldni. •Staðgreiðsluverð gildir ef ferð er greidd a.m.k. viku fyrir brottför. 4 4 URVALÚTSÝN \^^\0 ^\m Lágmúla 4: simi 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00; í Haftiarfirði: sími 65 23 66; t'ið Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboðsmónnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.